Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.07.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 06.07.1988, Blaðsíða 4
WflRÐflR pbstunnn Ritstjóri og ábm.: Fríða Proppé íþróttafréttir: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavfkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Sagan endurtekur sig Þá hafa samningar verið undiritaðir milli risafyrirtækjanna fjögurra og íslenskra stjórnvalda um hagkvæmniskönnun að stækkun álversins við Straumsvík. Iðnaðráðherra, Friðrik Soph- usson, segir í viðtali í blaðinu í dag, að ef hagkvæmnisathugan- irnar reynist jákvæðar hefjist framkvæmdir við stækkun álversins árið 1990 og fyrsti hluti viðbótarinnar verði síðan tekinn í notkun strax á árinu 1992. Miðað við yfirlýsingar forsvarsmanna fyrirtækjanna fjögurra, eftir undirritun samningsins sl. mánudag, eru allar líkur á, að hag- kvæmnisathugunin reynist jákvæð og að til stækkunarinnar komi. Þetta þykja flestum góðar fréttir, en allur er varinn góður. Það er Ijóst, að fyrir bæjarfélag eins og Hafnarfjörð ríður nú á, að staðin sé öflug vakt um hagsmuni bæjarins og bæjarbúa í þessu stóra máli. ( yfirliti yfir upphafssögu (SAL, sem rakin er í stuttu máli hér á opnunni, kemur margt fram um það, hvaða vandamál og áherslu- atriði þarf að hafa í frammi við undirbúning og stefnumörkum bæjarfélagsins í samningunum framundan. Væntanlega verða þættirnir ekki ólíkir og hagsmunamálin hin sömu. Efst á blaði hljóta að verða liðirnir tekjur og mengunarvarnir. Ef bæjarfélagið á að samþykkja stóriðjuver af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir, með allt að 300 þúsund tonna ársframleiðslu að hámarki, hljóta bæjaryfirvöld að gera mjög ákveðnar kröfur um fullkominn hreinsi- og öryggisbúnað. Það mun koma fljótlega í Ijós, samkvæmt heimildum Fjarðar- póstsins, að nokkuð er talið á skorta, að mengunarvarnir hjá (SAL séu í eins góðu lagi og þær ættu að vera í dag. Kemur þar m.a. til, að fyrirtækinu hafa borist gölluð rafskaut sem valdið hafa meiri mengun en gott þykir. Þetta mál gæti orðið stór þáttur í þeim umræðum sem framundan eru um hið nýja álver. Það ber að hafa í huga, að um tuttugu ár eru liðin frá því að ISAL var á teikniborðinu og margt hefur þróast til betri vegar í tæknibúnaði varðandi öryggi og hreinsibúnað, eins og iðnaðar- ráðherra bendir á í viðtalinu í blaðinu. Það er ekki þar með sagt, að við eigum að láta okkur nægja slíkar yfirlýsingar. Bæjaryfirvöld hljóta að kalla til eigin sérfræðinga til mats á þeim þáttum, áður en þeir kalla yfir okkur slíka stóriðju. Þá er það tekjuhliðin. ( samningnum við (SAL var gengið út frá að bærinn fengi ekki minna í sinn hlut af framleíðslugjaldi ÍSALS en hann hefði fengið, ef fyrirtækið greiddi venjuleg gjöld til bæjar- sjóðs eins og önnurfyrirtæki. í yfirlitinu yfirsöguna kemurfram, að þessi þáttur hefur iðulega lent í togstreitu milli ríkissjóðs og bæjarsjóðs. Engar líkur eru á, að sú saga endurtaki sig ekki í við- ræðunum framundan. Það má minna á, að tekjum ríkissjóðs af álverinu var upphaf- lega varið til byggðajöfnunar, sem var reynar upphafið að Byggðastofnun. Viðbúið er að sú krafa komi fram, að stór hluti gjalda af hinu nýja álveri renni til strjálari byggða landsins, og þá í gegnum Byggðastofnun. Þar