Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.10.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 05.10.1988, Blaðsíða 4
FfflftMR pösturtnn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA PROPPÉ AUGLÝSINGAR: HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR DREIFING: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN SKRIFSTOFU). Mittlrf-Égvel Heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, gekk á undan með góðu fordæmi í grunnskóla í Reykjavík í gær og boðaði uppvaxandi kynslóð, að galdurinn við það að verða langlífur og mætur þjóðfélagsþegn væri, að hver og einn einstaklingur tæki sjálfur ábyrgð á lífi sínu. Hann hvatti börnin til að spyrja sig daglega og við hverja athöfn: Hvað er rétt að gera? Hvað er rangt að gera? Boðskapur ráðherrans er góður, og var skemmtilega fram settur. Vonandi tekst honum að fá skólabörnin til að móttaka hann. Hvort á ég að velja sígarettu eða gulrót? - lakkrís eða banana? - vín eða mysu? Er það tilviljun að vín rýmar á móti svín? Allt hljómar þetta dægilega, eins og einn fyrrum starfs- félagi leiðarahöfundar myndi orða það. - Vel til fundið. Fjarðarpóstinum datt í hug, er hann sá ráðherrann dreifa —þessu ágæta plaggi til skólabarna í Foldaskóla í gær, hvort hann hefði ekki örugglega dreift þessu sama plaggi á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun. Ef ekki, þá koma hér á eftir ábend- ingar um viðbótartexta á slíkt plagg. Vonandi móðgast enginn, enda er yfirskrift heilsubótarherferðarinnar: Mitt líf. - Ég vel. Lækkun launa? - Hækkun launa? Millifærsla? - Niðurfærsla? Virðum samningsréttinn? - Samningana úr gildi? Lækkun nafnvaxta? - Hækkun raunvaxta? Hækkun skatta? - Lækkun skatta? Þingsetning samkvæmt lögum? - Frestun, afnám þinghalds? Sannfæring gildi? - Sannfæringu má senda í frí? Meirihlutinn ráði? - Minnihlutinn ráði? ísland í NATO? - ísland úr NATO? Stækkun álvers? - Lokun álvers? Það stóð í nokkrum börnum, sem fréttamenn spurðu í gær, hvort þau væru viss um svörin við öllum spurningunum sem ráðherrann lagði fyrir þau. Skyldu svörin í ríkisstjórninni við ofangreindum spurningum, þó einfaldar séu, verða sam- hljóða? Það sem vekur athygli í stöðu stjórnmálanna er, að sjaldan eða aldrei hefur óvissa verið eins mikil og skilningur almennt á stöðu efnahagsmála lítill. Almenningur virðist enn bíða spenntur eftir áþreifanlegum aðgerðum og trúverðugum upp- lýsingum um raunverulega stöðu einstaklinga og fyrirtækja. Yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar eru léttvægar í hugum flestra og fólk virðist enn bíða eftir staðreyndunum, einhverju til að trúa á og haga sér samkvæmt. Því miður virðist hætta á að sú bið geti orðið nokkuð löng. Leikskólinn í Hvammi opnaður Tvær leikskóladeildir í Hvammi opnuðu á ný sl. mánudag og von er til, að unnt verði að fullmanna dagvistardeild í næstu viku, að sögn Kristbjargar Gunnarsdóttur forstöðukonu Hvamms í gær. Þegar Fjarðarpóstinn bar að garði voru börnin í óða önn að taka til starfa þar sem frá var horfið. Kristbjörg sagði m.a., að tekist hefði að ráða fimm nýjar starfsstúlkur á leikskóladeildina með því að koma til móts við þær varðandi dagvistun barna þeirra. Hún sagðist fullviss um, að sú aðferð kæmi vel til móts við marg- an starfsmanninn, enda væri dag- vistun barna dýr. Það mun kosta um 15 þúsund kr. á mánuði að hafa barn í umsjón dagmömmu. Bærinn hefur tekið að sér að greiða úr dagvistunarvanda þeirra, sem vilja taka til starfa á barnaheimilum bæjarins. Kristbjörg sagði ennfremur, að dagheimilisdeild hefði verið frá upphafi með færri börn en vera mætti vegna skorts á fóstrum. í næstu viku reiknaði hún með að fá eina fóstru til starfa á sömu kjörum, þannig að þá yrði unnt að bæta úr því. Á leikskóladeildum eru tvær deildir fyrir hádegi og tvær eftir hádegi með samtals 80 börn. Á dagheimilisdeild geta verið 17 börn og verða það vonandi í næstu viku. Ó, ÞÚ HÝRIHAFNARFJÖRÐUR: „Á Benkkmn er best að vera“ Hagyrðingaþátturinn okkar hefur tekið