Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábm.: Fríða Proppé íþróttafréttir: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfseml. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga fró kl. 10-17. Sfmar 651745 og 651945 (sfmsvari eftir lokun skrif- stofu). Aö vita ekki aura sinna tal Fjarðarpósturinn varð fyrir nokkrum vonbrigðum í gær með setu á bæjarstjórnarfundi, enda lét blaðið í Ijósi í síðasta leiðara að líklega væri að færast líf í pólitíkina í Firðinum. Heldur var fundurinn bragðdaufur og staglkenndur, a.m.k. hvað varðaði pólitík. Kannski má leita ástæðunnar í þeirri staðreynd, að þetta var síðasti fundur fyrir sumarfrí og tveggja mánaða fundafrí framundan. Það, að sumarið hafði náð tökum á bæjarfulltrúum, kom m.a. fram í því, að í umfjöllun um deiliskipulag á Suður-Hval- eyrarholti var golfíþróttin og málefni Golfklúbbsins Keilis allt í einu orðið aðalmálið. Bæjarfulltrúar kepptust við að lýsa því yfir, að ekki megi ganga á golfvöllinn og að hann verði að stækka i 18 holur. Einn varabæjarfulltrúinn vildi einnig bæta öðrum golfvelli við, þ.e. á gömlu öskuhaugunum, og hvað það síst of mikið, ef bærinn ætlar að ná til sín sem flestum ferða- mönnum. Annars einkenndist fundurinn af umræðum um fjármál og ársreikninga og sýndist sitt hverjum, eins og fram kemur í frétt- um blaðsins í dag. Fjarðarpóstinum fannst einn þáttur þeirra umræðna merkilegur, en það var hið endalausa stagl um, hvort búið væri að eyða 47 milljónum eða hvort ekki væri búið að eyða þeim. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu eyða þeim, og gerðu um það formlega tillögu. Meirihlutinn staðhæfði að búið væri að eyða þeim, meira að segja hefði það verið gert í mars- mánuði í fyrra. Samkvæmt fréttum var ekki vitað um þessa peninga, og það staðfestir meirihlutinn, fyrr en eftir áramót. Það sem Fjarðar- póstinum finnst svo merkilegt er, hvernig það getur gerst að enginn tekur eftir ,,hvarfi“ 47 milljóna króna. Það kom einnig fram, að tekjur bæjarsjóðs eru um 100 mill- jónum meiri en gert var ráð fyrir. Stærstur hluti þeirrar aukning- ar felst í stórauknum gatnagerðargjöldum. Eflaust eru bæjar- fulltrúar ánægðir með, að þessar 100 milljónir týndust ekki líka, því væntanlega var þeim ekki einnig ráðstafað á síðasta ári. Bæjarstjóri, Guðmundur Árni, notaði þau orð um fjárhags- stöðu bæjarins, að hún væri „afspyrnusterk" og sagði önnur sveitarfélög sífellt öfundast út í Hafnarfjörð fyrir hina sterku stöðu. Kannski er skýringarinnar á þessu merkilega máli, að mati Fjarðarpóstsins, aðfinna í því. Bærinn ervæntanlegasvo ríkur, að hann veit ekki aura sinna tal. Kannski er það einnig þess vegna, sem bæjarfulltrúa greinir á um, hvort þeir eru bún- ir að eyða peningum eða eru að gera tillögur um að eyða þeim í annað sinn. Fjarðarpósturinn óskar bæjarfulltrúum ánægjulegra sumar- leyfa. Vonandi gefur vel fyrir golfið á Hvaleyrarholti í sumar. Önuglyndi Vegna önuglyndra og væntanlega sólþystra bæjarfulltrúa, sem fjarg- viörast hafa út í leiðaraskrif, skal tekið fram: Leiðaraskrifin eru, hafa verið og verða alfarið í höndum ritstjóra og ábyrgðarmanns blaðsins, enda skoðanir hans skoðanir blaðsins. Titvalm gönguferð upp á Ásfjall Líkur eru á, að suðvestanáttin, með fylginautum sínum þokunni, upp á fjallið og liggur hann rétt suddanum og rigningunni, sem byrgt hefur útsýn til Qalla og jökuls í neðan við skífuna. Að njóta úrgumjúnimánuði,munilátaíminnipokanna.m.k.íbili.