Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 5
Ritstjóri og ábm.: Fríöa Proppé íþróttafréttir: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjaröarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Alusuisse vildi vera me& Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Hafnfirðinga, að samningar skuli hafi tekist um undirbúning að nýju álveri við Straumsvík. Nokkrar sviptingar hafa verið í viðræðunum um hið nýja álver frá því að Ijóst var fyrir nokkrum vikum, að eigandi ÍSAL, Alu- suisse, lagði allt í einu ofurkapp á að fá að vera með í hinu nýja álveri. Samningar við hin þrjú stórfyrirtækin voru langt á veg komnir, þegar Alusuisse kom allt í einu inni í myndina. Um margt hlýtur það að vera jákvætt að hafa svissneska stórfyrir- tækið með. Þeirra menn hafa orðið langa reynslu af rekstri álvers á íslandi, þá hlýtur öll nýting á aðstöðu við Straumsvík að verða eins og best verður á kosið með því móti. Það var upplýst á fundinum í London í gær, að reiknað er með viðbótarvinnuafli við hið nýja álver sem nemur 500 manns. Reyndar er það ekki talið mikið á vettvangi stórfyrir- tækja, en fyrir Hafnarfjörð er þessi viðbótarstarfsmannafjöldi mikið mál, eins og Fjarðarpósturinn hefur margsinnis fjallað um á þessum vettvangi. Verður ekki nánar farið út í þá sálma að sinni en við óskum Hafnfirðingum til hamingju með að þessi stórframkvæmd er nú nær í tíma og rúmi en nokkru sinni fyrr. Megi hún verða til hagsbóta fyrir byggðina og bæjarlífið. Veðrið næsta sólarhring Hún er gamalkunnug „klisjan" frá Veðurstofunni um „veðrið næsta sólahring“. Vætutíðin með kuldaköstum síðustu daga hefur farið í skapið á mörgum. Víst er að norsku börnunum, sem komu skjálfandi á beinunum til Hafnarfjarðar í gærkvöldi úr sólinni í Osló þann sama morgun, var brugðið. Þau voru velflest léttklædd og haldin þeim misskilningi að það væri sum- ar í Hafnarfirði eins og í Osló. Norsku krakkarnir ætla að taka þátt í útihátíðarhöldunum 17. júní og spila norsk og íslensk lög. En kannski eru það ein- mitt útihátíðarhöldin sem fara svona með okkur. Hafnfirðingar boðuðu til mikilla útihátíðarhalda í tilefni af 80 ára afmælinu - og auðvitað rigndi þá eins og helltværi úrfötu. Það virðistorðin regla fremur en undantekning, að það rigni við slík tækifæri. Veðurstofan boðar áframhaldandi lægðarennsli að landinu °g vætutíð, þegar hún fjallar um veðrið næstu sólarhringa. Með ítarlegri könnun á dagatalinu telst Fjarðarpóstinum til, að með 17. júní hátíðarhöldunum sé í bili lokið öllum útihátíðar- höldum hér um slóðir næstu vikurnar,- Kannski megum við því vænta betri tíðar með sól og hlýindum, þ.e.a.s. eftir 17. júní. Vonandi fá norsku börnin bjartari daga, áður en þau halda heim í sólina á ný. En við notum tækifærið og bjóðum þennan föngulega hóp velkominn til Hafnarfjarðar. 17. júní 1988 Ég stíg hérfram á feðra vorra slóð ogfinn í huga mynd afþeirri tíð er sœvarbárur glímdu við þá glóð, er gerði land úr sinni tröllasmíð. En landsins nekt var lífvana og snauð, um langar aldirfesti ei gróður þar, uns loks komfugl meðfrœ er lífið bauð sem fyrirheit um seinna gróðurfar. Þáfylltu lífi drottins dularmögn hvern dag er leið á vorifram á haust, og landið beið og gréri í þeirri þögn, er þekkti ei hljóm afmannsins djúpu raust. En þúsund árin þokastfram um braut og þar kom að hér bar að landi mann sem við fjörðinn fyrstur skjólið hlaut ogfyrstur manna byggði hérna rann. Þó sagan fátt um fyrri tíma veit, ogfarin öld ei skili sér á ný, var mannlíf áfram þó í þessum reit sem þróast gat og dafnað hrauni í. Loksins birti, sagan verður sönn, við sjáum örsnöggt kynslóðanna spil, þá bjó hérfólk, sem í erli og önn átti draum og þráði að vera til. Og þettafólk barfrelsi í brjósti sér ogfann þá leið er síðar gengu þeir sem að lokum bœinn byggðu hér og byggja áfram nú og síðar meir. í dag við fögnum er áttatíu ár eru síðan bœrinn rétt sinn hlaut, þvífóksins vilji, vonir þess og þrár þar vísa honumfram um rétta braut. Ég lít í fjarska fjöllin okkar blá ogfegurð nær við gróið hraun og sæ, ég stíg hérfram með stolti þess sem á sér stóran draum um Hafnarfjarðarbœ. Haukur Sigtryggsson Utankjörfundar- kosning Atkvæðagreiðsla utankjörfundar vegna forsetakosninga 25. júní n.k., fer fram á aðalskrifstofu bæjarfógeta- og sýslumanns- embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, kl. 9-18, virka daga og kl. 14-16 föstudaginn 17. júní, laugardag 18. og sunnudag 19. júní. Einnig er kosið á umboðsskrifstofu em- bættisins á Seltjarnarnesi að Eiðistorgi 17 virka daga kl. 17.30-18.30. Kjósendum er bent á að þeir geta kosið utankjörfundar hjá hreppstjórum. