Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 7
KYNNINGÁ FYRIRTÆKI: iinilil 111 fll II HIIIH •>il) MSIHIio “lill NI*I|*8S E EUROCARD Á ÍSLAIMOI ■ KREDITKORT SF Brautryðjandi á íslandi Eurocard er fyrsta kred- itkortið sem var gefið út á ís- landi í þeirri mynd sem þau eru nú. Kreditkort hf., sem gefur út Eurocard hér á landi, var stofnað í ársbyrjun 1980 og hóf útgáfu kreditkorts um mitt það ár. I byrjun var ein- ungis um að ræða kort til innanlandsnotkunar en árið 1982 hófst útgáfa alþjóðlegra korta, þau kort voru þó ein- ungis heimiluð til þeirra sem voru í viðskiptaferðum og þurfti samþykki Seðlabanka Islands. Árið 1983 var þetta gefið frjálst og heimilt að gefa út alþjóðleg kort til allra. Þetta kort var og er gefið út í samvinnu við Eurocard Inter- national. Notagildi kortsins Eurocard kreditkortið er í dag í raun þrjú kort: EURO- CARD í Evrópu, ACCESS á Bretlandseyjum og MAST- ERCARD í Ameríku, Asíu, Afríku og Ástralíu. Saman hafa þessi kort yfir stærsta kortaneti heims að ráða, með yfir sex milljónir aðildarfyrir- tækja í verslun og þjónustu. Notagildi Eurocard kortsins á íslandi eykst með hverjum degi, ný aðildarfyrirtæki bæt- ast sífellt við og það heyrir til undantekninga ef verslanir og þjónustuaðilar taka ekki Euro- card. Korthafar njóta ýmissa hlunninda svo sem ferða-, slysa og farangurstryggingar á ferðalögum heima og erlend- is, noti þeir kortið sitt við kaup á farmiðum. Ennfremur geta þeir látið skuldfæra á kortið áskrift að dagblöðum, bókaklúbbum, rafmagns- reikninga, útvarps- og sjón- varpsgjöld ofl. ofl. Eurokredit í samræmi við braut- ryðjendahlutverk Eurocard í kreditkortanotkun hérlendis, bryddaði Kreditkort hf, uppá merkilegri nýjung í afborgun- arkaupum um mitt ár 1986. Þetta var EUROKREDIT sem þúsundir korthafa hafa notfært sér síðan. Með EUR- OKREDIT geta Eurocard korthafar keypt sér vörur og þjónustu með jöfnun afborg- unum í allt að 11 mánuði og eru afborganirnar færðar mánaðarlega á reikning kort- hafa. Kreditkort hf, ábyrgist afborganirnar. Afgreiðslu- staðir EUROKREDIT eru í dag orðnir á þriðja hundrað, í ýmsum greinum verslunar og þjónustu, og fer stöðugt fjölg- andi. Heimiliskókhald - Sparnaður Eurocard Rreditkortið sparar þér daglegt amstur á margan hátt. Á mánaðaryfir- liti sundurliðast úttektir eftir þeim fyrirtækjum sem verslað er við. Auk þess gefur yfirlitið heildarmynd af útgjöldum heimilisins: hvað fer í mat, föc, bílinn, skemmtanir o.s.frv. Eurocardereinakort- ið sem hjálpar þér við heimil- isbókhaldið. Aðeins Eurocard býður aukakort með sérnúmeri Aukakort með sérnúmeri er mikilvægur þáttur í þeirri þjónustu sem einungis Euro- card býður. Algengast er að hjón hafi aðal- og aukakort og þó annað kortið sé tilkynnt glatað og þar með ónothæft, er hægt að nota hitt kortið áfram, því númer kortanna er ekki hið sama. Þetta litla atr- iði getur skipt sköpum, sér- staklega á ferðum erlendis. Það er óþarfi að missa tvö kort úr gildi þó annað glatist! Afgreiðslustaðir Eurocard Eurocard kreditkort færðu á neðangreindum stöðum: # Útvegsbanka íslands -um allt land. • Verzlunarbanka íslands -um allt land. • Sparisjóði Vélstjóra í Reykjavík og hjá Kreditkorti hf, Ármúla 28, Reykjavík # í Hafnarfirði: Útvegsbanki íslands, Reykjavíkurvegi 60 Eurocard - öflugt kort með víðtæk áhrif Útvegsbankiuu í Hafnarfirði annast aiia þjónustu fyrir Eurocard í Firðinum. 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.