Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.08.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 24.08.1988, Blaðsíða 8
FJflRÐflR pösturmn Bjöm Eysteinsson útibússtjóri U.I. Nýr útibússtjóri hefur tekið við störfum í Útvegsbanka Islands, en fráfarandi útbússtjóri, Haraldur Baldursson, flutti sig um set yfir í Kópavogsútibúið. Nýji útibússtjórinn er Björn Eysteinsson, innfædd- ur Hafnfirðingur, nú húsettur að Vesturvangi 18. Björn er 39 ára, stúdent frá mótin júní, júlí sl. Verslunarskóla íslands árið 1970. Hann starfaði lengst af hjá Berki í Hafnarfirði eða á árunum 1972 til 1987. Hann var framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar frá 1987 þar til hann settist í úti- bússtjórastólinn um mánaðar- Björn og Útvegsbankinn í Hafnarfirði halda sameiginlega upp á stórafmæli í desember, en þá verður Björn 40 ára en útibúið 10 ára. Björn er kvæntur Björgu Kristinsdóttur og eiga þau þrjú börn, Þórunni, Arnar og Stefán. Viltu kaffi? Hún Pollý, sem er alíslensk og býr að Álfaskeiði 4, brá sér nýverið eftir kaffipakka úti í búð. Við hittum hana á hraðferð með pakkann í Hellisgerði nýverið. Trú uppruna sínum hafði hún auðvitað valið rammíslenskt kaffi. Önnumst alla almenna jSj, JS! verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Burstuðu liðin FH-strákarnir í 6. flokki voru í sérflokki a þriðja Hl-C/Skagamotinu sem fram fór á Akranesi í fyrri viku. Þeir unnu innanhússmótið og ekki aðeins einu sinni heldur í báðum flokkum, A-liða og B-liða. A-liðið vann einnig utanhússmótið. Þá var besti sóknarmaður A-liða valinn Guðmundur Sævarsson í FH. Strákarnir voru aðsópsmiklir og voru taldir í algjörum sérflokki á mótinu. FH vann eins og fyrr segir keppni A-liðanna utanhúss. í öðru sæti varð Fylkir og Þór frá Vestmannaeyjum í því þriðja. í keppni B-liðanna sigraði Víking- ur, IBK varð í öðru sæti og FH í þriðja. Það var síðan í innanhússknatt- spyrnunni sem FH réði lögum og lofum. Strákarnir unnu mótið í báðum flokkum. Fylkir varð í öðru sæti og Þór, Vm. í þriðja í flokki A-liða. í flokki B-liða varð ÍR í öðru sæti og ÍBK í þriðja. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Skagablaðinu á mótinu. Á neðri myndinni er Ólafur Stef- ánsson í höggi við Fylkisstrák og til hægri er Arnar Þór Viðarsson á skotskónum. ' V' i’-' Námskeið í leitar- og björgunarköfun Námskeið fyrir þá sem stunda köfun innan hjálpar- og björgunar- sveita verður haldið hér í Hafnarfirði í lok þessa mánðar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið hér á landi og er þar kennt sam- kvæmt kröfum frá virtum alþjóðlegum björgunarsamtökum. Þessi samtök heita Internation- al Association Of Dive Rescue Specialists - IADRS. Þátttakend- ur sem standast kröfurnar verða útskrifaðir sem björgunarkafarar og fá þeir réttindi til að starfa sem slíkir innan björgunarsveita. Námskeiðið er haldið á vegum Björgunarskóla Landssambands hjálparsveita skáta og stendur það í átta daga. Það hefst föstudaginn 26. ágúst og lýkur viku síðar, eða 2. september. Þátttakendur verða að hafa stundað köfun fyrir nám- skeiðið, vera orðnir 20 ára og hafa tilskylda skyndihjálparkunnáttu. Leiðbeinendur verða þeir Stef- án Axelsson, Hjálparsveit skáta Hafnarfirði og Kjartan Hauks- son, Hjálparsveit skáta ísafirði, en þeir hafa kennsluréttindi í björgunarköfun frá IADRS. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast skrifstofu Landssambands hjálparsveitar skáta sem fyrst og þar eru einnig veittar allar nánari Sigurgeir meistari bæjarins Það er Iíf og fjör í kringum skákmennina í Hafnarborg og á meðan þeir stóru mcistarar sitja þungt hugsandi yfir taflborðunum er ýmislegt gert sér til gamans hin- um megin við glervegginn. I gær- kvöldi fór til dæmis fram skák- keppni starfsmanna bæjarins og sýndu menn þar hin ýmsu tilþrif. Samtals tóku níu bæjarstarfs- menn þátt í keppninni, sem var reyndar hraðskákkeppni, þannig að úrslit liggja nú fyrir. Yfirburða- sigurvegari var Sigurgeir Gíslason á bæjarskrifstofunni, en hann vann allar sínar skákir. Næstur honum mun hafa komið Gísli Ásgeirsson, sem aðeins tapaði skák sinni við Sigurgeir. Fjarðarpóstinum gekk illa að fá upplýsingar um hvernig bæjar- stjórinn, Guðmundur Árni, hefði komið út úr keppninni, en sam- kvæmt því sem næst verður komið fékk hann a.m.k. tvo og hálfan vinning. Fríkirkjan 75 ára Frfldrkjan í Hafnarfirði heldur upp á það þann 14. desember n.k., að þá verða liðin 75 ár frá vígslu kirkjunn- ar. Fríkirkjusöfnuðurinn hef- ur fest kaup á húseign við Austurgötu, er nú eingöngu seldur í lausa- sölu, eða póstáskrift. Okkur vantar hörkudugleg sölubörn í nokkur hverfi. Sími 651945 og 651745.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.