Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.04.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 28.04.1988, Blaðsíða 6
HVAÐ FINNS T ÞÉR? - í hvaða sæti lendir lag íslands og Sverris Stormskers í Eurovision- keppninni á laugardag? Aslaug Sigurgestsdóttir nemi í Flensborg: Áttunda sæti. - Af hverju? Af því að mér finnst lagið flott. Viðar Gunnarsson, einnig nemi í Flensborg: Þriðja sæti. Ég hef bara heyrt okkar lag, en mér finnst það flott. Árdís Eiríksdóttir, ennfremur í Flensborg: Ég er hæfilega bjartsýn og spái tíunda sæti. Annars finnast mér þessi lög öll léleg. Jóhanna Tryggvadóttir, húsmóðir: Ég spái tíunda sæti, ekki mikið meira því ég er hæfi- lega bjartsýn. Mér finnst sjálfri að þetta sé eina lagið sem kemur til greina. Mikill hiti í leikfélagsfólki vegna fyrirsjáanlegrar húsnæðiseklu félagsins: Verkamannafélagiö Hlíf: Stuðningur við verslunarfólk Á fundi í Verkamannafélaginu Hlíf, sem haldinn var 25. apríl sl. með verkamönnum hjá ÍSAL, var eftirfarandi tillaga samþykkt ein- róma: Verkamenn hjá ÍSAL senda verslunarfólki, sem nú á í harðvít- ugri kjarabaráttu fyrir mannsæm- andi launum, sínar bestu kveðjur og lýsa yfir fyllsta stuðningi við kröfur þess og aðgerðir." Gunnar Rafn sýnir teikningar. stjórn gæti ekki fundað svo til hvar sem er í bænum í þessi tvö skipti í mánuði. Var t.d. bent á íýju félagsmiðstöðina, Vitann, í þessu sambandi. Áhugi sjaldan eða aldrei meiri Það kom fram á fundinum, að sýningar á Emil í Kattholti ganga mjög vel og hefur leikfélaginu tekist að rífa sig upp úr slæmri fjárhagsstöðu og sagði leikfélags- fólk, sem var um 30 talsins á fund- inum, að áhugi hefði sjaldan eða aldrei verið meiri innan leikfé- lagsins. Þá ítrekuðu fundarmenn þá staðreynd, að leiksviðið í Bæjarbíói er hið eina í bænum og að auk leiklistarstarfsemi fer þar fram mjög víðtækt félagsstarf, t.d. allra skóianna í bænum. Fundinum lauk með því, að Gunnar Rafn bæjarritari sagðist mundu færa yfirboðurum sínum upplýsingar um hug leikfélags- fólks. Þá samþykkti fundur leik- húsfólks ályktun, sem birt er hér sérstaklega. Stofnfundur styrktar- félags haklinn 3. maí Stofnfundur að félagi til styrkt- ar Þjóðminjasafni íslands verður haldinn í Þjóðminjasafninu við Hvað varð um filmuna? Til okkar hringdi maður í vik- unni og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hafði farið með filmu í framköllun í Myndahúsið fyrir u.þ.b. hálfum mánuði en þegar hanbn ætlaði að sækja hana aftur fannst hún hvergi. Bendir flest til þess að hún hafí óvart lent í höndum annars viðskiptavinar. Á filmunni, sem er 36 mynda litfilma, voru nokkrar fjölskyldu- myndir en megnið af myndunum var frá affhendingu miðunartækis á Garðsakaga. Á myndunum m.a m.a. þekkja Matthías Á Mathie- sen, Hannes Hafstein og Harald Henryson svo nokkrir séu nefndir. Kannist einhver við að hafa þessar myndir undir höndum er hann beðinn um að hringja í síma 51540. Suðurgötu á krossmessu, þriðju- daginn 3. maí kl. 17.15. Þangað er allt áhugafólk um menningar- minjar velkomið en einnig getur fólk haft samband við Þjóðminja- safnið og látið skrá sig í félagið. Þeir sem skrá sig fyrir 3. maí telj- ast stofnfélagar. Abendingar að nafni á félagið eru vel þegnar, seg- ir í fréttatilkynningu frá undirbún- ingsstjórn. Þjóðminjasafn íslands stendur um þessar mundir á tímamótun því liðin eru 125 ár frá stofnun þess. Þá hefur safnið loks fengið allt húsið við Suðurgötu til um- ráða, en Listasafn Islands flutti um áramótin úr húsinu og í nýtt húsnæði að Fríkirkjuvegi. Hefur afmælisins verið minnst með ýms- um hætti. Nú hefur verið ákveðið að stofna félag til að styðja Þjóðminjasafnið í starfi og vekja skilning á mikilvægi þess