Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 11
Hundruð manna við vígslu menningarmiðstöðvarínnar Hafnarborgar sl. laugardag: Forsætisráoherra lýsti Hafharborg formlega opnaða Hafnarborg var vigð við hátíð- lega athöfn sl. laugardag að við- stöddum mörg hundruð gestum. Það var Þorsteinn Pálsson, for- sætisráðherra, sem lýsti menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar í Hafnarborg formlega opnaða. Við athöfnina afhenti Sverrir Magnússon lyfsali stofnuninni að gjöf málverk af fyrsta lyfsala í Hafnarfirði, en það var Sören Kampmann. Bæjarstjóri, Guð- mundur Árni Stefánsson, afhenti gjöf bæjarfélagsins til stofnunar- innar, en það voru málverk af Sverri og eiginkonu hans, sem nú er látin, en hún hét Ingibjörg Sig- urjónsdóttir. Málverkin eru eftir Eirík Smith listmálara, en sýning hans á 64 listaverkum var opnuð í safninu í tilefni af vígslunni. Eins og Hafnfirðingum er kunnugt voru það sæmdarhjónin Sverrir Magnússon og Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem gáfu bæj - búum húseignina við Strandgctu 34, þegar Hafnarfjarðarkaupstað- ur fagnaði 75 ára afmæli sínu fyrir fimm árum. Síðan hefur verið byggð glæsileg viðbygging við Strandgötu 34 þar sem hin nýja menningar- og listastofnun er til húsa. Á vígsluhátíðinni sl. laugardag flutti fyrstur ávarp Sverrir Magnús- son lyfsali og afhenti hann gjöf sína, málverk af Sören Kamp- mann eftir Eirík Smith, sem Sverrir afhjúpaði. Þá ávarpaði bæjarstjóri samkomuna og til- kynnti gjöf bæjarfélagsins til menningar- og listastofnunarinn- ar, en hún var málverk Eiríks af gefendum hússins, hjónunum Sverrir Magnússyni og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Bára Guðbjarts- dóttir, sem sæti á í stjórn Hafnar- borgar, afhjúpaði verkin. Séra Gunnþór Ingason, sóknar- prestur við Hafnarfjarðarkirkju, blessaði síðan húsið en að lokum tók Þorsteinn Pálsson, forsæti- sráðherra, til máls og lýsti menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, Hafnarborg, formlega opnaða og þar með opnunarsýn- ingu Eiríks Smith. Ellert Borgar Þorvaldsson stjórnaði samkom- unni, en auk hans og Báru eiga bæjarstjóri, Guðmundur Árni Stefánsson, og Sverrir Magnússon sæti í stjórn Hafnarborgar. Sverr- ir er formaður stjórnarinnar. Á sýningu Eiríks eru 31 olíu- málverk og 33 vatnslitamyndir. Sýningin, sem er sölusýning, verður opin daglega frá kl. 15 til 22 til 19. júní n.k. Sverrir Magnússon afhjúpaði gjöfsína til Hafnarborgar, málverk Eiríks Smith afSören Kampmann, en hann lét í upphafi reisa Strandgötu 34 undir apótek sitt, sem var þaðfyrsta í Hafnarftrði. Gífurlegur mannfjöldi var við vígsluna, eins og sjá má á þessari mynd. Bára Guðbjartsdóttir, sem sœti á í stjórn Hafnarborgar, afhjúpaði málverkin afþeim sœmdarhjónum Sverri og Ingibjörgu. 11

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.