Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.1988, Page 1

Fjarðarpósturinn - 28.09.1988, Page 1
M K FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Forstöðumaður Hafnarborgan FMRÐflR pösturinn 32. TBL. — 6. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPT. VERÐ KR. 50,- /ifc FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Enn er byggingamefnd í sviðsljósinu hjá bæjastjóm: „Kemur vel á vondann ai verja hana“ - sagói bæjarstjóri m.a. í andsvömm við fyrirspumum Jóhanns Bergþórssonar. Forseti bæjarstjómar meðal 11 umsækjenda Umsækjendur um stöðu forstöðumanns Hafnarborgar eru ellefu. Það vekur athygli að einn umsækjendanna er forseti bæjarstjórnar, Jóna Ósk Guðjónsdóttir. Umsóknarlistinn var lagður fyrir síðasta fund bæjarráðs, en vísað til umsagnar stjórnar Hafnarborgar. Umsækjendur eru eftirtaldir: dóttir, Sunnuvegi 12. Keneva Ragnheiður Gestsdóttir, Aust- urgötu 16. Jóna Ósk Guðjóns- dóttir, Öldutúni 6. Petrún Péturs- Jóna Ósk Guðjónsdóttir Kunz, Hverfisgötu 25. Soffía Stef- ánsdóttir, Heiðvangi 11. Guð- bjartur Gunnarsson, Hófgerði 6, Kópavogi. Margrét Guðmunds- dóttir, Suðurbraut 14. Vilborg Sigurjónsdóttir, Stekkjarhvammi 29, Ragnhildur Jónsdóttir, Sævangi 21. Síðan æskja tveir umsækjendur nafnleyndar. Ekki náðist samband við Jónu Ósk Guðjónsdóttur í gær til að spyrja hana álits á, hvort það sam- ræmdist að hennar mati, að forseti bæjarstjórnar sækti um slíkt em- bætti. Hún er stödd erlendis um þessar mundir og stýrði Magnús Jón Arnason formaður bæjarráðs því bæjarstjórnarfundi í gærdag í forföllum hennar. Súvartíd Sú var jú tíðin, en nú hefur snjóað í Esjuna. Þessi mynd var reyndar tekin í Gaflaraferð á Bendidorm í síðustu viku, en minnir óneitanlega á liðna tíð. Njótendur sumars og sælu þarna eru, talið frá vinstri: Bjarni Jónsson, Sigrún Pétursdóttir, Kristín Sigurbjörnsdóttir, Jón Arnar Jónsson. Lengst til hægri, ef myndin prentast rétt, rétt sést í hluta af honum Jóni í Lækjarkoti, eða kannski bara buxurnar hans. Sjá bls. 3. Eigendaskipti Eins og fram kom í 7. tölublaði Fjarðarpóstsins í aprflmánuði sl. urðu þær breytingar á rekstri blaðsins, að Sigurður Sverrisson og fleiri tóku við útgáfunni af undirrituðum, sem þó töldust enn eig- endur Fjarðarpóstsins. Nú hefur sú breyting orðið, að Fríða Proppé, núverandi ritstjóri blaðsins, telst frá og með 1. október n.k. einn eigandi Fjarðar- póstsins. Undirritaðir árna Fríðu Proppé alls hins besta og vita, að Fjarð- arpósturinn er í góðum höndum undir hennar stjórn. Við vonum, að blaðið skipi áfram fastan sess í bæjarlífl Hafnfirðinga eins og það sannarlega hefur gert hingað til. Ellert Borgar Þorvaldsson Rúnar Brynjólfsson Guðmundur Sveinsson Seinir starlsmenn? Bæjarstarfsmenn og menn í vinnu fyrir þá voru skammaðir fyrir seinagang á síðasta bæjar- ráðsfundi. Þetta var gert í sér- stakri bókun sem send var við- komandi. Svo segir í fundargerð bæjar- ráðs um málið. „Bæjarráð minnir bæjarverkfræðing, skipulags- stjóra og Björn Hallsson, arki- tekt, á samþykkt bæjarráðs um fjölbýlishúsabyggð í Fjárhúsholti frá 10. mars s.l. Væntir bæjarráð þess, að ofantaldir aðilar þurfi ekki öllu lengri tíma til að ljúka umbeðinni vinnu, þannig að unnt verði að auglýsa lóðirnar lausar til umsóknar.“ - Svo mörg voru þau orð. Byggingarnefnd kom enn til umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Nú var það Jóhann G. Berg- þórsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, sem kvaddi sér hljóðs og kvartaði yflr afgreiðsl- um nefndarinnar. Hann sagði m.a., að hann hefði í langan tíma setið hjá við afgreiðslur bæjar- stjórnar á fundargerðum bygg- ingarnefndar vegna óljósra afgreiðslna hennar. Bæjarstjóri stóð upp til svara og sagði þá m.a.: „Það kemur vel á vondann að þurfa að verja byggingarnefnd“. Jóhann kvaddi sér hljóðs og kvaðst alls ekki sáttur við afgreiðslur nefndarinnar og taldi, að afgreiðslur nefndarinnar ættu að vera skýrari, bæði þegar þær samþykktu og synjuðu erindum bæjarbúa. Nefndi hann þar til nokkur erindi, m.a. frá Sólvangi um sólhús, sem hann sagði enga skýringu hafa komið um neitun á. Hann sagði einnig, að það þyrfti að taka til endurskoðunar af- greiðslutíma embættismanna bæjarsins á þessu sviði. í dag þyrfti að leggja inn erindi á föstu- degi til að fá afgreiðslu á fimmtu- degi. Áður hefði nægt að leggja inn á mánudegi til að fá afgreiðslu á miðvikudegi. Hann kvaðst æskja skjótra úrræðna í þessu máli. Guðmundur Árni bæjarstjóri svaraði og kvað það koma vel á vondann að þurfa að standa fyrir vörnum fyrir hönd nefndarinnar. Hann kom þó með skýringar á tveimur neitunum bygginga- nefndar, sem hann sagði byggða á persónulegum upplýsingum. Ekki svaraði hann neinu um neitunina á sólbaðsstofu Sólvangs, þó svo erindið væri ítrekað með framí- gripi. Bæjarstjóri sagði að lokum, að þó væri málið „hægt og bít- andi“ að taka rétta stefnu. Hann sagði einnig að lokum: „Ég skal taka það upp sem bæjarstjóri og embættismaður að lagfæra þetta.“ Fúsi froskagleypir Óvönduð meðöl Sólhúsi við á plötu BenJohnsons Sólvang hafnað -sjábls.2 ogSteingnms .^^1 -sjábls.4

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.