Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.07.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 06.07.1988, Blaðsíða 2
KOMPAN: LAGFÆRINGAR VIÐ KIRKJUGARÐ Á fundi bæjarráðs nýverið var lagt fram bréf frá stjórn kirkju- garðsins þar sem áhersla var lögð á, að framkvæmdum austan gamla kirkjugarðsins verði lokið í sumar. Stjórn kirkjugarðsins lýsti sig ennfremur reiðbúna til að greiða tiltekinn kostnað og annast fram- kvæmdir’. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að ræða við bréf- ritara og leiða málið til lykta. BÍLASTÆÐI VIÐ SÓLVANG MALBIKUÐ Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum, að ráðist verði í mal- bikun á bílastæðum við Sólvang í samræmi við framlagða teikningu á þeim hinum sama fundi. VERSLUNAREIGANDI GANGI FRÁ LÓÐ Þrjátíu og tveir íbúar við Svölu- hraun og Álfaskeið hafa ritað bæjaryfirvöldum bréf þar sem þeir skora á bæjaryfirvöld að sjá til þess að eigandi verslunarhúss- ins við Álfaskeið 115 gangi frá lóð sinni. Málinu var vísað til athug- unar hjá fasteignaskráningu. ; 7 kosningar í ráðið til næsta árs, var bæjarfulltrúi Frjáls framboðs, MAGNUS JON Magnús Jón Árnason endurkjör- Ólafur Proppé, sitji í bæjarráði FORMAÐUR inn formaður bæjarráðs. Ingvar Sem áheyrnarfulltrúi og fyrsti “ Viktorsson var kjörinn varafor- varamaður hans sem varaáheyrn- Á fyrsta fundi bæjarráðs, eftir maður. Þá var samþykkt á ný, að arfulltrúi. í upphafi sæluviku Það var létt yfír húsmæðrunum, rúmlega sjötíu að tölu, sem lögðu upp frá íþróttamiðstöðinni við Strandgötu á mánudagsmorgun. Framundan var sæluvika á Laugarvatni á vegum Orlofs húsmæðra í Hafnarfirði. Sæluvikurnar á Laugarvatni hafa verið geysivel sóttar að sögn forráðamanna og sjaldan eða aldrei ver- ið eins mikil þátttaka og einmitt nú. Heimilisstörfin hvíla því alfarið á öðrum á rúmlega sjötíu heimilum þessa vikuna. Væntanlega bregður engum við það á tímum jafnréttisins. GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Árni Guðmunds- son. Fæðingardagur? 21. mars 1957. Fæðingarstaður? Borg Davíðs. Fjölskyldurhagir? Giftur og á tvö börn. Bifreið? Tvær gullfallegar Lödur. Starf? Æskulýðs- og tóm- stundafulltrúi. Fyrri störf? Forstöðumaður Ársels. Helsti veikleiki? Margir, en tel aðra hæfari til að meta þá en mig. Helsti kostur? Margir, en tel aðra betur í stakk búna til mats. Uppáhaldsmatur? Hamborg- arahryggur. Versti matur sem þú færð? Súrsað slátur. Uppáhaldstónlist? Blús, jass, þá sérstaklega Stephan Grapp- elli. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Ásgeir Sigurvinsson. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Það er mismunandi, Jóhanna Sigurðar- dóttir finnst mér yfirleitt standa sig vel. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttir. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Dallas og svipaðir framhaldsþættir. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsleikari? Guðmund- ur Ólafsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Dead men don’t wear plate með Steve Martin. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Stunda íþróttir með fjöl- skyldunni. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Landmannalaugar. 2 Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Hreinskilni. ilvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki, seinagangur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Það væri spennandi að hitta Gor- batsjef m.a. vegna þess hve hon- um ætlar að takast að koma á opnara samfélagi. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Dönsku. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Ég myndi í einu vet- fangi millifæra það inn í húsnæð- is- og lífeyrissjóðakerfið, mér til hagsbóta. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Góða bók, en ef ég á að vera óraunhæfari þá mundi ég helst vilja eitt stykki jeppa. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Viðstaddur þegar lottótölurnar eru dregnar út. Þar sem ég hef spilað með lélegum árangri þá mundi ég sjá til að loksins yrðu réttu tölurnar dregnar. