Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.06.1988, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 22.06.1988, Blaðsíða 3
Breska fyrirtækið A. & P. Appeldon hefur gert tilboð í hönnun ytri hafnarinnar í tengslum við Straumsvíkurhöfn: Ljóst, að við verðum að huga aðstækkun - segir Hrafnkell Ásgeirsson fomiaöur hafnarstjómar, en hann telur fulla ástæöu til aö skoöa tilboö Bretanna vandlega Gífurleg eftirspurn hefur verið undanfarna mánuði eftir athafna- svæði við Hafnarfjarðarhöfn og er nú svo komið, að menn kvarta yfir vöntun á lóðum. Bæjaryfirvöld hafa síðustu vikur átt viðræður við þekkt enskt hönnunarfyrirtæki, A. & P. Appeldone, en það hefursér- hæft sig í hönnun og rekstri hafna og hafnarmannvirkja. Liggur nú fyrir tilboð frá fyrirtækinu um hönnun ytri hafnarinnar í tengslum við Straums víkurhöfn. Var tilboðið kynnt á fundi hafn- arstjórnar nýverið, en fyrirtækið býðst til að skila upphafsskýrslu innan tveggja mánaða. Hún á að fela í sér tillögur í grófum dráttum um, hvernig standa skuli að hönn- un og byggingu, ennfremur rekstri og auknum viðskiptum. Einar Bolla kominn heim Gengið hefur verið frá ráðningu Einars Bollasonar sem þjálfara meistaraflokks körfuboltadeildar Hauka næsta vetur. Einar hefur verið þjálfari I.R.-inga síðustu tvö keppnis- tímabil, en þjálfaði áður Hauka, svo segja má að hann sé kominn heim. Fjarðarpósturinn ræddi í vikunni við Hrafnkel Ásgeirsson formann hafnarstjórnar í tilefni af þessu til- boði. Hrafnkell sagði að breska fyrir- tækið væri líklega þekktast fyrir að hafa hannað höfnina í Felix- tove. Þá hefur það m. a. unnið að endurskipulagningu skipasmíða hérlendis á vegum Landssam- bands skipasmiðja; einnig unnið að endurhönnun tveggja inn- lendra skipasmíðastöðva og hefur því þegar nokkra þekkingu á aðstæðum. Hérlendis voru að sögn Hrafn- kels nýverið staddir fjórir fulltrú- ar fyrirtækisins, þar af einn sér- fróður um hafnargerð. Sagði hann, að fulltrúar bæjaryfirvalda hefðu átt fund með honum og áðurnefnt tilboð væri tilkomið í framhaldi af því. Hrafnkell sagði ekki unnt á þessu stigi að upplýsa um kostnaðarverð áætlunarinnar. Hrafnkell sagði aðspurður, að erlendu aðilarnir hefðu lýst mikilli hrifningu yfir þeirri aðstöðu sem ytri höfnin í tengslum við Straums- víkurhöfn byggi yfir. Hann sagði ennfremur: „Það er ljóst, að við verðum að fara að huga að stækkun. Þegar vantar meira athafnasvæði og nú er stutt í, að framkvæmdum við Suðurhöfnina ljúki. Stækkunarmöguleikar utan núverandi hafnargarða og við Straumsvík eru miklir og ég tel brýnt að leitað verði sem mestrar og bestrar þekkingar, áður en til slíkra framkvæmda kemur. Þess vegna höfum við hug á að skoða þetta tilboð vandlega." Þess má geta hér að lokum, að skammt er í, að Hafnarfjarðarbær eignist Straumsvíkurhöfn endan- lega, en það verður árið 1994, samkvæmt samningunum við ISAL. Þá fær bærinn greidd hafn- argjöld af notkun hennar. Þess má og geta, að í umræðunni um allt að þreföldun álframleiðslu og stækkun verksmiðjunnar við Straumsvík hefur komið fram, að ekki mun þörf á ýkja stærri höfn en þar er nú til þess rekstrar. Því mun stækkun álversins ekki þrengja möguleika til frekari útþenslu á öðrum vettvangi. Hrafnkell Asgeirsson formaður hafnarstjórnar á skrifstofu sinni við Strandgötuna. Æðisgenginii sumarfatnaður Öll þekktustu *. O^v tískuvörumerkin Á' Fantasía Nýjir eigendur Nýtt nafn Hugmyndasamkeppni Auglýsum eftir rammíslensku nafni á búðina í stað Fantasía. í verðlaun: Vöruúttekt fyrir kr. 5.000.- Klipptu út og sendu okkur: Tillaga: Fiafn: _ Heimilisfang: Sími: ________ Opið á laugardögum I sumar frá kl. 11-14 Fantasia, Strandgötu 41, sími: 65 23 30 3

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.