Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 1
M ÍS S Ifcisrn FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 652266 FJflRÐflR pósturtnn 30.TBL1988-6.ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. SEPT. VERÐ KR. 50,- „Huldumaður" kaupir Kostakaup - Verslunin opnar fljótlega á ný. Starfsfólkiö endurráöiö. Reykvíkingur, sem ekki vill Iáta nnl'ii síns getið, keypti Kostakaup sl. þriðjudag. Samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins imiii hann ætla sér að hefja rekstur verslunarinnar á ný fljótlega. Hann mun þó ekki ætla að reka hana sjáifur. Skuldir þrotabús Kostakaupa munu nema tugum milljóna króna, eða sem nemur veltu fjögurra til fimm mánaða. Það ríkir mikil nafnleynd yfir kaupunum og hefur kaupandinn farið fram á að bæði nafni hans og kaupverði verði haldið leyndu. Það var fasteignasalan Húsafell í Reykjavík sem annaðist milli- göngu við kaupin. Kaupin voru háð því skilyrði, að eigandi hús- eignarinnar, sem er Helgi Vil- hjálmsson í Góu, væri tilbúinn til að leigja húsnæðið til nýs eiganda með áframhaldandi rekstur í huga. Helgi mun hafa gefið jáyrði við óskum um að svo verði, þó ekki hafi enn verið gengið frá neinum samningum þar að lút- andi. Samkvæmt heimildum Fjarð- arpóstsins mun hinn nýi eigandi ennfremur ætla sér að að endurr- áða starfsfólk Kostakaups, en þar unnu um 25 manns. Að sögn Valgarðs Sigurðssonar bústjóra þrotabús Kostakaupa er engin leið að átta sig að svo komnu máli á upphæð skuldr búsins. Aðspurður um kaupverð, sagði hann, að ósk kaupanda væri að því yrði haldið leyndu eins og nafni hans. Hann sagði ennfrem- ur, að fyrir lægi nú mat á lager, vélum og tækjum, og taldi hann að viðkomandi kröfuhafar mættu ve! við söluverð verslunarinnar una. Samkvæmt heimildum Fjarð- arpóstsins munu skuldir Kosta- kaups nema a.m.k. fjögurra til fimm mánaða veltu fyrirtækisins, en reiknað er með að velta eins mánaðar sé nær 20 milljónir króna. Gífurleg vinna er fram- undan við bókhaldsrannsókn Kostakaups Ný skýrsla um slys á Hafnfiröingum: Hamfirðingar hrakfallabálkar? - Fjórðungur bæjarbúa leitaöi aðstoðar á Slysadeild Borgarspítalans árið 1986 Það kemur m.a. fram í athyglisverðri skýrslu, sem gefin hefur verið út af Heilsugæslustöð Hafnarfjarðar, að 25,3% allra ílnia Hafnarfjarð- ar hafi leitað tU SlysadeUdar Borgarspítalans á árinu 1986. Karlmenn virðast vera meiri hrakfallabálkar en konur, því kynskipting heim- sóknanna er 31,2% karlar og 19,3% konur. Það kemur einnig fram, að auk þessara slysa var sinnt 978 nýkomum vegna slysa á HeUsugæslu- stöðinni, þannig að heildarfjöldi slysa á Hafnfirðingum er 4.328 árið 1986, sem samsvarar 32.6% íbúafjöldans á ári. Einnig má ætla að Hafnfirðingar hafi ennfremur leitað hjáipar annars staðar á landinu. Skýrslan er merkileg fyrir Slys í skólum eru um 5% allra margar sakir. Þar kemur m.a. slysaíHafnarfirði. Þóeruþautal- fram, að hlutfallsleg tíðni slysa meðal karla eykst til tvítugs en fer síðan minnkandi. Hjá konum dreifast slys jafnar eftir aldri. in fleiri, þar sem mörgum er sinnt í skólunum sjálfum. Slysatíðni eykst frá sex ára til 14 ára aldurs en fer síðan minnkandi. Slys í heimahúsum eru algeng. Alls urðu 647 slys í heimhúsum sam- kvæmt komum á slysadeild Borg- arspítalans. Það er um 19% allra Orsakir slysa hjá Hafnfirðingum, sem leituðu Slysad. Bsp. 19SG. -]öldi Fall/hras Rnnað Högg af hlut íþróttir óþekkt Verkfsri ¦i^H Umferðaslys Rverki frá oðrum ¦¦ Bruni ^M Vélar ölvun ¦. Bit ¦ Ei tur ¦ Vegna lakmnga 1 „./,; Hross. Sialfsaverki Fall í vatn Skotvopn . . . 