Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 2
Dwiinn á stúdentsprófi í Flensborg í vor: Alltaf IHióa námii sem tómstundagaman Það vakti athygli við útskrift Flensborgarskóla í vor, að mæðgur, móðir úr öldungadeild og dóttir hennar úr dagdeild, voru í tveimur af þremur efstu sætum hvað varðar árangur. Hitt hefur ekki farið eins hátt, að bestum námsárangui náði Guðrún Guðmundsdóttir, úr öldunga- deild, en auk þess að hljóta hæstu einkunnir útskrifaðist hún af tveimur brautum, þ.e. viðskipta- braut og náttúrufræðibraut. Við heimsóttum Guðrúnú nýverið á heimili hennar að Norðurvangi 17 og ræddum h'tillega um námið og fleira því tengdu. Guðrún sagðist hafa útskrifast úr Verslunarskóla íslands með verslunarpróf árið 1967. Þegar hún hóf síðan nám í öldungadeild- inni, hefði það aðeins verið sem tómstundagaman. Stefnan hefði ekki verið tekin á stúdentsprófið í upphafi. Aðspurð sagðist hún Guðrún Guðmundsdóttir í garðinum við heimili sitt að Norðurvangi. Afmæliskostnaóurinn? Á fundi bæjarráðs 9. júní sl. kom fram fyrirspurn um, hver kostnaður hafi verið við 80 ára afmælishátíðarhöld bæjarins. Það var Árni Grétar Finnsson sem fór þess á leit, að fá upplýst hver kostnaðurinn var. hafa valið viðskiptabraut, vörðupgu af tilviljun. Síðar hefði áhugi á náttúrufræðigreinum bæst við og því hefði hún tekið báðar brautirnar. Aðspurð um námið í Flensborg sagði hún m.a.: „Það er mjög góð kennsla í Flensborg og ekki síður er andrúmsloftið gott. Þetta á jafnt við um kvöldskólann sem dagskólann. Ég sat nokkra tíma í einstökum greinum með dag- deildinni og vil sérstaklega taka fram, að krakkarnir hafa reynst sérstaklega þægilegir og það var gott að læra með þeim.“ Guðrún sagðist hafa unnið með náminu allan tímann, oftast hálf- an daginn. Hún var þá spurð, hvort henni hefði ekki fundist þetta erfitt. „Það endist enginn í þessu ásamt annarri vinnu, nema að hafa ánægju af því. Ég hef allt- af litið á námið sem tómstunda- gaman en eflaust hefur þetta verið erfitt fyrir þá sem standa mér næst. Þar á ég við alla fjarveruna að heiman sem kvöldskóli óhjá- kvæmilega kallar á. Guðrún slapp auðvitað ekki, fremur en aðrir, sem standa á þeim tímamótum að hafa lokið stúdentsprófi. - Hvað með fram- haldið og framtíðina? var spurt. „Ég reikna ekki með neinu sérstöku. Ég held að það sé ekki hægt að fara í Háskóla og halda fullri vinnu með námi. Ég reikna því ekki með að fara þá leið, en það er ýmislegt sem ég hef áhuga á að halda áfram að læra mér til ánægju. Það er þó ekkert ákveðið í þeim efnum“, sagði hún að lokum. OHofhúsmæóra: Sæluvika aó Laugarvatni Orlof húsmæðra í Hafnarfirði verður að Laugarvatni í sumar, eins og nokkur undanfarin sumur. Aðsókn hefur verið mjög góð og eru þær konur sem vilja notfæra sér þetta tækifæri beðnar að koma til viðtals við orlofsnefndina fimmtudaginn 23. júní n.k. kl. 18-20 í Góðtemplara- húsinu. í fréttatilkynningu frá orlofs- nefndinni segir m.a. um orlofið: Laugarvatn hefur verið orlofs- staður í nokkur ár og hefur aðsókn verið mjög góð, enda sótt af húsmæðrum á öllum aldri. Hafa konurnar verið einkar samhentar að gera þessa vikudvöl ánægjulega í alla staði. Hafa þær óspart iðkað sund, gufuböð og gönguferðir á daginn, en á kvöld- in hafa verið haldnar kvöldvökur, sem þær hafa sjálfar séð um að öllu leyti. Allar eiga hafnfirskar húsmæð- ur góðar endurminningar um þessa sæluviku að Laugarvatni, enda aðbúnaður eins og best verð- ur á kosið.“ GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Hlynur Svan Eir- íksson. Fæðingardagur? 13. febrúar 1969. Fæðingarstaður? Neskaup- staður. Fjölskyldurhagir? Bý í for- eldrahúsum í góðu yfirlæti. Bifreið? Engin, en á þetta fína reiðhjól. Starf? Knattspyrnuleiðbein- andi. Fyrri störf? Vann tvö sumur í Norðurstj örnunni. Helsti veikleiki? Skapbráður. Helsti kostur? Læt aðra um að finna þá. Uppáhaldsmatur? Skyrið sem pabbi hrærir. Versti matur sem þú færð? Plokkfiskur og sænsk blóðpylsa. Uppáhaldstónlist? Alæta á tónlist. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Diego Maradonna, Paul Walsh og Vanenburg. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Jóni Baldvini Hannibalssyni. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? íþróttir og Cosby show. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Flestallar bíó- myndir Ríkissjónvarpsins og lottóið, því ég vinn aldrei. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Snorri Már, Skúli Helgason og Bjarni Fel. Uppáhaldsleikari? Sigurður Sigurjónsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Margar góðar en Betty blue best. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Allar mínar frístundir fara í knattspyrnu og svefn. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hafnarfjörður. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Skapgleði og stundvísi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi og (þegar Pétur svindlar í spilum). Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Diego Maradonna, ég gæti gefið honum nokkur góð ráð. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Efna- og eðlis- fræði. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Ég myndi kaupa mér nýjan Porsche og bjóða Rósa- vinafélaginu í heimsreisu. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Hund og nýja takkaskó. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? í sundlaugunum eða í stórum banka. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? íþróttir. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Að liggja upp í vatnsrúminu hennar mömmu. Hvað myndirðu gera, ef þú værír bæjarstjóri í einn dag? Gefa öllum bæjarstarfsmönnum frí og sjálfur myndi ég leggja mig. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Á engan, en það má hlæja að flestum. 2 HRAUNHAMARnf áá Vá FASTEIGnA- OG SKIPASALA ReyKjavíKurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir eigna á skrá í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Norðurtún - Álftanesi. Giæsii. einb- hús á einni hæð með tvöf. bílsk. Samtals 210 fm. Parket á gólfum. Arinn í stofu. Fallegur garður. Einkasala. Verð 9 millj. Álfaskeið. Glæsil. 187 fm einbhús auk 32 fm bílsk. Afh. í júlí-ágúst. Fokh. að innan fullb. að utan. Mögul. að taka íb. uppí. Suðurhvammur. Mjögskemmtil.220fm raðhús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Verð 5,2 millj. Aðeins tvö hús eftir og er annað þeirra til afh. strax. Olduslóð. Mjög falleg 120 fm neðrisérhæð ásamt ca 90 fm í kjallara, með sérinngangi. 5 svefnherb. Allt sér. Bílsk. Verð 8,1 millj. Hringbraut Hf. - tvíbýli. Mjög skemmtil. 146 fm efri sérhæð auk 25 fm bílsk. Einnig neðri hæð af sömu stærð ásamt bílsk. Afh. fokh. að innan fullb. að utan. Lyngberg - nýtt parhús. Giæsii. 141 fm parhús á einni hæð auk 30 fm bílsk. Húsið er til afh. fljótl. tilb. u. trév. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. í Hafnarfirði. Verð 7,5 millj. Breiðvangur með bílsk. Rúmg. 145 fm íb. á 1. hæð ásamt herb. í kj. (innangengt). Góður bílsk. Áhv. hagst. lán. Verð 6,5 millj. Fagrihvammur nýjar íb.: Hofum í einkasölu íb. í fjölbýlish. sem skilast tilb. u. trév. Framkv. þegar hafnar og eru íb. til afh. í apríl- júlí ’89. Þvottah. í hverri íb. Sameign og lóð fullfrág. og bílast. malbikuð. Bílsk. geta fylgt nokkrum íb. Mjög hagst. verð. Teikn. og uppl. á skrifst. Tjarnarbraut-Hf. Mikiðendum. i30fm einbhús. Bílsk. Verð 7,0 millj. Suðurvangur. Mjög falleg 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð á vinsælum stað. Lítið áhv. Eingöngu skipti á 2ja eða 3ja herb. íb. í Norður- bæ. Einkasala. Verð 5,7 millj. Breiðvangur - laus 1.7. Mjögfaiieg 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 4. hæð. Áhv. hagstæð lán 1,5 millj. Verð 5,5 millj. Laufvangur. Mjög falleg 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð. Skipti mögul. á 2ja eða 3ja herb. íb. í Rvík. Verð 5,2 millj. Öldugata. Mjög falleg ca 100 fm 3ja herb. jarðh. Alltendum. í íb. Alltsér. Einkasala. Verð 4,5 millj. Suðurhvammur. 96 fm 3ja herb. neðri hæð. Afh. fokh. Verð 3,3 millj. Fæst einnig tilb. u. trév. Verð 4,3 millj. Kaldakinn. Ca. 90 fm 3ja-4ra herb. miðhæð. 44 fm bílsk. Getur verið laus fljótl. Einkasala. Verð 4,5 millj. Hraunkambur. 85 fm 4ra herb. efri hæð. Verð 3,8 millj. Hraunhvammur - Hf. Giæsii. sofm 3ja herb. jarðh. Mikið endurn. íb. Verð 4,5 millj. Holtsgata. MjOg falleg 3ja herb. risíb. lítið undir súð. Parket á gólfum. Einkasala. Laus 1. 11. nk. Verð 3,6 millj. Vesturbraut-tvær íb. Tvær75fm3ja herb. íb. I sama húsi. Nýtt eldh. og nýtt á baði. Lausar strax. Verð 3,3 og 3,1 millj. Álfaskeið. Mjögfalleg57fm2jaherb. íb.á 1. hæð. Bílskréttur. Lítið áhv. Verð 3,1 millj. Iðnaðarhúsnæði við Stapahraun, Kaplahraun, Helluhraun, Skútahraun og Hval- eyrarbraut. Sðfumaður: Magnús Emilsson, kvðldsfmi S3274. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., Hlöðvar Kjartansson, hdl. Áskriftarsími 65 17 45 og 65 19 45 (símsvari)

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.