Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.05.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 05.05.1988, Blaðsíða 2
Æskulýös-og tómstundaráð með17.júní Bæjarráð hefur ákveðið að fela æskulýðs- og tómstunda- ráði að annast undirbúning hátíðahaldanna á 17. júní. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs 28. apríl sl. Framkvæmdir í Bæjarbíói hefjast eftir 15. maí: Hverjum 9, bjargar það aáZ næst^" y „Getum féngið inni hjá Leikfélagi Kópavogs“ Allirá sumardekk frál.maí Bifreiðaeigendur, sem ekki hafa enn skipt yfir á sumardekk- in, mega nú eiga von á því að lög- reglan stöðvi þá, en eins og kunn- ugt er áttu allir bílar að vera komnir á sumardekk 1. maí s.l. Að sögn lögreglunnar ber enn nokkuð á því að bílar séu á vetrar- dekkjunum, en langar biðraðir á hjólbarðaverkstæðum gefa til kynna að menn séu að huga að þessum málum. Framkvæmdir við breytingar á anddyri Bæjarbíós í þeim tilgangi að bæjarstjórn fái þar fundarsali, hefjast eftir síðustu sýningu Leikfélags- ins á Emil í Kattholti í vor, sem verður 15. maí n.k. Leikfélagsfólk hef- ur ekki tekið ákvörðun um, hvort það mun reyna að halda áfram starf- semi sinni í húsinu eftir breytingarnar. A fundi bæjarráðs 28. apríl sl. lét Ámi Grétar Finnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, bóka að hann teldi rétt að bæjarstjórn tæki til endurskoðunar áformaðar breytingar. „Árgerð" 1946 endumýjast Það verður áreiðanlega glatt á hjalla í Gaflinum n.k. laugardags- kvöld, þcgar gamlir nemendur úr Lækjarskóla og Flensborgar- skóla á sjötta og sjöunda áratugnum hittast á ný og endurnýja göm- ul kynni. Þarna koma saman og endurnýja forn kynni nemendur skólanna sem fæddir eru árið 1946, þ.e. bráðhressir unglingar nýkomnir á fimmtugsaldurinn. Margir af þeim sem þarna hittast hafa lítið sést frá því á gaggóárunum og Fjarðarpósturinn óskar þeim góðrar skemmtunar. Leiðamerkingar á höfuðborgarsvæðinu: Miðbær, Hraun, Flatahraun og Kaplakriki Ákveðin hafa verið heiti á bænum í tengslum við leiðamerkingar á höfuðborgarsvæðinu. Samþykkti bæjarráð tillögur nefndar á vegum Vegagerðarinnar þar að lútandi á fundi sínum 28. apríl sl. Heitin eru eftirfarandi: „Miðbær“ sem nær upp að Arnarhrauni. Svæðið ofan Arnarhrauns að Flatahrauni nefnist „Hraun“ Svæðið ofan Flatahrauns (eldra iðnaðarsvæðið) nefnist „Flatahraun. Iðnaðarsvæði ofan Hafnarfjarðarvegar nefnist „Kaplakriki“. Á umræddum fundi bæjarráðs voru tekin fyrir mótmæli leikfé- lagsfólks á fyrirhuguðum breyt- ingum. Bæjaryfirvöld munu halda sínu striki með breytingarnar, en ekki hefja framkvæmdir fyrr en eftir 15. maí, eins og fyrr segir. Alda Sigurðardóttir formaður Leikfélagsins segir, að ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um hvort leikfélagið telji sér fært að vera í húsinu eftir breytingarnar, en bætti því við, að hún vissi að þau gætu fengið inni hjá Leikfé- lagi Kópavogs. Bókun Árna Grétars Finnsson- ar er svohljóðandi: „Ég tel rétt að bæjarstjórn taki til endurskoðun- ar áformaðar breytingar á anddyri Bæjarbíós og hverfi frá þeirri hug- mynd að koma þar