Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.08.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 24.08.1988, Blaðsíða 7
HVAÐ FINNST ÞÉR? - um dagvistunarmál barna í Firð- inum? Spurt á góðviðrisdegi í Hellisgerði. Halldóra Helgadóttir með syn- ina Ragnar 7 ára og Guðna 3 ára, en hún er einstæð móðir: Ég er búin að bíða í eitt ár eftir dag- heimilisplássi fyrir þann þriggja ára, en er með niðurgreidda heima- pössun. Mér finnst gaman að fara út að vinna, en það væri réttlátt að greiða niður foreldrapössun, fyrir þá sem vilja. Anna Sæmundsdóttir með syst- urdótturina írisi Huld 3 ára og Dröfn 6 ára: Dagvistun er ekki vandamál þar sem ég þekki til, en ég held að vandinn sé mestur, þegar börnin verða 6-10 ára. Þá vantar áreiðanlega tilfinnanlega tengingu skólastarfs og dagvistun- ar. „Lyklabörn" á þessum aldri eru alltof mörg. Rósa Sigurbergsdóttir með dótturina Erlu 6 ára og frænku hennar, Ingu 8 ára. Þá á Rósa ein- nig von á öðru bami: Ég held að það vanti pláss fyrir böm á öllum aldri. Það sem mér finnst einnig mikilvægt er, að þessar stofnanir komi sér upp sveigj anlegri opnun- artíma. Þannig fengist betri nýt- ing og aukinn tími foreldra með bömunum. „Ömmu* og afagæsla“ niðurgreidd Hafnfirðingar hafa lengst af sloppið fyrir horn hvað varðar það að fullmanna dagvistarheimili yngstu borgaranna. Nú stefnir hins vegar í óefni hvað þetta varðar. Biðlistar lengjast ár frá ári eftir hvers konar dag- vistarplássum, þrátt fyrir að stöðugt séu stofnanir byggðar, og er nú bæði skortur á fóstrum og starfsstúlk- um. Þetta kemur fram í viðtali við Mörtu Bergman forstöðumann félagsmálastofnunar, sem hér fer á eftir. Einnig kemur þar fram, að fátækt er fyrir hendi í Hafnarfirði, hvað sem allri umræðu um velferðarþjóðfé- lagið líður. Um 150 manns nutu framfærslu félagsmálastofnunar á síðasta ári og eru viðmiðanir við fram- færsluna miðuð við algjör Iágmörk, að mati Fjarðarpóstsins, eins og einnig kemur fram í viðtalinu. Bæjarfélagið auglýsti á síðasta vori eftir nýjum hugmyndum um dagvistarmálefni almennt. í kjöl- farið var stofnað áhugamannafé- lag um foreldrarekið dagheimili, bæði leikskóla og dagheimili, sem nyti aðstoðar bæjarfélagsins. Að sögn Mörtu eru nú 561 dagvistun- arpláss í bænum. Þar af eru 137 dagheimilispláss. 399 á leikskól- um og 25 á skóladagheimili. Verkakvennafélagið Framtíðin hefur síðan 40 pláss og DAS 19 á eigin vegum. Biðlistar eru með minnsta móti á þessum árstíma þar sem skólar eru að hefjast og mest hreyfing á milli aldurshópa, en Marta sagði, að við hefðum ekki getað fylgt þjóðfélagsbreyt- ingum eftir. Hún orðaði það svo: „Við getum ekki sinnt forgangs- hópum eins og nú standa sakir. Mér finnst það einnig ógnvænlega þróun, eins og fram kemur í könn- un landlæknis, sem nýverið var birt, að um fjórðungur barnafjöl- skyldna eru fjölskyldur einstæðra foreldra. Mörg börn njóta því ekki öruggrar gæslu á meðan ekki er unnt að sinna dagvistarþörf þessa hóps.“ Ömmur fengið bráðabirgðaleyfi Til að greiða fyrir málum varð- andi dagvistun barna, hefurHafn- arfjörður m.a. tekið til þess ráðs að samþykkja niðurgreiðslur dag- visturnar barna hjá dagmömm- um. í nokkrum tilvikum eru þetta ömmur barnanna. Ömmumar hafa þá fengið samþykkt bráða- birgðaleyfi hjá félagsmálstofnun, en allar leyfisveitingar til dagg- æslu barna heyra undir viðkom- andi bamaverndamefnd. Hér þarf þó að vera um böm einstæðra foreldra að ræða, en greiðsla með hverju barni nemur kr. 11.520. Við spurðum Mörtu, hvort hér væri ekki upplögð lausn á ferð- inni; hvort „ömmugæsla", og þá einnig jafnvel „afagæsla“ hentaði ekki börnunum best við þær aðstæður sem slíkt væri fram- kvæmanlegt. Hún svaraði: Nútímaforeldrar vinna óheyrilega mikið „Þetta er stór spurning bæði félagslega og ekki síður stjóm- málalega. Það hefur til dæmis ver- ið rætt í hinum ýmsu félagsmálar- áðum, hvort ekki eigi að greiða foreldrum beint fyrir að annast börn sín heima. Einstætt þriggja þriggja barna foreldri fengi þá til dæmis 34.560 kr. miðað við niður- greiðslur bæjarins í dag, og til við- bótar kæmu svo barnabætur, mæðra- eða feðralaun og með- lagsgreiðslur. Gagnrýnisraddir hafa komið fram hvað varðar þetta atriði og margar konur hafa bent á, að þetta sé aðferð til þess að halda þeim heima og festa þær einar í uppeldishlutverkinu. Mitt mat er, að foreldrar eigi að geta átt val á öruggri dagvistun og að við verðum að byggja upp þetta kerfi nú eins og skólakerfið fyrr á þessari öld.