verður haldið á lofti kenningum eins og þeim, að nýtt stóriðjuver hefði átt að setja niður annars staðar á landinu, nóg væri komið af þeim á suðvesturhorninu Bæjaryfirvöld mega áreiðanlega halda sig vel við efnið, ef þau ætla ekki að láta sinn hluta miðað við það sem bæjarsjóður upp- sker af afrakstri ÍSAL í dag. Hvernig sem því lyktar, hljóta óbeinar tekjur af nýju álveri samt sem áður að verða miklar. En fyrirhyggju- leysi varðandi mengunar- og öryggisvarnir verður aldrei bætt með peningum, hversu stórar fjárhæðir sem eru í boði. „Það skiptir langmestu máli fyrir Hafnfirðinga, að ávallt hefur verið gengið út frá því, að nýtt álver verði í Straumsvík. Það er gengið út frá því í samningunum nú, að notaður sé sá aðbúnaður sem þar er, þar á meðal höfnin, sem verður í eigu Hafnarljarðarbæjar. Þannig þýða allir flutningar til og frá nýju álveri beinar tekjur fyrir Hafnarfirðinga“, sagði Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra, er Fjarðarpósturinn ræddi við hann um hinn nýja samning um hagkvæmnisathugun stækkunar álversins við Straumsvík og þýðingu hans fyrir Hafnarfjörð. Rætt var við Friðrik á skrifstofu hans í Arnarhváli skömmu fyrir ríkisstjórnar- fund í gærmorgun, en undiritun samninganna átti sér stað í ráðherra- bústaðnum kl. 18 kvöldinu áður, eins og greint er frá í forsíðufrétt. Friðrik sagði ennfremur varð- andi hag Hafnfirðinga af samning- unum: „Auk þess er staðsetning álversins þannig, ef draga má lær- dóm af því sem gerðist í ÍSAL á sínum tíma, að fyrir utan allt ann- að þá mun það skapa Hafnfirðing- um miklar óbeinar tekjur, því stór hluti starfsmanna mun væntan- lega búa í Hafnarfirði og tekjur því myndast í samræmi við það.“ Ákjósaleg aðstaða vegna búsetu Friðrik sagði ennfremur, að við byggingu álversins myndu skapast miklir möguleikar og nefndi sem dæmi stór verktakafyrirtæki í Hafnarfirði, sem augljóslega fengju þarna ómæld tækifæri. Hann sagði síðan: „Jafnvel þó svo önnur verktakafyrirtæki fengju þar verkefni þá hlýtur vinnuafl og óteljandi þjónustuverkefni ætíð að skapast með hliðsjón af bús- etu. Fyrirtæki og einstaklingar í Hafnarfirði fá því þarna ákjósan- lega aðstöðu." - Er ekki ástæða til að óttast þá gífurlegu þenslu sem svo stórt verkefni getur valdið, þó svo byggðarlagið sé orðið þetta stórt. Norðurbærinn í Hafnarfirði byggðist t.d. upp á helmingi skemmri tíma en ætlað var vegna ur kr. á ári.“ Friðrik sagði ennfremur aðspurður, að það yrðu um 400 til 500 manns sem myndu starfa við álverið í fullri stærð og að það yrði óverulegur hluti vinnuaflsins á höfuðborgarsvæðinu. Kristaltært að mengun verður mun minni - Margir óttast frekari mengun og eru ekki of ánægðir með þann þátt reksturs ísals. Er ekki nokk- uð mikið lagt undir með að setja svo stórt stóriðjufyrirtæki á ekki stærra svæði hvað varðar hættuna af henni? „Það er kristaltært, að álver verður reist á grundvelli nýrrar tækni og því er ljóst, að mengun verður mun minni, bæði hvað varðar útblástur og eins innan- dyra. Við megun ekki gleyma því, að Álverið við Straumsvík var byggt fyrir 20 árum. Með nýrri tækni fer til dæmis flúor í gegnum lokað kerfi, útblæstri er ekki hleypt út, nema í mjög litlu mæli, svo litlu að það er varla mælandi. Stjórnvöld munu leggja mjög mikið upp úr, að þessi þáttur verði tryggur, eins tryggur og unnt er. Við gerum okkur mjög vel grein fyrir mikilvægi hans.