Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 6
ORÐABELGUR: Marfcús Sigurðsson bKreiðastjóri um samgöngumál Hafnfirðinga: Lagast við aldurtila bæjarstjómarinnar Eftirfarandi bréf barst blaðinu nýverið frá Markúsi Sigurðssyni bifreiðastjóra, en hún er rituð ítilefni af ákvörðun bæjarráðs um úthlutun á leyfi til skólabarnaaksturs. í Fjarðarpóstinum 10. mars sl. mátti lesa viðtal við Ágúst Haf- berg forstjóra Landleiða h.f. Þar var m.a. borið undir hann efni les- endabréfs Fjarðarpóstsins frá 3. mars sl. Lesandinn hafði kvartað undan tímasetningu vagnanna á morgnanna, einnig undan vagna- leysi í Hvömmum og Setbergi. Ágúst svaraði á þá leið, að þeir hjá Landleiðum væru tilbúnir til lagfæringa, en til þess að svo mætti verða þyrftu bæjaryfirvöld að hafa samband við Landleiði. Síðan þetta viðtal var tekið við Ágúst Hafberg, hefur það gerst, að ferðum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar var fækkað. Vögnunum er nú ekið á hálftíma fresti alla daga vikunnar í stað tuttugu mínútna frá kl. 13 til 19 mánudaga til föstudaga. Mér vit- anlega var ekki rætt við bæjaryfir- völd í Hafnarfirði varðandi þessa breytingu, þrátt fyrir að hér sé um verulega skerðingu á þjónustunni að ræða. Ég er þeirrar skoðunar, að forr- áðamenn Landleiða h.f. hefðu átt að ræða við bæjaryfirvöld í Hafn- arfirði og freista þess að fá styrk til að geta bætt þjónustu sína, en ekki draga úr henni, því slíkt leið- ir af sér fækkun farþega. Þótt það hljómi undarlega, má ef til vill skrifa þessa fækkun ferða milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar á reikning bæjaryfirvalda Hafnarfjarðar. í nefndu viðtali bendir forstjóri Landleiða á, að Landleiðir hefðu misst spón úr aski sínum á síðsta ári, þegar öðrum var falinn skóla- akstur í Hafnarfirði. Að mínu mati var það frekar Hafnarfjörður sem missti spón úr aski sínum en Landleiðir. Þessu til stuðnings vil ég nefna tvennt. 1. Þjónusta við bæjarbúa skert- ist stórlega þó mest gagnvart grunnskólanemum. 2. Gjald það sem bæjaryfirvöld greiddu fyrir þessa þjónustu Landleiða var þeim mjög hagstætt. Mér er ljóst, að Landleiðir buðu í skólaaksturinn veturinn 87 til 88 með miklum afslætti. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 30% afslátt af daggjaldi 42 sæta bifreiðar, auk þess máttu grunnskólanemar ferðast ókeypis innan Hafnar- fjarðar, úr og í Garðabæ, með vögnum þeirra frá kl. 7 til 18 alla kennsludaga. Það væri ósanngjarnt að segja annað en að þetta hafi verið rausnarlegt boð hjá Landleiðum til handa Hafnfirðingum. Bæjarfyirvöld töldu tilboð Landleiða of hátt og aksturinn þá falinn lægstbjóðanda, það er að segja Jóni Gestssyni. Við þessi umskipti var drepinn sá vísir sem kominn var að innanbæjarakstri í Hafnarfirði. Nú, þegar þessar línur eru skrifaðar, hefur enn öðrum aðila verið falinn skólaaksturinn þenn- an veturinn. Pálmi Larsen heitir hann og að sjálfsögðu með lægsta tilboðið. Jón Gestsson var með lægsta tilboðið sl. haust, en var með það hæsta núna. Þetta segir sína sögu. Meðan Landleiðir hafa með höndum ferðirnar milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar, getur enginn einn aðili keppt við þá hvað varðar þjónustu við bæjar- búa. Til þess er aðstöðumunurinn of mikill. Það er ljóst, að bæjar- yfirvöld í Hafnarfirði ætla ekki að hafa innanbæjarbíl í gangi í vetur, þrátt fyrir kosningaloforð þess efnis að bæta almenningsvagna- þjónustuna. Sérstaklega var hamrað á því að hafa innanbæjar- bíla. Það er mín skoðun, að sam- göngumál Hafnfirðinga lagist ekki fyrr en í fyrsta lagi með aldurtila þessarar