Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.05.1988, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 19.05.1988, Blaðsíða 10
Ó, ÞÚ HÝRIHAFNARFJÖRDUR: „Ljótt væri mál ef bægsli yröu bögsl“ Þeir voru hinir húslegustu Lionsmenn úr Lionsklúbbn- um Ásbirni, þegar Fjarðar- pósturinn heimsótti þá fyrir skömmu í eldhús Flensborgar- skóla. Yeislumatur var á pönnum, í pottum og í vinnslu á borðum, enda lokaveisla matreiðslunámskeiðs þá um kvöldið í Yitanum. það var Halldór Snorrason matreiðslumeistari úr Garða- bæ sem stjórnaði hópnum. Þeir Lionsmenn sögðu, að þeir hefðu ákveðið að finna sér eitthvað alveg nýtt og niðurstaðan orðið sú, að blása til matreiðslunámskeiðs. Þeir sögðu félaga hafa mætt vel og að margt hefði bætst við í kunnáttunni. Halldór sagði aðspurður, að það hefði geng- ið vel að stjórna mannskapn- um. Hann taldi flest „ljónin“ hafa fengist við kokka- mennsku fyrir námskeiðið, enda væri líklega óvinnandi vegur í nútímaþjóðfélagi að komast af án nokkurrar kunn- áttu. Flóamarkaður íbúð óskast. Ungur reglusamur maður óskar eftir 2-3 herbergja íbúð. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 651873. Mig vantar 12-14 ára stúlku til þess að passa tvo stráka, 6 og 7 ára, frá kl. 9-5 í sumar. Uppl. í síma 51102. Óska eftir að kaupa notað trommusett. Uppl. í síma 54772. Óska eftir að taka á leigu herbergi eða litla íbúð í Firðinum frá og með mánaðamótunum maí/júní. Uppl. í síma 652396 eftir kl. 19. Lögreglumann í Hafnarfirði vantar 3-4 herbergja íbúð frá miðjum júlí. Einhver fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 53871 (heima) eða 51166 (vinna - Jóhannes Björgvinsson). Óska eftir að taka á leigu 3—4 herbergja íbúð frá 1. júli til a.m.k. eins árs. Uppl. i síma 97-11688 (Ósk). Ekki voru hagyrðingar sam- mála Gísla Ásgeirssyni um að fyrriparturinn erfiði væri óbotn- anlegur og spruttu fram á ritvöll- inn þrír „greindir Gaflarar" með botna, en cins og lesendum er eflaust í minni hafði Gísli orð um, að fyrríparturinn væri fyrir „greinda Gaflarann“. Fyrripart- urinn erfiði var svohljóðandi: Yond er gigt í vinstrí öxl verrí þó í hægri mjöðm. Kristján Stefánsson, Breið- vangi 46, botnar svo: Aumur mjög i endajöxl- um og sár ■ allri föðm. Frá vini okkar E.S. svofelldur botn: Ljótt væri mál ef bægsli yrðu bögsl og blíðustu skaut kölluð föðm. Og frá Guðrúnu: Anda í takt við Aldous Huxl., iðka af lagni sexý föðm. Þá er að taka til við botna við hina léttari fyrriparta Gísla, en þeir voru svohljóðandi: Alltaf verð ég undirhýr einkum þó á vorín °g: Oft um páska elginn veð allur gáski sparast. Frá Kristjáni Stefánssyni: Eins þá gleðjast allar kýr iðka léttu sporín og: Þó að máski þungt sé geð þarf ei háska að varast. Frá E.S., en sveitalífið tengist auðheyranlega hýrleikanum og vorinu. Eins og þegar kálfar og kýr af kæti taka sporín. og: Hefur máske á svamlinu séð að slíkan má háska varast. Frá Guðrúnu: Enginn hvöt sem í mér býr er þá niðurskorin og: Og að lokum frá K. Jónssyni: Segir sjálfur Flosi skýr svo uppúr gengur gorin °g: Sprunguháski slæðist með máski skaltu varast. Matthías Kristiansen kennari við Öldutúnsskóla tók áskorun Gísla að hagyrðingasið. Hann var ánægður með hinn svonefnda óbotnanlega fyrripart, sem hann kvaðst þó vilja kalla botnlaust fyrirbrigði. Sagðist hann vilja við- halda þeim sið að slíkir fyrripartar kæmu fram og bætti því þessum við: Yaldi bilun væta í mótor verða menn að taka strætó. „Og botniði nú,“ sagði Matthí- as. Eftirfarandi fyrriparta kallaði hann svo hinu kurteislegu: í Reykjavík menn reisa á sandi ráðhúsið. °g: Yerkföll eru vondur kostur en verra er þó að gefa eftir. Matthías bætti í safnið einum botni við fyrriparta Gísla en hann er svohljóðandi, ásamt fyrripar- tinum: Oft um páska elginn veð allur gáski sparast. Samt ég máski syng þó með sálarháska varast. Við þökkum góða þátttöku hafnfirskra hagyrðinga, ennfrem- ur þökkum við Matthíasi hans framlag. Matthías hafði eftirfar- andi að segja, er hann var beðinn að tilnefna eftirmann sinn á hag- yrðingastól: „Svona til þess að sýna fram á, að það eru ekki bara kennarar og kvenfólk sem hefur tíma fyrir meinlaust tómstunda- gaman á borð við fyrripartasmíð, skora ég hér með á Davíð Þór Jónsson, erkihafnfirðing, að koma með fyrriparta, og jafnvel botna líka, í næsta blað.“ Áskoruninni er hér með komið á framfæri. Skilafrestur er sem fyrr á hádegi n.k. þriðjudag. Heimilisfangið Reykjavíkurvegur 72. Orlofhúsmæðra í Hafnarfírði Orlof húsmæðra í Hafnarfirði verður að Laug- arvatnidagana4. - lO.júlí. Hánaraugiýstsíðar. nEFisDin Skil á stað- greiðslu skatta Gjalddagi greiöslu er 1. dagur hvers mánaðar og eindagi er 14. dögum síðar. Mikil örtröð hefur verið í afgreiðslu Gjaldheimtunnar á eindaga og er því vinsamlegast farið fram á það við launa- greiðendur og aðra þá sem standa eiga skil á staðgreiðslunni, að þeir qeymi það ekki til síðasta daas að gera skil. GJALDHEIMTAN í HAFNARFIRÐI Birgðum máski í belginn treð. Bágt er háska að varast. SUNDNAMSKEIÐ Innritun í hin árlegu sundnámskeið fyrir byrj- endur hefst í Sundhöll Hafnarfjarðar miðviku- daginn 25. maí kl. 8.00 INGVAR S. JÓNSSON, ÍÞRÓTTAKENNARI 10

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.