Ævinlegaer útsýnis frá Ásfjalli er þvi orðið, það gleðiefni þegar birtir upp eftir votviðraskeið og er þá sem tjald sé eins og nú er sagt, ekkert mál. dregið frá fögru leiksviði. í tilefni af þessu hugulsama og Hvergi er víðara útsýni í grennd Það er létt verk sæmilega hraus- ágæta framtaki orti Eiríkur Páls- bæjarins en af Ásfjalli og því var tri manneskju að ganga á Ásfjall son fyrrverandi bæjarstjóri og það ekki að ófyrirsynju að Rótarý- af Reykjanesbraut og tilvalin heiðursfélagi Rótarýklubbsins klúbbur Hafnarfjarðar setti gönguferð fyrir fjölskylduna. En eftirfarandi kvæði sem hann flutti útsýnisskífu á fjallið í fyrra. nú hefur bílvegur verið lagður á fundi klúbbsins í júlí í fyrra. I IL4ENARFJÖRÐU: luv. j "tniAiiu.| Lambhagú ji^íelheUiiV^P:* *• saír*7 k * * «4> Mv/Köf?r».'Áf \ - ’ 126 103 "-XqMÁ \ StéiMOirí ituiyja * \ ** w Slelníutí’ .jí\ J§ ^ Ama.rkletta.rt o <tJú lurkóU wrstaðiri irunnur / \^Brujtnh9U>'*óS TagUuuá £ , i\UóU>mntv»1v«ei ValaKjvúkar ^VOTO* ° 0 X ° o X o (ÓuarsstaSutl) n A A 1 m. i: ii. n i n g u r • \ MiÉ-Kro»»*tn$n. r« «° ° ___ C Gojnlaftúfa. * 0 ‘(Gjásel). tStrandariorfu . ÚbripvTvU'KÉlo Lr) t —„ A> Staku.rJ vkúlatúnshraun •urkmVv I ijvíarght -i- SkóqarKnammui- aA »* JffeHfstaffijM) Dvmmofn juii MÁtíalilíArihniJuii Á meðfylgjandi korti af lögsagnarumdœmi Hafnarfjarðar, eins og það var árið 1978, má sjá staðsetningu Ásfjalls, en það er ofarlega til hœgri á kortinu. Ungverskur menntaskólakór frá borginni Szeged er væntanlegur til kórnum. Eté Joó er þekktur söng- Hafnarfjarðar og heldur, ásamt Öldutúnskómum, tónleika í Hafnar- stjóri og tónskáld í sínu heima- fjarðarkirkju n.k. laugardag kl. 17. Á söngskránni em bæði ungversk landi. og íslensk lög. í kómum era um 30 manns, en samtals koma hingað 45 Ungverjar. Ungversk tónlist er ekki algeng Ungverjarnir dvelja í Hafnar- ásamt söngstjóra sínum Beata hérlendis, þannig að hér gefst firði í tvo til þrjádaga, en þeir eru Joó. sjaldgæft tækifæri fyrir tónlistar- annars komnir til landsins til að Söngstjóri Sunnukórsins, unnendum. Öldutúnskórinn, sem endurgjalda heimsókn Sunnu- Beata Joó, er ættuð frá borginni fer í sumar til Kína, er einnig kórsins á ísafirði, sem nýkominn Szeged, en það er faðir hennar, áreiðanlega í góðri þjálfun undir er úr söngferð til Ungverjalands, Eté Joó, sem stýrir menntaskóla- styrki stjórn Egils Friðleifssonar. Öldutúnskórinn, ásamt stjórnanda sínum Agli Friðleifssyni. Ungverskur menntaskólakór syngur á laugardag í Hafnarfjarðarkirkju Útsýni af Ásfjalli Sagnir og staðir samantvinnast. Líf og Iand í Ijósi baðast. Af Asfjalli útsýni er glæst Fjöll og firnindi fjarri heilsa. Hafið heillandi huga gleður. Byggðir og sundin brosa við augum. I sjónhendingu sjáum með hraði Ingólfs landnám ærið mikið. Saga þjóðar sem í skuggsjá við blasir. Og vorið ríkir. Af Ásfjalli enn sem fyrrum vekur yndi viðsýnið. Gleggra en fyrr nú greina má ömefni mörg af útsýnisskífu. Ótal nöfn ýmissa gerða tiltæk verða og tryggjast í minni. Æska hafnfirsk og aldnir líka hraða skulu hingað sporum. Unaðar njóta þar útiveru og Iandsins skoða lögun og prýði. Af sjónarhóli sérstökum horfa skulum um haf og lendur. Yfirsýn fáum þá einstaka. Fjallkonan mikinn fögnuð gefur. Góðan gjöming gæfan varðveiti. Þökk sé þeim er þessu máli Ijúflega og traust lið veittu og heillaríkt í framkvæmd hmndu. Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg Nýjung 44 'Hafr\ar‘fi»‘ði S 51ÓÓ4 Bjóðum upp á litgreiningu og förðunarnámskeið. Upplýsingar alla daga ísíma 51664 Nýjung Cuxliaven í tölu vinabæja Bæjarstjóm samþykkti á fundi sínum í gær, að tekið verði upp formlegt vinabæjarsamstarf við þýsku borgina Cuxhaven. Full- trúar frá Cuxhaven hcimsóttu Hafnarfjörð fyrir helgi og var þeim kynnt bæjar- og atvinnulíf í Firðinum. Hafnfirðingum hefur þegar ver- ið boðið til vinabæjamóts í Cux- haven í haust. Þess má geta að Cuxhaven er fyrsti formlegi vina- bær Hafnarfjarðar fyrir utan Norðurlöndin. Fulltrúarnir þýsku fóru ennfremur til Nuuk á Græn- landi sömu erindagjörða og þeir komu hingað, þ.e. í þeim tilgangi að efna til formlegra vinabæjar- tengsla við nágranna okkar þar. Þessi mynd er tekin afþýsku gestunum ásamt gestgjöfum, er þeir þáðu kaffiveitingar í Vitanum sl. föstudag. Nýja fatahreinsunin í Firðinum Nýja fatahreinsunin heitir ný fatahreinsun, sem opnuð hefur verið við Reykjavíkurveg 64, þar sem versl- unin Parma var áður til húsa. Það eru hjónin Ásgerður Hjörleifsdóttir og Haukur Brynjólfsson sem reka fata- hreinsunina, en þau hafa bæði átt heima í Hafnarfirði frá blautu barnsbeini. Nýja fatahreinsumn er búm nýjustu vélum. Auk þess að hreinsa venjulegan tatnað og vinnutatnað tekur fatahreinsunin í þvott fyrir fyrirtæki. Einnig fást þar hreinsuð gluggatjöld, svefnpokar, gólfmottur, tjöld og fleira. Stjóm heilsugæslustöövarinnar Tannvemdarátak Stjóm heilsugæslustöðvarinnar ræddi nýveríð um stefnumörkun í tannverndarmálum. Ákveðið var að fram farí skoðun á tönnun 6 og 7 ára barna í grunnskólunum, ennfremur að gengið verði til samstarfs við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið um skipulag skólatannlækn- inga fyrir 8 til 16 ára skólanemendur. Þá var ákveðið á sama fundi, að fenginn verði tannfræðingur til ráð- gjafar, sýnikennslu og fleira á dagvistunarstofnunum, einnig að tekin verði upp fluortöflugjöf við skoðun í ungbarnaeftirliti og aukin áhersla lögð á fræðslu um tannhirðu. Heilsugæslustöóin Sólvangi Stjóm heilsugæslustöðvar Fram komu tvær tillögur. Hin Hafnarfjarðar ákvað á fundi sín- var sú, að stöðin heiti Heilsu- um nýverið að leggja til við gæslustöð Hafnarfjarðar. Bæjar- bæjarráð, að nafn nýju heilsu- stjórn staðfesti fundargerð stjórn- gæslustöðvarinnar að Sólvangi arinnar, sem felur þessa tillögu í verði Heilsugæslustöðin Sól- sér, á fundi sínum í gær. vangi. ÚTBOÐ Rafveita Haf narfjarðar óskar hér með eftir tilboði í SF6-gas- einangraðan háspennurofabúnað fyrir 145 kV spennu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafveitunnar gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu raf- veitustjóra þriðjudaginn 9. ágúst n.k. kl. 11.00. (^J RAFVEITA HAFNARFJARÐAR BENIDORM Nú fer hver að verða síðastur að komast með í ferðina „okkar“ til Benidorm 15. til 25. september. Vegna mikillar aðsóknar biðjum við þá viðskiptavini okkar sem eiga bókað í þessa ferð, að staðfesta pantanir sínar sem allra fyrst. Samvinnuferdir - Landsýn Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 51155 íbúð til sölu við Suðurvang Fjögurra til fimm herbergja íbúð á þriðju hæð, 117 fermetrar að stærð til sölu. íbúðin er í fjölbýlishúsi við Suðurvang. Fallegt útsýni yfir Fjörðinn. Gróin og vel hirt lóð. - (búðin er laus nú þegar. Upplýsingar í síma: 50994 Nýverið var dregið í happdrætti Öldutúnsskóla og komu vinning- arnir á eftirtalin númer: 1.2895 2. 2499 3.30514.3907 5.1257 6.87. 99 og 8. 2436. Vinningshafar hringi í síma 54598 eða 79916 Birt án ábyrgðar 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.