Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.06.1988, Síða 1

Fjarðarpósturinn - 22.06.1988, Síða 1
ÆK FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 FJflRDflR ^ÉMpisturM 22. TBL. 1988-6. ÁRG MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ VERÐ KR. 50,- Bæjarfulltiííar Sjálfstæðisflokksins krefjast svara um afmælishaldið: Bæjarstjóm sniðgengin -Áróöursbæklingur unninn í Reykjavík án heimildar og vitundar bæjarstjómar, Hart var deilt á meirihluta bæjarstjórnar á fundi hennar 14. júní sl. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ítarlega bókun um hvernig staðið var að 80 ára afmælishaldi bæjarins og kröfðust skriflegra svara við því, hvernig og af hverjum ákvarðanir voru teknar um undirbúning og dagskrá afmælishátíðarhaldanna og útgáfu bæklingsins „Hafnar- fjörður á afmælisári“. Einnig kröfðust þeir upplýsinga um hvað bækl- ingurinn hefði kostað, en þeir segja að bæjarstjórn hafi algjörlega ver- ið sniðgengin hvað varðar ákvarðanatöku og fleira sem tengdist hátíð- arhöldunum. í bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins segir m.a., að þrátt fyrir að afmælishátíðarhöldin hafi tek- ist vel verði ekki hjá því komist að bæjarstjórn láti til sín taka vegna þess hvernig staðið var að ákvarð- anatöku, en að hún hafi þar verið sniðgengin. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar samþykkti bæjarstjórn kr. l. 960.000.00 til afmælisins. Segir m. a. í bókuninni, að síðan hafi engar aðrar samþykktir verið gerðar. Engum hafi verið falið að annast undirbúning hátíðarhald- anna, dagskrá þeirra hafi aldrei verið formlega borin undir bæjar- stjórn og þar af leiðandi aldrei samþykkt. Bæklingurinn „Hafnarfjörður á afmælisári“ var sérstaklega gerð- ur að umræðuefni, en umsjón hans og prentun var á höndum tveggja fyrirtækja í Reykjavík. Segir m.a. um hann í bókuninni: „ . . . hinn ritaði texti hefur á sér nokkurn áróðursblæ og er í stöku tilfellum villandi." Einnig er fund- ið að þvf að ekki skuli hafa verið leitað til hafnfirskra fyrirtækja. Bæjarstjórn fjallaði aldrei um þennan bækling og því var hann gefinn út án heimildar bæjar- stjórnar. Umræddur bæklingur er prent- aöur á dýran pappír og er skreytt- ur fjölda litmynda, sem eru mjög kostnaðarsamar í vinnslu. Hon- um var síðan dreift í öll hús bæjar- ins. Samkvæmt heimildum Fjarð- arpóstsins munu bæjarfulltrúa jafnvel reikna með að hann hafi kostað bæinn hátt í þá upphæð, sem þeir samþykktu sem heildar- fjárveitingu til afmælisins. Það var fyrirtækið Tákn í Reykajvík, sem annaðist útgáfuna, en bæjarstjóri, Guðmundur Árni Stefánsson, var áður einn eiganda þess. Bækl- ingurinn var prentaður í Prent- smiðjunni Odda h.f. Forsetakosningar á iaugardaginn Kosningar til embættis forseta Islands fara fram á laugardaginn, 25. júní n.k. Kosningarnar eru þær fyrstu sem fram fara undir þeim kringumstæðum, að forseti lýðveldisins, sem lýst hefur yfir að hann muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu, fær mótframboð. KjörfunduríHafnarfirðihefst kjördag. Kjósendur skiptast á kl. lOoglýkurkl. 