Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 8
IÞROTTASIÐA FJARÐARPOSTSINS •' Síðbúin mynd af meisturum 4. fl. Hauka Seint birtast sumir en birtast þó... Þetta má til sanns vegar færa þegar 4. flokkur Hauka í körfuknattleiknum er annars vegar. Strákarnir urðu íslands- meistarar í sínum flokki fyrir margt löngu en vegna mistaka fórst myndbirting af þeim fyrir. Hér eru þeir þó komnir á mynd- inni hér til hægri. Á henni eru eftirtaldir: Aftari röð frá vinstri: Sigurður Jónsson, Björgvin Viðarsson, Bjarni Ágústsson, Arnar Grétarsson, Kjartan Bjarnason, Heiðar Guðjónsson, Guðbjartur Hafsteinsson, Jón Arnar Ingvarsson og Ingvar Jónsson, þjálfari. í fremri röð eru frá vinstri: Gunnar Magnússon, Guðbjartur Gunnarsson, Víðir Stefánson, Sigurður Yngvi Krist- insson, Steinar Hafberg og Róbert Sverrisson. VGGEUVCRK BtOGWVBí, r 1 vkD Færi í súginn? Af svip Ingvars Viktossonar hér að ofan mætti ráða að dauðafæri hefði farið forgörðum, a.m.k. er Arnóri Guðmundssyni skemmt. Myndin var tekin þegar bæjarstjórnin og aðalstjórn Hauka öttu kappi á Fjölskyldudegi Haukanna fyrir nokkru. Stórsamningur FH-inga við Útvegsbanka íslands - Ný búnings- og félagsaðsta&a tekin í notkun Fyrsti heimaleikur FH-inga á þessu keppnistímabili er á morgun, föstudag. Mótherjarnir verða liðsmenn KS frá Siglufirði og má búast við fjörugum leik. Útvegsbanki Islands að Reykja- víkurvegi 60 í Hafnarfirði hefur ákveðið að styðja rausnarlega við bakið á Knattspyrnudeild FH nú í sumar. Að sögn Þóris Jónssonar, for- manns knattspyrnudeildarinnar, eru FH-ingar mjög ánægðir með þennan stuðning og álíta hann hvetjandi í alla staði. Þórir bætti því við að samningurinn, sem verður undirritaður fyrir leik FH og KS, væri þríþættur. í fyrstalagi fær FH ákveðna fjárupphæð við undirskrift, í öðru lagi verður greitt fyrir hvert mark sem FH skorar í deildinni og í þriðja lagi fær FH ákveðna upphæð ef félag- ið nær að vinna sér sæti í fyrstu deild. Samningurinn verður undirritaður klukkan 18.40 fyrir utan Útvegsbankann að Reykja- víkurvegi 60 og jafnframt verður boðið uppá skemmtiatriði í tilefni dagsins. Boltaíþróttir verða sýnd- ar og Túnfiskarnir taka lagið. Að því loknu verður þrammað í skrúðgöngu að Kaplakrika þar sem leikurinn hefst klukkan 20.00. En það er ekki bara samningur við Útvegsbankann sem verður undirritaður. Glæsileg búnings- og félagsaðstaða verður formlega tekin í notkun. En hún er staðsett undir nýju stúkunni eins og flestir vita. Leikmenn Meistaraflokksins munu mæta til leiks í glænýjum búningum sem gefnir eru af Útvegsbankanum en allir flokkar FH munu leika í búningum gefn- um af bankanum nú í sumar. Reyndar var FH-búningurinn vígður í síðustu viku, þegar Blikar voru sóttir heim. Þá vannst sigur, 3-1, og vonandi reynist búningur- inn áfram happadrjúgur. Einar Bollason með Hauka? Pálmar Sigurðsson leikmaður fui|yrða að ekki hefði verið hægt og þjálfari íslandsmeistara Hauka að fara betur af stað. En hver tek- í Körfuknattleik hefur ákveðið að ur við Hauka-liðinu næsta vetur? leggja þjálfun á hilluna næsta Sjálfsagt eru margir sem hafa vetur. Pálmar hlaut eldskírn sína áhuga á þjálfarastarfi íslands- sem þjálfari í vetur og óhætt er að meistaranna næsta vetur en einn HaukarmætaÆgismönnum Haukar taka á móti nýstofnuðu liði, Ægi, í sínum fyrsta heima- leik á Hvaleyrarholtsvelli á laugardag. Haukar hófu keppni um síðustu helgi þegar Ernir á Selfossi voru sóttir heim og er óhætt að segja að leikmenn Hauka hafi valdið stuðningsmönnum sínum miklum vonbrigðum. Jafntefli varð í leiknum, 3-3, og að sögn leikmanna sjálfra var leikurinn vægast sagt lélegur og ekki dregur Fj arðarpósturinn það í efa. Enda er það óafsakanlegt að tapa stigum gegn einhverjum „trimmurum" fyrir austan fjall. En ekki er öll nótt úti enn og því gefst leikmönnum Hauka upp- lagt tækifæri þegar Ægir kemur í heimsókn á laugardag að sýna virkilega hvað í þeim býr. er þó öðrum fremur nefndur á nafn í því sambandi. Einar Bolla- son heitir umræddur maður og er svo sannarlega ekki ókunnur þjálfun. Reyndar stjórnaði Einar Hauka-liðinu um fjögurra ára skeið og náði ágætum árangri. Kom liðinu í Úrvalsdeild og undir hans stjórn sigruðu Haukar tví- vegis í Bikarkeppni KKÍ. Samkvæmt heimildum Fjarð- arpóstsins er mikill áhugi hjá leik- mönnum Hauka að fá Einar til liðs við félagið en hvort af því verður mun tíminn leiða í ljós. Þess má geta að Fjarðarpósturinn var fyrstur allra fjölmiðla til að greina frá ráðningu Brynjars Kvaran til Handknattleiksdeildar Hauka og nú er bara að bíða og sjá hvort Fjarðarpósturinn spáir á ný rétt til um ráðningu þjálfara hjá einni af deildum Hauka. Fimleikadrottning Eva Úlla Hilmarsdóttir varð hlutskörpust í A-flokki á meistara- móti fimleikafélagsins Bjarkar 1988, sem fram fór fyrir skömmu. Meðfylgjandi mynd er af fimleikadrottningunni ungu með verðla- un sín. 8

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.