Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Blaðsíða 8
Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Rafveita Haffnarfjar&ar Rafmagn hækkar Gjaldskrá útsöluverðs rafmagns hjá Rafveitu Hafnarfjarðar var hækkuð um 6.01% á fundi rafveitustjórnar í gærmorgun. Þetta kom fram í máli bæjar- aðvera5,4%sagðibæjarstjóri,að stjóra, Guðmundar Árna Stefáns- taxtar Rafveitu Hafnarfjarðar sonar, á fundi bæjarstjórnar í gær. hefðu dregist aftur úr, t.d. miðað Sagði hann hækkunina byggjast á við Rafmagnsveitu Reykjavíkur, 8% hækkun taxta Landsvirkjunar og því hefði verið ákveðið að frá 1. júlí. Þó afleidd hækkun ætti hækka raforkuverðið í 6,01%. Nýjir bæjarstarfsmenn Gengið var frá ráðningum nýrra starfsmanna bæjarins á síðasta og næstsíðasta fundi bæjarstjórnar. Ráðið var í tvö hlutastörf bókavarða, ennfremur í starf skólafulltrúa og dagvistarfulltrúa. Sexsóttuumstöðurbókavarða, með samhljóða 11 atkvæðum Strandgatan í andlitsupplyftingu Strandgatan minnir óneitanlega á framkvæmdirnar við Laugarveginn í Revkjavík, þegar verslunareig- cndur og borgin tóku sig til og gerðu hann að því sem hann nú er. Bæjarritari, Gunnar Rafn, sagði aðspurð- ur, að ætlunin væri að gera Strandgötuna vistlegri, taka upp gangstéttir og lagfæra götuna. Hann sagði, að hugmyndin væri sú, að þessi hluti Strandgötunnar sem hér sést á myndinni verði í svipuðu formi og svæðið við Hafnarborg. en bæjarstjórn réð samhljóða, með 11 atkvæðum, þær Grétu Hakonsson og Kristínu Ruth Jónsdóttur til starfans. Tvær konur sóttu um stöðu dag- vistarfulltrúa, þær Þóelfur Jóns- dóttir, Hjallabraut 39 og Ingi- björg Þórðardóttir, Birkihvammi 6. Félagsmálaráð mælti með Þór- elfi og var hún kjörinn til starfans Svör forseta bæjarstjómar vió fyrírspumum um afmælishaldiö: Bæjarfulltrúar höföu góð tök á aðfylgjast með - Bæklingurinn þrefalt stæni en samningur gerði rá& fyrir. Forseti bæjarstjórnar, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, lagði fram skrifleg svör við fyrirspurnum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna þess, hvernig staðið var að 80 ára afmælishátíðarhöldunum. Þar vísar hún á bug öllum staðhæfingum um, að bæjarfulltrúar hafi verið sniðgengnir við undirbúninginn og framkvæmdina. Það kemur einnig fram í svör- um hennar, að ekki hafa verið lagðir fram reikningar vegna kynningar- bæklingsins umrædda, en upphaflegur samningur um gerð hans hafi hljóðað upp á 600 þúsund krónur og þá miðað við 12 síðna bækling. Bæklingurinn varð síðan þrefalt stærri en samningurinn gerði ráð fyrir. Engin umræða fór fram um hin skriflegu svör, enda lögð fram til kynn- ingar. fram í svörunum, að dagskrá há- tíðarhaldanna hafi verið send út til bæjarstjórnarfulltrúa. Lokaorð forseta um þennan þátt eru: „Verður af þessu ekki annað Varðandi undirbúninginn segir m.a. í svari forseta, að fjallað hafi verið um málið á fundi bæjar- stjórnar 19. janúar og að þar komi m.a. fram samþykktir á fjárveit- ingum á tveimur liðum.