Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.06.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 09.06.1988, Blaðsíða 8
Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 S E s S E S E m m Ej Stót+iýsiö við Lækinn samþykkt? AHt útlit er nú fyrir, að bæjaryfirvöld samþykki fyrir sitt leyti stór- hýsið við Lækinn, sem Fjarðarpósturinn greindi frá í síðasta tölnblaði. Stærð hússins brýtur gegn samþykktu deiliskipulagi og þarf þvi sam- þykki Skipulagsstjórnar ríkisins til að það megi rísa. Bæjaryfirvöld munu ætla að halda fund með íbúum í nágrenni fyrirhugaðrar bygging- ar eða kynna þeim málið á annan hátt. Eins og Fjarðarpósturinn byggja tæplega fjögur þúsund fer- greindi frá í síðasta tölublaði hafa metra stórhýsi á lóðinni. Leyfilegt tveir reykvískir byggingaraðilar fermetramagn byggingar á þess- fest kaup á steinullarhúsinu við um stað er hins vegar um 1.200 Lækjargötu, hyggjast rífa það og fermetrar. Áætlað er að í húsinu verði verslanir og atvinnuhúsnæði á neðstu hæð, en að öðru leyti verði húsið nýtt undir íbúðir, sem allar verði 3ja herbergja, 80 fermetra. íbúðirnar verða seldar á 4,5 millj. kr. hver og er reiknað með að unnt verði að afhenda þær, tilbún- ar undir tréverk, ári eftir að bygg- ingarleyfi fæst. Skipulagsyfirvöld mun ætla að samþykkja bygginguna með fyrir- vara um að ekki komi fram mót- mæli við framkvæmdirnar. Þeir sem hyggjast standa að þessum framkvæmdum eru Sigurður Ólafsson og Guðmundur Frank- lín Jónsson, en það er Fasteigna- salan Hraunhamar sem annast sölu íbúðanna. Jóhannes Kjarval skipulags- stjóri sagði aðspurður, að skipu- lagsyfirvöld bæjarins litu mál þetta jákvæðum augum og hygð- ust samþykkja bygginguna fyrir sitt leyti, ef ekki kæmu fram and- mæli frá íbúum. Hann sagði, að fyrir sitt leyti teldi hann húsið falla vel inn í umhverfið, ennfremur væru athyglisverðar tillögur um að bílastæði verði felld inn í landið og ofan á þeim komið upp leik- svæði fyrir börn. Á myndinni hér að ofan má sjá fyrirhugaða byggingu fellda inn í ljósmynd af svæðinu'. Umferðaröngþveiti á Hafnarfjarðarvegi Það hafa margir bflstjórarnir orðið að taka á honum stóra sínum síðustu daga á leiðinni Reykjavík, Hafnar- fjörður og svo auðvitað Hafnarfjörður, Reykjavík. Margir hafa gripið til þess ráðs að taka á sig krók úr Reykjavík á leiðinni suður eftir, aka inn að Elliðaám og heim eftir nýju Reykjanesbrautinni. Verið er að leggja slitlag á meðan beint yfir á hinn vegar- Hafnarfjarðarveginn, sittáhvaðá helminginn með tilheyrandi töf- akreinunum og umferðinni á umogbiðröðum. Samkvæmtupp- lýsingum þeirra sem til þekkja, getur þetta ástand varað næstu daga þannig að bílstjórum er ráð- lagt að gefa sér tíma - eða velja nýja akstursleið heim og að heim- an. Þess má geta að lokum, að síð- degis í gær, miðvikudag, var um tíma samfelld bílalest á suðurleið, oft tvöföld, allt frá Kópavogshálsi og niður á Miklatorgi á Skógar- hlíð. Næst á miövikudegi Fjarðarpósturínn er í nokkuð breyttu útliti, en það er vegna breytinga, sem áttu að verða við vinnslu blaðsins, en ekki gat orðið af. Beðið er forláts á því, en blaðið mun á ný taka sama útliti næst. Þá verður á sú breyting, að í Þessi breyting á útkomudegi næstu viku kemur Fjarðar- mun einnig vera hagkvæm fyrir pósturinn út á miðvikudegi í stað auglýsendur, en hún þýðir að fimmtudags og mun svo verða koma þarf efni og auglýsingum áfram, a.m.k. í sumar. Er það af fyrr á ritstjórnarskrifstofu hagkvæmnisástæðum. Margir blaðsins. Hún er sem fyrr að fara úr bænum um helgaf, jafnt Reykjavíkurvegi 72, símar blaðburðarbörn sem aðrir, blaðsins eru 65 19 45 (símsvari þannig að of oft er það í jámum eftir lokun) og 65 17 45. að þau nái að bera út og selja fyr- ir helgi. 1.000 ekkiioo f fréttum frá 80 ára afmælishá- tíð Hafnaríjarðarkaupstaðar í síð- asta blaði var - vegna rangra upp- lýsinga - sagt, að Jón Magnússon og fjölskylda hans, þ.e. Gróðrar- stöðin Skuld, hefði gefið Hafnar- firði og Hellisgerði 100 birkitré « tilefni af afmælinu og gjöf Mál- fundarfélagsins Magna til kaup- staðaríns. Hér var ranglega farið rneð, því gjöfin var 1.000 - eitt þúsund birki- tré - hvorki meira né minna. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum misskilningi og þakkir færðar gefendum fyrir rausn Heill þér, gamli Hafnarljöriur Fjarðarpóstinum barst í vikunni eftirfarandi afmælisgjöf til Hafnarfjarðarkaupstaðar í tilefni af 80 ára afmælinu. Er henni hér með komið á framfærí, en gefandi og höfundur kýs að kalla sig Ásjón. Heill þér, gamli Hafnarfjörður hlýi, góði mannlífsvörður. Æði vel af Guði gjörður, góðra vætta höfuðból. Stendur byggð á styrkum grunni, storka hrauns í fyllingunni. Allra vinda og veðra skjól Megi börn þín bera hróður, bæta og styrkja allan gróður. Öll þín sæmd er okkar sjóður, öll þín hneisa okkar smán. Megi allt þitt mannlíf gróa, menntun geri hugsun frjóa. Best þér veitist barnalán. Ásjón.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.