Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.07.1988, Qupperneq 1

Fjarðarpósturinn - 06.07.1988, Qupperneq 1
^us FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 FJflRÐflR W^MpústurM 24. TBL. 1988-6. ARG. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ VERÐ KR. 50,- aik Ikliv FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Undiiritun samnings við fjögur risafyrirtæki um hagkvæmniskönnun nýs álvers við Straumsvík: Gæti tekið til starfa strax á árinu 1992 Iðnaðarráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, undirritaði samning við fjögur evrópsk stóriðjufyrirtæki sl. mánudag um sameiginlega hag- kvæmnisathugun fyrir nýtt 90 til 110 þúsund tonna álver við Straum- svík. Gert er ráð fyrir frekari stækkun þess síðar, eða um allt að helmings. Friðrik Sophusson iðnaðrráðherra segir m.a. í viðtali við Fjarðarpóstinn í þessu tilefni, að það sé Ijóst, að allur aðbúnaður ÍSAL við Straumsvík verði nýttur, þar á meðal höfnin. Því verði allir flutn- ingar að og frá hínu nýja álveri til hagsbóta fyrir Hafnfirðinga, þar sem þeir eigi fljótlega höfnina og hafnargjöld muni því renna til þeirra. Eftirtalin álfyrirtæki eru aðilar aðstæður við Straumsvík væru að samkomulaginu: Alumined BV, Hollandi, Austria Metall AG, Austurríki, Granges Alum- inium AB, Svfþjóð og Swiss Aluminium Ltd. Sviss. Samkvæmt samkomulaginu hefur verið gengið frá stofnun sameiginlegrar verkefnisstjórnar til að annast yfirstjórn á undirbún- ingi málsins. Samhliða þessu munu aðilar vinna drög að sam- starfssamningum um hið nýja fyrirtæki. Stefnt er að því að undirbúningsvinnu samkvæmt samkomulaginu verði lokið fyrri hluta árs 1989, þannig að unnt verði að taka endanlega ákvörðun um byggingu álversins vorið 1989. Verði niðrustöður jákvæðar tæki álverið til starfa fyrri hluta árs 1992. Undirritun samningsins fór fram í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík sl. mánudag að við- stöddum fulltrúum fyrirtækjanna og íslenskra stjórnvalda. I viðtöl- um við aðila samkomulagsins kom fram, að þeir virtust bjart- sýnir á að nýtt álver verði byggt. Aðspurðir um staðarval voru menn sammála um, að allar Viðtalviö og nefndir -sjabls. eins og best væri á kosið. Varð- andi raforkuverð kom fram, að menn gera ráð fyrir að ganga að svipuðum kostum og ÍSAL í þeim efnum. Friðrik Sophusson iðnað- arráðherra segir í viðtali við Fjarðarpóstinn, að ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Reiknað er með að erlendu fyrirtækin verði eigendur hins nýja fyrirtækis að jöfnu, það er með 25% hlutafjáreign hvert. Það kom nokkuð á óvart, að Alusuisse vildi vera með í fyrirtækinu og var Ragnar Halldórsson stjórnarfor- maður ÍSAL spurður hverju það sætti. Hann sagði ástæðuna m.a. breytta aðstöðu fyrirtækisins. Það hefði selt þrjú álver í Bandaríkj- unum nýverið og teldi að betur horfði með rekstur hér en áður. Dapurtá Holtinu Árvakursmenn komu, sáu og sigruðu, þegar þeir sóttu Hauka heim á Hvaleyrarholt- svöll í gærkvöldi. Ávakur sigraði, 2-1. Leikurinn var með eindæm- um lélegur og ekki orð um það meir. Frá undirritun samninganna í Ráðherrabústaðnum á mánudag. 80 ára afmælishátíöarhöld bæjarins: Aætlaður kostnaður 2,3 milljónir króna Það kom fram á bæjarráðsfundi 30. júní sl., að áætlaður kostnaður við 80 ára afmælishátíðarhöldin nemur 2.3 milljónum króna. Hér er átt við kostnaðinn fyrir utan bæklinginn, Hafnarfjörður á afmælisári, sem svo mikið hefur verið rætt og ritað um. Þetta kom fram vegna fyrir- samningi. spurnar frá Árna Grétari Finns- syni á fundi bæjarráðs 9. júní sl. Ekki hefur enn fengist staðfest, hver kostnaður við gerð umrædds bæklings var. Eins og greint hefur verið frá var áætlaður kostnaður 600 þúsund krónur, en þá miðað við 12 síðna bækling samkvæmt Það var upplýst á síðasta bæjar- stjórnarfundi, að fjárveitingar til afmælishaldsins námu samtals 1.960 þúsund krónum, ennfremur 1.960 þúsund kr. til kynningar- starfsemi, þ.e. væntanlega til umrædds bæklings, og síðan 1.680 þúsund kr. til Hafnarfjarðarkvik- myndar. Tommastrákar ekki tómhentir Þeir komu ekki tómhentir heim stákarnir okkar frá Tommamóti 6. flokkanna í Vestmannaeyjum. F.H. og Haukar geta státað af góðum verðlaunum og drjúgum sigrum og auðvitað erum við öll hreykin af þeim. - Til hamingju strákar. Sjá: „Hverjir eru bestir?“ á bls. 3. Teikna í Svíþjóð Jóhannes Kjarval skipulagsstjóri og Páll Bjarnason verða í Gávle í Svíþjóð næstu daga þar sem þeir hefja vinnu við teikningu deiliskipu- Iags Suður-Hvaleyrarholtssvæðisins. Þeir munu dvelja þar í fimm daga, en að sögn Jóhannesar eru aðstæður þar ákjósanlegar til þessa starfs. Deiliskipulag Su&ur-Hvaleyrariiolts: Landsvæði veröi tryggt fyrir átján holu keppnisvöll Keilis Bæjarráð undirstrikaði á fundi sínum 30. júní sl., að í forsögn að deiliskipulagi Suður-Hvaleyrarholts verði enn frekar tryggt, að aukið landrými verði ætlað Golfklúbbnum Keili til átján holu keppnisvallar á svæðinu. Þetta kom fram í umræðum um deiliskipulag Suður-Hvaleyrar- holtssvæðsins, en á fundinum var lagður fram verksamningur við þá Sigurþór Aðalsteinsson og Pál V. Bjarnason um vinnu við skipulag svæðisins. Það kom ennfremur fram, að bæjarráð vill að í verk- samningi verði gerð nánari grein fyrir umfangi og kostnaði verksins

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.