“ FORSAGA AL VERSINSISTRAUMSVIK: Hagsmunir rikissjóðs og bæjarsjófts vegna ÍSAL hafa iftulega stangast á Iðnaðarráðherra á skrifstofu sinni ígœrmorgun. Friðrik Sophusson iðna&arrá&herra: Allir flutningar til og frá nýju álveri þýfta beinar tekjur fyrirHafnfirftinga ÍSALS. Hvaða áhrif gæti þvílík stækkun álversins haft að þínu mati? „Það verður ekki eins margt fólk sem fær vinnu vegna stækk- unarinnar eins og vinnur hjá ÍSAL nú. Það verða e.t.v. um 300 manns, ef af þessu verður. Ef við lítum ástækkun Hafnarfjarðarfrá því fyrir 20 árum þá er þetta ekki eins mikið hlutfallslega og ég held að ekki sé ástæða að óttast. 24 til 25 milljarða kr. fjárfesting. í sambandi við umræðuna um þenslu, þá tel ég að umræðan um fjárfestingartölur og þenslu þeim samfara blekki. Það er verið að tala um fjárfestingu á bilinu 24 til 25 milljarða króna í þessum áföngum á tiltölulega löngum tíma. Ef álverið fer í fulla há- marksstærð, þ.e. um það bil 200 tonna ársframleiðslu viðbót, þá gerist það á um það bil tíu árum. Ef við segjum að helmingurinn af þeim kostnaði hafi áhrif á innlent efnahagslíf þá er það um einn milljarður króna á ári. Það er ekki stór hluti miðað við fjárfestinar í íslenskum atvinnuvegum, sem talinn er nú vera um 22,5 milljarð- Ræðum framleiðslu- gjaldið síðar - Einn þáttur þessa máls skipt- ir Hafnfirðinga hvað mestu, en það er skipting framleiðslugjalds' af fyrirtækinu. Má vænta þess að Hafnarfjörður fái sama hlutfall gjaldsins og af ÍSAL? „Það er alls ekkert hægt að segja um það nú á þessu stigi. Það hlýtur að koma til umræðna á síð- ari stigi. Við höfum átt góða sam- vinnu við bæjaryfirvöld, reglulega fundi undanfarið um þessi málefni. Við munum ræða þann hluta á síðari stigum, það er að segja þegar málin liggja ljósar fyrir.“ Iðnaðarráðherra sagði einnig, að miðað við stöðu mála í dag væri möguleiki á að niðurstöður hag- kvæmnirannsókna gætu legið fyrir að ári og framkvæmdir því hafist við stækkun álversins við Straum- svík á árinu 1990. Hann sagði síðan: „Það þýðir að fyrsti hluti nýs álvers yrði tekinn í notkun árið 1992.“ Reykjanesbraut yrði færð ofar - Hvað með staðsetningu hins nýja álvers. Hvernig er hún hugsuð? „Það er eitt af því sem ekki hef- ur verið ákveðið, en eins og hug- myndin var sett á blað fyrr í við- ræðunum var reiknað með að hún yrði hinum megin við Reykja- nesbrautina, það er miðað við legu ÍSALS. - Hvernig yrði þá staðið að vegamálum á þessu svæði? „Það er þá reiknað með að Reykjanesbrautin verði færð upp fyrir hið nýja álver.“ Friðrik upplýsti einnig, að þær kannanir sem þegar hefðu verið framkvæmdar hefðu kostað um tíu milljónir króna. Aðspurður um hver greitt hefði þann kostnað sagði hann það hafa verið íslenska ríkið. Um kostnaðaráætlun þeirra hagkvæmnisathugana sem fram- undan eru, sagði hann áætlun um þær vera um 50 milljónir króna, en það yrðu fyrirtækin fjögur sem stæðu straum af þeim. - En eru þær athuganir að einhverjum hluta framkvæmdar hérlendis? „Að hluta verða þær unnar hér heima, t.d. af íslenskum stofnun- um. Þá hafa fyrirtækin til dæmis ráðið til starfa íslenskan lögfræð- ing, Eirík Tómasson, til að gæta hagsmuna sinna.