Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.05.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 05.05.1988, Blaðsíða 4
FfflRDM ptotwM Ritstjóri og ábm.: Fríða Proppé Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Siguröur Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Handónýtt og úrsérgengið vopn Þá er verkfall verslunarmanna frá og bæjarbúar geta því skroppið í stórmarkaðina á ný eftir mjólkinni sinni, án þess að gefa sér minnst klukkutíma til að standa í biðröðum við búðarkassa. Gefst því betri tími frá daglegu vafstri til íhug- unar. Það fer vart hjá því að launþegar íhugi stöðu sína og ekki eru verslunarmenn öfundsverðir, þegar þeir reikna út ávinning sinn í beinhörðum peningum frá þeim tíma sem þeir hófu verkfall til loka samningstímans. Það kemur yfirleitt í Ijós, þegar kjarabætur eru reiknað út launatap í verkfallsbaráttu dregið frá, að launþeginn hefur tapað á öllu saman. Áleitin spurning er því: Hverjir hagnast á verkföllum? Ekki launþeginn, ekki vinnuveitandinn og því síður þjóðin. Það má vissulega benda á „prinsipp" og að verið sé að búa í haginn fyrir framtíðina, en hvað gerir verkalýðshreyfingin á milli þess sem blásið er í herlúðra og boðað við verkfalla? Hver er staða Alþýðusambands íslands í dag, - fjöldahreyfingar 238 aðildarfélaga með 60 þúsund félagsmenn? Það getur hreinlega ekki verið gáfulega að málum staðið, þegar fjöldahreyfing með þvílíkan styrk aö baki getur ekki knúð í gegn 42 þúsund króna lágmarkslaun. Það viður- kenna allir í orði, að það er engum vinnandi vegur að lifa á lægri launum. „Vilji er allt sem þarf“, sagði þekktur stjórn- málamaður eitt sinn. Þessi vilji er ekki fyrir hendi hjá verka- lýðshreyfingunni. Það sést best á því, að í hvert sinn sem sest er aö samningaborðum er krafa hennar í orði að hækka lægstu launin, en á borðinu á milli forustmanna fjölda- hreyfingarinnar og „miðstýringarapparatis" atvinnurekenda liggur krafan um, að upp allan launastig- ann skuli prósenturnar vaða og atvinnurekendur veifa óátalið þeim fyrirslætti, að ekki megi nú bregðast „öllu öðru launafólki, sem hafi samið um minna.“ Verkalýðshreyfingin hefur brugðist. Hún er handónýt og úrsérgengin með núverandi skipulagi og henni ætti að koma sem fyrst á spjöld sögunnar. Verkföll eru jafn handó- nýt og úrsérgengin vopn við ríkjandi skipulag ASl. Innbyrð- is ósamkomulag, áhugaleysi félagsmanna, sérhagsmuna- pot og pólitískir flokkadrættir ráða þar ríkjum. Verkalýðs- hreyfingin hefur afhent miðstýrðu „apparati" vinnuveitenda kjör umbjóðenda sinna til að spila með á taflborði stjórnmál- anna. Uppgjöfin er algjör. Þaö ertáknrænt, að ekki eru mörg ár síðan að verkalýðshreyfingin hefði ekki látið bjóða sér upp á að setjast að samningaborði í Garðastræti. Nú eru allir samningafundir haldnir þar. Af hverju ekki að afhenda þeim í Garðastrætinu þetta allt strax á silfurfati og hætta að sýnast? Það þarf að stokka upp. Alþýðusambandið á að snúa sér að innri málum. Hvar er valdið og styrkurinn? Hvar er sam- takamátturinn? 