Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.08.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 17.08.1988, Blaðsíða 6
Innritun í öldungadeild Flensborgarskóla a b hefjast: Meðalaldur fer lækkandi Flensborgarskóli hefur kennslu 1. september n.k. Um 480 nemend- ur verða í dagskólanum á haustönn, þar af 140 nýnemar. I Öldunga- deild, sem notið hefur mikilla vinsælda, hefst kennsla 5. september, en skráning nemenda fer fram í skólanum 22. til 24. ágúst n.k. Að sögn Maríu Gunnlaugsdótt- ur aðstoðarskólameistara verður nemendafjöldi í vetur svipaður og síðasta vetur. Flestir nýnema eru úr Hafnarfirði, en alltaf eru ein- hverjir nemendur utan af landi og úr nágrannasveitarfélögunum. Skólastarfið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Nokkrir kennarar skólans sóttu á sl. vori námskeið fyrir umsjónarkennara, sem Gerður Óskarsdóttir, kennslustjóri i upppeldis og kennslufræðum við H. I. sá um. Er stefnt að því, að nýnemar njóti virkari umsjónarkerfis í framhaldi af því. Aðspurð sagði María hag- fræðibraut eina vinsælustu námsbraut skólans um þessar mundir. Hún sagði að boðið væri upp á flestar þær námsbrautir, sem algengar væru í sambærileg- um skólum, en nefndi tónlistar- braut og tæknibraut sem dæmi um námsbrautir, sem ekki væri alls staðar boðið upp á. Öldungadeild Flensborgar- skóla hefur notið mikilla vin- sælda. Sagði María, að á sl. árum hefðu 120 til 130nemendurstund- að þar nám á hverri önn. í deild- inni er nokkuð takmarkaðra námsframboð enn í dagdeild. Kennsla fer fram fjögur kvöld í viku frá kl. 17.20 til 21.45 hvert kvöld. Pá gefst nemendum í öld- ungadeild kostur á að sækja tíma í dagdeild. María sagði eftirtektar- vert, að námsárangur í öldunga- deild væri yfirleitt betri en í dag- deild, þó væru gerðar nákvæm- lega sömu námskröfur til öldunga- deildarnemenda. Langstærstur hluti þeirra er kvenkyns, eða um áttatíu prósent. Aðspurð sagði María, að nemendur í öldungadeild þyrftu Kristján Bersi Ólafsson skólameistari og María Gunnlaugsdóttir aðstoðarskólameistari Flensborgarskóla, en myndin er tekin á skrifstof- um skólans þarsem unnið hefur verið að breytingum. Flensborgarskóli - oldungadeild Innritun í öldungadeild Flensborgarskólans fyrir haustönn 1988 fer fram á skrifstofu skólans dagana 22.-24. ágúst kl. 14:00-18:00. Námsgjald er kr. 6.200,-oggreiðistvið innritun. Kennslahefstskv. stundaskrá mánudag- inn 5. september. Eftirtaldir námsáfangar verða í boði. Bókfærsla 203 Danska 203 Eðlisfræði 103 Enska 103 Enska 302 Félagsfræði 203 Fjölmiðlun 103 Saga 202 Saga 233 Stærðfræði 103 Stærðfræði 203 Stærðfræði 303 Ijáning 102 Tölvufræði 103 Tölvufræði 203 Vélritun ÍOI Vélritun 302 Þjóðhagfræði 203 Þýska 103 Þýska 302 Þýska 502 Franska 103 íslenska 103 íslenska 312 Islenska 313 Jarðfræði 103 Líffræði 103 Líffæra- og lífeðlisfræði 103 Listir 103 Stöðupróf verða sem hér segir: Fimmtud. 25. ágústkl. 18:00: Föstud. 26. ágústkl. 18:00: Mánud. 29. ágúst kl. 18:00: Þriðjud. 30. ágúst kl. 18:00: danska og franska þýska enska vélritun Innritun í stöðupróf fer fram á sama tíma oginnritun í öldungadeild. Aðstoðarskólameistari sér um námsmat og námsráðgjöf fyrir öldunga. riánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans, sími 50092. SKÓLAMEISTARI Úrslitakeppni í Firðinum Úrslitakeppni átta liða í 4. leikirnir um efstu sætin síðan á flokki karla í knattspyrnu, hefst sunnudag. Keppt verður á í Hafnarfirði á morgun, fímmtu- Kaplakrikavelli og Hvaleyrar- dag. Þetta er í fyrsta skipti sem holtsvelli. Leikirnir hefjast kl. keppnin fer fram í Hafnarfirði, 16 á fimmtudag og föstudag, en en F.H. er í þessum áttaliða kl. 13 á laugardagog sunnudag. hópi. Leikirnir verða á fimmtudag, Fjölmennum á leikina og hvetj- föstudag, laugardag og úrslita- umokkarmenn. að hafa náð 20 ára aldri til að mega setjast í deildina. Hún sagði einnig athyglisvert, að meðalald- ur nemenda þar færi lækkandi. Innritun í öldungadeild fer fram 22. til 24. ágúst n.k., en stöðupróf verða á tímabilinu 25. til 30. ágúst. Stöðuprófin gegna því hlut- verki að meta kunnáttu fólks í tungumálum og vélritun, en margir sem setjast í deildina hafa sjálfmenntast í þessum greinum á starfsævi sinni. Kennarar við Flensborgarskóla eru um 40. María sagði, að nokk- uð vel hefði gengið að ráða í laus- ar stöður og væri nánast búið að ganga frá kennararáðningum fyrir veturinn. Lagfæringar hafa átt sér stað á skrifstofuhúsnæði skólans síðustu vikur. Skrifstofa skólameistara hefur verið stækkuð, þannig að þar er nú fundaraðstaða. Þá hefur orðið breyting á vinnuaðstöðu skólafulltrúa, áfangastjóra og rit- ara. Allar breytingarnar stuðla að betri nýtingu húsnæðisins. Flóamarkaður Lagerstarf. Hagkaup vill ráða lagermann á matvörulager að Suður- hrauni 1, Hafnarfirði. Uppl. hjá starfsmannahaldi Hagkaups, Skeifunni 15 (ekki í síma) alla virka daga kl. 13-17.30. Herbergi. Kona utan af landi óskar að taka á leigu herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði, helst í Norðurbænum í Hafnarfirði. Meðmæli ef óskað er. Uppl. í síma 51432 (Sigurbjörg). Herbergi. Óska eftir að taka herbergi á leigu. Er nemandi í Fiskvinnsluskólanum í vetur og fer heim um helgar, - á heima í Sandgerði. Reglusemi og skilvísar greiðslur. Uppl. í síma 92-37609. Frá grunnskólum Hafnarfjarðar: Grunnskólar Hafnarfjarðar hefjast skólaárið 1988/89 sem hérsegir: l.september kl. 10:00 5. september kl. 15:00 6. september kl. 9:00 kl. 10:00 kl. 11:00 kl. 13:00 kl. 14:00 Kennarafundir Mæting 1. bekkja Mæting 6. og 9. bekkja Mæting 5. og 8. bekkja Mæting 4. og 7. bekkja Mæting 3. bekkja Mæting 2. bekkja Forskólanemendur, 6 ára börn, mæti í skól- ana8. september kl. 15:00. Nemendur, sem ekki mæta á ofangreindum tímum, verða að gera skrifstofum viðkom- andi skóla grein fyrir fjarveru sinni. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.