Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Blaðsíða 7
FYRIRTÆKJAKYNNING: „Reddarinn“áhominu: Kaupmaðurinn á horninu hefur verið þekkt fyrirbrigði í íslenskri verslun. Vörumarkaðir hafa þó verið meira áberandi í umfjöUun um verslun í Firðinum. Við fréttum af einum kaupmanni - í fyllstu orðsins merkingu á horninu - sem nýverið hefur breytt sjoppu í form hins ómissandi „reddara“ á horninu. Þetta er hann Sverrir Þórisson í Sölu- turninu á Hellisgötu 8, eða á horninu á Hellisgötu og Norðurbraut. Opnunartími hjá Sverri er daglega frá kl. 9 til 23.30. Við heimsóttum Sverri nýverið, er hann hafði opnað búð sína á ný eftir gagngerar breytingar. Hann kvað breytingarnar helstar fólgn- ar í því, að hann hefur nú tekið upp sölu á mjólkur-og nýlendu- vörum, auk þess kælivöru ýmis konar í þar til gerðum kæliskáp- um. „Nú er hægt að bjarga öllu til heimilishaldsins hjá mér“, sagði hann. Hann kvað viðskiptavini sína orðinn fastan hóp nágranna og bætti við: „Það er mikið af öldruðu fólki í nágrenninu og eins ungu fólki með smábörn. Þetta fólk á oft erfitt með að komast í stórmarkaðina dags daglega, læt- ur sér því nægja að fara þangað einu sinni í viku en kaupir hjá mér annað sem til þarf til dagslegs brúks, svo sem mjólk og mjólkur- vörur. Vinnutíma mjög margra er einnig þannig varið, að það er í sífelldu kapphlaupi að ná í versl- un eftir vinnu. Allir koma dauð- þreyttir og pirraðir heim og hafa oft gleymt því sem nauðsynlegast var að kaupa. Nú getur fólk tekið þessu rólega og skroppið út eftir kvöldmat, ef eitthvað vantar." Viðskiptavinur sem sveif inn úr dyrunum rétt í lok svars Sverris, tók undir orð hans og kvaðst alveg hætt að fara í stórmarkaðina nema einu sinni í viku. „Hérna fæ ég allt til heimilishaldsins dags daglega“, sagði hún. „Égfersíðan einu sinni í viku í stórmarkað og kaupi stærri einingarnar“. Hún kvaðst heita Anna Karen Sverris- dóttir og eiga heima rétt hjá búð- inni. Sverris sagði til viðbótar, að hann reyndi að haga innkaupum í samræmi við þessa þörf viðskipta- vinarins. Hann væri t.d. með eina tegund þvottaefnis og aðra af mýkingarefni og reyndi þar að finna íegund sem flestir gætu sætt sig við í verði og gæðum. Einnig væri hann með minni gerð pakkn- inga, þannig að hann gæti verið með sem flestar tegundir vöru. Spurningunni um, hvort hann hefði nóg að gera svaraði hann á þá lund, að nágrannarnir væru tryggir viðskiptavinir, eins sagði hann viðskiptavinum úr öðrum bæjarhlutum fjölga stöðugt á kvöldin og um helgar. Þá kvaðst hann binda vonir við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni, þó veðurfar hefði ekki gefið tilefni til fjölmennis þar Viðskiptavinirnir kunna að meta nýja og breytta þjónustu hjá Sverri og erþegar mikið að gera við sölu á nýju vörutegundunum. Sverrir við verðmerkingu á mat- vörum. það sem af er sumri. Við kvöddum þennan hressa „reddara á horninu" og þökkuð- um spjallið, en á þeim stutta tíma sem við stoppuðum var stöðugur straumur viðskiptavina í Sölu- turninn. Sverrir gat þess í lokin, að hann hefði í hyggju að koma sér einnig upp djúpfrysti, en kvaðst ætla að fara rólega í