Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.09.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 14.09.1988, Blaðsíða 5
FJARMR pózttirmn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA PROPPÉ. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR: GUNNAR SVEINBJÖRNSSON AUGLÝSINGAR: HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: SIGURÐUR SVERRISSON LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN ÚTGEFANDI: ÁRANGUR HF. - ALMANNATENGSL OG ÚTGÁFUSTARFSEMI. SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN SKRIFSTOFU). Leyndarhjúpur Kostakaupssölunnar Öll málsmeöferö við sölu á þrotabúi Kostakaups hefur ekki aukiö traust á viöskipaháttum og ekki að ófyrirsynju, aö margir þeir sem þekkja til tali um „brask" og þaðan af verra. Mikil leynd hvílir yfir sölu skiptaráðanda og á meðan „huldumaðurinn", þ.e. sá sem keypti af embættinu, nýtur nafnleyndar, og fær einnig aö halda kaupverði sínu í leyndarhjúp, er ekki undarlegt aö ýmsar sögur fari af stað. Friðrik Gíslason, hinn ungi athafnamaður, sem keypti Kostakaup af „huldumanninum" segir, að hann hafi tekið sér sjö klukkustundir til að ákveða kaupin og ganga frá þeim. Hann segir einnig, að upphæð kaupverðs síns sé mun hærra en það sem menn hafa komist næst því að gefið hafi verið fyrir fyrirtækið hjá skiptaráðanda. Engar upplýsing- ar fást þaðan. Ekki er Fjarðarpósturinn að gefa í skyn, að ekki hafi verið farið að lagabókstöfum af hálfu hins opinbera embættis. Hins vegar virðist það hugnast mörgum, að menn vaði í þeirri villu, að Friðrik sé hinn raunverulegi „huldumaður'1, sem keypti af skiptaráðanda. Nú er upp- lýst að svo var ekki. Það fást heldur engar upplýsingar um hversu háar kröfur hafa borist í þrotabúið, hversu stórt gjaldþrotið raunverulega er. Það hefur þó ver- ið staðfest, að milljónatugir liggja að baki. Ef 16 milljóna kr. kaupverð „huldumannsins" er rétt tala, virðast kröfuhafar ekki eiga erindi sem erfiði við innheimtu. Fjarðarpóstinum finnst það reyndar stórmerkilegt, að unnt skuli vera að ganga frá slíkri sölu, án þess að kröfuhafar séu upplýstir um kaupverð og kaupanda. Þeir geta margir átt þar mikilla hagsmuna að gæta. Bústjóri þrotabúsins, Valgarður Sigurðsson, segir réttilega, að það hafi skipt miklu og jafnvel mestu máli, að selja verslunina í fullum rekstri og að hún seldist í einu lagi. Þannig hefði verið unnt að fá meira fyrir hana, en ef hún hefði verið seld í bútum, þ.e. rekstri hætt. Virtur lögmaður hér í bæ, lýsti sinni skoðun á málsferð þessari allri á eftirfarandi hátt: „Þessu mætti líkjavið það, að DavíðOddsson hefði selt Grandatil einhvers „huldumanns" og sagt b borgarbúum, eigend- um Granda, að þeir fengju engar upplýsingar um kaupandann né kaupverðið." Það hefur verið mikið rætt og ritað um upplýsingaskyldu stjórnvalda á síðustu árum. Allt frá fornu fari hefur það þótt hlýða, að almenningur ætti þess nokkurn kost að fylgjast með landsstjórnarmálum. Á þessu varð nokkru breyting er einveldi jókst, en þó var Alþingi haldið í heyr- andi hljóði, þar til það var lagt niður árið 1880. Stór hluti sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar fólst í því að dómstólar störfuðu fyrir opnum tjöldum, enda hefur sú meginregla gilt um langan aldur í íslensku réttarfari. Auðvitað ber einnig að vernda einstaklinganna og í því skyni hafa verið gefin út mörg lög um þagnarskyldu hinna ýmsu starfs- hópa. í þessu tiltekna máli virðist Fjarðarpóstinum þó, að verið sé að vernda einn tiltekinn einstakling á kostnað ótilgreinds fjölda kröfuhafa í þrotabú Kostakaups. Á meðan leyndarhjúpinum verður haldið í kringum sölunatil „huldumannsins" standa þau orð, að hérgeti verið um stórfellt fjármálalegt brask að ræða. ORÐABELGUR: Bifreiðaeftirlitsmenn hjá Bifreiðaeftirliti Hafnarfjarðar