Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.10.1988, Síða 1

Fjarðarpósturinn - 05.10.1988, Síða 1
>11K FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 FJflRÐnR W^MpfSturin ■ i / i ■ t f ■■ &i i.i . 33.TBL. 1988-6. ARG. MIÐVIKUDAGUR 5. OKT. VERÐ KR. 50,- Æ K nmr FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Riddarinn í bæjardgn Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að ganga til samninga um kaup á Riddaranum við Vesturgötu 8. Núverandi eigandi Riddarans er Útvegsbanki íslands. Að sögn bæjarritara líta bæjaryfirvöld svo á að húsið sé hluti af heildarmynd við götuna og því beri að kaupa það. Fyrirhugað kaupverð fæst ekki uppgefið. Bæjarstjóri boðar forstöðumönnum aðhald og stöðvun „nýrra verk- efna“ og „viðhaldsverkefna^ Óbjörguleg fjáriiagsstaða Bæjarstjóri hefur sent öllum forstöðumönnum stofnana og deilda hjá bænum bréf þar sem hann tilkynnir, að frá og með 21. september verði ekki stofnað til nýrra útgjalda á vegum bæjarins, að undanskild- um nauðsynlegustu innkaupum vegna daglegs rekstrar. Þar með eru talin viðhaldsverkefni. Á sama tíma liggja á borðinu hjá bæjaryfirvöld- um áætlanir um nýjar fjárfestingar bæjarsjóðs að upphæð hátt í þrjú hundruð milljónir króna. í bréfi bæjarstjóra er skýrt tekið fram, að undir engum kringum- stæðum verði heimiluð útgjöld á þeim liðum fjárhagsáætlunar sem þegar eru uppurnir. Ekki verði ráðist í ný verkefni, þar á meðal viðhaldsverkefni, „enda þótt heim- ildir séu fyrir þeim í fjárhagsáætl- un“, eins og segir í orðrétt í bréf- inu. Þjónusta og vörur til daglegs brúks séu þó heimilar, en þó mjög þröngt skilgreindar sem nauðsyn- legar. t>á er einnig athygli vakin á að beita ströngu aðhaldi varðandi launaútgjöld svo sem yfirvinnu. I lok bréfsins er forstöðumönnum bent á að búast megi við, að greið- sla reikninga verði ekki innt af hendi, ef innihald bréfsins verði ekki virt. Bréf bæjarstjóra hefur ergt margan embættismanninn, enda t.d. bókað í fundargerð skóla- nefndar. Þá liggja á sama tíma á borði bæjaryfirvalda áætlanir um fjárfestingar upp á hundruðir milljóna króna, auk þeirra fjár- festinga sem þegar hefur verið ráðist í, svo sem Vitann, Hafnar- borg, kaup á Hafnarfjarðarbíó, fyrirhuguð kaup á Riddaranum o. fl. Stóru fjárfestingarnar sem nú liggja fyrir eru Setbergsskóli upp á 170 rnillj. kr. og áfangi í sundlaug í Suðurbæ upp á 71 millj. Því má bæta hér við, að til við- bótar telja ýmsir bæjarfulltrúar, að full ástæða - og jafnvel meiri en til framangreindra framkvæmda, - sé að ráðast í byggingu nýs íþrótta- húss. Enn elda bygginganefnd og bæjarstjóri grátt: Húsbygging eöa tjald? Enn kular í milli byggingarnefndar og bæjarstjóra. Nú er „tjaldbú- skapur á plani“, sem Fjarðarpósturinn sagði frá nýverið ágreiningsefn- ið. Skýlið á plani Skereyrarinnar h.f. við Oseyrarbraut er alls ekki endanlega löglega skilgreint. - Er það tjald eða húsbygging? Bæjastjóri mun telja það tjald byggingarnefnd. Nefndin hins og hefur því gefið leyfi fyrir stað- vegar telur þar um hús að ræða, og setningu þess, án þess að tala við því hafi nefndinni verið ætlað að Forstjóri Hafnarborgar Erfið ráðning? Eitthvað situr umsókn Jónu Óskar Guðjónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, um embætti for- stjóra Hafnarborgar í þeim sem með hafa að gera. Umsækjendur ásamt henni voru ellefu. Á fundi stjórnar Hafnarborgar í upphafi vikunnar var því frestað að taka afstöðu til umsækjenda, sem voru ellefu. Næsti fundur stjórnar Hafnarborgar er n.k. mánudag, en Jóna Ósk er nú kom- in heim frá útlöndu. Sjá viðtal við Jónu Ósk á mið- opnu. skera úr um lögmæti þess. Á nýafstöðnum fundi bygg- ingarnefndar spurðist Sigurður Þorleifsson fyrir um, hvernig mál stæðu vegna „bráðabirgða- skemmu" sem,: „reist hefði verið í óleyfi og samþykkt á síðasta fundi að skyldi fjarlægð“, eins og segir orðrétt í fundargerð. Þá seg- ir og þar: „Byggingafulltrúi skýrði frá því að sent hafi verið bréf til lóðarhafa og honum gert að fjar- lægja umrædda skemmu. Einnig skýrði byggingafulltrúi frá því, að Skerseyri h.f. sé eigandi umræddrar skemmu og hafi hún fengið leyfi bæjarstjóra til stað- setningar skemmunnar til bráða- birgða." Í lok umfjöllunar byggingar- nefndar segir: „Byggingarnefnd áréttar við byggingafulltrúa að umrædd skemma verði fjarlægð hið fyrsta." Nú er lag á læk Setbergshverfíð getur státað af bæjarlæk. Sumir dást að honum. Aðrir telja hann geta orðið skaðvald hinn mesta. Allavega ber ekki í bakkafullan lækinn að minna á, að of seint er að byrgja brunninn, þeg- ar barnið er dottið ofan í. Á síðasta bæjarráðsfundi varð Setbergsbæjarlækurinn að umræðuefni og töldu bæjarráðs- menn, samkvæmt fundargerð, að þar sem nú væri að hefjast íbúðar- byggð inn með Setbergshlíð væri nauðsynlegt að huga að fyrir- byggjandi ráðstöfunum vegna slysahættu frá læknum. Síðan seg- ir í fundargerð bæjarráðs: „Miðað við þann farveg, sem læknum hefur nú endanlega, að töluverðu leyti, verið beint á þess- um stöðum, er hann sums staðar alldjúpur og bakkar þverhnýptir. Enn mun vatnsmagn hans eiga eftir að aukast. Dýpt lækjarins ásamt óvörðum bökkum er því hættuleg börnum, sem þarna munu eiga leið um, bæði til leiks og á ferð í væntanlegan Setbergs- skóla." Með vísan til þess sem að fram- an er rakið óskaði bæjarráð eftir greinargerð frá bæjarverkfræð- ingi um málið ogábendingum um, hvernig helst megi fyrirbyggja slysahættu við lækinn. Heilsugæslustööinni færiur blóötökustóll -sjábls.3 Ójþúhýri Hafnarfjöröur -sjábls.4 „Ekkiútí loftið,“ segir JónaÓsk -sjábls.5

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.