Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 2
Starfsfólk Hreifis við laxaslátrun. Laxaslátrun hjá Hreifi h.f.: Slátra 600-800 tonnum af laxi á svæðinu á næstunni Hjá Hreifi h.f. við Óseyrarbraut var verið að slátra þremur tonnum af laxi í fyrri viku, er tíðindamaður Fjarðarpóstsins leit þar við. Að sögn Jóns Ármanns Héðinssonar framkvæmdastjóra Hreifis var laxinn úr Þorlákshöfn og kvíum Haflax við Reykjavík. Laxinn fer að stærst- um hluta á Bandaríkjamarkað, en að hluta á Frakklandsmarkað og til Danmerkur. Skotfélagið fær aðstoðu uppivið Óbrynnishóla Skotfélag Hafnarfjarðar hefur fengið aðstöðu fyrir starfsemi sína við Óbrynnis- hóla, skammt frá Bláfjalla- vegi. Verður byggður þar æf- ingavöllur á næstunni undir svonefnt „skeet“, en það er alþjóðamál yfir Olympíu- grein ■ haglabyssuskotfimi. Að sögn Ferdinands Hansen, formanns Skotfé- lagsins, hefur þegar verið keyptur búnaður fyrir braut- ina, en það eru mjög fullkom- in tæki sem skjóta upp leirdúfum. Kostnaðarverð tækjanna er um 300 þúsund krónur. Skotfélag Hafnarfjarðar heldur starfsemi sinni ein- vörðungu á íþróttagrund- velli. Skotveiðifélag Reykja- víkur og nágrennis hefur aft- ur á móti verið með æfingar fyrir veiðimenn. Að sögn Ferdinands mun samvinna verða á milli félaganna um notkun hins nýja vallar. Framkvæmdir eru þegari hafnar við Óbrynnishóla. ■ Sumartími útsendinga Sumartími útsendinga Útvarps Hafnarfjörður hefst á mánudag, en í sumar verður útsendingartími ein klukkustund á virkum dögum, þ.e. frá kl. 18 til 19. Sumartíminn gildir alla virka daga en við sérstök tilefni verður útsendingartíminn lengri, eins og t.d. í tengslum við afmælishátíð Hafnarfjarðar í byrjun júnímán- aðar. Sent er út á FM 91,7. Jón Ármann sagði, að fram- undan væri slátrun á 600-800 tonnum af laxi, þ.e. frá júlímán- uði og út árið og er þá einvörð- ungu verið að ræða um þennan landshluta. Ljóst er að á næsta ári verður samsvarandi upphæð hátt á annað þúsund tonn og verðmæt- ið yfir hálfan milljarð króna. Jón sagði sorglegt, að vita af þessum miklu verðmætum og möguleik- um sem fælust í atvinnuveginum á sama tíma og stjórnvöld vildu ekki veita neina fyrirgreiðslu til þeirra sem stæðu í þessu. „Það er eins og þetta eigi allt að gerast að sjálfum sér. Það er ekki nokkur leið að standa í útflutningsatvinnu- vegi í dag. Það var gert ómögulegt með gengisvitleysunni frá í apríl. Það getur enginn maður framleitt fyrir 39 krónur á dollarann. Þeir ættu að gefa sig fram, sem treysta sér til þess“. Varðandi stöðu útflutningsat- vinnuveganna sagði Jón Ármann einnig, að það væri blóðugt að horfa upp á flota nýrra bíla hand- an Óseyrarbrautarinnar á sama tíma og atvinnuvegirnir riðuðu til falls. Hann sagði: „Þetta er það sem þjóðfélagið snýst um. Þarna standa nýjir bílar upp á um 600 milljónir króna en það er á sama tíma ógjömingur að standa í útflutningi." Jón sagði nægan og góðan markað fyrir laxinn. Af laxinum sem var til slátrunar á mánudag fór stærstur hlutinn kúttaður og ísaður heill á Bandaríkjamarkað. Fyrir hann fæst 10,40 $ kílóið. Smár fiskur fer óaðgerður á Frakklandsmarkað, útlitsgallaður er seldur á Danmerkurmarkað, en þar er hann unnin í reykingu eða grafinn. Hreifi h.f. var stofnað árið 1960. Fyrirtækið hefur verið í alls- kyns fiskvinnslu. Þar starfa nú um sex manns en flest var starfsfólkið 40. Laxasláturhúsið er af full- komnustu gerð, enda gerðar mjög miklar kröfur til aðstæðna að sögn Jóns Ármanns. GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Magnús Emilsson. Fæðingardagur? 1. maí 1954. Fæðingarstaöur? Reykjavík. Fjölskyldurhagir? Kvæntur, barnlaus. Bifreið? Nissan Sunny ’87. Starf? Fasteignasali. Fyrri störf? Kennari, verka- maður. Helsti veikleiki? Borða of mikið. Hclsti kostur? Veit það ekki. Uppáhaldsmatur? Hamborg- arahryggur. Versti matur sem þú færð? Lúðusúpan hjá fsal er minnis- stæð! Uppáhaldstónlist? Rokk. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Kristján Arason. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Eng- um sérstökum. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Enska knattspymar. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Eldhúsdags- og aðrar þingumræður. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Helgi Pétursson. Uppáhaldsleikari? Clint East- wood. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? A Passage to India. