Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.05.1988, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 19.05.1988, Blaðsíða 12
Hafnaiborg vígð á laugardag Afmælishátíðarhöldum Hafnarijarðarkaupstaðar 80 ára, verður þjófstartað, svo notuð séu orð bæjarstjóra á fréttamannafundi sl. þriðju- dag í tilefni afmæiisins. Þetta verður gert með formlegri vígslu menningar- og lista- stofnunar Hafnarborgar n.k. iaugardag. Samtímis verður opnuð málverkasýning Eiríks Srfiith, listmálara, í nýjum salarkynnum stofnunarinnar. IVfeðal gesta við vígsluna verður Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra. Hafnarfjariaikaupstaður 80 ára: Tónsmíðar Friðriks í heiMarverki Mikið verður um dýrðir í Firðinum fyrstu daga júnímánaðar en þá fagnar bærinn 80 ára afmæli kaupstaðarréttinda, sem fengust 1. júní árið 1908. Margt verður gert til hátíðarbrigða m.a. mun Málfundafé- lagið Magni afhenda bænum formlega Hellisgerði til umsjónar og eign- ar. Þá verða sýningar, m.a. í byggðasafni og kvikmynda- og mynd- bandasýningar í Bæjarbíói. Ennfremur verður sýning á skipulagi bæjarins ■ 80 ár. Hátíðisdagur almennings verður laugardaginn 4. júní en föstudagurinn 3. júní verður helgaður bömum. Aðalhátíðardag- skráin verður afmæliskvöldið í hinni nýju menningar- og listamiðstöð í Hafnarborg. Þar verður forseti Islands m.a. meðal gesta. Hér er fátt eitt nefnt, en bæjar- stjóri, Guðmundur Árni Stefáns- son, bæjarritari, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, og Hörður Hilm- arsson úr framkvæmdanefnd afmælishátíðar kynntu fyrirhuguð hátíðarhöld fyrir fréttamönnum á fundi í A. Hansen á þriðjudag. Þar kom m. a. fram, að í tilefni afmælisins hefur Erlendur Sveins- son tekið að sér að vinna úr göml- um kvikmyndabútum frá Hafnar- firði, þær elstu frá 1936, og verða þær myndir sýndar í Bæjarbíói 2. júní. Sýning verður opnuð í Ridd- aranum þann sama dag og hún tengd persónum og munum úr sögu Hafnarfjarðar. Skipulags- sýningin verður í Öldutúnsskóla. Bæjarstjóri upplýsti einnig, að 3. júní verður afhjúpað listaverk eftir hafnfirsku listamennina Gest og Rúnu, en það verður sett upp á gafli hins nýja húss Fiskmarkaðar- ins. Þangað verður sérstaklega boðið sjómönnum og fiskvinnslu- fólki. Dagur barnanna verður föstu- daginn 3. júní með hópgöngu og skemmtun í Bæjarbíói. Aðalfjöl- skyldudagurinn verður síðan laugardaginn 4. júní m.a. með hátíðarhöldum í íþróttahúsinu og alls kynns skemmtiatriðum í mið- bænum. Þá er í deiglunni opnun iðnsýningar í bænum á árinu. Ýmir til hafnar í fyrsta sinn Nýr frystitogari, Ýmir HF 343, kom til hafnar í síðustu viku. Stálskip h.f. í Hafnarfirði er eigandi togarans, en hann var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Sigbjörn Ivarsen A/S SIMEK í Flekkefjord í Noregi. Kaupverð skipsins var um 400 millj. kr., en það er 53 metrar á lengd og 12,1 metri á breidd. Ýmir fór á veiðar laugardaginn 15. maísl. SkipstjóriáÝmi er JónH. Jónsson. Myndin hér að ofan var tekin þegar Ýmir kom til hafnar í fyrsta sinn. Á innfelldu myndinni er Jón H. Jónsson skipstjóri í brúnni. Sumarstuð í Hellisgerði Yeðurblíðan síðustu daga hefur heldur betur ruglað margan bæjarbúann í ríminu og þeir eru margir sem viðurkenna að hafa veríð annars hugar við störf innandyra á meðan sólin hefur baðað bæinn geislum sínum. Einn er þó sá hópur þjóðfélags- þegna sem lætur ekki góða veðr- íð raska ró sinni en nýtur þess til fullnustu. Þetta eru auðvitað börn bæjarins. Myndin hér til vinstri var tekin í blíðunni í Hellisgerði í gær og ekki ber á öðru en allir séu í „sumarstuði". FJnRDnB pösturmn Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Hafnarljarðaifcaupstaður 80 ára 1. júní n.k,: Fjögurra daga hátíðarhöld fyriihuguð Vígslan hefst kl. 15 og er að vænta hundruða ef ekki þús- und gesta, að sögn bæjar- stjóra, Guðmundar Árna Stefánssonar. Hann upplýsti einnig á fundinum, að við- byggingin við Hafnarborg væri mikið mannvirki, sem kostað hefði á milli 70 til 75 millj. kr. Stjórn Friðrikssjóðs hefur ákveðið að gefa út heildar- verk tónsmíða hins ástsæla skálds Friðriks Bjarnasonar. Þetta er gert í tilefni af 80 ára afmæli kaupstaðarins, en Friðrik flutti einnig til Hafn- arfjarðar sama árið og hann hlaut kaupstaðarréttindi, eða árið 1908. Reiknað er með að verkið komi út í síðasta lagi í haust. Ekki þarf að kynna Friðrik Bjarnason fyrir Hafnfirðing- um, en af einstökum verkum hans má nefna: „Fyrr var oft í koti kátt“, „Hafið bláa hafið“ og „Ó, þú hýri Hafnarfjörð- ur“, en við það lag gerði eig- inkona Friðriks, Guðlaug Pétursdóttir, textann. Verk Friðriks, sem fæddur var árið 1880, hafa aldrei komið út í heild sinni fyrr og verður því hér um að ræða fyrsta heildarsafn á tónsmíð- um hans. Verkið hefur verið lengi í undirbúningi. í stjórn Friðikssjóðs eiga sæti: Páll Kr. Pálsson, Stefán Júlíusson og Eiríkur Pálsson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.