að vel sé búið að því. Nokkur aðdragandi hefur verið að stofnuninni. Haldinn var undirbúningsstofnfundur í febrú- ar þar sem kosin var undirbún- ingsstjórn til að sjá um hina form- „Bæjaryfirvöld ganga að Leikfélaginu dauðu“ - sagði leikhúsfólk m.a. á haróorðum fundi með bæjairitara vegna yfir- töku bæjarstjómar á hluta af anddyri Bæjarbíós. Þjóðminjasafnið við Suðurgötu, en safnið var stofnað 24. febrúar árið 1863. legu stofnun. f henni eiga sæti Katrín Fjeldsted formaður, Ólaf- ur Ragnarsson, Sverrir Kristins- son, Sigríður Erlendsdóttir og Þór Magnússon. Til vara Sverrir Scheving Thorsteinsson og Guð- jón Friðriksson. Enn hefurfélagið ekki hlotið nafn, en það hefur gengið undir nafninu Þjóðminja- félagið. Samin hafa verið lög fyrir félag- ið en samkvæmt þeim geta allir orðið félagar, sem stuðla vilja að því að vekja skilning stjórnvalda og annarra á mikilvægi safnsins í nútímaþjóðfélagi. Þá mun félagið beita sér fyrir öllu því sem orðið getur safninu til framdráttar. Aðstandendur Leikfélags Hafnarfjarðar lýstu því m.a. yfir á almennum fundi félagsins með Gunnari Rafni Sigurbjömssyni, bæjar- ritara, sl. föstudagskvöld, að bæjaryfirvöld væru að ganga að Leikfé- laginu dauðu, ef þeir framfylgdu þeirri ákvörðun bæjarráðs að taka stóran hluta anddyris Bæjarbíós undir fundarsal bæjarstjórnar. Benti leikfélagsfólk m.a. á þá staðreynd, að í Bæjarbíói er eina leiksviðið { bænum; að með minnkun anddyrisins þyrfti ennfremur að fækka stól- um í sal; þá hyrfi fatageymsla gesta svo og húsnæði fyrir geymslur og fleira. Leikhúsfólkið deildi hart á stjórn bæjarfélagsins og sagði m. a., að þessi ákvörðun sýndi best viðhorf bæjaryfirvalda, sem væri sam- kvæmt þessari ákvörðun fjandsamlegt menningarlífi í bænum. Gunnar Rafn, bæjarritari, unar og sýndi teikningar af fyrir- mætti á fundinn með leikhúsfólki huguðum framkvæmdum, sem að þeirra ósk, en eins og komið hefur fram í Fjarðarpóstinum voru aðstandendur Leikfélagsins mjög óánægðir með að ekki skyldi hafa verið haft samband við þá, áður en þessi ákvörðun var tekin. Gunnar Rafn skýrði í upphafi fundarins tildrög þessarar ákvörð- hann sagði hefjast alveg á næstu dögum. Ætlunin er að taka rúm- lega helming anddyris, auk fata- hengis og útbúa þar fundarsal bæjarstjórnar, auk þess annan minni fundarsal þar sem nú er fatahengi. Sagði Gunnar að þess utan yrðu snyrtingar lagfæröar og ORÐABELGUR: Badminton„klíka“ Hafnarfjaröar Því er nú ver og miður fyrír Hafnfirðinga að þeir skuli ekki geta sannað getu sína í badminton (þ.e. fá ekki að keppa í Hafnarfjarðar- mótinu í badminton) vegna þess að þeir sem mega keppa í Hafnar- fjarðarmótinu eru þröngur hópur þ.e.a.s. það eru fyrst og fremst stjórnarmeðlimirnir og þeir sem að stjórnarmeðlimimir telja sig geta unnið. Hver er ástæðan kann einhver að spyrja. Svarið er augljóst, stjórnarmeðlimirnir vilja halda þeirri ímynd sinni að þeir/þær séu bestir/bestar í sínu bæjarfélagi og til að fyrirbyggja að aðrir Hafn- firðingar sem stunda þessa íþrótt í öðru bæjarfélagi geti keppt og unnið þessa rótgrónu stjórnar- meðlimi, sem voru upp á sitt besta á frostavetrinum mikla 1918, meina þeir okkur þátttöku í þessu móti. Undirritaður hefur heyrt þá ljótu sögu að stjórnarmeðlimir ætli að svíkja krakkana í félaginu með því að eigna sér peninga þá sem krakkarnir borga í félags- gjöld. Þessa peninga hyggjast stjórnarmeðlimir nota til að greiða niður utanlandsferð sína og maka sinna auk ýmissa annara mosagróinna leikmanna. Þannig er þeim krökkum, sem hefja æfingar á haustin, lofað gulli og grænum skógum en fá í raun ekk- ert fyrir snúð sinn. Það sem verra er, er það að hafnfirsku krakkarn- ir fengu ekki tækifæri til þess að