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Skrifstofustarf Okkur vantar skrifstofumann til sumarafleysinga. Upplýsingar hjá Bifreiðaeftirlitinu að Helluhrauni 4, sími 651199. BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS HAFNARFIRÐI Flóamarkaður Vantar tvær litlar íbúðir, t.d. 2ja herbergja, fyrir 20. ágúst. Uppl. ísíma50612eða 51055. Amstrad tölva CPC 128 til sölu. Einnig Morris trommusett, svart, svefnbekkur með rúmfata- skúffu. Allt nýlegt og vel með farið. Uppl. í síma 52087, Ólafur Baldursson. Til sölu nýtt fimm gíra karlmannsreiðhjól. Uppl. í síma 53281. Góður barnavagn til sölu hjá Auði í síma 52696. 12-13 ára stúlka óskast til að gæta 15 mánaða drengs rúmlega hálfan daginn í sumar. Erum í Setbergslandi. Uppl. í síma 651343. Eftirtaldir aöilar senda Hafnfiröingum bestu þjóöhátíöarkveöjur Utvegsbanki íslands hf., '“‘U Reykjavíkurvegi 60, Sími 54400 Sól Studio Dalshrauni 13, Sími53101 Hárgreiðslustofan Arnarhrauni 5, Sími51105 íngar tryggðu ser sigurinn strax í fyrri hálfleik með þremur mörkum og eftir það var nánast engin spenna í leiknum, enda augljóst, að FH-Iiðið var í allt öðrum og betri styrkleikaflokki en Breiðhyltingar. I beinu framhaldi af góðu gengi FH-inga, spáir Fjarð- arpósturinn liðinu öruggum sigri gegn Vestmannaeying- um á morgun, fimmtudag, þegar Eyjamenn mæta á Krikann og spila leik sem átti upphaflega að fara fram fyrir viku, en varð þá frestað vegna erfiðleika með flugsamgöng- ur. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 20 og ættu bæjarbúar að drífa sig á völlinn, ef þeir á annað borð hafa gaman af skemmtilegri knattspyrnu. Sparisjóður Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10, Sími 54000 Blómabúðin Burkni Símar 652020-53584 íslensk matvæli hf. Hvaleyrarbraut 4-6, Sími51455 Snyrtivöruverslunin Dísella Miðvangi 41 Verkamannafélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Hárgreiðslu og Rakarastofan Hár, Hjallahrauni 13, Sími53955 First, Reykjavíkurvegi 64, Sími54440 Nonni hf. Vélaversl. & verkstæði Hvaleyrarbraut 3, Símar 651525-651537 Embla Strandgötu 29, Sími 51055 Gafl-lnn, Dalshrauni 15, Símar 54477-54424 Hraðfrystihús Hvals hf., Reykjavíkurvegi 46, Sími 50565 Söluturninn sf., Hringbraut 14, Sími 53546 FH-ingar enn á sigurbraut Enn halda FH-ingar áfram á sigurbraut. A mánudags- kvöldið voru IR-ingar lagðir að velli á Krikanum með Ijór- um mörkum gegn engu. FH- Aðatfundur handknattleiksdeildar Hauka: Æf ingar hefjast strax í dag Aðalfundur handknattleiksdeildar Hauka var haldinn sl. mánudag. Þar var kosin ný stjórn, gengið frá ráðningum þjálfara og ákveðið að æfingar hefjist á fullu strax í dag fyrir hanknattleikstímabilið í vetur. Stefnan hefur sem sagt verið sett á að koma meistaraflokki Hauka í fyrstu deild á komandi vertíð. Þjálfari meistaraflokks karla Bestu leikmenn síðasta tíma- hefurveriðráðinnHilmarBjörns- bils voru kjörin þau Árni Ingvi son og Sigurbergur Sigsteinsson Hermannsson í meistaraflokki þjálfar meistaraflokk kvenna. karla og Sólveig Steinþórsdóttir í Meistaraflokkur karla hefur feng- meistaraflokki kvenna. ið þrjá nýja menn til liðs við sig, í stjórn deildarinnar voru en það eru þeir Sigurjón Sigurðs- kjörnir: Hermann Þórðarson for- son, sem leikið hefur í Þýska- maður, Þorgeir Haraldsson landi, Sigurður Pálsson, sem lék varaformaður, Helgi Harðarson með KA á Akureyri og Pétur ritari, Guðríður Jónsdóttir gjald- Björnsson, sem búsettur hefur keri, Halldór Halldórsson og Sig- verið á Akranesi og leikið þar urbjörg Þorvarðardóttir með- með ÍA. stjórnendur.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.