Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.08.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 17.08.1988, Blaðsíða 1
AÍK FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunMO Hafnarfirði Sími652266 FJflRÐflR pósturinn 27.TBL1988-6.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR17.JÚLÍ VERÐ KR. 50,- FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfirði Sími 652266 Viðurkenningar fegrunamefndar fyrir fallega garöa, snyrtimennsku oa fegrun Hafnarfjarian Vesturvangur valinn stjörnugata ársins Fegrunamefnd Hafnarfjarðar kallaði til kaffisamsætis í Gaflinum sl. mánudag þar sem afhentar voru viðurkenningar og rauðar rósir til eig- enda sjö garða, ennfremur fyrir fallegt uppgert gamalt hús, snyrti- mennsku við frágang og lóð atvinnuhúsnæðis. Þá var Vesturvangur útnefndur stjörnugata ársins. Kristján Ingi Gunnarsson garðyrkju- stjóri hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir frábær störf. Einnig var full- trúum Málfundarfélagsins Magna þökkuð gjöfin Hellisgerði. Samsætið sátu einnig unglingar 8, eigandi: Rósa Loftsdóttir. úr vinnuskólanum og var hópur- Suðurhvammur 1, eigendur: Ing- inn, sem starfað hefur hjá Skóg- unn Þorsteinsdóttir og Guðjón ræktinni, fyrir valinu að þessu Valdimarsson. Herjólfsgata 10, sinni. Þeim voru þökkuð vel unn- eigendur Elín Eggerz Stefánsson in störf í þágu fegrunar bæjarins í og Árni Friðfinnsson. sumar. Gamla uppgerða húsið er að Það var formaður fegrunar- Holtsgötu 4 og eru eigendur þess: nefndarinnar, Hólmfríður Árna- Sigríður Harðardóttir og Páll V. dóttir, sem tilkynnti um fegrustu Bjarnason. Það var húsnæði Esso garðana, en þeir eru: Reykjavík- við Lækjargötu 46 sem verðlaun- urvegur 10, eigendur: Ágústa að var fyrir góðan frágang við Hannesdóttir og Hallgrímur bygginguoglóð. Vilhjálmur Jóns- Steingrímsson. Suðurvangur 9, son forstöðumaður sem tók við eigendur: íris Dungal og Guð- þeirri viðurkenningu. mundur Þ. Pálsson. Sævangur 1, Við þökkum fyrir hönd Mál- eigendur: Ingibjörg Sigurðardótt- fundarfélagsins Magna tóku þeir irogÁrniHjörleifsson. Sævangur Ellert Borgar Þorvaldsson og 3, eigendur: Stefanía Jónsdóttir Guðmundur Sveinsson, sem sæti og Jón Guðmundsson. Erluhraun eiga í stjórn félagsins. Það má til sanns vegar fœra, að hér séu samankomin mestu snyrtimenni bœjarins í ár, en þetta er hópurinn sem hlaut viðurkenningar fegrunarnefndar sl. mánudag. ' Skákþingiö í Hafnarborg: Ágúst Sindri vann Karl Þorsteins Eftir þrjár umferðir í landsliðs- flokki Skákþings Islands eru þeir jafnir og efstir Margeir Pétursson og Hannes Hlífar með þrjá vinn- inga hvor. Jón L. Árnason gerði jafntefli við Þröst Þórhallsson, þannig að hann datt niður í þriðja sætið með tvo og hálfan vinning. í gærkvöldi vann Ágúst Sindri Karlsson úr Hafnarfirði Karl Þor- steins í skemmtilegu tafli. I dag taka skákmennirnir sér hvíld og hefst fjórða umferð á morgun kl. 18. Það er líf og fjör í Hafnarborginni í kringum Skák- þingið. Nokkuð er af áhorfendum og koma flestir á milli kl. 20og22. Aðstaða er þar öll til fyrirmyndar. Skákskýringar eru á staðnum, auk þess er unnt að skora skáktölvu á hólm. Vinningshafar fá setu í sér- stökum flokki útvaldra. Þá er gef- ið út blað á staðnum daglega með helstu fréttum og skákskýringum Ekki má gleyma að geta kaffistof- unnar, sem opin er til kl. 22. Þar má m.a. fá kaffi og nýbakaðar vöflur með rjóma. Heilsugæslustöðin í Sólvang um helgina Heilsugæslustöðin fær nýja húsnæðið sitt í Sólvangi afhent á morgun, fimmtudag. ÖU starfsemi, sem nú fer fram í húsnæði Sparisjóðsins við Strandgötu, flytur um helgina í Sólvang og er stefnt að því að starfræksla þar hefjist n.k. þriðjudag. AðsögnGuðmundarH.Ein- stöðvarinnar í Sólvangi, þ.e. arssonar heilbrigðisfulltrúa verður allt gert til þess að aðeins þurfi að loka einn dag, þ.e. n.k. mánudag. Hann sagði, að frá og með þriðjudeginum yrði öll heilbrigðisþjónusta heilsugæslu- læknaþjónusta, ungbarnaeftirlit og annað sem fram hefur farið við Strandgötuna. Mæðraskoð- un verður þó enn um hríð í St. Jósefsspítala, þar sem hún hefur veriðsl. ár. Fasteignasala glæöist í Firiinum: Mikil eftirspum af landsbyggðin Fasteignasala í Hafnarfirði hefur glæðst eftir fremur dræmt sumar. Stór hluti þeirra, sem festa viU kaup á fasteign í Firðinum er utan af Iandsbyggðinni. Fasteignasala mun hins vegar enn vera dræm í höfuð- borginni Mikil örtröð hefur verið á fast- eignasölu Hraunhamars síðustu daga og sagði Magnús Emilsson fasteignasali í viðtali við Fjarð- arpóstinn, að eftirspurn sé eftir öllum tegundum og stærðum íbúða. Magnús sagði áberandi, hversu stór hluti þeirra sem kaupa vildi húsnæði í Hafnarfirði væri utan af landi. Fólk hefði þessa dagana samband alls staðar að af landinu og virtust velflestir þeirra vera í þeim hugleiðingum að flytja í Fjörðinn. Aðspurður sagði Magn- ús að lokum, að fasteignaverð hér væri nú síst lægra en í ná- grannasveitarf élögunum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.