Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.05.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 19.05.1988, Blaðsíða 5
Snyrtistofan Yrja mei nýjung frá Maria Galland Snyrtistofan Yrja Klaustur- hvammi 15 er tveggja ára um þess- ar mundir. Eigandi Snyrtistofunn- ar er Hulda I. Benediktsson snyrti- fræðingur en hún lauk námi fyrir 9 árum og hefur starfað í faginu óslitið síðan. Fjarðarpósturinn leit við hjá Huldu fyrir skömmu og forvitnað- ist um starfsemina og það fyrsta sem vakti athygli blaðmanns voru húsakynni Snyrtistofunnar en greinilegt var á öllu að öll tæki og aðstaða eru til mikillar fyrirmynd- ar. Að sögn Huldu hefur rekstur- inn gengið vel og viðtökur verið mjög góðar og sérstaklega væri eftirtektarvert hversu góð útkom- an hefði verið á síðasta ári. Þrátt fyrir að Yrja sé nú rétt að slíta bamsskónum sagði Hulda ljóst að full þörf væri fyrir stofu af þessu tagi, enda byði Yrja uppá ýmis- Blaðamaður bað Huldu að tíunda það sem til boða stæði og ekki stóð á svari. Andlitsböð, húð- hreinsanir, fótaaðgerðir, vaxmeð- ferðir, handsnyrting, litanir og förðun svo eitthvað sé talið. Sérstaklega vildi Hulda minn- ast á Suntronic meðferð og væri Yrja eina stofan í Hafnarfirði sem byði þessa þjónustu. Suntronic er hentugt fyrir þá sem vilja koma í veg fyrir óþarfa hrukkumyndun og þá sem hafa hrukkótta eða slaka húð. Um er að ræða svokall- að „Face lift“ og einnig „Lift“ fyr- ir brjóst og aðra líkamshluta. Hulda gat þess einnig að Suntron- ic meðferð færði húðinni næringu, raka og hindraði bólumyndun. Meðferðin fer fram í nokkur skipti. Hún er sársaukalaus, án aukaverkana og hæfir öllum húð- gerðum. Ennfremur endurbætir hún eldri húð og gerir húðina slétta og fallega. En hvað með karlmenn, sækja þeir snyrtistofur? Hulda sagði að karlmenn kæmu nú í auknu mæli og að viðhorf þeirra gagnvart snyrtistofum hefðu breyst mikið á undanförnum árum. En hvaða þjónusta er vinsælust? Ekki vildi Hulda nefna eitt öðru fremur en sagði að Suntronic meðferðin væri vinsæl, einnig fótsnyrting, andlits- snyrting og að láta setja á gervi- -neglur sem væri töluvert að færast í vöxt. Ennfremur væri María Galland húðmeðferð í mikilli sókn. María Galland húðmeð- ferðin er fólgin í heitum leirmaska sem auðveldar uppsog húðarinnar á þeim ríku næringarefnum sem borin eru á húðina undir hann. Einnig býður Yrja uppá alla snyrtivörulínuna frá Clarins. Heimsókn blaðamannsins var sú fyrsta á Snyrtistofu en örugglega ekki sú síðasta því miklu er til fórnandi til að hafa fallega húð. Þú lítur betur út og þér líður miklu betur. Að endingu er rétt að geta þess að gengið er inn í Yrju Túnhvammsmegin og sím- inn er 651939. Forsaga hefur aðsetur í Sjónarhóli við Reykjavíkurveg. Tilveran lítur líka allt öðru vísi út frá sjónarhóli útgefenda. Forsaga flytur í Fjörðim Hefur gefið út MAD á íslensku í eitt ár -Er þetta ekki brjálað tíma- rit eftir nafninu að dæma? „Maður þorir nú varla að fullyrða að svo sé,“ segir Páll P. Daníelsson, sem gefur út tímaritið. „Galile, Pesteurog Edison voru allir taldir brjál- aðir af sínum samtíðarmönn- um. Við getum varla farið að blanda okkur í þann fríða flokk. Hinsvegar hlýtur að vera óhætt að fullyrða, að við séum léttgeggjaðir. Persónu- lega tek ég undir með ákveð- inni sögupersónu sem fullyrti, að menn skiptust eingöngu í tvo hópa; þá sem eru þorpar- ar og þá sem eru brjálaðir." - Hverjir kaupa svona blað? „Það virðist vera alls konar fólk. Alveg frá börnum og upp í gamalmenni. Bæði karl- menn og konur. Það kom mér reyndar dálítið á óvart hvað konurnar eru harðir aðdá- endur blaðsins, en svo heyrði ég í einhverju viðtali að kon- ur eru skynsamari en karlar, tölfræðilega séð. Fólk verður að hafa til að bera talsverða skynsemi til að kunna að meta blaðið. Til að finna út hvað eru örgustu öfugmæli, útúrsnúningur og skætingur, hvað er hreint grín eða gálg- ahúmor og hvað er sagt í ein- lægni. MAD er fyrst og fremst friðarsinnað blað en það lokar ekki úti allt hitt í lífinu. Við sitjum öll í sömu súpunni!" HESTAMAÐUR! Hestavinur, þú pantar, við póstsendum HESTASPORT Bæjarhrauni 4 - 220 Hafnarfirði Sími 651006 - Nafnnr. 9345-8427 Þessi vandaði, léttbyggði og þægilegi hnakkur, sem nú hefur verið fáanlegur i eitt ár, hefur þegar sannað kosti sina. Við viljum þó gera enn betur, því hefur ís-hnakkurinn verið í stöðugri þróun i þeim tilgangi að gera góðan hlut ennþá betri: Söðlasmiðurinn okkar, Pétur Þórar- insson, lætur aöeins úrvals hnakka frá sér fara. 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.