Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.06.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 22.06.1988, Blaðsíða 8
Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 - tilboft liggur fyrir hafnarstjóm frá bresku fyrirtæki, sem bæjaryfírvöld íhuga að taka. Breskt stórfyrirtæki, A.P. & Appeldon, hefur gert til- boð í hönnun ytri hafnarinnar í tengslum við Straumsvík- urhöfn. Tilboð þetta felur í sér hönnun mannvirkja, enn- fremur tillögur um rekstur og viðskipti. Tilboðið liggur nú fyrir í hafnarstjórn og verður tekið til umfjöllunar á næsta fundi hennar. _______________________________ A.P. & Appeldon hefur unnið að endurskipulagningu íslensks skipasmíðaiðnaðar og ennfremur hefur það unnið fyrir tvö hérlend skipasmíðafyrirtæki. Hérlendis voru nýverið staddir fjórir full- trúar fyrirtækisins, þar af einn sér- fróður um hafnarmannvirki. Hann átti í ferðinni viðræður við hafnaryfirvöld og í framhaldi af þeim fundi barst áðurgreint tilboð. Sjónvaipið vill sýna Hafnarfjörð fyrrognú Bréf hefur borist bæjaryfir- völdum frá Hrafni Gunn- laugssyni, dagskrárstjóra ríkissjónvarpsins, þar sem hann fer fram á að fá að sýna kvikmyndina Hafnarfjörður fyrr og nú. Málið var tekið fyrir á bæjarráðsfundi 16. júní sl. og bæjarstjóra falið að afgreiða það. Væntanlega fá þeir, sem ekki hafa enn séð myndina, því tækifæri til að sjá hana í sjónvarpinu. Stjömumörk með Kristjáni Ara Sjá viðtal við Hrafnkel Ásgeirs- son formann hafnarstjórnar á bls. 3 Það skein einlæg aðdáun úr andlitum krakkanna á íþrótta- og leikjanámskeiðinu við Víðistaða- skóla, þegar hinn góðkunni hand- boltamaður, Kristján Arason, birtist á staðnum sl. þriðjudag. Kristján lét ekki nægja að heilsa upp á krakkana. Hann tók þau í laufléttar æfingar og sýndi þeim, hvernig skora á mörkin. Þau voru ófá stjörnumörkin sem skoruð voru og víst er að Kristján Ara hitti í mark með heimsókinni. Bæjarsjóiur átti inni 47 millj. kr. hjá rikissjófti vegna ofgreiftslna Gjaldheimtunnan Bæjarstjóri þagði um málift í 3 mánuði Við framlagningu ársreikninga bæjarsjóðs fyrir árið 1987 á fundi bæjarráðs 9. júní sl. fékk bæjarráð í fyrsta sinn upplýsingar um, að í mars sl. hafi fyrir atbeina bæjarendurskoðanda uppgötvast, að bæjar- sjóður hafi um síðustu áramót átt inni hjá ríkissjóði, vegna ofgreiðslna Gjaldheimtu Hafnarfjarðar til ríkissjóðs, um 47 millj. kr. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins deildu hart í bókun á meirihlut- ann og bæjarstjóra vegna þessa máls á síðasta bæjarstjórnarfundi og gerðu einnig að tillögu sinni, að þessum peningum yrði varið til að lækka fasteignaskatta þessa árs á bæjarbúum, þannig að álagnings- prósenta verði hin sama og hún var á síðasta ári. I bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins segir m.a., að það sé furðulegt að slíkir hlutir skuli geta gerst án vitundar bæjarstjóra og enn undarlegra, að hann skuli hafa dregið það frá því í mars- mánuði, þegar honum varð þessi Þrjár hraöa- hindranirá Hvammabraut Bæjarráð hefur staðfest ákvörðun umferðamefndar um að settar verði upp tvær hraðahindranir í Hvamma- brautarbrekku. Jafnframt var samþykkt að þriðju hraðahindruninni verði bætt við urn það bil 40 metrum neðan Túnhvamms, þar sem nú er sebrabraut. vitneskja ljós, og allt fram undir miðjan júní, eða í um það bil þrjá mánuði, að skýra bæjarstjórn frá málavöxtum. Sjálfstæðismenn benda einnig á, að bæjarsjóður hafi hér orðið fyrir verulegum fjárhagsskaða. Bæjarsjóður hafi lengst af staðið „öftigur“ og verið yfirdreginn um tugi milljóna króna. Af þessum yfirdrætti hafi þurft að greiða mill- jónir króna í yfirdráttarvexti á sama tíma og hann átti verulegar upphæðir inni hjá ríkissjóði. Af þeim peningum greiðast engir vextir. Áætluð tekjuaukning bæjar- sjóðs vegna hækkunar á álagning- arprósentu fasteignaskatta var um 50 milljonir króna, eða ívið hærri upphæð, en hér rekur á fjörur bæjarsjóðs. Leggja sjálfstæðis- menn til, að bæjarráði verði falið að koma fram með tillögur um niðurskurð á fjárhagsáætlun sem nemur þeim 2-3 milljónum króna sem á vantar til að lækka skattana í það sem þeir voru. Áfram rok og rigning Það blæs ekki byrlega frá veðurguðunum. Samkvæmt upplýsingum hjá Veðurstofunni verður áfram suðvestan átt með rigningu og sunn- anátt með roki og rigningu fram að helgi, en lengra vilja þeir ekki spá. Þessi mynd var tekin á þjóðhátíðardaginn og segir allt sem segja þarf um veðrið þessa dagana, en velflestir eru orðnir langeygir eftir sólinni. Þá er bara að krossa fingur og vona að veðrið lagist um helgina. Býður hundruftum íafmæliídag Það verður gestkvæmt í Firðinum síðdegis í dag, en þá býður Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra til 60 ára afmælis síns i Hafnarborg. Reiknað er með, að mörg hundruð manns heiðri Stein- grím og Eddu konu hans í tilefni af afmælinu, en þau hafa leigt Hafnarborg til mót- töku á milli kl. 16 og 19 í dag, miðvikudag. Það ættu því allir að vera viðbúnir mikilli umferð um miðbæinn í dag, en Fjarðar- pósturinn sendir þeim hjón- um árnaðaróskir í tilefni dagsins. FMRÐflR postunnn Mun erient fyrirtæki hama ytri höfnina?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.