Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 1
 FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Skjaldarmerkió staófest FJflRÐflR pbstutmn 18.TBL 1988-6.ÁRG FIMMTUDAGUR 26. MAÍ VERÐ KR. 50,- ^x lfefi# FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 í tilefni af 80 ára afmæli kaup- staðarins hefur verið gerð sam- þykkt um byggðamerki og ber hún heitið: Samþykkt um skjald- armerki Hafharfjarðar. Verður HAFNARFJÖRDUR Tveirí„róöri" Þessir tveir ungu menn not- uðu blíðuna fyrr í vikunni til þess að fara í „róður". Ekki var sótt langt út enda „veiðisvæð- ið" ekki stórt. Lækurinn er stöðugur segull á unga fólkið og svo uppteknir voru ungu mennirnir á myndinni af iðju sinni að þeir gáfu sér ekki tíma til að líta upp þótt smellt væri af þeim mynd. hún staðfest í félagsmálaráðu- neytinu í dag eða á morgun, að sögn skrifstofustjóra ráðuneytis- ins. Skjaldarmerkið skal vera fer- kantaður skjöldur og neðri horn hans afrúnnuð. Á skildinum er viti með ljósgeislum til beggja handa. í miðju vitahúsinu eru þrír ljórar. Undir vitanum eru tveir bárufaldar og þar undir er letrað HAFNARFJÖRÐUR. Notkun á skjaldarmerkinu er óheimil án leyfi bæjarstjórnar. Ekki er heimilt að breyta út af samþykktri gerð merkisins, sbr. meðfylgjandi mynd, nema á fánum, myndsláttur og við bóka- og blaðaprent. Þá er heimilt að fella niður orðið HAFNAR- FJÖRÐUR. f hátíðarútgáfu merkisins eru skjöldurinn hvítur að lit. Útlínur vitans, ljósgeislanna, ljórarnir, bárufaldarnir og nafnið eru með kóngabláum lit. Hátíðarútgáfu skjaldarmerkis- ins má aðeins nota þar sem merk- ið stendur eitt og sér, t.d. á fánum, skjöldum og á barm- merkjum. A fánum skulu útlínur skjaldarins falla niður. Á myntsláttu er heimilt að falla frá útlínum skjaldarins. Heimilt er án sérstaks leyfis að nota skjaldarmerkið við bóka- og blaðaprent og mega þá útlinur skjaldarins falla niður. Til hamingju meö Hafnarborg Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar að Strandgötu 34 var vígð sl. laugardag að viðstöddu fjöl- menni. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, lýsti stofnunina formlega tekna í notkun og opnaði um leið málverkasýningu Eiríks Smith listmálara. Þessi mynd er tekin af þeim Þorsteini og Eiríki við það tæki- færi. Nú skulu tveir mæla og reikna Bæjarráð hefur ákveðið, samkvæmt tiliögu bæjarverk- fræðings og byggingafulltrúa, að hér cfiir skuli bæði útreikn- ingar og mælingar við bygginga- framkvæmdir á vegum bæjarins vera unnar af tveúnur starfs- mönnum sem sannprófi verk hvors annars. Þetta var ákveðið í tilefni af rangrar staðsetningar hússins Suðurhvammur 5, 7 og 9, sem sagt var frá í 16. tbl. Fjarðar- póstsins. Tjónið nam mörg hundruð þúsund krónum, en ástæðan voru mælingarmistök sem ollu því að slegið hafði ver- ið upp fyrir húsinu um fjórum til fimm metrum of langt til suðurs. Einar Bolla með Hauka -sjábls.8 Kvenmaöur íspilið -sjábls.9

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.