“ Engin vilyrði verið gefin um raforkuverð Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra var að lokum spurður þeirr- ar algengu spurningar í þessu sambandi, hvort eitthvað hefði verið ákveðið með raforkuverð og hann minntur á, að í dagblöðun í gær, sama morgun og viðtalið var tekið, voru yfirlýsingar frá for- stjóra sænska fyrirtækisins um að þeir reiknuðu með svipuðum kjörum á raforku og ÍSAL hefði notið hérlendis. Friðrik svaraði: „það hafa eng- in vilyrði verið gefin um raforku- verð og samningar um það koma sem fleiri á síðari stigum umræðunnar. Það er margt hugs- anlegt í því sambandi. Það er til dæmis hægt að hugsa sér að selja raforku fram í tímann, þannig að kaupendur taki alla áhættu af vaxtakostnaði af virkjanafram- kvæmdum. Þá má hugsa sér að þeir borgi raforkuna á heims- markaðsverði, ennfremur að við fáum borgað að hluta í afurðum, það er að við kæmum okkur upp úrvinnsluiðnaði fyrir ál. Það eru margar leiðir hugsanlegar en ekk- ert ákveðið í þeim efnum", sagði iðnaðarráðherra að lokum. Löngum hefur það verið áhugamál bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að auka Ijölhreytni í atvinnulífi bæjarins. Sem dæmi um það má nefna, að í kringum 1950 kom til tals, að Áburðarverksmiðju ríksins yrði valinn staður á Hvaleyri, og var bæjarstjórn reiðubúin að leggja til land undir verksmiðjuna. Þá var á þessum árum einnig rætt nokkuð um það, að væntanleg sementsverksmiðja yrði sett niður í Hafnarfirði, en Akra- neskaupstaður var þar hlutskarpari. Hafnarfjörður varð aftur á móti ofan á við staðarval álvers á íslandi og verður hér á eftir rakin nokkuð saga þess. Stuðst er við lýsingu í bókinni Saga Hafnarfjarðar 1908- 1983. Þegar farið var að ræða um það snemma árs 1964 að reisa álverk- smiðju hér á landi, vaknaði áhugi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á því, að verksmiðjan yrði reist í bænum eða nágrenni hans. I júlí- lok samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarstjóra og bæjarráði að kanna, hvort mögulegt væri, að hinni fyrirhuguðu álbræðslu yrði valinn staður í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Ýmsir staðir norðanlands og sunnan komu til greina í þessu sambandi, þar á meðal Straumsvík. Straumsvík talin heppilegustu í ágústmánuði 1964 könnuðu fulltrúar Swiss Aluminium Ltd. Straumsvíkursvæðið og í sama mánuði áttu aðalforstjóri og fram- kvæmdastjóri félagsins, ásamt Jóhannesi Nordal formanni stór- iðjunefndar, óformlegar viðræður við forráðamenn Hafnarfjarðar- bæjar. Um áramótin 1964-65 var sýnt, að fyrirtækið taldi Straums- vík hentugasta staðinn fyrir álverksmiðjuna. Vorið 1965 lagði ríkisstjórn fyr- ir Alþingi skýrslu um hina fyrir- huguðu álbræðslu. Þar var gert ráð fyrir, að íslenska ríkið fengi eignarhald á landi og hafnarstæði í Straumsvík og léti Swiss Alum- inium í té land undir mannvirki og annaðist sjálft gerð hafnarmann- virkja í Straumsvík. Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar létu í ljós þá ósk við iðnaðarráðu- neytið vorið 1965, að Hafnar- fjarðarbær léti fyrirtækinu í té land undir verksmiðjuna og ann- aðist sjálfur hafnargerð í Straums- vík, ef samkomulag gæti náðst um aðra þætti málsins, sem vörðuðu bæinn. Bæjarstjórnin taldi, að betur færi á því að þessi háttur yrði hafður á, þar eð reisa átti verksmiðjuna í lögsagnarum- dæminu. Frumvarp að hafnar- og lóðar- samningi milli Hafnarfjarðarbæj- ar og íslenzka álfélagsins h.f. var lagt fyrir bæjarstjórn Hafnar- fjarðar til fyrri umræðu í apríl- byrjun 1966. Hafsteinn Baldvins- son bæjarstjóri fylgdi frumvarp- inu úr hlaði og urðu miklar umræður um samninginn, en síð- an var honum vísað til annarrar umræðu með átta samhljoða atkvæðum. Síðari umræða fór fram í apríllok. Samningurinn var síðan samþykktur með sex atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins, en bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins sat hjá. Skuldbatt sig til hafnarmannvirkjagerðar Helstu atriði samningsins voru þessi: Hafnarfjarðarbær skuld- batt sig til að láta ÍSAL, sem er skrásett í Hafnarfirði, í té land undir verksmiðjuna, allt að 370 þúsund fermetrum að stærð, og var það leigt til allt að 55 ára. ÍSAL tók við landinu, sem er austan Straumsvíkur í Kapell- uhrauni, sjávarmegin Reykja- nesbrautar, í því ástandi, sem það var. Lengd lóðarinnar meðfram Reykjanesbraut er u.þ.b. 1,3 km. Landið, sem verksmiðjan fékk, var að mestu leyti í eigu Hafnar- fjarðarbæjar. Nokkurt land var í eigu einstaklinga, og var það tekið eignarnámi vegna hafnarinnar. ÍSAL bar kostnað af eignarupp- tökunni, þó að Hafnarfjarðarbær yrði eigandi landsins. ÍSAL lagði á eigin kostnað og samkvæmt opinberum reglum vegi, vatns- lagnir, skolpleiðslur, holræsi og sá um framræslu o.fl. Þá var ÍSAL gert að greiða byggingarleyfis- gjöld að upphæð 1.500.000 kr. og 3.500.000 kr. í gatnagerðargjöld. Byggingar allar skyldu vera í sam- síðla árs 1966 og var verksmiðjan tekin í notkun 1. júlí 1969. Hinn 1. október sama ár hófst rekstur fyrsta áfanga með fullum afköst- um. Annar áfangi var tekinn í notkun 1. júní 1970. Þá var bætt 40 kerum við þau 120, sem fyrir voru. Álverið var vígt við hátíð- lega athöfn 3. maí 1970. Bjarni Benediktsson forsætisrápðherra lagði hornstein að verksmiðj- unni.og Jóhann Hafstein iðnaðar- ráðherra lýsti álverið formlega tekið til starfa. Vígsluathöfnin fór fram í steypuskálanum og sóttu hana um 700 manns. Þriðji áfangi álversins var tek- inn í notkun árið 1972, þremur árum fyrr en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Þá var síðari kerskálinn tilbúinn. Samningar um þessa stækkun á álverinu voru gerðir í októberlok 1969. Um leið undirritaði bæjarstjóri viðauka við lóðar- og hafnarsamning milli Hafnarfjarðarbæjar og íslenska álfélagsins, sem nauðsynlegt reyndist að gera vegna stækkunar- Áskorun um fullkominn hreinsibúnað Varðandi endurskoðun samn- ingsins, sem kom fram á árinu 1975 átti Hafnarfjörður mikilla hagsmuna að gæta, sérstaklega varðandi eftirtalin þrjú atriði: hlut bæjarins af framleiðslugjaldinu, byggingarleyfisgjald og gatna- gerðargjald til bæjarins af fyrir- hugaðri stækkun verksmiðjunnar reglum. Miðað við óbreytt lög var hlutur bæjarins af framleiðslu- gjaldinu um 50.000.000 kr. árið 1975, en ef félagið hefði greitt til bæjarins aðstöðugjöld og fast- eignaskatta hefðu þau numið 130.000.000 kr. Þegar þar við bættist, að í frumvarpinu var gert ráð fyrir, að tekjur bæjarsjóðs af framleiðslugjaldinu minnkuðu, kom ekki á óvart þó bæjarstjórn brygði hart