Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 28.09.1988, Blaðsíða 4
FJARMR póStWM RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA PROPPÉ. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR: GUNNAR SVEINBJÖRNSSON AUGLÝSINGAR: HJÖRDIS ÞORSTEINSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: SIGURÐUR SVERRISSON LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN ÚTGEFANDI: ÁRANGUR HF. - ALMANNATENGSL OG ÚTGÁFUSTARFSEMI. SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN SKRIFSTOFU). Ýmsum meóulum beitt Þaö er álitamál, hvort þjóðin er meira slegin yfir þeim meðulum sem misnotuð hafa verið á Olympíuleikunum eða þeim sem beitt hefur verið við íslenska stjórnarmyndun síðustu daga. Afleiðingarn- ar liggja Ijósar fyrir í Seoul, en engan veginn varðandi þá ríkisstjórn sem gengur á fund forseta íslands í dag undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Afleiðingarnar gætu meðal annars orðið dýrkeypt- ar fyrirhugaðri atvinnu- og íbúðauppbyggingu hér í Hafnarfirði. Það þarf ekki nánari útskýringa við varðandi Seoul og Ben Johnson, en Steingrímur Hermannsson er ekki öfundsverður af sinni stöðu. Það hlýtur að vera erfitt að taka sér stöðu í rásholunum á hlaupabrautinni vitandi það, að röngum meðölum hefur verið beitt. Yfir höfði vofir lyfjapróf, þ.e. kosningar, og í framhaldi af því niður- stöðurnar, alveg eins og Ben Johnson stóð frammi fyrir í startholun- um. Ben Johnson vildi stæjri og fleiri sigra, meiri frægðarljóma og að skjóta keppinautunum ref fyrir rass. Steingrímur virðist vilja það sama. Alla vega greip hann til sinna meðala. Og hvert er svo inni- haldið, hver er efnablandan? Alþýðubandalagið er leitt til valda með það helst á oddinum, að ekki komi til stækkunarálvers í Straumsvík. HjörleifurGuttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra Alþýðubandalagsins, upplýsti þjóðinastrax í fjölmiðlum, þegar kom til umræðu að sá flokkur tæki þátt í ríkis- stjórn með Framsókn og Alþýðuflokki, að það yrði dauðadómur yfir ríkisstjórnarmyndun, ef neitunarvald í því máli yrði ekki staðfest. Kratar sögðu þá: „Nei takk, enga ríkisstjórn, ef þeirfá neitunarvald". Þá var að fá lyfseðil og meðalið. Það sem Steingrímur varð sér úti um var þetta (bein tilvitnun í viðtal í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi): „Afstaða verður fyrst tekin, þegar hagkvæmnisathugun liggur fyrir. Það er Ijóst að stjórnarfrumvörp verða ekki lögð fram, nema allir aðilar ríkisstjórnar samþykki þau.“ Steingrímur sagði einnig, að það lægi hreint fyrir, að ef tillögur minnihlutans í stórum málum, eins og ÍSAL- málinu, yrðu samþykktar á Alþingi, liti hann þannig á, að þar hefði myndast nýr meirihluti og að þá yrði ríkisstjórninni slitið. Kratar virðast hafa kokgleypt þessa meðalablöndu, enda var Hjörleifur borginmannlegur í sjónvarsfréttum í gærkvöldi, auðheyr- anlega fullviss um „rétta“ niðurstöðu í álversmálinu. Hann margítr- ekaði fyrst, að Steingrími bæri að skýra frá niðurstöðu þessa úrslita- atriðis hans, en sagði síðan: „Annars væri ekki komin ný ríkis- stjórn". Hvað skyldi Olafur Ragnar hafasamið um (utanríkismálum þjóðarinnar, þegar hann fékk ekki utanríkisráðuneytið? Fjarðar- póstinum er spurn. Þáttur afsprengis Framsóknarflokksins í stjórnarmynduninni, þ.e. Stefáns Valgeirssonar, er þvílíkur harmleikur, að ekki tekurtali. Er nema von, að íslenskir launþegar séu yfirfullir vantraust og vantrúar á íslenska stjórnmálamenn og stjórnmál yfir höf uð, þegar sl íkar yfir- lýsingar eins og þessa þingmanns eru gefnar á opinberum vett- vangi. Og á ný er vitnað beint í sjónvarpsviðtal í gærkvöldi: „Ég tel mig betur kominn með fingurna á þessum sjóðum, en í ráðherra- stóli.