1. maí hátíðarhöldin ( Hafnarfirði eru tal- andi dæmi um hvernig komið er. Vegna áhugaleysis var í fyrsta sinn engin kröfuganga, enginn útifundur, - í fyrsta sinn í 40 ár. Yfirstaðin verkföll verslunarmanna voru ákveð- in með atkvæðum 15% félagsmanna. Fjarðarpósturinn tekur undir orð Grétars Þorleifssonar formanns fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í þessu tilefni í síðasta tölublaði, en þau voru: „Ég óttast alvarlega, að við séum að færa mið- stýrðum samtökum atvinnurekenda alla stjórnun í hendur." Skiptar skoðanir þingmanna um fækkun lögreglumanna í Hafnarfirði? Samþykkur • vill könnun • vilja fjölgun Vegna fréttar ura, að fækka eigi lögreglumönnum í Hafnarfirði um fjóra, en það verður gert 1. júní n.k., spurði Fjaröarpósturinn þingmenn kjördæmisins, þá sem búsettir eru í umdæmissvæði lögreglunn- ar, álits. Þetta eru þeir Geir Gunnarsson, Kjartan Jóhannsson og Matthías Á. Mathiesen, sem jafnframt er samgönguráðherra, en þeir eru allir húsettir í Hafnarfirði og Ólafur G. Einarsson, sem búsettur er í Garðabæ. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra sem jafnframt er þingmaður Reykjaneskjör- dæmis og búsettur í Garðabæ, er erlendis til 12. maí n.k., þannig að ekki tókst að spyrja hann álits. Geir Gunnarsson „Ekkert óeðlilegt viðað fækka þeim“ „Ég sé ekkert óeðlilegt við það að þeim sé fækkað. Það er verið að taka af þeim verkefni og því eðlilegt að þeim sé fækkað í sam- ræmi við það“, sagði Geir Gunn- arsson. Geir sagði einnig: „Ég vil fyrst fá að sjá rök fyrir því að það þurfi að fjölga þeim og ég tel persónu- lega að það þurfi ekki. Ég tel að það þurfi að spara sem framast er unnt í opinberum rekstri og það liggur ekkert fyrir um það að það þurfi fleiri lögregluþjóna." „Þessi mál þarf að skoöa sérstaklega“ „Ég tel að það cigi að nota þetta tilefni til að fara sérstaklega ofan í það, hvað þarf til að veita þá þjón- ustu sem lögreglan í Hafnarfirði veitir“, sagði Kjartan Jóhanns- son. Hann sagði ennfremur: „Ég mun beita mér fyrir því að það verði gert og mun hafa áhrif á, að þessi mál verði skoðuð sérstak- lega. Það er ekki hægt að leggja dóm á það, hversu mikil breyting þetta er fyrir lögregluna. Það eru vissir örðugleikar þegar fækkað er á vakt, þó að lögreglan losni þarna við stóran hluta. Én eins og þessi mál hafa verið að undanförnu gef- ur það fyllsta tilefni til að farið verði nánar ofan í máliö.“ Kjartan Jóhannsson. Ólafur G. Einarsson „Þaðætti fremurað fjölga þeim“ „Mér kemur það mjög á óvart að það skuli vera talið mögulegt að fækka lögreglu- mönnum á þessu stóra um- dæmissvæði, þrátt fyrir að Mosfellsbær detti út úr mynd- inni“, sagði Ólafur G. Einars- son. Hann sagði síðan: „Ég hélt að það hefðu fremur legið fyr- ir beiðnir um að þeim yrði fjölgað. Ég veit að Garðbæ- ingar telja alls ekki vanþörf á því eins gífurlegur og umferð- arþunginn er orðinn þar. Ég tel að það eigi fremur að fjölga þeim en fækka. „Mun beita mér fyÞ ir aukimi löggæslu" „Ég mun beita mér fyrir því ofan frá Höfðabakka og síðan bæði sem samgönguráðherra og tenging á Suðurlandsveg. Varð- þingmaður kjördæmisins að lög- andi umdæmi Hafnarfjarðarlög- gæslan á svæðinu verði aukin, reglunnar sagði hann að fram- samhliða því sem samgöngur á kvæmdir við Arnarneshæð hæfust höfuðborgarsvæðinu verða strax í haust. Hann sagði aðspurð- bættar“, sagði Matthías Á. Mat- ur það rétt vera að verkefni lög- hiesen samgönguráðherra. reglunnar í Hafnarfirði ykjust Matthías sagði að brýnasta mjög við þær framkvæmdir og Matthías A. Mathiesen. verkefnið á sviði samgöngumála á kvaðst mundu beita sér fyrir því höfuðborgarsvæðinu væri að fá að löggæslan yrði efld í samræmi tvær akreinar á Vesturlandsveg við vaxandi umferðarþunga.“ Áskriftarsími 65 17 45 og 65 19 45 (símsvari) 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.