Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.08.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 17.08.1988, Blaðsíða 5
BflRÐflR pbstunnn Ritstjóri og ábm.: Fríöa Proppé íþróttafréttir: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Smekklaus ,^rðsending“ Misskipting gæðanna milli landsbyggðarinnar og Suðvestur- hornsins ætlar að reynast okkur (slendingum drjúgt deiluefni. Málefni sem varða Hafnarfjörð eru nú ítrekað sett á oddinn í þessum deilum. Það er enda svo, eins og fram kemur í forsíðu- frétt blaðsins, að stórhluti þeirra sem leitareftirfasteignakaupum í Firðinum þessa dagana er utan af landi. Það fór eins og Fjarðarpósturinn spáði í fyrsta tölublaði eftir breytinguna á blaðinu, að um leið og tilkynnt var um stækkun álversins í Straumsvík upphófust deilur um staðsetningu nýs stóriðjufyrirtækis. Þessar deilur verða áreiðanlega dregnar inn í umræðuna á Alþingi strax í upphafi þings í október, en þar virð- ast hrepparígur og kjördæmapot orðið eitt af stærstu vanda- málunum. Menn ræða nú, að því er virðist í fullri alvöru, um að endilega þurfi að byggja þriðja álverið. Á sama tíma óttast þeir hinir sömu of mikla þenslu á fjármagnsmarkaðinum. Staðsetningin hér í Hafnarfirði er í raun það sem ergir landsbyggðarmenn og and- mælendur stækkunarinnar á ÍSAL mest. Stjórnendur erlendu stórfyrirtækjanna sem hyggjast stækka álverið í Straumsvík hafa áreiðanlega lítinn áhuga á íslenskri byggðapólitík. Þeir spyrja aðeins um hagkvæmni og staðreynd- irnar tala. Hagkvæmni er hvergi eins mikil og í Straumsvík. Ef einhverjum datt í hug, að unnt væri að skipa þeim fyrir varðandi staðsetningu getur hann gleymt því. Þeir myndu einfaldlega leita til annarra landa. Annað deilumálið sem snertir Hafnarfjörð er löndunarheimild Grænlendinga á íslandi. ísfirðingar mega vart vatni halda af ánægju yfir „frægðarför" sinna manna á sjávarútvegssýningu í Nuuk nýverið með bæjarstjórann í broddi fylkingar. Erindið var að „endurheimta viðskiptin við grænlensku rækjuveiðiskipin", eins og segir í leiðara Vestfirskafréttablaðsins nýverið. Leiðarinn er undir fyrirsögninni „Ekki dauðir úr öllum æðum“ og er þar átt við dugnað bæjaryfirvalda við „endurheimtinguna". í leiðaranum segir einnig, að Grænlendingar hafi flutt sig um set á suðvesturhornið, eftir að aðilar þar hafi boðið þeim „gull og græna skóga, ef þeir lönduðu afla sínum á Faxaflóasvæðinu". Hið rétta er, að Grænlendingar völdu sjálfir að landa í Hafnar- firði, eins og kemur fram í viðtali við fulltrúa grænlensku heima- stjórarinnar, Erik Hesselbjerg, í 19. tbl. Fjarðarpóstsins. Hann segir þarorðrétt: „Þarsem þjónustan í Hafnarfirði ermun betri en á ísafirði höfum við tekið þá ákvörðun að halda þjónustunni þar framvegis." (slendingum líkar illa að vera skipað fyrir af erlendum þjóðum. Það ætti því að vera skiljanlegt, ef Grænlendingum líkar það einnig miður. „Orðsendingin" frá stjórnvöldum við endurnýjun löndunarleyfis Grænlendinga, sem sagt er frá í baksíðufrétt, er smekkleysa og má skilja sem dulbúna hótun. Ef við á annað borð viljum sýna þessum nágrönnum okkar drengskap, sem við reyndar höfum einnig þó nokkurn ávinning af, þá ættum við að leyfa þeim sjálfum að velja sér næturstað. Samningur ÁTVR við Rafha til fimm ára: Innréttingar fyrir 13 þúsund áfengisflöskur Húsnæði áfengisútsölunnar í Rafha-húsinu við Lækinn er nú tilbúið og í gær gekk í gildi sam- starfssamningur ATVR og Rafha og gildir hann til fimm ára. Stefnt er að opnun húsnæðisins í næsta mánuði, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu, að sögn Höskuldar Jónssonar for- stjóra ÁTVR. Fjarðarpósturinn hitti Höskuld að máli í nýja húsnæðinu, þegar verið var að leggja lokahönd á frágang þess sl. mánudag. Hann sagði, að húsnæðið væri að flestu líkt áfengisútsölunni í Kringlunni. Afgreiðslan verður tölvuvædd, Við hönnun húsnæðisins er gert ráð fyrir að þar verði selt sterkt öl, þegar þar að kemur. Verslunin sjálf mun rúma um 13 þúsund flöskur af áfengi. Lagerpláss er lítið og sagði Höskuldur að það væri með ráðnum huga gert. ÁTVR teldi heppilegra að aka oftar með vörur í verslanir á höfuðborgarsvæðinu af