Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.04.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 28.04.1988, Blaðsíða 1
AIK FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunMO Hafnarfirði Sími652266 AnddyriBæjarbíós: FJflRÐflR póstunnn 15.TBL 1988-6.ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. APRÍL VERÐ KRÓNUR 50,- Tillaga um aðra lausn á fundi bæjarráðs í dag Á bæjarráðsfundi, sem haldinn er í dag, fimmtudag, munu full- trúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fundin verði önnur lausn á húsnæðisvanda bæjarskrifstof- anna heldur en að gengið verði á húsnæði Leikfélagsins í anddyri Bæjarbíós. Arni Grétar Finnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði, sagði í viðtali við Fjarðarpóstinn í Samkomulag íaugsýn? Enn er rætt um lausnir í deilumáli lækna heilsugæslu- stöðvarinnar og Sparísjóðsins um framkvæmdir Sparisjóðsins á húsi sínu, sem heilsugæslu- stöðin er í. Samkvæmt heimild- um Fjarðarpóstsins mun niður- stöðu að vænta í málinu í kring- um helgi. Eins og Fjarðarpósturinn hefur skýrt frá eru líkur á að unnt verði að hraða fram- kvæmdum við Sólvang þannig að unnt verði að flytja heilsu- gæslustöðina þangað 15. ágúst í stað 15. október. Sparisjóðurinn hefur ekki fallist á að tefja framkvæmdir fram yfir þann tíma, en aftur á móti boðist til að greiða kostn- að við flutning læknastofa í annan enda hússins, þ.e. á núverandi kaffistofu, skrifstofu heilbrigðisfulltrúa og í aðstöðu meinatæknis. í>á mun rætt um að flytja ungbarnaeftirlitið til bráðabirgða í St. Jósepsspí- tala. gær, að þeir teldu að nú væri aðra Iausn að finna í málinu. Hún væri sú, að bæjarskrifstofurnar fengju hluta af því húsnæði sem heilsu- gæslustöðin væri nú í, en^það er í húsnæði Sparisjóðsins. Leikfélagsfólk brást illa við þeirri frétt, að bæjaryfirvöld ætl- uðu að taka stóran hluta anddyris Bæjarbíós undir fundarsali. Fundað var með bæjarritara í síð- ustu viku og var leikfélagsfólk þar mjög harðort í garð bæjaryfir- valda. Frá fundinum er sagt í Fjarðarpóstinum í dag, ennfrem- ur er þar birt ályktun frá Leikfé- laginu. Sjá: „Bærinn er að ganga að leikfélaginu dauðu" á bls. 7. Gleðilegt sumar! Þessir hressu krakkar létu ekki sitt eftir liggja við hreinsun umhverfis Lækjarskóla í gær er Fjarðarpósturinn smellti af þeim þessari mynd. Vor er í lofti enda Sumardagurinn fyrsti að baki. Gleðilegt sumar Hafnfirðingar! AUS ZÆ lEftp FERFJASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Þjófstartao áSólvangi Vcrkak veiinul élagið l'Viun- tíðin undirbýr nú að boða yfirvinnubann hjá félagskon- um síniiin sem vinna Iijií bænum, en ekki hafa tekist samningar um einn lift í kröfugerð þeirra, þ.e. að nýr kjarasamningur gildi frá 1. janúar sl. í stað 1. mars. Nokkrar starfskonur á Sól- vangi „þjófstörtuðu" og hafa þegar hafið ylírvinnubann. Að sögn Guðríðar Elfas- dóttur, formanns Framtíðar- innar, hefur náðst saman um alla meginþætti samning- anna, en þeir eru sambæríleg- ir við samninga Sóknar í Reykjavík. Pó hafa bæjaryf- irvöid ekki viljað faliast á kröfuna um afturvirkni til 1. janúar. Ef ekki hefur náðst saman um þennan lið fyrir morgun- daginn, fðstudag, verður stofnunum bæjarins tílkynnt um yfirvinnubannið, sem mun þá taka gildi eftir helgi. Lögreglumönnum í Hafnar- firöi veröur fækkaö um fjóra Lögreglan í Reykjavfk tekur við löggæslu í Mosfellssveit og upp- sveitum 1. maí n.k., en það hefur verið umsjónarsvæði lögreglunnar í Hafnarfirði. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti bæjarfógetaembættinu í Hafnarfirði í vikunni, að á sama tíma yrði lögreglumönnum í I lafnai - firði fækkað um fjóra, þ.e. um einn mann á hverri vakt. Þeir verða því sjö hér eftir í stað átta áður. Að sögn Más Péturssonar bæjarfógeta verður lögreglu- mönnum fækkað i Hafnarfirði um einn á hverri vakt, þ.e. fjóra, við yfirtöku lögreglunnar í Reykjavík á löggæslu í Mosfellsbæ og sveit- unum í kring. Hann sagði að þessi fækkun ætti ekki að þýða að það Frumskógar- lögmál vio höfnina -sjábls.2 þyrfti að draga úr löggæslu í Hafn- arfirði. Þetta þýddi í raun að einn maður bættist við, því í stað þess að hafa tvo menn af átta bundna í lögreglubíl í Mosfellssveit kæmi annar þessara tveggja til fullra starfa í umdæmi Hafnarfjarðar. Már var spurður, hver fjöldi ÞórirJóns er „Gaflari vikunnar" -sjábls.4 lögreglumanna í Hafnarfirði væri samanborið við Reykjavík. Hann sagði þá vera 240 í Reykjavík en 40 í Hafnarfirði. Borið saman við mannfjölda ættu 80 lögreglumenn að vera í Hafnarfirði til að sama hlutfal! væri þar í milli. Már sagði aðspurður, að erfitt væri að bera þetta saman á þennan hátt því verksvið lögreglunnar í Reykja- vík væri mun meira, t.d. væri vega- lögreglan talin þar með. Már var ennfremur spurður, hvort það væri ekki væri skref aft- ur á bak að lögreglumönnum væri nú fækkað á sama tíma og mann- fjöldi ykist með hverjum deginum og umferðarþungi sömuleiðis. Hann kvaðst ekki hafa fengið neinar kvartanir yfir lélgri þjón- ustu. Rétt væri, aðumferðarþungi hefði aukist gífurlega en þetta væru óskyldu mál, þ.e. fækkun vegna yfirtöku Reykjavíkurlög- reglunnar á löggæslu í Mosfellsbæ og nágrenni og þörf fyrir fleiri lög- reglumenn í Hafnarfirði. Starfsfólk- iðfékkallt 100%bónus -sjábls.9 Fjölskyldu- dagur Haukanna

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.