Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 2
Nú er tækjfærift að rifja upp gömlu, góöu sporin: Nýi Dansskólinn í glæsilegt húsnæöi Fjarðarpósturinn hefur eignast góða granna að Reykjavíkurvegi 72, því á hæðinni á móti skrifstofuhúsnæði okkar, Hraunhamars, Hagsýn- ar og fleiri aðila er verið að leggja lokafrágang á glæsilegt kennsluhús- næði Nýja Dansskólans. Hann mun flytja starfsemina hingað 17. sept- ember n.k. og er þá engin afsökun lengur fyrir hafnfirska dansunnend- ur að drífa sig ■ að rifja upp gömlu, góðu sporin. Hér verður stærsta dansgólf í Hafnarfirði og þó víðar værí leitað, um það bil 100 fermetr- ar. Hafnfirska parið Heiðrún og Ingvar Pór frá Nýja Dansskólan- um. Pá er ekki aðeins boðið upp á kennslu, ennfremur verða dans- sýningar í nýja húsnæðinu og get- ur skólinn státað af góðum árangri nemenda sinna og kennara. í alþjóðlegri danskeppni, sem hald- in var í Blackpool í Englandi, nýverið, var þátttaka frá íslandi í níu keppnisriðlum. Par af voru nemendur Nýja Dansskólans í átta. Samanburður nemenda Nýja Dansskólans við erlend keppnis- systkini var jákvæður að sögn for- ráðamanna skólans. Var Hafn- firðingunum Ingvari Þór og Heiðrúnu m.a. veitt athygli af greinarhöfundi í Dance News. Það má telja til stærstu sigra íslenskra* keppenda erlendis. Greinarhöfundur orðaði það svo, að af 300 pörum í keppninni sé fyllsta ástæða til að fy lgj ast í fram- tíðinni með því íslenska pari. í fréttatilkynningu frá Nýja Dansskólanum varðandi dans- keppnina í Blackpool segir m.a. um árángur annarra hafnfirskra dansara: „Eitt af skemmtilegustu atriðunum var tengt danskennara- þingi, þar sem fyrrverandi marg- faldur hcimsmeistari í „standard“ dönsum hélt mikinn fyrirlestur um Vínarvals og hve illa keppend- ur rækta þennan dans. Fékk hann eitt af fremstu keppnispörunum til að sýna, hvernig þessi dans á að vera. Það sem vakti hvað mesta athygli okkar var að næsta dag, þar sem um það bil 20 pör voru á æfingu voru aðeins tvö þeirra sem dönsuðu Vínarvalsinn rétt, þýska parið og íslenska parið Nikulás og Jóhanna, en þau áttu æfingartíma í það skiptið." Varðandi skólastarfið í vetur segir einnig, að Nýi Dansskólinn muni eins og áður leggja megin- áherslu á að nemendur læri að skemmta sér, en jafnframt munu kennarar skólans vera með æf- ingarkvöld fyrir þá sem stunda dans sér til ánægju og sérstakar æfingar fyrir íþróttadansara. Þá verða sýningarhópar skipu- lagðir. Varðandi fyrirkomulag kennslunnar verður lögð áhersla á, að nemendur verði ekki fleiri en 13 pör í hverjum danstíma. Fjarðarpósturinn býður nýja nágranna velkomna og væntir góðs af návistinni við fótfima Gaflara. GAFLARIVIKUNNAR: Spurningalistanum voru eiginkona og dóttir búnar að svara fyrir Gaflara vikunnar - rítstjóra Vikunnar o.fl. áður en hann komst sjálfur til þess. Lét hann það gott heita og skilaði svörunum þannig inn. Fullt nafn? Þórarinn Jón Magnússon. Fæðingardagur? 3. janúar 1952. Steingeit. Fæðingarstaður? Hafnar- fjörður. Fjölskyldurhagir? Kvæntist Oddfríði Steindórsdóttur fóstru fyrir 16 árum. Þau eiga tvö börn; Huldu 14 ára og Steindór 9 ára. Bifreið? Hann ekur á bifreið af gerðinni Mazda 626 árgerð 1985. Hann er einnig skrifaður fyrir frúarbílnum, Dahatsu Cuore 1987, en lætur helst aldrei sjá sig á honum - enda bíllinn bleikur. Starf? Blaðaútgefandi og rit- stjóri tímaritanna Vikunnar, Samúels og Húsa & híbýla. Fyrri störf? Hann hefur verið við blaðamennsku frá blautu barnsbeini. Var orðinn fastráð- inn