“ Nei, Steingrímur er ekki öfundsverður, fremur en Ben Johnson. Engum geta þeir þó kennt um nema sjálfum sér. Það neyðir enginn vond meðul ofan í menn með fullu viti. Steingrímur sagði einnig í sjónvarpi í gærkvöldi, aðspurður um, hvort hin nýja ríkisstjórn gæti talist meirihlutastjórn með aðeins „örugga“ 32 þingmenn: „Þetta er meirihlutastjórn. Hún ver sig vantrausti á Alþingi. Það er mælikvarði á meirihlutastjórnir." - Það þarf meira en lyfjagjafana og uppáskrif- endur lyfseðla til að bjarga ærunni, þegar niðurstöður lyfjaprófana liggja fyrir. Það er mat Fjarðarpóstsins. Byggingarnefnd hafnar sólhúsi vió Sólvang Byggingamefnd hefur synjað erindi um heimild til að byggja sólhús við Sólvang. Þetta hefur orðið mörgum harmaefni. í fundargerð stjórnar Sólvangs sólhúss og telur eðlilegt, að aðilar frá 13. september sl. segir svo um sem málið varðar, leggist áeitt um málþetta: „StjórnSólvangsharm- að finna nú þegar lausn sem allir ar synjun á erindi varðandi bygg- geta sætt sig við. Undir engum ingu sólhúss við suðausturgafl kringumstæðum má rýra mögu- Sólvangs samkvæmt erindi bygg- leika sjúklinga Sólvangs til heil- ingafulltrúa dags. 2. september brigðrar útivistar sumar sem 1988. Óskað er eftir fyllri rök- vetur, né heldur skerða þann stuðningi varðndi synjun bygging- möguleika á meiri fjölbreytni dag- aryfirvalda. Stjórn Sólvangs er legs lífs sem slíkt hús gefur. einhuga hvað varðar byggingu KOMPAN: NIÐURFELLING FASTEIGNASKATTS Bæjarráð hefur fallist á að fella niður þrjá fjórðu hluta fasteigna- skatts af Drangahrauni lB,en það er húsnæði Hjólbarðasólunar Hafnarfjarðar, sem brann 18. apr- íl sl. BIPSKYLDA Umferðarnefnd hefur lagt til, að Óseyrarbraut hafi bið- skyldu gagnvart Fornubúðum. Hún hefur einnig gert það að til- lögu sinni, að botnlangar við Hrauntungu hafi biðskyldu gagn- vart aðalgötunni. Bæjarstjómarmenn í Cuxhaven Þessi mynd var tekin í Cuxhaven á dögunum þar sem fulltrúar bæjarstjómar sátu vinabæjarmót. A mótinu afhentu bæjarfulltrúamir vinabænum að gjöf litmynd af Hafnarfirði og var myndin tekin við það tilefni. Ný Strandgata um miðjan október Framkvæmdir við Strandgötuna komu til umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Jóhann Bergþórsson kvartaði þar yfir seinagangi og sagði m.a, að undirbúningi framkvæmdanna hlyti að hafa verið áfátt. Hann fór þess á leit, að betur yrði staðið að undirbúningi við áframhaldandi endurbætur á götunni. Guðmundur Árni bæjarstjóri sagði í svari sínu, að alltaf hefði verið reiknað með að framkvæmdirnar stæðu frá því um miðjan júlí og fram í miðjan október. Varðandi það að standa betur að undirbúningi næst, sagði hann ábendinguna rétta og að hann myndi beita sér fyrir því. Þessi mynd er tekin af fram- kvæmdum við götuna í sumar. ORÐABELGUR: Áhyggjufull móðir hringdi og bað fyrir skilaboð til bílstjóra, sér- staklega á stórum flutningabílum. Hún sagði m.a.: „í Guðs bænum akið varlega Lækjargötuna. Umferðin þarna vex með hverjum deginum og mér stendur alls ekki á sama að sjá stóru flutningabíl- ana aka þarna um. Börnin eru smá og sjá sum hver ekki nógu vel frá sér.“ - Góð ábending. Okum varlega. [UiJbtM., Námsflokkar Hafnarfjarðar Munið innritunina Innritun stendur yfir en lýkur nk. föstudag, 30. sept. Innritun fer fram daglega milli kl. 17-20 á skrif- stofu Námsflokkanna í húsnæöi Iðnskólans að Reykjavíkurvegi 74. Sími Námsflokkanna er 651322. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn nk. 3. október. INNLAUSN SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR VEKUR ATHYGLI Á INNLAUSN SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS EFTIRTALDIR FLOKKAR ERU LAUSIR í SEPTEMBER: 1972 2. FLOKKUR 1978 2. FLOKKUR 1973 1. FLOKKUR B (lokainnlausn) 1979 2. FLOKKUR 1974 1. FLOKKUR (lokainnlausn) 1984 2. FLOKKUR 1977 2. FLOKKUR 1985 2. FLOKKUR A Við höfum til sölu nýjan flokk spariskírteina ríkissjóðs. Einnig eru til sölu sparisjóðsbréf Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Þetta eru vænlegir kostir til sparnaðar í kjölfar lækkandi vaxta. SPARISJÓÐURINN VARÐAR ÞINN HAG Sparrisjóður Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10, Reykjavíkurvegi 66 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.