Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.06.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 22.06.1988, Blaðsíða 5
Ritstjóri og ábm.: Fríða Proppé íþróttafréttir: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgófustarfsemi. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Lrf að færast í pólitíkina? Heldur hefur Fjarðarpóstinum fundist flokkspólitíkin dauf í Firðinum síðustu mánuði. Nú virðist vera að lifna aðeins yfir henni, eins og lesa má í fréttum á útsíðum blaðsins. Kjörtíma- bil þessarar bæjarstjórnar er nú rétt rúmlega hálfnað og kannski nú fyrst kominn tími til að vega og meta stöðuna. Það tekur eflaust nokkurn tíma að venjast þeim miklu breyt- ingum sem urðu á stjórnun bæjarfélagsins eftir síðustu kosn- ingar. Nýjir menn við stjórnvölinn þurfa tíma til að átta sig og ekki hlýtur það síður að vera erfitt að eiga allt í einu að skipa stjórnarandstöðu eftir áralöng stjórnunarstörf. Núverandi meirihluti hefur fram til þessa fengið góðan frið til að koma undir sig fótunum og átta sig á aðstöðunni. Minnihlut- inn hefur setið rólegur og fylgst með, en nú virðast menn vera farnir að brýna kutana og Ijóst er af nýjustu fréttum af vettvangi bæjarstjórnar, að sjálfstæðismenn í minnihlutanum ætla að veita meirihlutanum fullt aðhald. Það virðist með ólíkindum, að heilar 47 milljónir kr. skuli hafa legið hjá ríkissjóði allt frá áramótum á sama tíma og bæjar- sjóður greiðir milljónir í yfirdráttarvexti vegna daglegs rekstrar. Það hljóta að vera alvarleg embættisafglöp, ef satt er, að bæjarstjóri hafi vitað af þessu í heila þrjá mánuði, án þess að upplýsa bæjarstjórn þar um. I Ijósi þessa atviks hlýtur það einnig að flokkast undir em- bættisafglöp, að samþykkt bæjarráðs frá því 7. júlí 1987 um að lagt skyldi þar fram ársfjórðungslega bráðabirgðauppgjör og yfirlit yfir stöðu bæjarsjóðs, skuli ekki hafa verið framfylgt. Ekk- ert slíkt yfirlit hefur verið lagt fram frá áramótum, en með því hefði inneignin hjá ríkissjóði komið fyrr í dagsljósið. Það er ennfremur umhugsunarefni í stöðu sem þessari, af hverju ríkissjóður kemst eilíft upp með það að greiða enga vexti af fjármunum sem hann kemst með einu eða öðru móti yfir óverðugt, á sama tíma og hann krefst sem lánadrottinn hárra vaxtagreiðslna. Sjálfstæðismenn leggja til, að þessum 47 milljónum króna verði varið til að lækka álagningsprósentu fasteignagjalda í það sem hún var á síðasta ári. Slík lækkun yrði bséjarbúum áreiðanlegafagnaðarefni. Fjarðarpóstinn grunar, að meirihlut- inn hafi hugsað sér aðra leið til að eyða milljónunum, ef hann er þá ekki þegar búið að ráðstafa þeim. Á síðasta bæjarstjórnarfundi urðu einnig harðar umræður um það, hvernig staðið var að afmælishátíðarhöldunum og væntanlega fást svör við mörgum spurningum fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins á næsta bæjarstjórnarfundi. Eins og vikið var að í upphafi virðist nokkuð líf vera að fær- ast í bæjarmálapólitíkina og má fagna því. Ef fram heldur sem horfir vill Fjarðarpósturinn leggja í púkkið og minna á mál, sem virðist gjörsamlega gleymast, hversu mikið sem blaðið og margir íbúar bæjarins reyna að vekja athygli á því. Hér er auð- vitað átt við almenningssamgöngurnar. Gæti ekki einhver bæjarfulltrúinn dustað rykið af öllum fögru fyrirheitunum frá því fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, eins og t.d. þessu: „Strætó kemur, þá íhaldið fer.