Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.06.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 09.06.1988, Blaðsíða 2
fifflRÐM pöstunnn Ritstjóri og ábm.: Fríða Proppé Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá ki. 10-17. Símar 651745 og 651945 (simsvari eftir lokun skrif- stofu). Hróður hafnarinnar berst víða og er Hafnarfjarðarhöfn orðin vinsælasta útflutningshöfn hérlendis, ef marka má aðsókn og ummæli innlendra sem erlendra aðila. Þar á það sama við og um aðra þenslu byggðar I bænum. Stjórnend- ur bæjarfélagsins mega orðið hafa sig alla við til að hafa undan eftirspurn eftir lóðum og aðstöðu. Á forsíðu blaðsins í dag er sagt frá stofnun stórfyrirtækis um hafnaraðstöðu í Hafnarfirði. Fyrirtækiö er hlutafélag sex stórfyrirtækja í útgerð og sjóflutningum, þar af er eitt danskt flutninga- og frystibirgðafyrirtæki. Eitt fyrirtækjanna er Ok h.f. í Hafnarfirði, sem þegar hefur fengið úthlutað sex til sjö þúsund fermetra lóð við Suðurgarð og hafa fram- kvæmdir hafist við 1.200 fermetra frystigeymslu. Auk stærstu og aflafengustu togara landsins, svo sem Guðbjargarinnar á (safirði, eru í eigu þessarafyrirtækjafjöl- mörg millilandaflutningaskip. Danska fyrirtækið, Breinholt h.f., sem hefur meginaðsetur í Esbjerg, hefur yfir að ráða stórum frystigeymslum þar í landi, og má af þessu ráða hvaða möguleikar opnast fyrir hið nýja fyrirtæki, Faxafrost h.f. Það kemur enda strax fram, að fyrirtækið telur sig þurfa á auknu athafnarými að halda við Hafnarfjarðarhöfn. Hefur Faxafrost þegar undirstungið hafnaryfirvöld um frekari aðstöðu á fyrirhugaðri ytri höfn og verður málið tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar n.k. föstudag, samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins. Eitt fyrirtækjanna, Jöklar h.f., er dótturfyrirtæki annars stærsta fiskútflytjenda landsins, þ.e. Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Gífurleg aukning hefur orðið á sölu S.H. á Japansmarkað síðasta árið og fer sá útflutningur að stórum, ef ekki stærstum hluta, í gegnum Danmörku. ( viðtölum Fjarðarpóstsins við þá sem standa að nýja fyrirtækinu segja þeir meginástæðuna fyrir vali þeirra á staðsetningu, að þjónusta við Hafnarfjarðarhöfn sé til fyrir- myndar; einnig að þeir vilji tryggja sér aðstöðu við höfnina þar sem þeir líta á hana.sem höfn framtíðarinnar varðandi sjóflutninga. (viðtali viðforsvarsmann grænlensku heima- stjórnarinnar í síðasta tölublaði, Erik Hesselbjerg, segir hann hið sama. Þjónustan hér sé til fyrirmyndar og miklu betri en viö ísafjarðarhöfn; þess vegna hafi Grænlendingar flutt sig hingað með allan rækjuskipaflota sinn. Nokkuð hefur borið á óánægju sjóflytjenda með verðlag á flutningum og óhjákvæmilega hefur Eimskipafélagið komist í nokkra einokunaraðstöðu eftir að Hafskip leið und- ir lok. Með góðri aðstöðu og áframhaldandi góðri fyrir- greiðslu við höfnina, ætti Faxafrost að geta veitt fyrsta flokks þjónustu. Má fagna komu hins nýja fyrirtækis því áreiðanlega verður það til enn frekari styrkingar og upp- byggingar Hafnarfjarðarhafnar. Af ofangreindu má Ijóst vera, að nú ríður á, að fljótt og vel verði staðið að frekari uppbyggingu Hafnarfjarðarhafnar. Ytri höfnin og möguleikar í tengslum við Straumsvíkurhöfn, er ónumið land, ef svo má að orði komast. Hafnaryfirvöld hafa þegar hafið undirbúning að ytri höfninni og er ein mill- jón kr. á fjárhagsáætlun til hans. Vonandi tekst þarvel til. Glæsileg byrjun á sumrinu hjá FH - Fullt hús eftir þrjár