Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.08.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 24.08.1988, Blaðsíða 5
FMRDflR posttmnn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FR(ÐA PROPPÉ. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR: GUNNAR SVEINBJÖRNSSON AUGLÝSINGAR: HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: SIGURÐUR SVERRISSON LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN ITGEFANDI: ARANGUR HF. - ALMANNATENGSL OG ÚTGÁFUSTARFSEMI. SKRIFSTOFA JARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 0-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN SKRIFSTOFU). Úrslit í „vetferðarkapphlaupinu“ Þá eru nýjar efnahagsaðgeröir stjórnvalda að líta dagsins Ijós. Niðurfærslur launa virðast vera það sem hluti stjórnarliðs- ins sér sem lausn á málunum. Það er kaldhæðni, ef menn telja sér trú um, að lækkun launa hinna lægstulaunuðu verði til þess að reisa þjóðarskútuna við. Niðurfærsla launa mun, eins og réttilega hefur verið bent á, einvörðungu koma við þá sem hafa lægstu launin samkvæmt úrsérgengnum launatöxtum. Fannst flestum þau nógu lág fyrir. Marta Bergman forstöðumaður félagsmálastofnunar segir í viðtali í blaðinu í dag, að fátækt sé fyrir hendi í Hafnarfirði. í þessu velferðarþjóðfélagi okkar, sem við köllum, voru sem sagt 150 einstaklingar, sem þurftu að leita á náðir sveitarfé- lagsins með framfærslu á síðasta ári. Marta segir, að það séu mörgum þung spor og þyngri en tárum taki. Viljum við hin, sem ekki höfum þurft að stíga þau spor, vita af þessari staðreynd? Bendum við ekki bara á allar sólarlandaferðirnar, kaupæðið og segjum kæruleysislega: „Fólk á nóg af peningum." Forstöðumaðurinn segir einnig, að fátækt sé mikið meira mál en aðeins peningaleysi. Fólk dragi í lengstu lög að leita aðstoðar og oft sé það orðið svo úrvinda og ráðalaust, að erfitt sé að koma skipulagi á hlutina á ný. Hún varar fólk við að skrifa upp á skuldbindingar fyrir nána vini og ættingja, sem komnir eru á vonarvöl, fólk skyldi ætíð reikna með að þurfa að greiða slíkar skuldbindingar sjálft, segir hún. Þetta eru ófagrar lýsingar. Þá er lýsing hennar einnig Ijót á því hver „aðstoð“ félagsmálastofnana er í þessum tilvikum, eða þegar fólk gengur þau þungu skref, að segja sig á sveitina, eins og það hét í gamla daga. Reiknað er með að til framfærslu einstaks foreldris með barn nægi kr. 14.980 á mánuði, þ.e. til fæðis og klæðis, þegar frá hefur verið dreginn kostnaður við húsnæði og föst gjöld. Hver treystir sér til að framfleyta sér og barni á þeirri upphæð? Marta segir einnig athyglisverðan hlut, sem hafa mætti í huga á meðan verið er að finna leið út úr fjármálaóreiðu þjóð- arinnar: „Það er áhyggjuefni að mínu mati, hversu hræðsla fólks við að sjóðir bæjarfélagsins séu misnotaðir, gengur fram yfir þá eðlilegu hræðslu, að einhverjir fái ekki úr sjóðunum það sem þeir hafa þörf fyrir.“ Það eru ekki margir, sem leita sér aðstoðar, sem falla undir „kvarða" félagsmálastofnunar, en hann er samræmdur um landið. 150 manns er há tala, þegar við tökum tillit til þessara forsendna. Það er, eins og Marta bendir á, ekki ætlast til þess að fólk sé almennt á framfæri sveitarfélaga. Það er hins vegar jafnljóst, að með því að enn verði gengið á kröpp kjör láglauna- fólks þá fjölgar skjólstæðinum félagsmálastofnana um landið. Fjölskyldur halda áfram að flosna upp, gjaldþrota og hús- næðislausar. Allt þetta bitnar fyrst og síðast á börnunum. Hef- ur ekki verið nógu mikið lagt á þau í þessu „velferðarkapp- hlaupi" þjóðarinnar? Sverrir Magnússon svarar rangfærslum í skrifum „Hafnfirska fréttablaftsins“ var&andi Hafnarborg: Hvar vorn allar rútumar sem komu fullar af fólki? Fyrir nokkrum dögum rakst ég á kunningja minn í Reykjavík, sem tjáöi mér, að hann hefði nýlega hlustað á upplestur í Ríkisútvarpinu úr „Hafnfirska fréttablaðinu“ þar sem Hafnarborgar var að nokkru getið og á þann hátt, að kom honum undarlega fyrir sjónir. Þar sem ég hafði ekki séð þetta blað, sem mun vera borið í hús í Hafnarfirði (þó ekki Hafnarborg) kom ég algerlega af fjöllum. Ég varð mér út um