bæjarstjórnar, sem nú situr við völd í Hafnar- firði. Það er illt til þess að vita, hversu köldu hefur andað milli Landleiða og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði undanfarið og að því er ég best veit, þá er það af pólitískum toga spunnið. Ef til vill verða Land- leiðir hættir að aka milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar, þegar kjörtímabili þessarar bæjarstjórn- ar lýkur, en það er annað mál. Eftir að hafa lesið viðtal við eyrarrútunni er ekki ekið hring um Reykjavík né Akureyri. Það sem Akureyri hefur fram yfir Hafnarfjörð er, að þar eru innan- bæjarbílar sem fólk, sem kemur t.d. með Norðurleið, getur tekið og farið með í úthverfin. Ég tel það hollt fyrir bæjaryfirvöld í kostnaðinn sem af því hlýst? Sérleyfið Reykjavík/Hafnar- fjörður og akstur grunnskóla- Bæjarritari segir það rétt hjá forstjóra Landleiða h.f., að illt sé til þess að vita, að ekki er hægt að koma á samvinnu milli Landleiða h.f. og þess aðila sem bæjarráð úthlutar skólaaksturinn. Ég spyr: Á hvaða sviði á sú samvinna að vera? Á ef til vill sá aðili, sem bæjarráð úthlutar skólaakstri í það og það sinn að greiða niður góðum málum. Ef þetta errétt hjá Frá borgarafundi, sem Fjarðarpósturinn og Utvarp Hafnarfjörður béldu í maímánuði sl. um samgöngumál í Hafnarfirði. Greinarhöfundur er lengst til vinstri, aftast á myndinni. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bæjarritara í Fjarðarpóstinum frá 17. mars sl. þar sem hann svarar Ágústi Hafberg forstjóra Land- leiða, veit ég enn betur hver hugs- un þessara bæjarstjórnar er til Landleiða. Hann segir m.a., að sérleyfisleiðin Reykjavík/Akur- eyri og Reykjavík/Hafnarfjörður séu samskonar sérleyfi. Þótt þau séu samskonar á pappírum, þá eru þau gjörólík í reynd. Fólk sem ferðast með Akureyr- arrútunni er ekki á leið úr og í vinnu kvölds og morgna. Akur- nema í Hafnarfirði er ekki skylt, segir bæjarritari. Ég er ekki sam- mála honum. Það er reynsla fyrir hendi veturna 1985-86 og 86-87 af vögnunum. í mörgum tilfellum hentuðu þeir mjög vel og af feng- inni reynslu hefði mátt gera miklu betur, en það voru einmitt núver- andi bæj aryfirvöld sem sáu til þess að ekki varð framhald þar á. Þá tekur bæjarritari fram, að bæjaryfirvöld séu sannarlega í forsvari fyrir bæjarbúa í öllum Hafnarfirði að vita, að Akureyr- arbær rekur innanbæjarbílana á sinn kostnað. bæjarritara, þá finnst mér að þeir ættu að leggja metnað sinn í það að bæta almenningsvagnaþjón- ustu Hafnfirðinga utan sem innanbæjar, því það þarf að bæta hana til muna. Ég trúi því ekki, að Landleiðir standi þeim fyrir þrifum hvað þetta varðar. Staðreyndin er sú, að Landleiðir hafa ekki bolmagn til þess að auka þjónustu sína, án aðstoðar bæjaryfirvalda. Virðingarfyllst, Markús Sigurðsson bifreiðastjóri, Álfaskeiði 94. “ KYNNINGARFUNDUR Miðvikudaginn 14. september verður haldinn í Kaffi- stofunni Hafnarborg kl. 20.30 kynningarfundur vegna breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi við Lækjar- götu 34, (steinullarlóð). Frestur til að skila athugasemdum til bæjarstjóra við þessar skipulagsbreytingar rennur út 23. september n.k. Skulu þær vera skriflegar. BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI Tómstundaheimili æskulýðsráðs flytur Tómstundaheimiliö er aö flytja í Dverg viö Lækjargötu og vegna flutninga opnum við ekki fyrren 15. september. Innritun verður í Vitanum Strandgötu 1 frá 7.-14. septemberfrá klukkan 13.00-15.00. Upplýsingar eru gefnar á sama tíma í síma 50404. ÆSKULÝÐS- OG TÓMSTUNDARÁÐHAFNARFJARÐAR 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.