Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.04.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 28.04.1988, Blaðsíða 4
FMRDffi pöstur/nn Ritstjóri og ábm.: Fríöa Proppé Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Siguröur Sverrisson Ljósmyndir: Fjaröarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Ósamræmi í orð- um og athöfnum Löggæsla í Mosfellsbæ, Kjós og á Kjalarnesi flyst 1. maí n.k. í hendur lögreglunnar í Reykjavík, en hún hefur verið í verkahring lögreglunnar í Hafnarfirði. Meö breyt- ingunni verður lögreglumönnum í Hafnarfiröi fækkað um fjóra, þ.e. um einn á hverri vakt, en þær eru fjórar á sól- arhring. Löggæslan í Mosfellsbæ og nágrannasveitum hefur veriö mjög svo út úr kortinu fyrir lögregluna í Hafnarfirði og má fagna því, aö hún skuli nú leyst undan þeirri skyldu. Aftur á móti ber aö harma, aö tækifærið skuli not- að til aö fækka stööum lögreglumanna í Hafnarfirði. Lögreglan í Hafnarfiröi hefur verið meö þrjá mannaða lögreglubíla í umferð og hefur einn verið meira og minna bundinn, ásamt tveimur mönnum, í Mosfellsbæ og ná- grenni. Þá hafa einn til tveir menn veriö á mótorhjólum. Það má því segja, aö annar af tveimur þeirra, sem bundnir hafa veriö í Mosfellsbæ, bætist viö í Hafnarfirði, en er málið svo einfalt? Bæjarfógeti, Már Pétursson, segir í frétt á forsíðunni, að þessi fækkun komi löggæslu í Hafnarfirði ekkert við. Hér sé einvörðungu verið að flytja þjónustu yfir á annarra herðar og stöðum fækkað í samræmi við það. Þegar nýja lögreglustöðin vartekin í notkun varfjölgað í lögreglulið- inu úr 6 mönnum á vakt í 8, en þá var fjölgun löngu tíma- bær. Það er ekki flókið reikningsdæmi, að sjá að sjö lög- reglumenn á svæðinu Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes, sem telja orðið rúmlega tuttugu þúsund íbúa, geta ekki þjónað á mörgum stöðum samtímis. Það kem- ur og fram í viðtalinu við fógeta, að til að lögregluþjónar í Hafnarfirði væru jafnmargirhlutfallslegaog í Reykjavík, miðað við mannfjölda, yrði að fjölga þeim hér um helming, þ.e. í 80 úr40. Gífurlegur og vaxandi umferðarþungi er á öllum helstu þjóðvegum í umdæmi lögreglunnar hér og alvarleg umferðarslys því miður tíð. Reykjanesbrautin nýja og væntanlegar vegaframkvæmdir á Arnarneshæð auka enn á álag við eftirlitsstörf lögreglunnar. Sífellt eru gerðar auknar kröfur til löggæslu, sem lögreglan í Hafnarfirði hefur sinnt vel, enda segir fógeti, að aldrei hafi verið kvartað við sig yfir löggæslunni. Forráðamenn þjóðarinnar tala fjálgum orðum um sérs- takt umferðarár og samþykkja ný umferðarlög með auknum skyldum laganna varða til eftirlits. Fækkun lög- reglumanna í Hafnarfirði, miðað viðframantaldarástæð- ur, er í hrópandi ósamræmi við yfirlýsta stefnu. Fjarðar- pósturinn skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að lögreglumönnum verði ekki fækkað, fremur fjölgað. GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Þórir Jónsson. Fæðingardagur? 25. mars 1952. Fæðingarstaður? Hafnar- fjörður. Fjölskyldurhagir? Sambúð, þrjú börn. Bifreið? Daihatsu ’78 og BMW ’83. Starf? Kennsla og starfsmaður hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Fyrri störf? Framkvæmda- stjori hjá FH, þjálfun í knatt- spyrnu mfl. FH í 2 ár og ýmis tímabundin störf. Helsti veikleiki? Slæm umgengni og óþolinmæði. Helsti kostur? Fljótur að taka ákvarðanir, hreinskilinn, atorkusamur. Uppáhaldsmatur? Sólkoli með jjunnum frönskum og köld- um bjór. Versti matur sem þú færð? Pylsur og skyr. Uppáhaldstónlist? Bítlatón- listin og Kim Larsen. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Geir Hallsteinsson var snillingur, í dag enginn. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Eng- um sérstökum. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Derrick, íþróttir. Hvað sjónvarpscfni finnst þér leiðinlegast? Dallas. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Hemmi Gunn. Uppáhaldsleikari? Laddi. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Hættuleg kynni. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Er félagsmálafrík, hef FH og æskulýðsmál á minni könnu. Sparka með gömlum vin- um tvisvar í viku og svo er það fjölskyldan. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Svissnesku Alparnir. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Hreinskilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Undirlægju- háttur, óhreinlyndi og leti. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Arafat. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Grasafræði. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Bjóða konunni minni í ferðalag, afgangurinn færi í endurbætur á húsinu okkar. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Gasgrill. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Á ríkisstjórnarfundi. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? íþróttir. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Að liggja á bakinu í rúminu með tærnar upp í loft. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Gera stórátak í íþróttamálum. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Nenni ekki að skrifa hann. Verkfallsboðun vofir yfir hjá ÍSAL Verkalýðsfélögin tíu sem starfa hjá ÍSAL hafa samþykkt heimildir til félagsstjórna sinna til boðunar verkfalls starfsmanna ÍSAL. Verkfall gæti því hafist hjá álverkinu í næstu viku. Samningaviðræður hafa staðið yfir, en útlit fyrir að samningar tækjust var ekki gott, er Fjarðarpósturinn kannaði stöðu mála í gær. Verkföll hefjast hjá stæstum hluta starfsfólks viku eftir boðun, en sérstök ákvæði eru í samningum þess efnis, að ekki megi stöðva framleiðslu snögglega þannig að skemmdir geti hlotist af á ofnum. Mikið mun bera í milli samningsaðila, m.a. hefur kröfu verkalýðsfélaganna um launakönnun sambærilegra stétta hafa verið hafnað af atvinnurekenda. FRÍKIRKJAIN Barnasamkoma á sunnudag fellur niður vegna útvarp- sguðsþjónustu í kirkjunni kl. 11. Hæsta barnasamkoma verður sunnudaginn 8. maí. EINAR EYJÓLFSSOn VÍÐISTAÐAKIRKJA Almenn guðsþjónusta kl. 14 á sunnudag. SIGURÐUR HELGI GUÐMUmSSOPi HAFINARFJARÐARKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 10.30. Munið skólabílinn. Quðsþjón- usta kl. 14. GUNNÞÓRINGASON 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.