bæta getu sína með því að spila í mótum í Reykjavík, á Akranesi o.s.frv. Undirritaður veit það sjálfur af sinni eigin reynslu að það að keppa í mótum er einmitt það sem að maður lærir mest á, án móta er ekki hægt að bæta árangur sinn. Hafnfirsku krakkarnir fengu ekki einu sinni tækifæri til að keppa á íslandsmótinu. Ástæðan er senni- lega sú að stjórnarmeðlimir þyrftu þá að eyða peningum í krakkana sem þýðir það að þessir fátæku stjórnarmeðlimir, sem eru lág- launafólk eins og tannlæknar, forstjórar og fyrirtækjaeigendur, þyrftu þá að borga sjálfir eitthvað í utanlandsferðinni. Það sjá það eflaust allir, að það má bara alls ekki gera þeim þetta vegna þeirra launa sem við öll vitum að lág- launastéttir þessar hafa. Undirritaður veit það að það er talað um Badmintonfélag Hafn- arfjarðar í háðslegum tón vegna þeirra viðhorfa sem stjórnin hjá þessu félagi fer eftir. Það að láta ekki krakkana keppa í móti er alveg fáranlegt og held ég það bara að þessir stjórnarmeðlimir verði enn fremstir í sínu bæjarfé- lagi eftir 50 ár. Undirritaður byrj- aði að æfa í Badmintonfélagi Hafnarfjarðar en sá síðan fram á það að ef árangur ætti að nást þyrfti maður að æfa annarsstaðar og lagði undirritaður leið sína í Tennis og Badmintonfélag Reykja- víkur ásamt því að æfa hér í firðin- um. Tveimur árum seinna æfði undirritaður einungis í Reykjavík og komst í keppnishóp TBR og eftir að hafa unnið 6 íslandsmeist- aratitla lá leiðin í Unglingalands- liðið og núna er undirritaður að banka á dyr A-landsliðsins. Þann- ig að það er hægt að verða afreks- maður í badminton þó að maður sé hafnfirðingur en það sem mað- ur verður að gera er að koma sér sem lengst í burtu frá þessu svon- efnda Badmintonfélagi Hafnar- fjarðar. Undirritaður hefur fylgst með unglingastarfi félagsins og satt að segja er það í molum. Það er bók- staflega ekkert gert fyrir krakk- ana. Gott dæmi um þetta er það að krakkarnir eru látnir æfa á föstudagskvöldum eftir kvöldmat í íþróttahúsi Víðistaðaskóla á meðan stjórnarmeðlimir, vinir og vandamenn æfa í íþróttahúsinu við Strandgötu á fimmtudögum klukkan 18.00, það skal tekið fram að krakkarnir eru frá 9 ára aldri. Laugardaginn 26.3 sl. kom undirritaður í íþróttahúsið við Strandgötu og ætlaði að keppa í Hafnarfjarðarmótinu en var þá meinuð þátttaka, því að þetta mót væri einungis fyrir þá sem æfa hjá félaginu en ekki fyrir þá sem eiga lögheimili í Hafnarfirði en æfa í Reykjavík. Badmintonfélag Hafnarfjarðar ætti svo sannarlega að skammast sín fyrir svona fram- komu og ætti þar af leiðandi að breyta nafninu á mótinu sem fyrst frá Hafnarfjarðarmótinu yfir í Innanfélagsmót Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Og mætti þá grafa á bikarinn „Stjórnarmannameist- ari Badmintonfélags Hafnarfjarð- ar“. Gunnar Björgvinsson, Suðurvangi 14. síðan hefur verið rætt um að lag- færa aðstöðu utan við útgöngudyr í sal og jafnvel verið rætt um að byggja þar skála. Aðalástæða þessarar ákvörð- unar er vöntun á skrifstofuhús- næði, en verið er að sameina rekstur Rafveitu Hafnarfjarðar almennum rekstri bæjarskrifstof- anna. Til framkvæmda þessara, auk lagfæringa á húsnæðinu þar sem bæjarstjórnarfundir eru nú haldnir, eru áætlaðar kr. 5 millj. á fjárhagsáætlun. Gunnar Rafn upplýsti, að bæjaryfirvöld væru áreiðanlega tilbúin til að aðstoða leikfélagið um útvegun aðstöðu í stað þeirrar sem þarna væri geng- ið á. Þykir of vænt um stólana sína Leikfélagsfólki lék m.a. hugur á að vita, hvort leikfélaginu yrði heimilað að nota fundarsalina á milli þess sem þeir væru í notkun. Svaraði Gunnar Rafn því til, að bæjarfulltrúum þætti áreiðanlega svo vænt um stólana sín að slíkt kæmi ekki til greina. Þá varð ein- um fundarmanna að orði: „Ætla þeir virkilega að eyðileggja Leik- félagið fyrir tvo bæjarstjórnar- fundi í mánuði?