eintak af blaðinu og rakst þar fljótlega á hvorki meira né minna en tvær ritsmíðar helgaðar Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Þar eð verulega er hallað réttu máli í þessum skrifum, að ekki sé meira sagt, kemst ég ekki hjá að koma á framfæri smáathugasemd, þó seint sé, þar sem að ósekju er sneitt að stjórn Hafnarborgar allri, enda þótt skeytin séu sjálfsagt fyrst og fremst ætluð mér. í þættinum „Út í bláinn" skrifar Hörgull: „Það er erfitt að vera ferðamað- ur á íslandi og þurfa að lenda í Hafnarfirði. Listamiðstöðin nýja er alltaf lokuð, þó auglýst sé á fjórum tungumálum að þar sé opin sýning og kaffistofa. I hverri viku mega tugir túrista snúa von- sviknir frá Hafnarborginni eftir að hafa komið að lokuðum dyrum.“ Á öðrum stað í sama blaði birt- ist meðfylgjandi fyrirspurn með áberandi fyrirsögn „Hafnarborg lokuð“. Engu er líkara en að báðir höf- undarnir hafi orðið fyrir sama inn- blæstrinum á sama augnabliki, svo líkt er innihald og orðalag beggja textanna. Þess skal og get- ið hér, að einnig til mín hringdi „kona“, sem lét þó ekki nafns síns getið. Harmaði hún að Hafnar- borg væri lokuð gestum. Það gerði ég reyndar líka og þóttist gefa henni sæmilegar skýringar á orsökum þessa ástands. Einniglét ég þess getið, að verið væri að undirbúa sýningu á verkum í eigu stofnunarinnar, og yrði hún opn- uð eins fljótt og auðið yrði. Skildi þar með okkur. Hvort nokkur tengsl eru á milli þessara símtala skal ósagt látið. Skal nú greint frá staðreyndum. Það er með öllu rangt, að stjórn Hafnarborgar, eða aðrir í umboði hennar, hafi auglýst á einu, fjór- um eða mörgum tungumálum á hverju einasta hóteli og á hverju einasta tjaldstæði í landinu, að Hafnarborg sé opin daglega kl. 15-22. Þær auglýsingar einar, sem stjórn Hafnarborgar hefir látið frá sér fara, vörðuðu vígsluhátíð stofnunarinnar, sem fram fór þann 21. maí sl. svo og sýningu Eiríks Smith listmálara, sem aug- lýst var á boðskortum, í sérriti um Hafnarborg, í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Sýning Eiríks stóð yfir frá 21. maí til 19. júní og var þess ræki- Hafnarborg lokuð Kona hringdi: Hvernig stendur á þvl aó Hafnarborg er lokuð? Eg veit i ekki betur en aó auglýst sé á 1 mörgum tungumálum á hverju einasta hóteli og áj hverju einasta tjaldstæöi landinu að Hafnarborg, þessi nýja og glæsilega menning- armiöstöö okkar Hafnfirð- inga sé opin daglega frá 3 til j 10. Hingað koma svo rútur fullar af fólki, sem ætlar að , skoða menningarmiðstöð-l inaog fásérkaffi, þvl auglýst I er aó kaffiterla sé á staðnum., En þá kemur fólk bara að lok-j lega getið í auglýsingum. Af sér- stökum ástæðum hékk þó nokkur hluti af málverkum Eiríks uppi í sýningarsal allt til mánaðarmóta júní/júlí. Þótt sýningunni væri formlega lokið, var gestum sem að garði bar fúslega veittur aðgangur. Sumarsýning sú á málverkum í eigu stofnunarinnar, sem ákveðið hafði verið að kæmi fljótlega í kjölfar sýningar Eiríks, dróst nokkuð á langinn af óviðráðan- legum ástæðum, þar á meðal þeirrar veigamestu, að brýna nauðsyn bar til að slípa og lakka parketgólf í aðalsýningarsal, sem ekki hafði unnist tími til að ljúka fyrir vígsludag. Auk þess var undirbúningur slíkrar sýningar ekki alveg hristur fram úr erm- inni. Sýningin var síðan opnuð laugardaginn 30. júní, ásamt vel- búinni kaffistofu. Hafi menn búist við yfirfullum rútum af sýningargestum í sam- ræmi við sæmilega kynningu í blöðum, sjónvarpi og útvarpi, hefir reyndin orðið önnur, enda hefir blásumarið sjaldan verið tal- ið til „vertíða" myndlistarmanna. Þó brá svo við, að einn daginn bar að garði rútu með fimmtán Svíum innanborðs. Var þeim að sjálf- sögðu fagnað. Létu þeir vel yfir komu sinni á sýningu og í kaffi- stofu. Þrátt fyrir dræma aðsókn hefii verið ákveðið að sýningin verði opnuð aftur í lok þessa mánaðar, eftir að Skákþingi íslands lýkur, en því var skotið inn í sýningar- tímann. Víkjum þá aftur að öllum rút- unum, fullum af fólki, „sem ætlar að skoða“ og „fá sér kaffi“, en kemur bara að lokuðum dyrum. Undarlega bregður við, ef allar þessar rútur hefur borið að garði einmitt á tímabilinu