þ.e. 1.960 þús. kr. til kynningarstarfsemi og 1.960 kr. til afmælisins. Ennfrem- ur hafi við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar verið samþykkt fjárveiting að upphæð kr. 1.680 til Hafnar- fjarðarkvikmyndar. Þá segir, að í óformlegum við- ræðum bæjarfulltrúa hafi komið fram sú skoðun, að ekki væri ástæða til að skipa sérstaka af- mælisnefnd og framkvæmdin því eðlilega í höndum bæjarstjóra og annarra embættismanna í samráði við bæjarráð. Þá kemur einnig Bœjarstjórn á fundi sínum í gœr, sem vœntanlega verður sá síðasti sem haldinn er í Vitanum. Samskiptaörðugleikar milli nefnda Það kom fram á bæjarstjórnar- fundi í gær, að nokkrir samskipta- örðugleikar ríkja á milli bygging- arnefndar og skipulagsnefndar bæjaríns. Þetta kom fram í tilefni samþykktar skipulagsnefndar vegna byggingar að Hamarsbraut 4, en samþykkt nefndarinnar gengur þvert á áður gerða sam- þykkt byggingarnefndar, sem hafnaði byggingunni á grundvelli samþykkts skipulags miðbæjar- í máli bæjarstjóra, Guðmundar Arna Stefánssonar, kom fram, að þarna er um að ræða breytingar á þaki, sem byggingarnefnd telur brjóta í bága við skipulag. Skipu- lagsnefnd samþykkti aftur á móti bygginguna og lagði fram til stuðnings greinargerð höfundar miðbæjarskipulagsins, Sigurþórs Aðalsteinssonar. í máli bæjarfulltrúa kom m.a. fram, að ekki eru ætíð ljós mörkin á milli verksviða þessara nefnda. Bæjarstjóri sagði þó sitt álit, að ef þetta tiltekna dæmi bryti gegn skipulagslögum þyrfti kannski að breyta staðfestu skipulagi. Hann sagði einnig, að það gæti orðið afleitt fyrir bæjarbúa, ef bygging- arnefnd héldi uppteknum hætti og neitaði fólki um nauðsynlegar lag- færingar á húsum sínum. Fleiri dæmi munu vera um slík- ar afgreiðslur, t.d. benti bæjar- stjóri á afgreiðslu nefndarinnar á beiðni um að byggð verði sólstofa við húsið að Hverfisgötu 24. Bygg- ingarnefnd bendir í afgreiðslu sinni bæjarstjórn á, að samkvæmt miðbæjarskipulagi eigi umrætt hús að víkja. Nokkrar umræður fóru fram um málið og gerði Tryggvi Harð- arson það m.a. að tillögu sinni, að nefndir þessar yrðu leiddar saman og reynt að finna lausn á þessum málum, áður en til frekari vand- ræða kæmi. bæjarfulltrúa í gær. Um stöðu skólafulltrúa sóttu þeir Kjartan Sigurjónsson, Lundi 3, Kópavogi og Magnús Baldurs- son, Álfabergi 20. Skólanefnd mælti með Magnúsi og var bæjar- stjórn einnig samdóma nefndinni í kjöri sínu í gær. ráðið, en að bæjarfulltrúar hafi haft góð tök á að fylgjast með framvindu mála og ekki óeðlilega að framkvæmd staðið." Bæjarstjóm í sumarfrí Bæjarstjórnarfundurinn í gær var sá síðasti sem haldinn er fyrir árlegt tveggja mánaða sumarfrí, en næsti bæjar- stjórnarfundur verður hald- inn þriðjudaginn 13. sept- ember n.k. Væntanlega verður ný fundaraðstaða bæjarstjórnar þá tilbúin, en hún verður í anddyri Bæjarbíós, eins og lesendum Fjarðarpóstsins er kunnugt. Eftirlit meðíSAL Heildarkostnaður vegna eftir- lits með starfsemi álversins í Straumsvík var kr. 2.713.906 árið 1987. Hlutur Hafnarfjarðar af því er 18%, eða 488.503 kr. Þetta kom fram á fundi bæjar- ráðs nýverið, en þá var lagt fram bréf ríkisbókhalds frá 15. þ.m., þar sem þetta kemur fram. Bæjarráð samþykkti á fundinum að óska eftir niðurstöðum eftir- litsins, ásamt nákvæmri sundur- liðun þess kostnaðar sem hér um ræðir. Sölubom óskast til afleysinga

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.