“. Samningur Leikfélagsins og bæjaryfirvalda kom nokkuð til umfjöllunar og voru menn jafnvel á því að verið væri að brjóta hann, a.m.k. voru menn mjögóánægðir með að hafa fyrst heyrt af fyrir- huguðum framkvæmdum „úti í bæ“. Þá var spurt, hvort bæjar- Ályktun almenns fundar Leikfélags Hafnarfjarðar: „Útilokar þá starfsemi sem fram fer í húsinu" Hér fer á eftir ályktun fundar Leikfélags Hafnarfjarðar, en hann var haldinn í anddyri Bæjarbíós 22. aprfl sl.: „Leikfélag Hafnarfjarðar harmar mjög þá ákvörðun Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að taka stóran hluta af anddyri Bæjarbíós undir fundarsali. Fyrirhuguð breyting útilokar þá starfsemi sem fram fer í hús- inu. Erfitt verður að samræma leikhússtarfið við fundarhöldl því hljóð berst vel á milli gangs, salar og fundasala. Af sömu ástæðu takmarkast hvað hægt verður að lána húsið undir annað. Um leið verður erf- iðara fyrir leikfélagið að standa undir rekstri hússins. Leikrými takmarkast frá því sem verið hefur, því annar inn- gangurinn í salinn lokast. Athafnasvæði gesta minnkar mikið fyrir sýningar og í hléum auk þess að erfitt verður fyrir stóran hluta leikhúsgesta að komast á auðveldan hátt að og frá sætum sínum. Ef gengið verður út í portið á bak við húsið, ganga gestir um leikrými og eru nánast inni í aðstöðu leikara baksviðs sem er þröngt fyrir. Eftir breytingu yrði ekkert fatahengi fyrir gesti. Húsnæði undir geymslur og skrifstofu verður ekkert, en nú þegar er vandræðaástand hjá L.H. hvað þetta varðar. Fleira kemur til, Ekki yrði hægt að komast í miðasölu nema um fordyri, félagið missir útstill- ingagluggann og hefur ekki aðgang að rafmagnstöflu að óbreyttu. Frá því að Leikfélag Hafnar- fjarðar tók við rekstri Bæjarbíós vorið 1984 hefur þar farið fram öflugt menningarstarf, bæði á vegum L.H. og annarra. Til glöggvunar fylgir listi yfir þá starfsemi sem verið hefur í Bæjarbíói síðastliðið ár. Auk þess hafa meðlimir leik- félagsins unnið markvisst að því að bæta aðstöðu í húsinu svo það megi nýtast á sem flestum svið- um Hafnfirðingum og öðrum til góða. Fyrri bæjarstjórnir hafa og sýnt þeim framkvæmdum góðan skilning. Frá sjónarhóli Leikfélags Hafnarfjarðar er fyrirhuguð lausn á húsnæðisvanda Ráðhúss Hafnarfjarðarbæjar vanhugsuð skammtímalausn og að þar gæti skilningsleysis á þeirri starfsemi sem fram fer í Bæjarbíói. Leikfélagið skorar á ráða- menn að kanna til hlítar aðrar leiðir með það í huga að Bæjar- bíó geti haldið áfram að dafna sem miðstöð menningar í Hafn- arfirði. Starfsemi Bæjarbíósá síðasta ári 1. júní -15. júní: Tökur sjón- varpsauglýsingar á vegum Saga-film fyrir Nóa-Sírius með þátttöku L.H. September: Æfingar Revíu- leikhússins á „Sætabrauðs- drengnum." 1. sept.- 26. des.: Æfingar og sýningar L.H. á „Spanskflug- unni.“ Nóvember: Tónleikarþriggja popphljómsveita. 17. des.: Jólahátíð grunnskól- anna í Hafnarfirði. 7. janúar: Upptökur á sjón- varpsþættinum „Hvað held- urðu?“. Lið Hafnfirðinga og Kópavogsbúa kepptu. 6. febr.-11. febr.: Skólahátíð grunnskólanna í Hafnarfirði. 21.-24. mars: Árshátíð Flens- borgarskóla. 29. -30. mars: Upptökur á útvarpsþætti með efni fluttu af L.H. 30. mars: Sjónvarpsupptökur á hlutum af „Emil í Katt- holti." 7. apríl: Upptökur á mynd- bandi með hljómsveitinni „Strax“. 19.-22. aprfl: Leiksýning á vegum Tónlistarskólans. 29. aprfl: Leiksýning á vegum Leikfélags Hvammstanga. Febrúar-maí: Æfingar og sýn- ingar á „Emil í Kattholti", sem nú er verið að sýna, jafn- an fyrir fullu húsi. Þjóóminjasafn íslands: 6 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.