Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.07.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 13.07.1988, Blaðsíða 1
a\\cl FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafrtarfirði Sími652266 FJflRÐflR 25.TBL 1988-6. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR13.JÚLÍ VERÐ KR. 50,- a\\s FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfirði Sími 652266 Stórmeistaramir mætast í Hafnarborg eftir mánuð Skákþing íslands, íslandsmeist- aramótið í landsliðsflokki, verður haldið í Hafnarborg dagana 13. til 29. ágúst n.k. Þetta verður eitt sterkasta mót, sem haldið hefur verið hérlendis. Þar mætast svo til ailir stórmeistarar landsins. Það er Skákfélag Hafnarfjarðar sem er mótshaldari, bæjarsjóður Hafnarfjarðar stendur straum af kostnaði, en Sparísjóður Hafhar- fjarðar styrkir það einnig. Keppnin í landsliðsflokki á Skákþingi Islands er eitt sterkasta mót sem haldið er hérlendis á ári hverju. Hingað til hefur það verið haldið á vorin, en nú hefur það verið flutt til, enda talið hag- kvæmara fyrir skákmeistarana, að sögn Þráins Guðmundssonar for- seta Skáksambandsins. Tvö efstu sætin á mótinu veita rétt til setu í Olympíuliði og á svæðamótum. Verðlaun verða þau hæstu sem hingað til hafa þekkst, eða 350 þús. kr. heildarverðlaun. Allar líkur eru á að sögn Þráins, að hér verði um mjög sterkt mót að ræða. Þátttakendur verða: Margeir Pétursson, Jón L. Árna- son, væntanlega Karl Þorsteins, Þröstur Þóhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Ekki er endan- lega ljóst hvort Helgi Ólafsson verður með, en miklar líkur á því. Þá verða tveir sigurvegarar úr áskorendaflokki á mótinu, þ.e. þeir Róbert Harðarson og Þráinn Vigfússon. Þá fær mótshaldari, Skákfélag Hafnarfjarðar, að til- nefna tvo menn, en það verða þeir Ágúst Karlsson og Benedikt Jón- asson. Um boðssæti, sem einnig eru tvö, hafa tveir ungir efnilegir skákmenn sótt, Davíð Ölafsson og Jóhannes Ágústsson. Ef Helgi Ólafsson tekur ekki þátt í mótinu verður sæti hans skipað Ásgeiri Þór Árnasyni, en hann er bróðir Jóns L. Árnasonar. Ymsir munu sakna nafns Jóhanns Hjartarsonar hér að framan en að sögn Þráins verður hann á kafi í undirbúningi fyrir World-Cup keppnina, sem verður hérlendis skömmu síðar. Þau voru aðfá'ann, enda veðrið tilþess aðfinna sér verkefni utandyra. Það var enginn viðvaningsbragur á þessum hressu „bryggju- börnum" sem voru að dorga niður við höfn er Ijósmyndara Fjarðarpósts- ins bar að garði. Aflinn var ekkert slor; marhnútur og koli sem heimiliskötturinn hefði eflaust þegið með þökkum. Honum var gefið líf, en örlög mansa voru ekki ráðin. HafnfiröirKjur ámót„Collins- krakkanna" Ungur Hafnfirðingur, Stef- án Freyr Guðmundsson, sem er 10 ára, og einn af efnileg- ustu skákmönnum okkar í drengjaflokki, hefur verið til- nefndur í hóp fjórtán stráka 13 ára og yngri til að taka þátt í Collins-Kids mótinu í Bandaríkjunum. Þetta er í áttunda skiptið sem mótið er haldið, en fslendingar hafa farið með sigur af hólmi í sex skipti. Mótið verður haldið skammt frá New York 21. ágúst til 28. ágúst n.k. Sjá viðtal við Stefán Frey: „Það væri gaman að tefla við Jóhann Hjartarson" á bls. 4 og5. Enn deilt um yfíricennarastööu Öldutúnsskóla: Kennarar mæltu ekki meo Huldu Kennarar Öldutúnsskóla mæltu ekki með Huldu G. Sigurð- ardóttur í starf yfirkennara skóla síns, en Hulda hefur verið settur yfirkennari síðasta skólaár. Hún var meðal fjögurra umsækjenda um stöðuna. Kennararáðið mælti með Matthíasi Kristiansen að afstaðinni könnun meðal kennara, en þar hlaut hann meiri- hluta atkvæða. Skólastjóri skólans, Haukur Helgason, tók ekki afstöðu í mál- inu, ekki heldur þrír af kjörnum fulltrúum í skólanefnd. Tveir skólanefndarmenn, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, mæltu aftur á móti með Huldu og vísuðu til afstöðu sinnar við ráðningu henn- ar 1987. Ráðherra hefur ekki tek- ið afstóðu í málinu, en það er hann sem ákveður veitinguna. Þetta er í annað sinn sem deilur verða um ráðningu í þessa stöðu, en miklar pólitískar deilur urðu þegar Hulda var ráðin. Við afgreiðsluna í skólanefnd lögðu þrír fulltrúanna sem sátu hjá fram svohljóðandi bókun: „Með tilliti til forsögu ráðningar yfirkennara Öldutúnsskóla, sjáum við ekki ástæðu til að sinni að gera tillögu um hver umsækjenda skuli settur í stöðu yfirkennara Öldutúnsskóla skólaárið 1988-1989, en vekjum athygli ráðherra á umsögnum kennararáðs og skólastjóra Oldu- túnsskóla." Umsögn skólastjóra er svo- hljóðandi: „Ég tel ekki ástæðu til að ég taki þátt í þessu ráðningar- máli nú vegna forsögu þess. Ég vil taka fram, að samstarf mitt við yfirkennara skólans hefur ávallt verið gott." Aðrir umsækjendur um starfið voru þeir Gísli Svanberg Ásgeirs- son og Þórður Kristjánsson. Sam- jkvæmt upplýsingum hjá Guð- mundi Magnússyni aðstoðar- Imanni menntamálaráðherra í jgær, hefur málið ekki borist til jafgreiðslu ráðherra. Fundargerðin var „sungin og samþykkt" Það finnast stundum skemmtilegir punktar í annars haria leiði- gjörnum fundargerðum skólanefndar bæjarins og skal hér eiim slíkur festur á blað. f fundargerð frá 6. júlí s.l. segir svo um fundargerð „Styrkja- nefndar": „Fundargerð „Styrkjanefndar" frá 1. júlí lögð fram, sungin og samþykkt." - Svo mörg voru þau orð.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.