“ „Evrópskt andlit og Ijóst hár“ Bónoro frá Kína: Fjarðarpóstinum barst í vikunni bréf frá örvingluðum Kínverja, honum Gong Janguo, búsettum í Peking. Bréfið er stflað til: ritara og formanns almannatengsladeildar svæðisbundins fréttablaðs í borginni Hafnarfírði á Islandi og innihaldið er eftirfarandi í lauslegri þýðingu. Bréfíð er stflað á ensku, en með kínverskun áherslum og Island er vissulega einnig skrifað á kínversku framan á umslaginu, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. „Ritari og framkvæmdastjóri almannatengsladeildar. Ég hef ekki kvænst ennþá og hef aldrei eignast kærustu. Mig langar að giftast konu með evr- ópskt andlit og ljóst hár. Það er löngun mín, en ég get ekki fundið hana í mínu landi. Ég þarfnast hjálpar þinnar. Ég sjálfur: Ég er 32 ára, 1,72 m. á hæð, Kínverji. Ég hef aldrei átt kær- ustu. Ég þjóna sem túlkur í erlendu sendiráði í Kína. Ég er með hreina æru og mér finnst gaman af kvikmyndum. Stúlkan ætti að vera: 24-33 ára, evrópsk, Ijóshærð og tala einhverja ensku. Ég verð að kvænast stúlku, sem mér líkar reglulega vel við og sem líkar mjög vel við mig, en ég get ekki fundið hana hér. Ég þarfnast hjálpar þinnar. Hjálpaðu mér. Þakka allt ómakið." Þannig hljóðar bónin, sem barst okkur alla leið frá Peking í Kína. Fyrir þær, sem hafa áhuga, þá er heimilisfangið hans Mr. Gong Janguo eftirfarandi, en það skal tekið fram að Fjarðarpóstur- inn tekur ekki allajafnan að sér hjónabandsmiðlu. Þetta hlýtur að heyra undir afsakanlega undan- tekningu: Mr. Gong Janguo, <to professor Shi Xianggun, No.29 Beiwei Lane, Xizhimennei, West Xinjiekore, PEKING, CHINA. i P. Ond, chGiman. k VSjCOlV. ÉfeUiíío.j'W í’u.blicato'i Crftict. I 1 Ijlfíd,. | U\ * i I i i i i i i I r-n i—i i—i r~T r_n r- i m ii ii ii ii i_j l__I i_I L-J L.J i Haukar og Bjarkir: íþrótta- og leikjanámskeið íþrótta- og leikjanámskeið eru starfrækt á vegum Hauka og Bjarka í sumar. Fyrsta námskeið- inu er nýlokið og næsta námskeið hefst mánudaginn 27. júní og stendur hvert þeirra í hálfan mánuð. Innritun og upplýsingar eru gefnar á Hvaleyrarholtsvelli á laugardag og sunnudag frá kl. 13- 17 í síma 50453. Einnig er hægt að skrá sig í síma 50947, 51265 og 54580 öll kvöld. Þátttakendur á námskeiði velja sér eina aðalgrein, en þær eru fim- leikar, knattspyrna, handbolti og stunda þau hana mánudag, þriðju- dag og fimmtudag. Á miðviku- dögum eru leikjadagar og þá eru allir saman í leikjum, óháð aðal- grein. Áfyrriföstudeginumerfar- ið í sund og tívolí í Hveragerði. Á lokadegi hvers námskeiðs fá krakkarnir viðurkenningarskjal, bol og einnig er pulsupartý og krakkarnir fá að fara á hestbak. Lögreglan kemur þá einnig í heimsókn og skoðað er myndband, sem tekið hefur verið af krökkunum sjálfum. Á fyrsta námskeiðinu var 21 leiðbeinandi og 130 krakkar á ald- rinum 5-12 ára. Námskeiðið tókst í alla staði mjög vel og vonumst við til, að enn fleiri mæti á nám- skeiðinu sem hefst 27. júní n.k. Með kveðju, Haukar og Bjarkir Tóti trúður var ekki einn um skemmtilegt útlit á þjóðhátíðardaginn. íbúð til sölu við Suðurvang Fjögurra til fimm herbergja íbúð á þriðju hæð, 117 fermetrar að stærð til sölu. íbúðin er í fjölbýlishúsi við Suðurvang. Fallegt útsýni yfir Fjörðinn. Gróin og vel hirt lóð. - íbúðin er laus nú þegar. Upplýsingar í síma: 50994 Robert Walters var leynigestur, en hann lék kúnstir með fótbolta sem margir af yngri kynslóðinni vildu geta leikið eftir. Þjóðhátíðamilla Skrúðgangann var mjög fjölmenn, þráttfyrir að það rigndi eins og hellt vœri úrfötu mestan gönguttmann. Norsku gestirnir frá Lommedalen settu svip á hátíðarhöldin, en börnin úr skólahljómsveitinni léku á hátíð- inni. Þetta par var eins og klippt út úr tískublaði og virtist taka lífinu með Þrastarkonur sáu um þjóðhátíðar- heimspekilegri ró. kaffið ogfylgduþvíheitar vöfflur. Maggi málari mælir með Sjafnarmálningu REX á þökin ÚTITEX á steininn TEXÓLÍN á viðinn Efnaverksmiðjan Sjöfn Söluskrifstofa á Akureyri: Söluskrifstofa KEA 600 Akureyri Sími: 96-21400 Söluskrifstofa fyrir Suðvesturland: Goðatúni 4 210 Garðarbæ Sími: 42000 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.