blaðamaður við Vísi 17 ára gamall, en hafði stundað popp- blaðaútgáfu sumrin á undan. Helsti veikleiki? Getur ekki sagt nei - þegar aðrir en heimilis- fólkið leitar aðstoðar hans. Helsti kostur? Óþrjótandi starfsorka og samviskusemi. Uppáhaldsmatur? Allt sem að kjafti kemur. Versti matur sem þú hefur smakkað? Sá réttur hefur ekki enn verið borinn á borð fyrir hann. Uppáhaldstónlist? „Ljúfir tónar“ eins og hann kallar þessa hræðilegu, klassísku tónlist sem hann setur á fóninn eftir erfiðan vinnudag. (Hann gat þó ekki neitað því, að hann hafi haft gaman af því að sjá og heyra Meat Loaf á tónleikunum í Reið- höllinni um daginn). Eftirlætisíþróttamaðurinn? Honum finnst Þorgils Óttar, Pálmar Sigurðsson og Kristján Arason vera í góðu lagi. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið? 19:19 Hvað sjónvarpsefni flnnst þér leiðinlegast? Skjáauglýsingar. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Páll Þorsteinsson og Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsleikari? Jack Nic- hoison. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Gaukshreiðrið. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Þá sefur hann - ef hann hefur ekki tekið með sér heim troðfulla skjalatösku af heima- verkefnum úr vinnunni. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Svartiskógur. Hvað myndirðu vilja fá í afmælisgjöf? Hann myndi möglunarlaust þiggja snotran sumarbústað í Svartaskógi. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi á borð við þá óstundvísi, sem hann leyfir sér hins vegar sjálfur. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Davíð Odds- syni og að sjálfsögðu Matthíasi A. Mathiesen. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Honum hefur alltaf leiðst reikningur (og reikn- ingar) alveg hroðalega. Ef þú værir í spurningakeppni, hvaða sérsvið myndir þú velja þér? Hundrað villtir hestar gætu aldrei dregið hann til þátttöku í spurningakeppni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Án efa Pamelu í Dallas - yfir kaffibolla í gufubaðstofunni hennar. Hvers vegna? Af því bara. Ef þú værír ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Ef Pamela fæst ekki til að taka á móti honum í gufubaðstofunni sinni með góðu þætti honum gott að eiga þennan valkost til vara. Það er hægt að lesa hug Þórarins í þessum efnum eins og opna bók . . . Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Hann virðist afslappaður steinsofandi á stofugólfinu með „Ljúfu tónana" vellandi úr hljómflutningstækjunum. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjórí í einn dag? Af því sem hann lætur sér um munn fara við matarborðið hefði hann nóg að gera - við að leiðrétta helstu afglöp núverandi bæjar- stj órnarmeirihluta. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti, hvernig myndir þú eyða þeim? Honum yrði tvímæla- laust ráðlagt að fara í heimsreisu með fjölskylduna - og falla sam- stundis fyrir þeirri freistingu. Uppáhalds-Hafnaríjarðar- brandarinn? Við höfum t.d. heyrt hann nokkrum sinnum segja frá Hafnfirðingnum, sem kaupir alltaf miða á fyrsta bekk þegar hann fer í bíó. Til að vera fyrstur til að sjá myndina. Eins hefur hann nokkrum sinnum sagt söguna af Hafnfirðingnum, sem læsti lyklana inni í bílnum sínum - og var heilan dag að bjarga fjölskyldunni út. Og núna nýverið sagði hann okkur frá hafnfirskum eiginmanni sem var skilinn eftir einn heima í viku á meðan frúin brá sér á kvenna- ráðstefnuna í Osló. Hún hafði sagt honum að fara alltaf í hreina sokka á hverjum degi - sem leiddi til þess, að á fimmta degi komst manngarmurinn ekki lengur í neina skó! HRAUNHAMARhf á á FASTEIGNA- OG SKIPASALA Vá ReyKjavíkurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Hafnfirðingar, vegna mikillar sölu og eftirspurnar bráðvantar nú allar gerðir eigna á skrá. - Eign í Hafnarfirði selst í Hafnarfirði. Hraunbrún. Nýl. 250 fm raðh. m. innb. bílsk. 