þetta, þannig að hann yrði fyrst fullviss um hvað það væri sem fólk helst vildi, áður en hann fyllti hann af vörum. Það var því auðheyrt að Söluturninn að Hellisgötu 8 bygg- ir starfsemi sína á þörfum við- skiptavinarins. GVENDUR GAFLARI: Kastaðu ruslinu fyrir borð, maðurminn í hátíðlegu máli er oft talað um þjóðarskútuna sem tákn eða ímynd fyrir þjóðina alla. Þetta er handhæg ímynd fyrir skopteiknarana, þegar þeir þurfa að lýsa ástandi lands og þjóðar á einfaldan hátt. Landsfeð- urnir eru gjarnan á stjórnpalli, ábúðarfullir eða áhyggjufullir eftir atvikum, en ekki stjórnsamir alltaf. Oftast er þessi þjóðarskúta hálfgert hrakfallafley, sem oft þarf að sigla á milli skers og báru, og sem oft fær á sig brotsjói og þá jafnvel slagsíðu undan vindkvið- um, verðbólgu og vinnuófriði. Þá hættir þessari óheillaskútu við að hrekjast upp á sker verðfalla og sölutregðu, og þá fær hún stund- um á sig leka. Ahöfnin er heldur ódæl og hver höndin upp á móti annarri, svo að skipstjórinn á fullt í fangi með að hafa hemil á mann- skapnum sem er hávær og kröfu- harður. Og á fiskveiðum þjóðar- skútunnar gengur jafnvel á ýmsu vegna sundrungar áhafnarinnar, jafnvel þó veður og árferði sé þokkalegt. Það hefur jafnvel komið fyrir, að þeir hafi fengið trollið í skrúfuna og þá rekur allt á reiðanum. Vegna sundurþykkj- unnar og reiðileysisins verður afl- inn oft lítill og hlutur hvers og eins eftir því. Þetta eru ljótar lýsingar á ferð- um og útgerð þjóðarskútunnar um lífsinsólgusjóogerundravert, að skipstjórinn skuli halda ró sinni. Og mikið má vera, ef hann heldur skipstjórnar-réttindum sínum til langframa og verður ekki settur af og allir stýri- mennirnir líka. Þjóðarskútan er eins og önnur skip á langri siglingu, háð veðri og vindum, og góðri og öruggri stjórnun. Það er sjaldnast logn. Það reynir því oft á hyggindi skipstjórnarmanna og stjórnsemi. Það er mörgum spurn, hvort þeir ofhlaði ekki oft þessa þjóðarskútu með prjáli og alls kyns óþarfa, sem gjarnan má bíða betri tíma. Ofhlaðið skip lætur verr að stjórn og hættir frekar við að fá slagsíðu. Áhöfnin er líka of kröfuhörð og vill helst geta gengið þurrum fót- um um dekkið öllum stundum. Óskir allra eru oft vanduppfylltar. Það er ekki nýtt, að skip og sigl- ing sé notað í líkingamáli. f kunnri og frægri gamansögu: Þrír á báti, eftir Jerome K. Jerome segir meðal annars: „Kastaðu ruslinu fyrir borð, maður minn. Hafði lífsbátinn þinn létt hlaðinn. Taktu aðeins það nauðsynlega, - aðlaðandi heimili og óbrotnar skemmtanir, einn eða tvo sanna vini, einhvern sem þú elskar og elskar þig, kött, hund og eina eða tvær pípur, nægilegt af fötum og fæði og dálít- ið meira en nóg að drekka. Þor- stinn er svo viðsjárverður. Þá verður auðveldara að fást við bátinn og ekki eins hætt við að honum hvolfi, en þótt svo fari þá gerir það ekki svo mikið til því góð vara þolir volkið. Þá hefur þú tíma til að láta sólskin lífsins verma þig ..." Svo mörg voru orð Jermoe K. Jerome í bókinni Þrír á báti (og hundurinn sá fjórði). „Undravert, að skipstjórinn skuli halda ró sinni. 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.