fyrir fundarsal bæjarstjórnar. Bærinn á nú kost á að taka þriðju hæð í húsi Spari- sjóðs Hafnarfjarðar á leigu þegar heilsugæslan flytur þaðan síðar á árinu. Skapast þar mun meira nýtt rými fyrir bæjarskrifstofurnar en í þeim hluta anddyris Bæjarbíós sem hér um ræðir. Tel ég, að þar með sé í bili feng- in sú lausn á húsnæðisvanda bæjarskrifstofanna, sem ætlunin var að hýsa með því að taka af anddyri Bæjarbíós til afnota fyrir bæjarstjórn. Um leið vil ég vekja athygli á nauðsyn þess að hafinn verði undirbúningur að því að finna lausn til lengri tíma á hús- næðisvanda bæjarskrifstofanna og annarra þeirra embætta og stofnana bæjarins sem eru að koma til með að vera til húsa að Strandgötu 4-6.“ GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Brynjar Indriða- son. Fæðingardagur? 0208-1963. Fæðingarstaður? Siglufirði. Fjölskyldurhagir? Kona, 2 börn. Bifreið? Lada station 1987. Starf? Sölumaður. Fyrri störf? Kúluframleið- andi. Helsti veikleiki? Veit ekki. Helsti kostur? Veit það ekki. Uppáhaldsmatur? Hamborg- arahryggur. Versti matur sem þú færð? Fiskur. Uppáhaldstónlist? Iron Maiden, Heavy Metal. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Erwin Macic Johnsson. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Stein- grími Hermannssyni. Hvert er eftiríætissjónvarps- efnið þitt? íþróttir. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Auglýsingar. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Hallur. Uppáhaldsleikari? Laddi. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Howard. Hvað gerír þú í frístundum þínum? Fer á skytterí. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ásbyrgi. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Lygi. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Arafat. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? íslenska. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Byggja hús. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Miða á NBA, úrslitaleik. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Hjá Frímúrarareglunni. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? íþróttir. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Gufa og sund. Hvað myndirðu gera, ef þú værír bæjarstjórí í einn dag? Láta byggja körfuboltavöll fyrir Hauka. HRAUNHAMARhf FASTEIGNA- OG SKIPASALA ReyKjavíkurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Vantar allar gerðir eigna á skrá. Hnotuberg. Glæsilegt 190 fm elnb.hús á einni hæð með bílsk. Húsið er fullbúið nema gólfefni vantar. Skipti mögul. á 3ja eða 4ra herb. íb. Einkasala. Verð. 10,2 millj. Fagrihvammur. 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. 65-108 fm. Einnig 6 og 7 herb. íb. 166-180 fm, hæö og ris. Bílsk. geta fylgt. Afh. tilb. undirtrév. í maí til júní 89. Þvottaherb. og geymsla í hverri íb. Suðvestursvalir. Verö 2ja herb. frá 2-650 þús. 4ra herb. frá 4,1 milli og 6 herb. frá 5-650 þús. Bygg.aðili: Keilir hf. Norðurtún - Álftanesi Glæsil. einbhús á einni hæö meö tvöf. bílsk. Samtals 210 fm. Parket á gólfum. Arinn í stofu. Fallegur garður. Einkasala. Verö 9 millj. Lyngberg - nýtt raðhús Glæsil. 