Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Page 1

Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Page 1
AUS FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 FJflRÐflR pbsturmn 23.TBL. 1988-6. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ VERÐ KR. 50,- Hart deilt um „fundnu“ 47 milljónimar í bæjarstjóm: Pappír eða peningar? Það var mikill skoðanamunur á reikningshaldi bæjarins milli meiri- hlutans og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í gær vegna 47 milljón kr., sem nýverið kom fram að bærinn átti inni hjá ríkissjóði um áramót vegna ofgreiðslna Gjaldheimtunnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks báru fram tillögu um, að peningar þessir yrðu nýttir til að lækka fasteignagjöld bæjarbúa í ár. Meirihlutinn sagði aftur á móti, að hér væri ekki um nýja peninga að ræða, heldur peninga sem ráðstafað hefði verið á síðasta ári. Hér væri því aðeins um pappírs- færslur að ræða, en ekki fundið fé. Þetta kom fram í síðari umræðu um ársreikninga bæjarins fyrir síðasta ár, en eins og Fjarðarpóst- urinn skýrði frá í síðasta blaði lögðu sjálfstæðismenn til, að þess- um peningum yrði varið til lækk- unarfasteignagjalda. Ámi Grétar Finnsson sagðim.a. íræðuáfund- inum í gær, að hann gæti allt eins sætt sig við að peningunum yrði varið til lækkunar skammtíma- skulda, sem hann sagði gífurlega miklar, eða til byggingar Set- bergsskóla. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri og aðrir fulltrúar meiri- hlutans margbentu á, að hér væri ekki tilkomið neitt „lottófé", heldur væri einvörðungu verið að leiðrétta reikningsfærslur síðasta árs. Þessum peningum hefði þeg- ar verið ráðstafað með gerð fjár- hagsáætlunar í upphafi þess árs. Einu áhrifin sem þessi inneign hefði haft á reikningsfærslur bæjarins væri, að skammtíma- skuldir hefðu verið hærri en ella um áramótin. Tillaga um að ráð- stafa þessum peningum nú væri því tillaga um að nota tvisvar sömu peningana. Ruglað væri saman ársreikningum og fjárhags- áætlunum. Árni Grétar Finnsson stóð fast Hér er um að ræða stórhýsið fyrirhugaða á lóð steinullarhúss- ins við Lækjargötu, sem Fjarðar- pósturinn hefur skýrt frá. Breyt- ing á skipulaginu felst í hækkun nýtingarhlutfalls á lóðinni úr 0,45 á þeirri meiningu, að þessir pen- ingar væru til og þeim mætti ráð- stafa. Tillaga þeirra sjálfstæðis- manna um lækkun fasteignaskatta var síðan felld með sjö atkvæðum gegn fjórum atkvæðum þeirra. Ársreikningarnir voru samþykkt- ir að viðhöfðu nafnakalli með samhljóða atkvæðum meirihlut- ans og Ólafs Proppé, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá. Árni Grétar Finnsson lagði fram bókun, sem flokkssystkini hans vitnuðu til við hjásetu sína. í 0,65, breyttri grunnmynd og útlínum hússins. Tillaga þessi var samþykkt sam- hljóða, en sökum þess hversu skammt var liðið frá fundi skipu- lagsnefndar um málið, þurfti að leita afbrigða til að fundargerðina mætti taka fyrir. Bæjarstjóm samþykkir stóriiýsið viö Lækiim Bæjarstjórnin samþykkt á fundi sínum í gær að óska eftir því við skipulagsstjórn ríkisins, að tillaga skipulagsstjóra Hafnarfjarðar að breyttu deiliskipulagi á lóðinni Lækjargata 34 verði auglýst samkvæmt skipulagslögum. Þá var samþykkt tillaga skipulagsnefndar um að hald- inn verði bókaður kynningarfundur fyrir íbúa um málið. Okkar fólk Blaðburðarbörnin okkar á Fjarðarpóstinum gegna mikilvægu hlutverki, eins og áskrifendum er best kunnugt. Okkar fólk er nú á þriðja tug talsins og verðlaunuðum við átta duglegustu um helg- ina, en þau hafa mörg hver verið með okkur frá upphafi og öll stað- ið sig mjög vel. Krakkarnir eru talið frá vinstri: Hörður Sveinsson, Guðlaugur Valdimarsson, sem er sá alharðasti, Hrönn Smáradóttir, Ragn- hildur Ægisdóttir, Ólöf Jönsdóttir, Birgir Örn Halldórsson og Ragnar Magnússon. Á myndina vantar Evu Hörpu, sem ekki komst til að sækja verðlaunin sín. Gálgi? Það hafa margir, sem átt hafa leið um Reykjavíkurveginn síð- ustu vikur, hugleitt hvers konar mannvirki Sparísjóðurinn hefur látið reisa við veginn á móts við Norðurbæjarútibúið. Margar til- gátur hafa veríð uppi og m.a. sú, hvort fyrirbærið ætti að nota sem vatnsgálga. Það kom síðan í ljós eftir helg- Nei, klukka ina, að hér er komin hin virðuleg- asta tölvuklukka ásamt hitamæli. Nú á enginn að velkjast í vafa um tíma og hitastig á leiö úr og í bæinn. Auðvitað notar Sparisjóð- urinn um leið tækifærið og minnir á sig og sína. Kostnaiur við Vitann nálgast 30 millj. kr. Heildarkostnaður við félagsmiðstöðina Vitann nálgast nú 30 mill- jónir króna. Kaupverð hússins var 9,9 milljónir króna og í maímánuði var kostnaður við endurbætur húsnæðisins kominn í 18,6 millj. þannig að heildarverðið var þá 28,5 milljónir króna. Dæmið mun þó ekki endanlega liggja fyrir, því einhverju er ólokið af framkvæmdum. Þetta kom fram í umræðum um kosta um þrjár milljónir kr. að ársreikninga bæjarsjóðs fyrir síð- asta ár á bæjarstjórnarfundi í gær. Það kom einnig fram, að við kaup hússins var áætlað að það myndi Týndur kassi Við nafnakall á bæjar- stjórnarfundi í gær þurfti að viðhafa nýja aðferð, þar sem nafnakallakassi bæjarins er týndur. Kassinn er með þar til gerðum kúlum í, sem notaðar eru við röðun bæjarfulltrúa við nafnakall. Týndist hann í flutningunum, en finnst von- andi á ný. endurbæta húsnæðið. í ítarlegu yfirliti yfir kostnaðar- þætti, sem lagt var fram vegna fyrirspurnar fulltrúa sjálfstæðis- manna um málið kemur m.a. fram, að stærsti kostnaðarliðurinn við breytingarnar er smíði, eða rúmar 8 millj. kr. Þá er hönnunar- kostnaður tæpar 1,5 millj., raf- magn hljóðar upp á 4,8 millj., gólf tæpar 1,4 millj. kr., loft 789 þúsund, málun 698 þúsund, loft- ræsting 481 þúsund, pípulögn 302 þúsund, eldvarnir 126 þúsund og annað ótilgreint 332 þúsund kr. Fulltrúar minnihlutans fundu sérstaklega að þessum lið í bókun, Einstæoar mæourog Katir piltar -sia bls.3 Ungversk neimsókn skolafolks -sjabls.4

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.