4 svefnh. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. Verð 9,5 millj. Reykjavíkurvegur: íb.-verslun- ar- og iðnaðarhúsn. Á efstu hæð er mjög góð 160 fm íb. Á1. hæð eru 150 fm. Einn- ig 50 fm pláss. í kjallara eru 174 fm iðnaðar- og geymsluhífcn. Skipti hugsanleg á einb.húsi. Uppl. á skrífst. Brekkurhvammur - Hf. Giæsii. 171 fm einbhús á einni hæð auk 30 fm bílsk. 4 svefnh. (Mögul. á 5 herb.). Fallegur garður. Áhv. nýtt húsnlán. Verð 10,3 millj. Norðurtún-Álftanesi.Giæsii.2iofm einb.hús á einni hæð með tvöf. bílsk. Verð 9,5 millj. OldUSlÓð. Mjög falleg 120 fm neðri sérhæð ásamt ca 90 fm í kj. með sérinng. (innangengt). 5 svefnherb. Allt sér. Góður bílsk. Verð 8,1 millj. Hraunbrún. Glæsil. 201 fm raðhús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Góð staðsetn. Arinn í stofu. Tvennar svalir. Einkasala. Verð 9,5-9,7 millj. Stuðlaberg. 148 fm parhús á tveim hæðum. Skilast tilb. u. trév. Verð 6,2 millj. Lyngberg. 141 fmparhúsauk30fmbílsk. Skilist tilb. u. trév. Verð 7,5 millj. Klausturhvammur. Nýi. 250 fm raðh. m. innb. bílsk. 4 svefnh. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. Verð 9,5 millj. Norðurbær. Glæsileg 125 fm efri sérhæð auk 26 fm bílsk. Uppl. aðeins á skrifst. Fagrihvammur. Mjögskemmtilegar2ja- 7 herb. íb. sem skilast tilb. u. trév. Suðv.svalir. Allt frág. í sameign og utan. Verð 2ja herb. frá 3 millj. 4ra herb. frá 4,7 millj. Mosabarð. Mjög falleg 138 fm sérh. á 1. hæð 4 svefnherb. Stór stofa. Nýtt eldh. Bílsk- réttur. Fallegur garður. Ákv. sala. Verð 6,5 millj. Hringbraut, nýjar sérh. 146 fm efri sérh. auk 25 fm bílsk. Verð 6 millj. Einnig neðri hæð af sömu stærð. Verð 5,8 millj. Húsið er ris- ið og afh. fokh. innan og fullb. utan. Heilisgata. Mjög falleg 125 fm 5 herb. efri hæð. Allt sér. Gott útsýni. Bílskréttur. Vönduð og góð eign. Verð 6,4 millj. Suðurvangur - laus strax. Mjög falleg 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð á vinsælum stað. Gott útsýni. Einkasala. Verð 5,9 millj. Hjallabraut. Nýkomin óvenju glæsil. 122 fm 4-5 herb. íb. á 2. hæð. Ath. allar innr. í íb. nýjar. Laus 15. jan. n.k. Verð 6,2 millj. Laufvangur. Glæsil. 97 fm 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð. Parket. Suðursv. Einkasala. Verð 4,7 millj. Suðurhvammur. 95 fm 3ja herb. neön hæð. Skilast tilb. u. trév. Verð 4,3 millj. Vitastígur. Mjög falleg 85 fm 3ja herb. jarðhæð. Verð 4,4 millj. Álfaskeið. 96 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð m. bílsk. Verð 4,4 millj. Hraunhvarnrnur-2íb.85fm3jaherb. efn hæð. Verð 4 millj. Einnig i sama húsi glæsil. 80 fm 3ja herb. neðri hæð. Verð 4,5 millj. Hringbraut - Hf. Mjðg falleg 85 fm 3ja herb. jarðh. Nýtt eldh. Parket. Gott útsýni. Einkasala. Verð 4,6 millj. Holtsgata. MjOg falleg 3ja herb. hsib. Parket. Verð 3,6 millj. Miðvangur. Mjög falleg 65 fm 2ja herb. ib. á 8. hæð í lyftublokk. Frábærl útsýni. Ekkert áhv. Verð 3,7 miilj. Sðlumaður: Magnús Emússon, kvðldsimi 53274. Lðgmenn: r Guðm. Kristjánsson, hdl., lí Hlöðver Kjartansson, hdl. ** 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.