Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.06.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 09.06.1988, Blaðsíða 7
Svefflu- kenndir Haukar Leikmenn Hauka halda áfram að valda stuðningsmönnum sínum miklum vonbrigðum. Eftir stór- sigur á Ægismönnum, 10-1, kom herfilegur skellur gegn Selfyssing- um í bikarkeppninni, 1-7, en Haukar sigruðu Selfyssinga í Litlu-bikarkeppninni fyrir nokkr- um vikum með þremur mörkum gegn tveimur. Öllu verri verður þó að teljast ósigurinn gegn Augnabliki í deild- inni um síðustu helgi, 2-3, og þeg- ar upp verður staðið, gæti sá ósig- ur vegið þungt. Ekki þýðir að leggja árar í bát, allt sumarið er framundan. Best er að gleyma tapleikjunum sem fyrst og vonandi hafa Haukar náð sigri gegn Stykkishólmsbúum í gærkvöldi og þar með rétt úr kútnum. VakHmar úrleik Sumarferðalag Kvenfélags Hríngsins Farin verður hringferð um Reykjanes þann 19. júní kl. 10 frá Suðurgötu 72. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma: Lára 52217, Elín 50525 og Jóna 51477 fyrir 12. júní. Nefndin íbúð óskast á leigu Kennari og skrifstofustúlka óska eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð á leigu. Upplýsingar í síma 44312 á kvöldin Skil á staðgreiðslu skatta Gjalddagi greiðslu er fyrsti dagur hvers mánaðar og eindagi 14dögumsíðar. Mikil örtröð hefur verið í afgreiðslu Gjaldheimtunnar á.ein- daga og er því vinsamlegast farið fram á það við launagreið- endur og aðra þá, sem standa eiga skil á staðgreiðslu, að þeir geymi það ekki til síðasta dags að gera skil. Byggðasafn Hafnarfjarðar Afmælissýningar Byggðasafnsins í Ridd- aranum, Siggubæ og húsi Bjarna Sívertsen verða opnar daglega til 19. júní n.k. Virka daga er opið kl. 17-21 Um helgar kl. 11-19 í Riddaranum eru sýndir munir, sem tengjast eftirminnilegum Hafnfirðingum. Einnig gamlar myndir úr bæjarlífinu. Siggubær (Kirkjuvegur 10) hefur verið lagfærður og þar er nú eins umhorfs og var í tíð Sigríðar Erlendsdóttur. í húsi Bjarna Sívertsen eru m.a. munir úr búi Bjarna riddara, sem lét reisa húsið rétt eftir aldamótin 1800. Stórsigur Hauka gegn Ægis- mönnum, 10-1, reyndist æriö dýr- keyptur. Valdimar Sveinbjörns- son, einn liprasti sóknarmaður Hauka, sleit liðbönd í öxl og verð- ur frá keppni megnið af sumrinu. Valdimar hafði skorað þrennu, þegar óhappið varð og gert varn- armönnum Ægis lífið leitt með hraða sínum og krafti, Slakur dómari leiksins sá ekki ástæðu til að áminna brotlega leikmanninn og er vonandi, að þessi dómari verði fátíður gestur á knattspyrnuvellinum í framtíð- inni, a.m.k.í dómarabúningnum. Yngri flokkar Vertíð yngstu knattspyrnu- mannanna er komin á fulla ferð. Fjarðarpósturinn hefur fullan hug á að gera skil úrslitum allra leikja FH og Hauka í yngri flokkunum, en tU að það sé kleift, verða þjálf- arar að vera duglegir við að koma úrslitunum á framfæri. Iþrótta- fréttamaður Fjarðarpóstsins er sem fyrr Gunnar Sveinbjömsson. Áskriftarsími 65 17 45 og 65 19 45 (símsvari) Gjaldheimtan í Hafnarfirði Missid ekki af athyglisverðum sýningum! Glerborgar K-olerið tvöfalt betraen þrefalt! Með tvöföldu K-einangrunargleri eru kröfur nýrrar byggingareglugerðar um einangrunargildi að fullu upp- fylitar. Þannig losar K-glerið húsbyggjendur undan þeirri kvöð að glerja hús sín með venjulegu þreföldu einangrunargleri. K-glerið hleypir sólarljósi og yl inn en kemur með sérstakri einangrunarhúð í veg fyrirað hitinn streymi út. K-glerlð á erindi til allra íslenskra húsbyggj- enda. Gluggaðu í okkar gler. GLERBORG HF. DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.