umferðir. FH-ingar hafa heldur betur farið á kostum það sem af er íslandsmót- inu í knattspyrnu. Eftir þrjár umferðir í annarri deildinni eru FH-ingar einir á toppnum með níu stig og virðast ekki líklegir til að láta toppsæt- ið af hendi. í fyrsta leik urðu Blikar fórnar- knýja fram úrslit. Halldór Hall- lömb FH-inga, þá Siglfirðingar og dórsson markvörður reyndist bet- loks Víðismenn. Næsti leikur FH- ur en enginn í þeim leik og varði inga í mótinu er í kvöld, fimmtu- tvær vítaspyrnur. dag, þegar Vestmannaeyingar bregða sér á meginlandið og etja kappi við heimamenn á Kapla- krikavelli. FH-ingar tefla fram sínu sterk- asta liði og ef að lfkum lætur fá hafnfirskir sparkunnendur að sjá til Jóns Erlings Ragnarssonar, sem er mættur í slaginn á nýjan leik. Þó verður á brattann að sækja hjá Jóni því báðir framherj- ar FH, þeir Hörður Magnússon og Pálmi Jónsson, hafa leikið afburða vel að undanförnu og gefa ekki sæti sitt eftir baráttulaust. FH-ingar láta sér ekki duga að gera vel í deildarkeppninni því liðið er komið áfram í bikar- keppninni eftir sigur á Leikni þar sem þurfti vítaspyrnukeppni til að Aóstoöarmaður skipu- lagsstjóra ráöinn Kristján Ásgeirsson arkitekt, Jóhannes og Kristján störfuðu sem starfað hefur hjá Skipulags- saman að skipulagi hins nýja stofnun Reykjavíkurborgar, hef- Laugarvegar í Reykjavík. Gífur- ur verið ráðinn sem aðstoðarmað- leg þensla hefur orðið á starfsvett- ur Jóhannesar Kjarval skipulags- vangi skipulagsstjóra og því var stjóra. Kristján hefur störf í lok afráðið að bæta við manni honum þessa mánaðar. til aðstoðar Hjólinu mínu var stoliö Ég heiti Óskar Örn og á heima á Sléttahrauni 25. Laugardaginn 28. maí sl. var hjólinu mínu stolið á meðan ég fór inn að drekka. Pabbi og mamma gáfu mér og litla bróður mínum þessi hjól, sem við erum á á myndinni sem hér fylgir, í fyrravor. Núna í sumar er ég fyrst að geta Hjólið mitt er blátt BMX-hjól hjólað á hjólinu mínu af því að með gulum dekkjum og hnakki. það er svo stórt og svo er ég líka Svo er líka lugt og bögglaberi á því svolítið fatlaður í öðrum fæti. og krómuð bretti og standari. Ég Þess vegna datt ég stundum. vil líka biðja alla pabba og Núna í vor hefur mér gengið mjög mömmur að gá í hjólageymslurn- vel og var hérumbil alveg hættur ar í húsunum sínum og líka alla að detta. Mamma segir, að það sé krakka að láta mig vita, ef hjólið mitt finnst. Síminn er 65 12 57. Bréfið hér að ofan þarfnast ekki frekari skýringa. Fjarðarpóstur- inn hvetur alla til að leggja honum Óskari Erni lið. Það má einnig koma ábendingum til Fjarðar- póstsins um hjólið hans og hvar það er að finna, ef einhverjum finnst það auðveldara. Við höfum símana 65 17 45 og 65 19 45 (símsvari, eftir lokun). Þá notum við tækifærið og hvetjum fólk til að vera á varð- bergi í þessum málum. Sam- kvæmt upplýsingum frá rann- sóknarlögreglunni er óvenjumik- En núna á ég ekkert hjól. Ég er ið um þjófnaði á hjólum um þess- því bara að vona að sá sem tók ar mundir og því full ástæða til að hjólið mitt, skili því aftur. Ég skal láta vita, ef skyndilega fjölgar not- ekkert verða vondur þó að það sé uðum hjólum í hjólageymslum eitthvað orðið bilað af því að eða þau liggja í reiðuleysi á víða- pabbi getur aiveg lagað það. vangi. Aöalfundur hjá Haukum Aðalfundur handknatt- leiksdeildar Hauka verður haldinn n.k. mánudag, 13. júní, kl. 20 í Haukahúsinu. Á fundinum verða tekin fyrir venjuleg aðalfundar- störf, auk þess er að vænta frétta af ráðningu þjálfara o. fl. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. svo góð æfing fyrir mig að hjóla. HRAUNHAMARhf FASTEIGriA- OG SKIPASALA Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir eigna á skrá í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Fagrihvammur. Giæsii. 295 fm einbýiis- hús á tveim hæðum með tvöföldum bílsk. Efri hæð er að mestu fullb. en neðri hæð er tilb. u. trév. og getur þar verið 3ja herb. íb. Mjög gott útsýni yfir Fjörðinn. Einkasala. Verð 11,3 millj. Norðurtún - Álftanesi. Giæsii. einb- hús á einni hæð með tvöf. bílsk. Samtals 210 fm. Parket á gólfum. Arinn í stofu. Fallegur garður. Einkasala. Verð 9 millj. Álfaskeið. Glæsil. 187 fm einbhús auk 32 fm bílsk. Afh. í júlí-ágúst. Fokh. að innan fullb. að utan. Mögul. að taka íb. uppí. Túngata - Álftanesi. 170 fm einbhús auk 50 fm bílsk. 4 svefnherb. Mikið áhv.. Verð 7,0 millj. Suðurhvammur. Mjögskemmtil.220fm raðhús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Verð 5,2 millj. Aðeins tvö hús eftir og er annað þeirra til afh. strax. Hringbraut Hf. - tvíbýli. Mjög skemmtil. 146 fm efri sérhæð auk 25 fm bílsk. Einnig neðri hseð af sömu stærð ásamt bílsk. Afh. fokh. að innan fullb. að utan. Lyngberg - nýtt parhús. Giæsii. 141 fm parhús á einni hæð auk 30 fm bílsk. Húsið er til afh. fljótl. tilb. u. trév. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. í Hafnarfirði. Verð 7,5 millj. Breiðvangur með bílsk. Giæsii. og rúmg. 145 fm íb. á 1. hæð ásamt herb. í kj. (innangengt). Góðurbílsk. Áhv. hagst. lán. Verð 6,5 millj. Fagrihvammur nýjar íb.: Höfum í einkasölu íb. í fjölbýlish. sem skilast tilb. u. trév. Framkv. þegar hafnar og eru íb. til afh. í apríl- júlí '89. Þvottah. í hverri íb. Sameign og lóð fullfrág. og bílast. malbikuð. Bílsk. geta fylgt nokkrum íb. Mjög hagst. verð. Teikn. og uppl. á skrifst. Álfaskeið. Mjög falleg 120 fm 4-5 herb. íb. á 2. hæð. Góður bílsk. Lítið áhv. Ákv. sala. Verð 6 millj. Tjarnarbraut - Hf. Mikið endum. 130 fm einbhús. Bílsk. Verð 7,0 millj. Breiðvangur - laus 1.7. Mjogfaiieg 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 4. hæð. Áhv. hagstæð lán 1,5 millj. Verð 5,5 millj. Laufvangur. Mjög falleg 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð. Skipti mögul. á 2ja eða 3ja herb. íb. í Rvík. Verð 5,2 millj. Öldugata. Mjög falleg ca 100 fm 3ja herh. jarðh. Allt endum. í íb. Allt sér. Einkasala. Verð 4,5 millj. Suðurhvammur. 96 fm 3ja herb. neðri hæð. Afh. fokh. Verð 3,3 millj. Fæst einnig tilb. u. trév. Verð 4,3 millj. Kaldakinn. Ca. 90 fm 3ja-4ra herb. miðhæð. 44 fm bílsk. Getur verið laus fljótl. Einkasala. Verð 4,5 millj. Hraunkambur. 85fm 4ra herb. efri hæð. Verð 3,8 millj. Hraunhvammur - Hf. Giæsii. 80 fm 3ja herb. jarðh. Mikið endurn. íb. Verð 4,5 millj. Holtsgata. Mjög falleg 3ja herb. risíb. lítið undir súð. Parket á gólfum. Einkasala. Laus 1. 11. nk. Verð3,6 millj. Vesturbraut-tvær íb. Tvær75fm3ja herb. íb. í sama húsi. Nýtt eldh. og nýtt á baði. Lausar strax. Verð 3,3 og 3,1 millj. Álfaskeið. Mjögfalleg 57fm 2jaherb. íb. á 1. hæð. Bílskréttur. Lítið áhv. Verð 3,1 millj. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsími 53274. Lðgmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., Hlöðvar Kjartansson, hdl. i'lóamarkaður- Ungt og reglusamt par austan af landi óskar eftir 2-3 herbergja íbúð til leigu frá 1. september, í a.m.k. 18 mánuði. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 97-71826. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.