Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 3
| Þijár meHdlegar afmælissýningar Byggðasafnsins: Hver að verða síðastur, að | líta | lartil Ibal ka Sýningamar á vegum byggða- safnsnefndar í tilefni af 80 ára afmæli kaupstaðarins hafa vakið mikla athygli og verið mjög vel sóttar að sögn þeirra Guðmundar Sveinssonar, formanns nefndar- innar, og Magnúsar Jónssonar, minjavarðar. Eiríkur Einar Björnsson Valdimarsson Long Björn Friðrik Eiríksson Bjarnason Sýningarnar eru þrískiptar. í fyrsta lagi sýningin í húsi Bjarna Sívertsen, sem unnt er að skoða daglega árið um kring. Þá sýning- in f Riddaranum á munum eftir- minnilegra Hafnfirðinga, en hún var sett sérstaklega upp og að lok- um er það „Siggubær", en það er heimili hafnfirsku alþýðukonunn- ar Sigríðar Erlendsdóttur sem Hafnfirðingum gefst tækifæri á að sjá í því sama útliti og það var þeg- ar hún bjó þar. Siggubær, sem Sigríður Er- lendsdóttir ánafnaði bænum eftir sinn dag, en hún lést árið 1980, er eitt af fáum húsum í bænum, sem eru í svonefndum sveitabæjarstíl. Húsið hefur verið lagfært og gefur heimsókn í það góða innsýn í kjör alþýðunnar á fyrri hluta aldarinn- ar. Að sögn þeirra Magnúsar og Guðmundar á byggðasafnið mik- ið af munum, sem ekki hefur verið unnt að hafa til sýnis fyrir almenn- ing. í tilefni af afmælinu var húsið Riddarinn tekið á leigu og þar sett upp sýning með mörgum munum úr eigu bæjarins og eins bárust byggðasafninu margar góðar gjaf- ir í tilefni af henni og bæjarbúar og aðrir lánuðu ennfremur marga eftirminnilega gripi úr eigu þekktra Hafnfirðinga. Þessari sýningu lýkur 19. júní n.k. og sögðu þeir Magnús og Guðmund- ur að þá yrði síðasta tækifærið til að sjá marga merkilega muni. Hér með fylgja myndir af þeim þekktu Hafnfirðingum sem munir á sýningunni í Riddaranum tengjast. Magnús og Guðmundur fyrir framan gamla likbílinn, sem stendur fyrir framan Byggðasafnið og Sjóminja- safnið. Bíllinn er þar til sýnis í dlefni af afmœlissýningunum. Jenný S.Á. Bjarni EmilJónsson Gunnlaugur Guðmundsdóttir Snœbjörnsson Stefánsson Kristinn J. Magnússon Anna Jónsdóttir Jóngeir D. Eyrbekk Sigríður Eiríksdóttir Sœland Haukur Jónsson Hallsteinn Hinriksson Dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna 1988 CL/rvrrim+iAi■ Cimlrtil/nfftlnnin Diorl/orinnnr' Kl. 08:00 Fánar dregnir að húni. Kl. 10:00 Kaplakriki, 17. júní mótið í frjálsum íþróttum. Knattspyrnuleikir FH og Hauka, 6. flokkur A og B. Lækjarskóli, bátaleiga æskulýðsráðs. Kl. 13:30 Safnast saman í Hellisgerði. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur, stjórnandi Hans Ploder. Kl. 13:45 Helgistund í Hellisgerði, sr. Einar Eyjólfsson og Karlakórinn Þrestir. Kl. 10:00 Skrúðganga frá Hellisgerði. Gengið verður frá Hellisgötu upp Reykjavíkur- veg niður Arnarhraun, niður Tjarnargötu, Lækjargötu, Fjarðargötu og að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Lommedalens skolekorps leika. Kl. 15:00 HátíðasamkomaáThorsplani. Hátíðarsetning: Þórir Jónsson, form. þjóð- hátíðarnefndar. Hátíðarræða: Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri. Ávarp fjallkonu. Kl. 17:00 Kl. 18:00 Kl. 19:45 Skemmtiatriði: Fimleikafélagið Bjarkarinnar Tóti trúður Gríniðjan Túnfiskar ÁThorsplani, meistaraflokkur FH og Hauka keppa í handknattleik um 17. júní bikarinn. Kvikmyndasýning fyrir börn í Bæjarbíói. Kvöldskemmtun á Thorsplani, Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur létt lög, stjórnandi Hans Ploder. Ávarp nýstúdents Túnfiskar syngja og leika Jóhanna Linnet syngur Spaugstofan Hljómsveitin Kátir piltar, Stefán Hilmarsson syngur Hljómsveitin Centár og Sigga Beinteins. Gömlu dansarnir í félagsmiðstöðinni Vitanum. Hljómsveitin Grand leikur fyrir dansi. Dagskrárlok. Veitingasala verður á hátíðarsvæðinu, auk þess munu Þrast- arkonur sjá um kaffi- og veitingasölu í félagsmiðstöðinni Vitan- um frákl. 14:00. Kl. 21:00 Kl. 01:00 3

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.