Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.06.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 09.06.1988, Blaðsíða 1
AIK FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 FJflRÐflR pbsturmn 20.TBL 1988-6.ÁRG. FIMMTUDAGUR9.JÚNÍ VERÐ KR. 50,- A\\S FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 652266 Sex útgerðar- og f lutningafyrir- tæki sameinast í Faxafrosti h.f. Markmiðið ai koma upp útflutningsaistöiu vii Hafnarfjarftarhöfn. Framkvæmdir þegar hafnar á athafnasvæði Oks h.f. Faxafrost h.f. er heiti á nýju stórfyrirtæki, sem sex fyrirtæki í útgerð og sjóflutningum hafa stofnsett, þar af er eitt danskt. Markmið fyrirtækisins er að koma upp aðstöðu við Hafnar- fjarðarhöfn til útflutningsþjónustu. Eitt fyrirtækjanna er Ok li.i'., sem þegar hefur fengið úthlutað sex til sjö þúsund fer- metra athafnasvæði upp af Suðurgarði. Hafin er bygging þar á 1.200 fermetra frystigeymslu, sem verður eign hins nýja iyrir- tækis. HeUdarathafnasvæðið mun þegar vera talið of lítið og liel'ur Faxafrost leitað hófanna um frekara landsvæði. Fyrirtækin sem eru eigendur að Faxafrosti h.f. eru eftirtalin: Ok h.f., Skagstrendingur h.f., Brein- holt, sem er danskt með aðalat- hafnasvæði í Esbjerg, Nesskip h.f., Jöklar h.f. og Hrönn h.f. Skagstrendingur og Hrönn eru útgerðarfyrirtæki og er Guðbjörg- ináísafirðim.a. gerðútafHrönn. Ok h.f. og Nesskip h.f. gera út nokkur flutningaskip, sem kunn- ugt er, en Jöklar h.f. er dótturfyr- irtæki annars stærsta fiskútflytj- enda landsins, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, en það fyrir- tæki gerir út flutningaskipið Hofs- jökul. Breinholt í Esbjerg er m.a. umboðsmaður Ok og hefur yfir að ráða stórum frystigeymslum þar í landi. Samkvæmt heimildum Fjarð- arpóstsins mun Faxafrost þegar hafa viðrað hugmyndir um að fyrirtæki fái aukna hafnaraðstöðu þar sem talið er að sex til sjö þús- und fermetra svæðið, sem Ók hef- ur þegar fengið úthlutað, nægi ekki fyrir þann rekstur sem fyrir- hugaður er. Málið mun verða tek- ið til athugunar á vettvangi hafn- arstjórnar fljótlega. Ytri höfnin mun vera efst á blaði í þeim athug- unum, enda ekki lengur um aðrar lóðir að ræða við höfnina, nema ef vera skyldi við Straumsvík. í stjórn Faxafrosts eru: Björn Haraldsson frá Ok, sem er stjórn- arformaður, Birgir Ómar Har- aldsson Jöklum, sem er varafor- maður, Ágúst Einarsson, Jöklum, Sveinn Ingólfsson, Skagstrend- ingi og Guðmundur Guðmunds- son, Hrönn. Framkvœmdir við 1.200 fermetra frystigeymslu eru (fullum gangi, eins ogsjá má á meðfylgjandi mynd, en hún erstaðsett upp af Suðurgarðinum. Forsetinn hjá íslands hrafnistumönnum Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, heimsótti Hrafnistu í Hafnarfirði sl. föstudag í tilefni af 50 ára afmæli Sjómannadagsins. Heilsaði hún m.a. upp á Guðráð Sigurðsson fyrrverandi skipstjóra hjá Eimskip um árabil. Var mynd- in tekið við það tækifæri. Það var Guðráður, sem dró fyrstur að húni íslenska fánann á flaggstönginni við Hrafnistu, sem bæjarfélagið gaf daginn fyrir heimsókn forsetans. Flaggstöngin var gefin í tilefni af afmæli bæjar- ins og Sjómannadagsins og er sagt frá athöfninni í miðopnu blaðsins. Þess má geta, að forsetakosn- ingarnar verða 25. júní n.k. Að sögn fulltrúa hjá bæjarfógeta er þátttaka í utankjörstaðakosning- um nú betri en nokkru sinni fyrr.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.