Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.05.1988, Qupperneq 1

Fjarðarpósturinn - 05.05.1988, Qupperneq 1
^LIS FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 FJflRDflR pi istur/ft i 16.TBL. 1988-6. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ VERÐ KRÓNUR 50,- 4LIS IIbIh# FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Tjón vegna mælingamistaka upp á hundruð þúsunda króna - „Annað stærsta slys hjá bænum síðastli&in 20 ár,“ segir bæjaivetkfræðingur ES kjarabót“ Tveggja til þriggja vikna smíða- vinna við uppslátt og 15 rúmmetr- ar af steypu fóru fyrir lítið hjá Byggðavcrki hf., þegar það upp- götvaðist aðeins einni klukku- stundu fyrir miklar fyrirhugaðar steypuframkvæmdir sl. föstudag, að staðsetning sambýlishússins að Suðurhvammi 5-9, var vitlaust útreiknuð. Mistökin lágu í því, að húsið stóð fjórum til fimm metr- um lengra til suðurs en skipulagið gerði ráð fyrir. Tjónið skrifast á reikning bæjarfélagsins, sem sá um mælingarnar, og nemur það hundruðum þúsunda króna, ef ekki milljón. „Þetta er annað stærsta slys hjá bænum síðastliðin tuttugu ár“, sagði Björn Árnason, bæjarverkf- ræðingur, er Fjarðarpósturinn spurði hann álits. „Þetta eru mannleg mistök sem bærinn verð- ur að standa skil á.“ Hann kvað tjónið nema hundruðum þúsunda króna, en sagðist vonast til að það næði ekki milljón. Óskar Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Byggðaverks, sagði að búið hefði verið að slá upp fyrir stöplum hússins, en sem betur fer hefði aðeins verið búið að steypa um 15 rúmmetra. Hann sagði enn- fremur, að ekki hefði verið um annað að ræða en rífa niður upp- sláttinn, senda ýtu á steyptu stöpl- ana og hefjast handa að nýju. Hann sagði síðan: „Þetta eru mannleg mistök sem alltaf geta gerst. Þetta hefði orðið enn verra, ef við hefðum verið búnir að steypa allt það sem var búið að slá upp fyrir. Við tökum þessu með jafnaðargeði og byrjun upp á nýtt“. Aðspurður sagði Óskar, að þetta þýddi tveggja til þriggja vikna töf á framkvæmdum, en það ætti ekki að koma niður á afhend- ingartíma íbúðanna. „Við ráðum bara fleiri menn og setjum meiri hraða í framkvæmdir". Það var dauft hljóðið í húsasmiðum Byggðaverks, enda nýbúnir að rífa niður tveggja tilþriggja vikna vinnu sína, þegar þessi mynd var tekin. Ýta varsíðan send á vettvangi til að jafna endanlega við jörðu steyptu stöpl- ■ segir Grótar Þorieifsson Samningar náðust í fyrsta sinn í gær á milli þriggja verkalýðsfélaga og bæjaryfir- valda. Samningarnir eru á svipuðum grundvelli og Akureyrarsamningar sveitar- félaganna. Félögin sem standa að honum eru Verka- mannafélagið Hlíf, Félag járniðnaðarmanna og Félag byggingariðnaðarmanna. Lágmarkslaun samkvæmt samningnum verða kr. 37.407 kr. Um 60 félagsmenn falla undir þennan samning. Samningarnir verða lagðir fyrir bæjarráð í dag og fyrir félagsfundi félaganna þriggja á næstunni. Þetta er fyrsti samningurinn sem gerður er sameiginlega við þessi þrjú félög og gildistími er frá 1. maí til 20. apríl. Að sögn Grétars Þorleifssonar for- manns fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna er kjarabót samninganna viktuð til þess að vera ívið meiri en í Akur- eyrarsamningunum. Etw árangurslaus samnmgafundur Framtíðarinnar og bæjaryfirvatda Enn slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum milli Verka- kvennafélagsins Framtíðinnar og bæjaryfirvalda í gær. Situr aUt fast varðandi gildistíma nýrra kjarasamninga. Bærinn býður gildistíma frá 1. mars sl. í stað 1. maí, en konurnar standa fast á því að fá gildis- tímann frá 1. janúar sl. Samningafundurinn stóð frá kl. 16.30 í gær fram á sjöunda tímann og voru konurnar óbifandi frá kröfu sinni, en þær byggja hana á gildistíma samninga Verka- kvennafélagsins Sóknar í Reykja- vík. Framtíðar-konur hafa, sam- kvæmt tilmælum frá félagi sínu, neitað að taka aukavaktir á vinnu- stöðum, enda eru þær frjálsar að því að hafna þeim hver og ein. Hefur þetta leitt til vandræða- ástands á Sólvangi, þar sem mikið hefur mætt á starfskonur varðandi aukavaktir vegna starfsmanna- eklu.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.