Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.08.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 24.08.1988, Blaðsíða 1
^ik FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Fátt er um skipakomur Lítið hefur verið um skipakom- ur í höfnina síðustu vikur, að sögn Viðars Þórðarsonar á hafnarskrif- stofunni. Engin flutningaskip voru í höfninni í gær, að undan- skildum nokkrum togurum sem bíða eftir að komast á veiðar. Viðar sagði að á sama tíma í fyrra og árið þar á undan hefði verið mjög mikið að gera á þess- um árstíma. Ástæður þess hefðu m.a. verið yfirvinnubann við höfnina í Reykjavík, þannig að skip sem komu til landsins um helgar lögðust að bryggju í Hafn- arfirði. Þetta virtist ekki gilda nú, þó svo yfirvinnubann væri enn við líði við Reykjavíkurhöfn. Viðar sagði aðspurður, að eitt skip væri væntanlegt á fimmtu- dag,en þaðværiHofsjökull. Skip- ið hefur undanfarna mánuði kom- ið með á milli 70-80 bíla í hverri ferð, bæði notaða bíla og nýj a. Nú er aðeins einn sjúkrabíll um borð. Tvö hafnfirsk íkaupunumá Granda h.f. Tvö hafnfirsk fyrirtæki eru meðal þeirra sem boðið hafa í hlut Reykjavíkurborgar í Granda h.f., en tilboðið er upp á hálfan milljarð kr. Fyrirtæki þessi eru Hvalur h.f. og Venus. ^ik KGr FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Dræmaðsókn íkaffistofu Hafnarborgar Þrátt fyrir að lítið lát hafi verið á kvörtunum bæjarbúa síðustu árin yfir deyfðinni í miðbænum, þá hefur aðsókn að nýju kaffistof- unni í Hafnarborg verið með ein- dæmum léleg. Eigendur Fjörunn- ar hafa þegar hætt rekstrinum, sem fyrirhugaður var í tilrauna- skyni í þrjá mánuði. Guðmunda Guðrún Björgvinsdóttir hefur tekið að sér að reka stofuna, a.m.k. fyrst um sinn. Hið sama má segja um aðsókn- ina að sjálfri menningar- og lista- stofnuninni. Þetta kemur m.a. fram í grein, sem Sverrir Magnús-' son, frumkvöðull að stofnuninni,' ritar í miðopnu Fjarðarpóstsins. Sverrir skrifar grein sína til andsvara þeim staðhæfingum,1 sem komið hafa fram í „Hafn-' firska fréttablaðinu", að fjöl- margir gestir, „heilu rúturnar“ af; þeim, hafi endurtekið komið að; Hafnarborg lokaðri. Sverrir telur' síðan í greininni saman þá gesti’ sem borið hafa að garði og virðist' ekki þurfa samlagningarvél við1 það verk. ' Það yrði fjölmörgum mikil von- brigði, ef ekki tekst að glæða mið- bæinn lífi. Kaffistofan er opin daglega frá kl. 14 til 19 og lengur á kvöldin á meðan Skákþingið stendur yfir. FJflRÐflR MÉmpósturmn 28. TBL. 1988-6. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST VERÐ KR. 50,- Dagvistunarmálin stefna í óefni Ef fram heldur sem horfir, stefnir í óefni hvað varðar dagvistunar- mál barna. Þrátt fyrir að stofnanir hafi stöðugt verið í byggingu og dag- vistunarpláss í bænum sé nú 561, lengjast biðlistar sífellt og engan veg- inn er unnt að fullnægja þörfum forgangshópa um vistun barna. Fél- agsmálastofnun hefur gripið til þess ráðs, að greiða niður „ömmu- og afagæslu“ barna einstæðra foreldra, á sama hátt og gæsla hjá dag- mönnum er greidd niður. Þetta kemur fram í viðtali við Mörtu Bergmann forstöðumann félagsmálastofnunar í Fjarðar- póstinum í dag. Það kemur einnig fram í viðtalinu, að þróunin í þessum málum virðist ógnvænleg. Marta bendir í því sambandi á könnun sem landlæknisembættið- lét nýverið gera, en hún leiddi í ljós, að um fjórðungur barnafjöl- skyldna eru nú fjölskyldur ein- stæðra foreldra. Niðurgreiðslan á „ömmu- og afagæslunni" er um margt merki- legt framtak og gæti vísast verið fyrsta skrefið í þá átt að greiða foreldrum fyrir að vera heima og gæta barna sinna. Það kemur þó fram í viðtalinu við Mörtu, að margt sé þar í veginum, bæði félagslegt og hvað varðar stjórn- málin. Þá segir Marta ennfremur, að starfsmenn félagsmálastofnunar j verði sífellt varir við, að léleg aðstaða barna komi niður á þroska þeirra, t.d. sé málþroski oft á tíðum mjög bágborinn. Hún segir alltof margar fjölskyldur í upplausn, margar láglaunafjöl- skyldur hafi orðið gjaldþrota síð- ustu árin og beðið skipbrot. Fátækt er fyrir hendi í Hafnar- firði. Á síðasta ári greiddi félags- málastofnun framfærslu til 150 einstaklinga. Þetta kemur einnig fram í viðtalinu og margt fleira sem varðar málefni hafnfirskra barna og fjölskyldna. Sjá: „Ommu- og afagæsla“ niðurgreidd á bls. 7. Hannes Hlrfar steinsnar frá alþjóðameisturunum AUt útlit er fyrir, að alþjóða- í Hafnarborg. Hann þarf að násjö umferðir eru eftir hefur hann þeg- meistaratitillinn verði í höfn hjá stigum á mótinu til að ná þessum ar náð sex stigum. Hannesi Hlífari í lok skákþingsins þriðja áfanga. Nú þegar þrjár Að loknum skákunum í gær- kvöldi var Margeir Pétursson efst- ur með sjö vinninga, en hann vann Hannes Hlífar í gærkvöldi. f öðru sæti er Jón L. Árnason með sex og hálfan, en hann sigraði Benedikt Jónasson í gær. í þriðja sæti er síð- an Hannes Hlífar. Fjórða sætið skipar síðan Karl Þorsteins, en hann vann Þröst Þórhallsson í gær. Hafnfirðingur- inn Ágúst Karlsson skipar fimmta til sjötta sætið á mótinu, ásamt Róberti Harðarsyni. Ágúst hefur staðið sig vel á mótinu og virðist ætla að bæta við sig ELÓ-stigum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.