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ferðast, slappa af og les. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Álftafjörður. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvfsi. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Engan sérstakan. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Eðlisfræði. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Byggja hús. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Radarvara. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? í Bygginganefnd Hafnarfjarðar. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? íþróttir. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Enska knattspyrnan. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Klára sundlaugina. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Kann engan. HRAUNHANARnF. éé Vé FASTEIQMA- OQ SKIPASALA ReykjavíKurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Kaupendur athugið að vegna breyttra reglna í fasteignavið- skiptum eru eignir á skrá þótt þærfalli úr augl. Vantar allar gerðir eigna á skrá. Norðurtún - Álftanesi. Giæsii. einb- hús á einni hæð með tvöf. bílsk. Samtals 210 fm. Parket á gólfum. Arinn í stofu. Fallegur garður. Einkasala. Verð 9 millj. Túngata - Álftanesi. 170 fm einbhús auk 50 fm bílsk. 4 svefnherb. Mikið áhv. Verð 7,0 millj. Vallarbarð - ný íb. 135 im ib. átveim hæðum, „penthouse". Á neðri hæð er óvenju glæsil. 3ja herb. íb., fullb. I risi sem er ófrág. geta verið 3 svefnh. Verð 5,6 millj. Breiðvangur. Laus 1.7. nk. Mjögfai- leg 117 fm 4-5 herb. íb. á 4. hæð. Áhv. hagst. lán ca 1,5 millj. Verð 5,5 millj. Kelduhvammur. Mjög falleg 115fm 4ra herb. jarðh. Ákv. sala. Allt sér. Einkasala. Verð 5,3 millj. Suðurhvammur. 110 fm 4ra herb. efri hæð. Sólstofa. Gott útsýni. Bílsk. Afh. í sept. fokh. innan og fullb. utan. Verð 4,4 millj. Kelduhvammur. Mjög falleg loe fm 4ra herb. jarðh. Ákv. sala. Verð 5,3-5,5 millj. Laufvangur. Mjög falleg 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð. Skipti mögul. á 2ja eða 3ja herb. íb.' í Rvík. Verö 5,2 millj. Hjallabraut. 97 fm 3jíMra herb. íb. á 3. hæð. Verð 4,3—4,4 millj. Suðurhvammur. 94 fm 3ja herb. neðri hæð. Afh. í sept. fokh. innan og fullb. utan. Verð 3,3 millj. Kaldakinn. Ca 90 fm 3ja-4ra herb. efri hæð. Verð 3,8 millj. Hraunkambur. 85 fm 4ra herb. rish., lítið undirsúð. Einkasala. Verð 3,8 millj. Hraunhvammur. 85 fm 4ra herb. efri hæð. Mikið áhv. Skipti mögul. á minni íb. Verð 4 millj. Hraunhvammur-Hf. Giæsii.80fm3ja herb. jarðh. Mikið endurn. íb. Verð 4,5 millj. Vesturbraut-tvær íb. Tvær75fm3ja herb. íb. í sama húsi. Nýtt eldh. og nýtt á baði. Lausar strax. Verð 3,3 og 3,1 millj. Garðabær - ný íbúð. ca 65 fm 2ja herb. íb. Til afh. strax. Allt sér. Verð 3 millj. Álfaskeið. Mjög falleg 57 fm 2ja herb. íb. á 1. hæð. Bílskréttur. Lítið áhv. Verð 3,1 millj. Stapahraun. Iðn.húsn. 220 fm aðgrunnfl. á tveim hæðum. Samtengt því eru 120 fm á jarðh. Skútahraun - fiskverkun. 180 fm iðnaðarhúsn. hentugt fyrir m.a. fiskverkun. Kælir og frystir geta fylgt. Laust 1.7. nk. Einka- sala. Stapahraun. Nýtt iðnaðarhúsn. 144 fmá jarðh. og 77 fm á efri h. Helluhraun. 60fm iðnaðarhúsnæði. í byggingu Eftirfarandi eignir afh. fokh. að innan og fullb. að utan: Álfaskeið. Glæsil. 187 fm einbhús auk 32 fm bílsk. Afh. í júlí-ágúst. Mögul. að taka íb. uppí. Verð 6,3 millj. Hringbraut Hf.-tvíb. Mjög skemmtil. 146 fm efri sórhasð auk 25 fm bílsk. Suðurhvammur. Mjög skemmtil.220fm raðh. á 2 hæðum, með innb. bílsk. Ath. aðeins 2 hús eftir og er annað þeirra til afh. strax. Verð 5,2 millj. Kársnesbraut. 178 fm parn. auk 32 fm bílsk. Afh. eftir 4 mán. Verð 5,2 millj. Stuðlaberg. Ca150fmparhúsátveimur hæðum. Afh. fullb. að utan og einangrað að innan. Verð 6,2 millj. Eftirfarandi elgnir afh. tllb. u. trév.: Lyngberg - nýtt raðhús. Giæsii. 141 fm raðhús á einni hæð auk 30 fm bílsk. Húsið er til afh. ffljótl. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. í Hafnar- firði. Verð 7,5 millj. Fagrihvammur - Hf. Mjög skemmtii. 2ja-7 herb. íbúðir 65-180 fm bílsk. geta fylgt nokkrum Ib. Afh. I maí-júlí 1989. Verð frá 2650-5650 þús. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsíml 53274. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., Hlöðver Kjartansson, hdl. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.