milli þessara sýninga. f gestabók frá sýningu Eiríks get ég ekki komið auga á samstæðan hóp túrista í rútuferð, enda þótt sýningin stæði í fullai fjórar vikur, á besta sýningar- tíma, meira að segja samtímis Greinarhöfundur, er hann afhenti Hafnarborg málverkið af forvera sínum, Sören Kampmann, en listaverkið gafhann Hafnarborg við vígslu stofnunarinnar. Listahátíð í Reykjavík og bæri- lega auglýst, að sögn. Kannski rúturnar eigi eitthvað sameigin- legt með auglýsingunum góðu á mörgu tungumálunum á hverju einasta hóteli og hverju einasta tjaldstæði í landinu? Undarlegt má það heita, ef eng- inn okkar þriggja, sem daglega vorum að störfum í Hafnarborg á þessum tímabili, ýmist einn, tveir eða allir þrír f einu, hefðum ekki orðið varir slíkra mannaferða, og þó. Frá þessu er ein undantekn- ing. Það var nefnilega einu sinni hringt frá Sjóminjasafninu og spurt, hvort sýning stæði yfir í Hafnarborg. Gunnar Hjaltason, sem varð fyrir svörum sagði að svo væri ekki, en sýning væri í undir- búningi. Að vísu skal ég fúslega viðurkenna, að heyrn mín og sjón eru ekki upp á það besta, en ég fullyrði að samstarfsmönnum mínum á þessu tímabili, þeim Gunnari Hjaltasyni og Einari Jónssyni, er í engu áfátt í þessum efnum. Eitt harma ég. Það var að vera ekki viðstaddur þegar áþreifan- legan gest bar að garði. Það var eitt af fáum skiptum, þegar eng- inn okkar þriggja var viðstaddur. Stundum þarf nefnilega að skreppa frá til aðdrátta. Þá skeði það. Þetta var dönsk kona. Hún kom ekki í rútu fullri af fólki. Hún kom bara ein í strætó. En lánið lék við mig eins og fyrri daginn og ég átti hauk í horni þar sem var Rósa Héðinsdóttir, fyrrum starfandi hjá mér í versluninni Hafnarborg, nú í Nafnlausu búðinni á sama stað. Hún tók dönsku konuna upp á arma sína, gaf henni kaffi og hafði ofan af fyrir henni meðan hún beið eftir næsta strætó. Hafi Rósa veðskuldaða þökk fyrir. Ég þykist fara nærri um ástæð- urnar fyrir þessu upphlaupi. Ef Hörgull og „Kona“ eru í hópi þeirra sem bíður í ofvæni eftir því, að ég hverfi frá þeim störfum sem ég hef sinnt í Hafnarborg sem sjálfboðaliði undanfarin fimm ár, skal ég upplýsa þau um að svo verður nú með haustinu. Á liðn- um árum hef ég haft nokkur afskipti af rekstri og uppbyggingu stofnunarinnar. Þó að margt sé ennþá ógert uni ég vel við orðinn hlut, en vænti jafnframt nokkurs af framtíðinni. Þess skal getið að þessar línur eru á mína ábyrgð og hafa ekki verið bornar undir stjórn Hafnar- borgar. Hafnarfirði, 23. ágúst 1988 Skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Laus er til umsóknar staða skólastjóra Tónlistarskólans í Hafnarfirði. Staðan veitist frá 1. janúar 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf ber- ist fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, fyrir 1. sept- ember nk. BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI Hafirðu smakkað víh - láttu þér þá ALDREI detta í hug að keyra! Flóamarkaður Góður barnavagn til sölu. Upplýsingar í síma 52692. Nýkomið Kventöskur Kvenpeysur Barnafatnaður í úrvali Perlan Strandgötu 9, sími 51511 SKÓLARITVÉLAR Verð kr. 19.800.- stgr. E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHBAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000 SILVER REED Frá grunnskólum Hafnarfjarðar: Grunnskólar Hafnarfjarðar hefjast skólaárið 1988/89 sem hér segir: Heilsugæslustöðin er flutt í nýbygginguna við Sólvang Nýtt símanúmer er 652600 HEILSUGÆSLUSTÖÐIN SÓL VANGI JL HAFNFIRÐINGAR Kveikjum líf í miðbænum Kaffistofan Hafnar- borgeropindaglega frá kl. 14-19 - lengur á meðan Skákþingið stendur yfir. BÆJARSTJÓRINNIHAFNARFIRÐI l.september kl. 10:00 5. september kl. 15:00 6. september kl. 9:00 kl. 10:00 kl. 11:00 kl. 13:00 kl. 14:00 Kennarafundir Mæting 1. bekkja Mæting 6. og 9. bekkja Mæting 5. og 8. bekkja Mæting 4. og 7. bekkja Mæting 3. bekkja Mæting 2. bekkja Forskólanemendur, 6 ára börn, mæti í skól- ana8. september kl. 15:00. Nemendur, sem ekki mæta á ofangreindum tímum, verða að gera skrifstofum viðkom- andi skóla grein fyrir fjarveru sinni. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.