23. Kosið verð- kjörstaði og í kjördeildir eftir ur í Lækjarskóla, Víðistaða- lögheimili 1. desember 1987. skóla, á Hrafnistu og á Sólvangi. í kjörstjórn Hafnarfjarðar Kjördeildir eru tíu og geta les- eigasætiGísli Jónsson, JónÓlaf- endur fundið sína kjördeild í ur Bjarnason og Guðmundur L. auglýsingu frá kjörstjórn á blað- Jóhannesson. Kjörstjórnin hefur síðu 7. aðsetur í kennarastofu Lækjar- Kosningarétt eiga allir þeir, skóla á kjördag. sem náð hafa 18 ára aldri á Kjoiuag. Nýrvinabæn Cuxhaven leitar vináttu Þýski hafnarbærinn Cuxhaven hefur leitað eftir vináttutengslum við Hafnarfjörð og verður næstu daga gengið frá vinabæjarsamkomulagi. Til Hafnarfjarðar kemur nú fyrir helgi átta manna sendinefnd frá Cux- haven, en hún er á leið til Nuuk á Grænlandi sömu erinda. Cuxhaven SlflÁKstphÖfnÍlV verður fyrsti vinabær Hafnarfjarðar utan Norðurlandanna. * 1 ™ *** 1 Fulltrúarnir átta sem hingað Fiskmarkaðurinn, en áhugi Þjóð „Eg stíg hér fram á feðra vorra slóð“ Fjallkonan í ár var Ragnheiður Hulda Proppé og flutti hún ljóð Hauks Sigtryggssonar, sem var samið í tilefni dagsins, en það ber heitið 17. júní 1988. í miðopnu blaðsins eru svipmyndir frá þjóðhátíðarhöldunum, sem að stærstum hluta fóru fram í íþróttahúsinu við Strandgötu vegna úrhellisrigningar. koma eru annars vegar fimm full- trúar bæjaryfirvalda og hins vegar þrír úr atvinnulífinu, þ.e. fram- kvæmdastjóri fiskmarkaðar, sem einnig er hafnarstjóri í Cuxhaven, sparisjóðsstjóri og viðskiptafull- trúi. Hafnfirðingum hefur þegar verið boðið að taka þátt í þriggja bæja móti í Cuxhaven í haust, en þriðju bærinn þar mun vera franskur. Gestunum frá Cuxhaven verð- ur sýndur Hafnarfjörður og ná- grenni, ennfremur verða helstu fyrirtæki kynnt, þar með talinn verjanna á vinabæjartengslunum tengist óneitanlega útgerð og fisk- vinnslu. Þess má geta, að Þjóðverjar eiga nokkur þorskveiðiréttindi í lögsögu Grænlands samkvæmt samningum við Efnahagsbanda- lagið. Þeir hafa ekki getað nýtt þessi mið vegna fjarlægðar. Kannski breyta vinabæjartengsl við Nuuk og Hafnarfjörð þar ein- hverju um. Hafnfirsk skip munu hafa landað f Cuxhaven og á stundum tekið þá höfn fram yfir Bremerhaven, sem algengast er að íslensk skip leiti til. Samidvid Byggðaverit Eins og Fjarðarpósturínn greindi frá nýverið bárust engin tilboð í framkvæmdir við smábátahöfn. Hafnaryfirvöld hafa því gripið til þess ráðs, að leita til verkatakafyrírtækja og er nú í undirbúningi að semja við þrjú fyrirtæki um framkvæmdirnar. Þessi fyrirtæki eru Byggðaverk h.f., Dýpkunarfélag Siglufjarðar og Köfunarstöðin. Fjórir aðilar sóttu útboðsgögn eitt fyrirtæki. Reiknað var með, þegar tilboða var leitað í höfnina, en ekkert tilboð barst síðan, er frestur rann út. Að sögn Hrafn- kels Ásgeirssonar formanns hafn- arstjórnar getur ástæða þessa hafa verið of skammur frestur, eða að málið hafi reynst of flókið fyrir að að sá sem tæki verkið að sér sæi um alla þætti þess, þ.e. hönnun, dýpkun ogbyggingarframkvæmd- ir. Með samningum við fyrirtækin þrjú er reiknað með að hvert þeirra sjái um afmarkaða verk- þætti.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.