“ Nánar aðspurð um þessa við- miðun, sagði Marta: „Mismunur- inn á skólakerfinu og dagvistar- kerfinu annars vegar er meðal annars sá, að við þurfum að skilgreina þörfina í hinu síðar- nefnda hverju sinni. Til dæmis getum við sagt, að þörf fyrir dag- vistun barna þriggja mánaða til eins árs sé um það bil 20%, barna eins til þriggja ára 40%, en 70% þriggja til sex ára barna. Við vit- um ekki nákvæmlega hverju sinni hverjar óskir foreldranna verða. Mörgum hrýs hins vegar hugur við því mikla fjármagni sem fer til stofnunar og rekstrar dagvistun- arstofnana. Við eigum hins vegar ekki lengur neina völ. Nútímafor- eldrar vinna undantekningarlítið óheyrilega mikið og þreytan segir til sín. Oft er myndbandstækið látið sjá um stóra hluta dagsins." Þá er ekki blásið í lúðra Við frekari umræðu um málið sagði Marta m.a. áhyggjuefni að sínu mati, hversu hræðsla fólks við að sjóðir bæjarfélagsins séu misnotaðir gengi fram yfir þá eðli- legu hræðslu, að hennar mati, að einhverjir fái ekki úr sjóðunum það sem þeir hafa þörf fyrir. Marta sagði aðspurð, að vissu- lega yrðu starfsmenn félagsmála- stofnunar varir við, að léleg að- staða barna kæmi niður á þeim. Málþroski þeirra virtist oft á tíð- um mj ög bágborinn. Þá þurfi að fá talkennara fyrir börnin, sem oft sé erfitt að fá. Betra væri, ef börnin gætu notið samvista við foreldra sína í það ríkum mæli að þau lærðu málið af þeim því oft á tíð- um séu talörðugleikar ekki af lík- amlegum toga spunnir. Hún sagði einnig: „Það er mikið fjallað um það nú, að fyrirtæki séu á hausn- um. Undanfarin ár hefur fjöldi fjölskyldna láglaunfólks orðið gjaldþrota og beðið skipbrot. Fjölskyldur eru í upplausn, en þá er ekki blásið í lúðra. Viðmiðun fjölmiðla um góðan efnahag er gjarnan fjöldi Spánarferða landans." Fátækt í Hafnarfirði - Eru margar fjölskyldur sem leita til ykkar eftir framfærslu? Marta Bergmann. „Á síðasta ári greiddum við framfærslu til 150 einstaklinga. Fátækt er fyrirbæri sem við skilj- um ekki til fulls. Það er ekki bara það að eiga ekki peninga. Fólk er einnig svo andlega aðþrengt að það hefur ekki orku til að taka skipulega á hlutunum. Það eru mörgum erfið spor hingað og oft kemur fólk of seint, það er að segja, þegar hlutirnir eru komnir í algjört óefni. Oft gætir fólk ekki nógu vel að, þegar það gengst í fjárhagsábyrgð fyrir vini og ætt- ingja. Fólk skyldi ávallt spyrja sig, hvort það sé tilbúið til þess að greiða fyrir viðkomandi, ef illa fer. Það er búið að loka á marga af okkar skjólstæðingum alls staðar og hugmyndir um aðstoð héðan eru oftar en ella óraunhæfar mið- að við það sem við getum gert. Framfærslueyrir hvers einstakl- ings sem félagsmálastofnun miðar við er nú kr. 14.980 fyrir einstakt foreldri með barn til fæðis og klæðis, þegar frá hefur verið dreg- inn kostnaður við húsnæði og föst gjöld. Það eru því ekki margir sem eru undir „kvarða" okkar, enda ekki ætlast til að fólk sé almennt á framfæri sveitarfélags.“ Hag barnanna best borgið Við spurðum Mörtu í lokin, hvers hún myndi óska stofnuninni og skjólstæðingum hennar, ef hún fengi umtalsverða fjármuni til ráðstöfunar. Hún svaraði: „Ég mundi í fyrsta lagi verja þeim til húsnæðismála. Það eru svo marg- ar fjölskyldur að flosna upp vegna þess að þær eiga ekki þak yfir höfuðið og það reynist mörgum ofviða að standa í þeim dýru fram- kvæmdum. Okkar íslenska, sjálf- stæða, eignarform á húsnæði hentar ekki öllum. Það eru hreint ekki allir sem ráða við það. Við verðum að hafa aðrar lausnir fyrir það fólk. Þá myndi ég verja afganginum til dagvistarmála, fyrst og fremst til byggingar dagheimila. Fram- tíðarlausn dagsvistarmála sé ég best komna með samvinnu foreld- ra, sveitarfélaga og ríkisins, bæði hvað varðar ábyrgð og fjárhag. Ég tel að með aukinni og betri sam- vinnu þessara aðila verði hag barnanna best borgið." Starfsfólk félagsmálastofnunar leggur línurnar á fundi árdegis í upphafi viku. Fundir eru haldnir daglega þannig að yfirlit yfir starfið er gott. 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.