að störfum i gœr. Til Fjarðarpóstsins barst erindi frá kunnum Hafnfírðingi, sem ekki sagði farir sínar sléttar af við- skiptum við Reykjavíkurvald Bifreiðaeftirlits ríkisins, svo not- uð séu hans orð. Hann sagðist hafa kastað heilum 60 klukku- stundum í það að þjónka Reykja- víkurveldinu og kvaðst vera far- inn að halda að Hafnarfjörður yrði hér eftir yfirlýst útibú frá Reykjavík. Til að gera langa sögu stutta, þá keypti umræddur maður vélhjól erlendis. Þegar það kom til lands- ins hugðist hann fá það skoðað og skráð hjá Bifreiðaeftirlitinu í Hafnarfirði. Þar var honum tilkynnt, að allar slíkar skráningar yrðu að fara fram í Reykjavík. Hafði hann af þessu ómælt erfiði og hafði á orði, að hann skyldi ekki af hverju verið væri að hafa opið Bifreiðaeftirlit í Firðinum, ef annars ágætir skoðunarmenn þar mættu ekki vinna verk þau sem bærust til þeirra. Fjarðarpósturinn hafði sam- band við Hauk Ingibergsson for- stjóra Bifreiðaeftirlits ríkisins vegna máls þessa og spurði af hverju svona væri staðið að málum. Hann svaraði: „Bifreiða- eftirlitið í Reykjavik annast allar nýskráningar fyrir höfuðborgar- svæðið og Suðurnes. Það berast allar gerðir af notuðum bifreiðum til landsins, eins vélhjól og alls konar hjól. Við þurfum að skrá nákvæmlega allar tæknilegar upp- lýsingar um þessi farartæki og til þess að annast þetta höfum við tvo menn. Kunnátta á þessu sviði er ekki sú sama og bifreiðaeftirlits- menn þurfa á að halda við sín störf. Þetta kallar oft á mikla yfir- legu í bæklingum og bókum ýmis konar. - Varðandi nýskráningar nýrra innfluttra bifreiða hafa bif- reiðaumboðinn reynst okkur mjög vel, en þetta dæmi sem þú nefnir er að ég held varðandi notað vélhjól, keypt erlendis og flutt inn af einkaaðila." Vonandi eru þeir sem hugleitt hafa þessi mál einhverju nær um ástæður þessa. Allavega vitum við hin, að ekki þýðir að fara annað en til Reykjavíkur í þessum tilvik- um. HAFNFIRÐINGAR — Afinælistilboð — Efnalaugin Glæsir 50 ára Komið með þrenn föt, t.d. tvenn jakkaföt og eina dragt. Pið borgið aðeins fyrir tvenn föt. 20% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega. GLÆSIR Síml53895 EMBLA Strandgötu Ný sending Peysur Blússur EMBLA STRANDGÖTU HOPPFARGJOLD PEX OG APEX FARGJÖLD Kanaríeyjaferðir Floridaferðir Greiðslukort URVAL ferðaskrifstofa FLUGLEIÐIR jS Umboðsskrifstofa Strandgötu 25 Símar 54930 og 651330 LISTASMIÐJAN NORÐURBRAUT 41 - Sími 53170 Námskeið fyrir byrjendur hefjast 20. sept. - Þrír tímar í einu, fjögur skipti. Tveggja kvölda námskeið í jólavörum og þurrburstun eru 17. og 20. okt. Hringið og pantið í tíma. Keramik - ný mót - nýjir litir - nýjar aðferðir ÁVÖXTUNIN Á SPARISKÍRTEINUM RÍKISSJÓÐS ER ALLS STABAR SÚ SAMA Það er þjónustan sem skiptir sköpum Það er í sjálfu sér einföld athöfn að kaupa spariskúteini rikissjóðs en í því eins og öðru getur skipt máli að réttar upplýsingar og þjónusta séu fyrir hendi. Öll útibú okkar em viðbúin því að taka á móti þér með sérþjálfað starfsfólk, þægilega aðstöðu sem gefur tækifæri til ráðlegginga í góðu tómi og fjölbreytta sérþjónustu. Við veitum þér akar fáanlegar upplýsingar um spariskírteinin. Við upplýsum þig um það hvers vegna spariskírteinin em ef til vill svo hagstæð fyrir þig núna. Við athugum fyrir þig, hvort hagstætt er að innleysa gömlu skírtein- inþínogkaupaný. Við sjáum um að innleysa gömlu skírteinin fyrir þig og kaupa ný eða leggja féð inn á Bónusreikning eða önnur ávöxtunarform bankans. Við gætum þess að sparifé þitt missi ekki verðbætur og vexti við gjalddaga spariskírteinanna eins og hent hefur svo marga. Við varðveitum skírteinin fyrir þig. Heimsæktu okkur í eitthvert útibúanna, þar verður tekið vel á móti þér með persónulegri nútíma þjónustu. -niítim fanki 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.