141 fm raðhús á einni hæö auk 30 fm bílsk. Húsið er til afh. fljótl. tilb. u. trév. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. í Hafnarfirði. Verð 7,5 millj. Breiðvangur - raðhús. Mjög fallegt 147 fm endaraðhús á einni hæð, auk 30 fm bílsk. 4 svefnh. Húsið er mikið endur- nýjað m.a. nýtt eldhús. Einkasala. Verð 9 millj. Álfaskeið í byggingu. Giæsii. i87fm einbhús. auk 32 fm bílsk. Afh. fokh. innan, fullb. að utan í júlí-ágúst. Mögul. að taka íb. uppí. Verð 6,3 mmillj. Tjarnarbraut - Hf. Mikið endurn. 130 fm einbhús á tveim hæðum. Nýjar innr. Blóma- skáli. Bílsk. Einkasala. Verð 7 millj. Stekkjarkinn. Mikið endum. 155 fm 6| herb. efri hæð. Bílskréttur. Garðhús. Verð 6,6 millj. Hringbraut. Nýjar sérhæðirsem skilastfok- heldar innan og fullb. utan, 4 mán. frá gerð kaupsamn. Um er að ræða 146 fm efri hæð auk 25 fm bílsk. Verð 6 millj., og neðri hæð af sömu stærð. Verð 5,8 millj. Vallarbarð ný íb.135 fm íb. á tveim hæðum, „penthouse“. Á neðri hæð er óvenju glæsilegt 3ja herb. íb. fullbúin. í risi sem er ófrágengið geta verið 3 svefnh. Verð 6,5 millj. Kelduhvammur. Mjög fallegt 115 fm 4ra herb. jarðh. Ný eldhinnr. Þvhús innaf eldh. Allt sér. Einkasala. Verð 5 millj. Öldutún. 117fm 5 herb. efri hæð. Bílskrétt- ur. Verð 4,8 millj. Suðurhvammur sérh. og raðhús. Mjög skemmtil. 220 fm raðhús. Verð 5,2-5,4 millj. Einnig 110 fm 4ra herb. efrih. + bílsk. Verð 4,4 millj. 95 fm 3ja herb. neðrih. Verð 3,3 millj. Afh. fokh. innan, fullb. utan eftir 4 mán. Teikn á skrifst. Laufvangur. Mjög falleg 117 fm 4-5 herb. íb. á 1. hæð. Áhv. 1150 þús. Verð 5,2 millj. Vallarbarð ný ib. Mjög falleg og rúmgóð I 81 fm 2ja herb. íb. á 1. hæð. Góður bílsk. Áhv. húsn.lán 1.2 millj. Ákv. sala. Verð 4,5 millj. Hjallabraut Mjög falleg 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð. Verð 4.3-4.4 millj. Álfaskeið með bílsk. Nýkomin 96fm3 herb. íb. á 1. hæð. Góður bílsk. Skipti mögul. Verð 4,4 millj. Hraunkambur. 85 fm 4ra herb. rish., lítið undir suð. Einkasala. Verð 3,8 millj. Hraunhvammur. 85 fm 4ra herb. efri hæð. Verð 4 millj. Vesturbraut - 2 íb. 75 fm 3ja herb. | miðh. Verð 3,3 millj. og 3ja herb. risib, Ath. Lausar stra*. Verð 3,1 millj. Vitastígur Hf. Mjög skemmtil 72 fm 2ja— | 3ja herb. risib. Mikið endurn. Áhv. 900 þús. Verð 3,2 millj. Álfaskeið m/bíls. Mjög falleg 65 fm 2ja herb. íb. á 2. hæð. Einkasala. Verð 3,6 millj. Álfaskeíð.Mjög falleg 57 fm 2ja herb. íb. á 1. hæð. Bíslk.réttur. Lítið áhv. Verð 3,1 millj. Hafnargata Vogum. Mikið endumýjað 103 fm einbhús auk 400 fm bíslk. Verð 4 millj. Melabraut. 2000 fm húsnæði, hentugt fyrir fiskiðnað og þjónustufyrirtæki. 5,5 metra lofthæð. Góðar aðkeyrsludyr. Stapahraun. Nýtt iðnaðarhúsn. 144 fm a jarðh. og 77 fm á efri h. Stapahraun, iðn.húsn. 220 fm að grunnfl. á 2 hæðum, auk 120 fm á jarðhæð. Mögul. að kaupa i hlutum. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsími 53274. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl„ Hlöðver Kjadansson, hdl. I 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.