við. Bæjarstjórnin var því ekki reiðubúin til að taka afstöðu til viðaukasamningsins um þriðju stækkun verksmiðjunnar. Bæjar- stjórn óskaði þess vegna eftir því við Alþingi að fá hæfilegan frest til að skila umsögn og skoraði jafn- framt á Alþingi að taka upp í frumvarpið ákvæði þess efnis, að settur yrði upp fullkominn hreinsibúnaður. Endurskoðunin sem umrætt frumvarp gerði ráð fyrir, miðaði að því að fá hærra rafmagnsverð og var augljóst, að það var gert á kostnað framleiðslugjaldsins. Þarna stönguðust á hagsmunir bæjarsjóðs og ríkissjóðs, því að sá fyrrnefndi stefndi að því að ná fram stærri hluta af framleiðslu- gjaldinu en hann hafði, en ríkis- sjóður vildi hins vegar halda sín- um hlut óbreyttum. Alþingi tók að miklu leyti tillit til óska bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar og breytti frumvarpinu svo að góður árangur náðist. Sam- kvæmt gömlu lögunum var fram- leiðslugjaldið áætlað um 50 millj. ræmi víð byggingarsamþykkt bæjarins og staðla og reglugerðir byggingar- og skipulagsyfirvalda. Einnig voru í samningnum ákvæði um, að Hafnarfjarðarbær skuld- batt sig til að gera hafnarmann- virki í Straumsvík. Samkvæmt samningi ríkisins við Swiss Almuninium Ltd. var ákveðið, að ÍSAL skyldi greiða framleiðslugjald í stað almennra skatta og gert ráð fyrir, að Hafn- arfjarðarbær fengi fyrstu níu árin 25% af framleiðslugjaldinu, en 20% úr því. Talið var, að hlutur Hafnarfjarðarbæjar af fram- leiðslugjaldinu yrði a. m. k. jafn- hár og ef félagið greiddi opinber gjöld til bæjarins eins og önnur fyrirtæki. Þriðji áfangi þremur árum fyrr á ferðinni Byggingarframkvæmdir hófust og viðunandi ráðstafanir til að draga úr skaðlegum áhrifum reyks og gastegunda. Að mati bæjar- stjórnar var nauðsynlegt að hafa hliðsjón af þessum þremur atrið- um, þegar semja átti um stækkun álversins. Frumvarp sem kom fram á þessu ári fjallaði um endurskoðun á rafmagnsverði, framleiðslu- gjaldi og stækkun verksmiðjunn- ar. Bæjarstjórn taldi mjögmisráð- ið, að hún hafði ekki verið höfð með í ráðum um endurskoðun samningsins og gerð frumvarpins. Eins og áður sagði var gert ráð fyr- ir að hlutur Hafnarfjarðar af framleiðslugjaldinu yrði a. m. k. jafnhár og ef ÍSAL greiddi opin- ber gjöld til bæjarins eins og önn- ur fyrirtæki. Þróunin varð hins vegar sú, að ÍSAL greiddi árið 1975 langtum lægri gjöld til bæjar- sjóðs en það hefði gert, ef það væri skattlagt eftir venjulegum kr., en eftir endurskoðun varð það um 90 millj kr. árið 1975. Mestu máli skipti, að viðurkennt var, að aðalhluta framleiðslu- gjaldsins, sem rennur í bæjarsjóð, að jafnvirði 240.000 dollara, mætti endurskoða á tveggja ára fresti með hliðsjón af þróun fast- eignaskatta, til þess að eðlileg samsvörun héldist við þá. Auk þessara 240.000 dollara fær Hafn- arfjarðarbær 18% af árlegri heild- arupphæð framleiðslugjaldsins, en ríkið afganginn. Síðan þessi niðurstaða fékkst hefur mikið vatn runnið til sjávar og umræðan um skiptingu fram- leiðslugjaldsins milli bæjarins og ríkissjóðs komið upp á ný, eins og lesendum er eflaust í ferskara minni. Víst er, að þessir þættir allir, sem hér hafa verið raktir, verða enn á ný í kastljósi, þegar umræður um nær þreföldun ál- versins hefjast. 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.