aðallager. Höskuldur sagði aðspurður, að þó húsnæðið væri tilbúið þyrfti ýmsan undirbúning, áður en unnt yrði að opna. Þjálfa þyrfti starfs- fólk Rafha, en verslunarstjóri verður a.m.k. fyrst í stað Sverrir Valdimarsson, sem nú gegnir stöðu aðstoðarverslunarstjóra í Kringlunni. Varðandi samninginn við Rafha sagði Höskuldur að ýmis- legt væri enn óráðið, t.d. opnun- artími verslunarinnar o.fl. Hann sagði þar ýmsa valkosti, t.d. væri verslunin í Kringlunni opnuð kl. 10 á morgnanna, áfengisútsalan í Ólafsvík væri opin frá kl. 13.30. Einnig væri eftir að ganga frá því, hvernig eftirliti yrði varið í versl- unni o. fl. Innrétting áfengisútsölunnar minnir um margt á innréttinguna í Kringlunni. Hönnuður hennar er Pálmi Kristmundsson. Eftirlit með framkvæmdum hefur Jóhann Steinsson annast. Höskuldur Jónsson, forstjórí Á TVR, lengst til vinstri, Jóhann Steinsson og Pálmi Kristmundsson arkitekt lengst til hœgri. Myndin er tekin við hillurnar, semfylltar verða með áfengisflöskum á nœstu vikum. 1 A-; • ■. . / wfl Wt ni: i WMH| / [ 1 f 'Wfo MT i ,P í ‘ mm fcjjk.K li ÆW’*' 1 ■V ' Þ r * ■15 iBt Líflegur lokadagur Það var líf og fjör á loka- degi Vinnuskólans í lok júlí. Meðal skemmtiatriða vai „rúbbíleikur" milli flokks- stjóra og nemenda. Það væri synd að segja, að mjúku gild- in hafi verið látin ráða, eins og sjá má á þessari mynd. Fjarðarpósturinn hefur það eftir einum flokksstjóranna að þeir hafi unnið með átta mörkum gegn sex. Við seljum það ekki dýraren við keyptum Það er forsjálni að greiða á gjalddaga . Meðkveðju RAFVEITA HAFNARFJARÐAR UTBOÐ SUNDLAUGí SUÐURBÆ Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í 4. áfanga bygg- ingar Sundlaugar í Suðurbæ. í verkinu er innifalinn lokafrágangur byggingar, þ.e. lóðargerð, múrverk, flísalögn, lagnirog innréttingar. Verktaki tekur við uppsteyptu mannvirki. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6 gegn 25.000 kr. skilatrygg- ingu. Afhending frá þriðjud. 9. ágúst. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 6. september n.k. kl. 10.00. BÆJARVERKFRÆÐINGUR „Þú hýri HafnarQörður“ MYNDBAND A vegum Hafnarfj arðarbæj ar eru nú til sölu mynd- bönd í takmörkuðu upplagi: „Þú hýri Haínaríjörður“, frá árinu 1974. Myndbandið er til sölu í Bókabúð Böðvars og Bóka- búð Olivers Steins. BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI Stjömugötu-grillveisla Ibúar við Vesturvang höfðu vissulega ástæðu til að fagna, er þeir héldu sína árlegu grillveislu sl. laug- ardagskvöld. Það hefur verið fastur liður síðustu sex árin, að íbúarnir kæmu saman í einhverjum hraun- bollanum við Vesturvang, en á laugardaginn hafði það spurst út, að Vesturvangur hefði verið valinn stjörnugata Hafnarfjarðar. Að sögn Björns Eysteinssonar, sem er einn íbúanna við götuna, hefur ætíð verið mjög góð þátttaka í grillveislunum. Á laugardagskvöldið komu saman á milli 60-70 íbúar og sagði Björn, að þeir skipustu á að sjá um veisluna. Auk þess að borða ljúffengan mat og dreypa ágóðum veigum sagði hann að tíminn væri notaður til að fara í Ieiki með krökkunum og síðan auðvitað að taka lagið við varðeld. Myndin að ofan er af helstu forsöngvurunum á laugardagskvöldið og auðvitað fylgir með hér að neð- an mynd af stjörnugötu ársins. Skrifstof u herberg i ■■■ ■ ■ ^ til leigu aö Reykjavíkurvegi 72 HAG8YN REIKNIOGTÖLVUWÓNUSTA Upplýsingar í síma 51155 eða 54088 BREYTING - á aðal- og deiliskipulagi í Hafnarfirði Samkvæmt ákvörðun skipulagsstjórnar ríkisins með tilvísan til 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við breytingartillögu að staðfestu aðalskipulagi og deiliskipulagi á Steinull- arlóð við Lækjargötu í Hafnarfirði. Breytingartillag- an tekur til landnotkunar (íbúðir í stað iðnaðar), nýtingarhlutfalls (0,45 verður 0,65) og húsagerðar. Tillagan liggur frammi á skrifstofu skipulagsstjóra Hafnarfjarðar að Strandgötu 6 frá 29. júlí til 9. sept. 1988. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 23. september 1988 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Hafnarfirði 21. júlí, 1988 Skipulagsstjóri ríkisins Bæjarstjórinn í Hafnarfirði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.