Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.05.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 05.05.1988, Blaðsíða 8
GVENDUR GAFLARI: Eru verkföll ogóyndiaf sömu rótinni? VerkföII setja svip sinn á mannlífið þessa dagana og þegar þetta er ritað þá er útlitið heldur dökkt. Engin skikkanleg lausn er í sjónmáli. Deilur um kaup og kjör eru skiljanleg sjónarmið því flestir eiga í erfiðleikum með að láta launin hrökkva fyrir nauð- þurftum eins og það er kallað. Verslunarmenn og skrifstofufólk er ekki eitt á báti með það. Það er önnur alvarleg hlið á slíkum deilum, en það eru árekstrarnir sem verða í sambandi við verk- föll og verkfallsvörslu. Árekstrarnir verða aðallega við minni aðilana í kaupmanna- stétt og vinnuveitenda. Sumir minni kaupmennirnir eru líka að berjast fyrir brauði sínu, margir hverjir. Flestir þessara minni kaupmanna hafa lítil áhrif á gang mála og eru jafnvel ekki félags- bundnir í samtökum deiluaðila. Það eru stóru aðilarnir í verslun- inni sem mest hafa áhrifin og þeir munu hljóta mestan skaðann, enda með allar sínar verslanir lokaðar. Verst verða neytendur úti í deilum sem þessum. Það eru einstakir atburðir sem vekja athyglina og offorsið sem haft er í frammi. Það er eins og einstaka fólki sé hugleikið að beita valdi þegar það sjálft telur sig vera í fullum rétti. Hins vegar eru ekki allir á sama máli um réttinn eins og deilur og ósam- lyndi um leiðbeiningar til verk- fallsvarða bera með sér. Sérstak- lega hefur verið deilt um þá hót- un að óstéttvísir félagar geti átt á hættu að glata lífeyrissjóðs- rétt- indum sínum. Fleiri ágreinings- atriði eru í sama dúr. Deilur af þessu tagi þýða einfaldlega það, að það er skammt í ofbeldið. Árekstrar af þessu tagi geta hreinlega torveldað samkomu- lag. Þetta er kannski alvarlegasta hliðin á vinnudeilunum þegar grannt er skoðað. Ný vinnulög- gjöf er orðin brýn, sem kveði á um aðdraganda og framkvæmd verkfalla þannig að minni hætta sé á að aðilar rasi um ráð fram. Á þessum viðkvæmu árekstrar- tímum kemur upp í hugann ummæli hins fræga Parkinson, Hafnfiskir verkfallsverðir sitja og rœða málin við Hrafn Bachmann, kaupmann í Kjötmiðstöðinni í Garðabœ, en nokkrar deilur urðu þar vegna þess að verslunin var opin. höfundar kunnra lögmála. Við hann er kennt Parkison- lögmál- ið um þensluna í kerfinu sem svo sannarlega hefur sannað sann- leiksgildi sitt. Parkinson var hér á ferð á síðasta ári og hélt fyrir- lestur og tekin voru við hann viðtöl. Parkinson ræddi um vaxandi leiðindi fólks í heiminum. Fólk staðnar í umhverfi sínu. Ástand- ið er verst þar sem skapast hefur vélvæddur og sjálfvirkur heimur. Parkinson varpar fram lögmáli sjálfvirkninnar og leiðindanna og það hljóðar svo: „Helsta afurð sjálfvirks þjóðfélags er almennt og vaxandi óyndi.“ Og hvernig blasir þetta við okkur? Erum við ekki á þrösk- uldi einhæfni og sjálfvirkni? Vinnustaðirnir eru að stækka og einhæfni eykst. Parkinson tók mikið upp í sig þegar hann rakti hin ýmsu vanda- mál iðnvæddra og sjálfvirkra þjóða með einhæf störf í vaxandi mæli, og óyndið vex. Parkinson telur að hávaði, óeirðir, glæpir og vinnudeilur eigi í mörgum til- fellum, þegar grannt er skoðað, rætur sínar að rekja til vaxandi leiðinda fólks. Parkinson telur einnig, að vaxandi fíkniefna- neysla og áfengisneysla og aðrir vímugjafar, sem hjálpa fólki til að flýja raunveruleikann, megi einnig rekja til vaxandi leiðinda. í stöðnun og tilbreytingaleysi hjá alltof mörgum í störfum sín- um fyllist fólk óyndi og leiðind- um. Og Parkinson er svo djarfur að halda því fram, að jafnvel vinnudeilur og verkföll eigi rætur sinar að rekja til óyndis og leið- inda. í verkföllum fær fólk tækifæri til að úthrópa umkvörtunarefni sín - fær útrás. Verkfall býður upp á spennu og æsing, leikræn tilþrif og átök eins og í íþrótta- kappleik. Er þetta ekki athyglisverð kenning? Skyldi Parkinson ekki hafa eitthvað til síns máls? Parkinson telur, að ef hægt er að komast fyrir ræturnar á leið- indunum þá verði friðsælla og mörgum vandmálum nútíma- þjóðfélags verði vikið úr vegi. Og líklega mun hærra kaup ekki koma í veg fyrir leiðindin. Það þarf fleira til. Þeir eru vafa- laust betur settir sem búa við fjölbreytni í störfum og áhuga- málum. Ætla má, að þeir séu ánægðari með lífið almennt, hvernig svo sem háttað er kaupi, verðlagi eða sköttum. Vafalaust eru ekki allir sam- mála Parkinson enda væri til of mikils mælst og kenningin kemur við kaunin á of mörgum. En kenningin er engu að síður athyglisverð og verður ekki afsönnuð með atburðum síðustu daga, síður en svo. FÓTAAÐGERÐIR — FÓTSrNYKTirtCi — Er við í Dísellu á föstudögum og laugardögum Þórhalla Ágústsdóttir snyrti■ og fótasérfræðingur Vantar þig vinnu í sumar? Starfsfólk sjúkrahússins Sólvangs býður þig vel- komin(n) til starfa, ef þú hefur áhuga á mannlegum samskiptum og vilt annast aldraða vistmenn okkar. Vinsamlega komdu eða hringdu til hjúkrunarfor- stjóra í síma 50281 og þú færð allar nánari upplýs- ingar um laun og vinnutíma. RAFFISALA Slysavarnadeildin Hraunprýði Hin árlega kaffisala félagsins verður mánudaginn 9. maí kl. 3. Kaffið verður selt í Fjarðarseli í íþróttahúsinu og Slysavarnarhúsinu Hjallahrauni 9 Vinsamlega komið kökum íhúsin f. hádegi 9. maí HAFNFIRÐINGAR! Fjölmennum í lokadagskaffi Hraunprýði STJÓRNIN MERKJASALA Slysavarnadeildin Hraunpryði Merkjasala félagsins er n.k. mánudag 9. maí. Merkin verða afhent í skólum bæjarins fyrir hádegi sama dag. Einnig verða merki í Bæjarbíói. Söluböm komið og seljið merki dagsins Goð sölulaun STJÓRMN Basar Fríkirkjan í Hafnar- firði heldur basar laugardaginn 7. maí kl. 14.00 að Suður- götu 7, (Góðtempl- arahúsið). Góðar kökur og góðir munir NEFNDIN Fjarðar- pósturinn -fréttablað allni Ilafn- ílrðinga 8

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.