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Æskulýðs- og tómstunda- mál frá 1870 til vorra daga. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Lesa góða bók, vera með fjölskyldunni, hitta gott fólk, ferðast og bl. bl. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Hringja í Guðmund Árna og biðja hann að leysa mig af. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Þeir eru margir, t.d. hafnfirski málarinn sem ráðinn var til að mála nýju brautina til Reykjavíkur. Fyrsta daginn málaði hann 100 metra, þann næsta 50 metra, þar næsta 25 m, fjórða daginn 12,5 m og fimmta daginn rúma 6 metra, en þá var hann rekinn vegna dvín- andi afkasta. En verkstjórinn spurði hann nú samt að því hvernig þetta gæti nú hafa farið svona, hann sem hefði byrjað svo vel. „Þú hefur því miður eng- an skilning á því, herra verk- stjóri, að það var orðið ansi langt í málningarfötuna.“ HRAUNHAMARhf A FASTEIGMA- OQ ■ SKIPASALA fl ReykjavíKurvegi 72, | Hafnarfirði-Sími 54511 Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir eigna á skrá í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Norðurtún - Álftanesi. Giæsii. einb- hús á einni hæö með tvöf. bílsk. Samtals 210 fm. Parket á gólfum. Arinn í stofu. Fallegur garöur. Einkasala. Verð 9 millj. Alfaskeiö. Glæsil. 187 fm einbhús auk 32 fm bílsk. Afh. í júlí-ágúst. Fokh. aö innan fullb. að utan. Mögul. að taka íb. uppí. Klausturhvammur. Nýi. 250 fm raðhús með innb. bílsk. 4 svefnherb. Arinn í stofu. Sólst. Verð 9,5 millj. Suðurhvammur. Mjögskemmtil.220lm raðhús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Verð 5,2 millj. Aðeins tvö hús eftir og er annað þeirra til afh. strax. Hraunbrun. Glæsilegt201 fm raðhúsmeð bílsk. Góð staðsetning. Arinn í stofu. Einka- sala. Verð 9,5-9,7 millj. OldUSlÓð. Mjög falleg 120fm neöri sérhæð ásamt ca 90 fm kjallara, með sérinngangi. 5 svefnherb. Allt sér. Bílsk. Verð 8,1 millj. Túngata - Álftanesl. Giæsiiegt 140 fm einb.hús á einni hæð ásamt stórum bílsk. Par- ket á gólfum. Gott útsýni. Einkasala. Verð 8,5 millj. Lyngberg - nýtt parhús. Giæsii. 141 fm parhús á einni hæð auk 30 fm bílsk. Húsið er til afh. fljótl. tilb. u. trév. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. í Hafnarfirði. Verð 7,5 millj. Ásbúðartröð. 137 fm 6 herb. efri sérhæð. 4 svefnherb. Bílsk.réttur. Einkasala. Verð 5,9 millj. Langeyrarvegur. Giæsii. i30fm5herb. jarðhæð sem skiptist í 3 svefnherb. og 2 stofur. Nýtt eldhús. Allt sér. Verð 6,1 millj. Fagrihvammur nýjar íb.: Höfum í einkasölu íb. í fjölbýlish. sem skilast tilb. u. trév. Framkv. þegar hafnar og eru íb. til afh. í apríl-júlí '89. Þvottah. í hverri íb. Sameign og líð fullfrág. og bílast. malbik- uð. Bílsk. geta fylgt nokkrum íb. Mjög hagst. verð. Teikn. og uppl. á skrifst. Álfaskeið. Falleg 117 fm 4ra herb. íbúð með bílsk. Einkasala. Verð 5,4 millj. Hjallabraut. 117 fm 4-5 herb. íb. á 2. hæð Suðursvalir. Ath. áhv. nýtt húsnæðisl. 1,5 millj. Einkasala. Verð 5,4 millj. Suðurvangur. Mjóg falleg 117 fm 4-5 herb. íb. á 1. hæð á vinsælum stað. Lítið áhv. Skipti mögul. á 2ja eða 3ja herb. íb. í Norður- bæ. Einkasala. Verð 5,7 millj. Öldugata. Mjög falleg 75 fm 3ja herb. neðrihæð. Mikið endurn. Einkasala. Verð 3,5 millj. Öldugata. Mjög falleg ca 100 fm 3ja herb. jarðh. Allt endum. í ib. Allt sér. Einkasala. Verð 4,5 millj. Suðurhvammur. 96 fm 3ja herb. neöri hæð. Afh. fokh. Verð 3,3 millj. Fæst einnig tilb. u. trév. Verð 4,3 millj. Kaldakinn. Ca 90 fm 3ja-4ra herb. miðhæð. 44 fm bílsk. Getur verið laus fljótl. Einkasala. Verð 4,5 millj. Hraunhvammur-Hf. Giæsii.80fm3ja herb. jarðh. Mikið endurn. íb. Verð 4,5 millj. Vesturbraut. 75 fm 3ja herb. íb. á miðh. Nýtt eldh. og nýtt á baðí. Laus strax. Verð 3,3 millj. Radíóverslun og verkstæði tiisoiu. Uppl. á skrifst. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsimi 53454. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl„ Hlöðver Kjartansson, hdl.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.