1........, , , 1 , , , 1 , . , 400 S00 800 1000 1200 skráðra slysa á Hafnfirðingum það árið. Börn eru þar í stórum meirihluta. Helstu orsakir slysa eru á með- fylgjandi töflu. Algengast er að fólk hrasi og slasi sig á þann hátt. Þau slys eru um 31% allra orsaka slysa þeirra sem leituðu til Slysa- deildarinnar. Umferðarslys námu aðeins 3,6%, en þau slys eru því miður oftast alvarleg. Hæst er tíðni umferðarslysa á aldrinum 15 til 24 m\S FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 652266 ATVRopnar ámánudag: Verður opin í hádeginu Áfengisverslunin í RAFHA-húsinu verður opn- uð n.k. mánudag. Að sögn verslunarstjórans, Sverris Valdimarssonar, er fyrirhug- að að opnunartími hennar verði frá kl. 10 til 18 aUa virka daga. Það þýðir að verslunin verður opin í hádeginu. Sverrir sagði aðspurður, er rætt var við hann í fyrradag, að þegar væru komnar um níu þúsund flöskur í verslunina og yrðu tegundir þar um 200 talsins. Hann sagðist hafa notað söluna í Kringlunni til viðmiðunar við val á tegund- um og yrði því um að ræða hér velflestar þær víntegundir sem selst hafa að einhverju ráði. ára. Þarna koma einnig fram fróð- legar upplýsingar um það á hvaða tímum slysin verða. Má af þeim ráða að tíðni slysa fari vaxandi skömmu eftir hádegi og magnist eftir því sem á daginn líður fram til klukkan 20 til 21 á kvöldin. Engar áberandi árstíðarsveiflur komu fram og virtust slysin dreif- ast jafnt milli mánaða, 250 til 300 í hverjum mánuði. Skýrslan gefur einnig upplýs- ingar um hversu alvarleg slysin voru. Auk fyrrgreindra skráninga á slysadeild Borgarspítalans var sinnt 978 nýkomum vegna slysa á Heilsugæslu Hafnarfjarðar árið 1986. Séu gögn Slysadeildar Borg- arspítalans höfð til hliðsjónar er heildarfjöldi slysa á Hafnfírðíng- um 4.328 árið 1986. Af þeim sem leituðu til Heilsugæslustöðvarinn- ar höfðu alls 104 slasast í vinnu. Forsetinn skoðar Sólvang Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skoðar nýju heilsugœslu- stöðina íSólvangi á laugardaginn ífylgd JóhannsÁ. Sigurðssonar hér- aðslœknis. Lengst til hœgri er bœjarstjóri, Guðmundur Arni Stefáns- Hafnarfjaréartíóselt? Bærinn bauð 21 millj. kr. Húseignin og lóðin Strandgata 30, betur þekkt sem Harnafjarðarbíó hefur væntanlega verið selt bæjarsjóði, þegar þessar línur birtast. Bær- inn bauð kr. 21 millj. í eignina. Húseignin verður síðan seld þeim Braga Jónssyni og Pétri Stephensen, sem hyggjast reka þar einhvers konar skemmtana- starfsemi. Húseignin hefur verið ónotuð í nær tvö ár og þarfnast væntanlega nokkurra endurbóta. Það er hins vegar lóðin sem er mjög verðmæt, enda eru lóðarréttindin alveg frá Strandgötunni og út í sjó.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.