sér nokkuð langt frí, eða í allt sumar. Sumum þótti nóg um og ekki hefur skort áskoranir um að taka hann upp á ný, ein- vörðungu hefur plássleysi hamlað. Það brá svo við, að í Gaflara- ferðinni víðfrægu til Benidorm í síðasta mánuði barst ein áskorun- in enn, og ekki aðeins orðin tóm, heldur meðfylgjandi þrír fyrri- partar. Því verður vart látið ósvar- að. Það er hann Kristján Stefáns- son sem skorar á Fjarðarpóstinn og lesendur, en hann sendi inn ótalda botna sl. vetur. Hér koma fyrripartar hans, frumsamdir á staðnum: Á Benidorm er best að vera bjórinn kostar sama og vatn. °g Með Hagsýn fara hópar stórir hagstæð kjör á sólarströnd. og Fjarðarpóstsins Fríða Proppé ferðast víða í leit að efni. Sá háttur var hafður í þættinum okkar, að þeir sem lögðu fram fyrriparta skoruðu á annan hagyrðing að koma með næstu fyrriparta. Kristjáni brást þarekki bogalistin fremur en í kveðskapn- um og skorar hann á Sæmund Ste- fánsson, starfsmann ÍSAL, til af- reka í næsta þætti. Við biðjum forláts á að þáttur- inn hefur fengið svo langt sumar- frí og þökkum Kristjáni fyrir að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Við hvetjum lesendur til að reyna sig við að botna og æskj- um botnanna til birtingar í síðasta lagi n.k. mánudag. Heimilisfang- ið er Reykjavíkurvegur 72, sím- arnir eru 65 17 45 og 65 19 45. Þjónusta við aldraða Styrktarfélag aldraðra hefur hætt störfum, en þess í stað hefur Víðistaðasókn uppi áætlun um að koma af stað þjónustu við aldr- aða. Hún mun m.a. fólgin í opnu húsi, kaffikvöldum o.fl., sem væntanlega verður auglýst síðar. Þá mun bæjarfélagið beita sér fyr- ir þjónustu fyrir aldraða, sem verður nánar kynnt hér á eftir. Ástæður þess, að Styrktarfélag- ið hætti störfum munu vera víð- tækar, og viðkvæmar, en m.a. hefur áhugaleysi verið kennt um. Bæjarfélagið hefur á prjónunum að fara með aldraða í leikhúshóp- ferð. Þá er ætlunin að bæta við einum „matardegi" í viku í Álfa- felli, þ.e. félagsmiðstöðinni fyrir ofan íþróttahúsið við Strandgötu. Þar hafa verið „matardagar" einu sinni í viku, en nú er fyrirhugað að hafa þá bæði á þriðjudögum og fimmtudögum. Þetta verður aug- lýst síðar, en boðið er upp á hádegismat, þar sem þátttakend- ur borga hréfniskostnað. í tengslum við „matardagana“ verður föndur, leikfimi og eitt- hvað til skemmtunar. 4 Umsóknin er ekki út í loftið -enég vil ekki koma af stað neinum deilum í bænum með þessu Það vakti óneitanlega athygli, þegar Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sótti nýverið um stöðu forstjóra Hafnarborgar, ásamt tíu öðrum. Fjarðarpósturinn skýrði frá umsókn Jónu Óskar í síðasta blaði en náði þá ekki sambandi við hana til að spyrja hana ástæðu þess að hún sótti um. Hún var þá stödd erlendis, en er nú komin heim. Fjarðarpósturinn ræddi við hana í gærkvöldi um stöðuna og umsókn hennar. Það vakti sérstaka athygli við umsókina, að enginn af hennar meðstjórnendum í bæjarmálum virtist vita, að hún hygðist sækja um. Umsóknin barst á sama tíma og hún fór utan. Fer viðtalið hér á eftir, en þess má geta að umsögnum um umsækjendur var frestað á fundi stjórnar Hafnarborgar í upphafi vikunnar. Þess má og geta, að Jóna Ósk starfar á Þjóðminjasafni íslands. Jóna Ósk var fyrst spurð, af hverju hún hefði stokkið af til útlanda um leið og hún hafði lagt inn umsókina, eins og einn við- mælandi Fjarðarpóstsins orðaði það. Hún svaraði: „Stokkið og ekki stokkið. Þessi ákvörðun mín var ekki fyrirliggjandi fyrr. Ég tók þá ákvörðun að leggja inn umsókn á þessum tímapunkti. Það var ekkert í tengslum við þessa utanlandsferð. Hún var löngu ákveðin. Varðandi það að vera forseti bæjarstjórnar þá mundi ég heyra nákvæmlega það sama, bara fyrir að vera krati. Það er ekki litið á það sem starf að vera bæjarfulltrúi, einvörðungu „aukahobbý", enda launað sem slíkt. Bæjarfulltrúar þurfa annað starf sér til viðurværis. Þá er spurningin, hvort maður hefur rétt til að sækja um vinnu sem til- fallandi er.“ - Þú hefur sem sagt áhuga á að taka þessari vinnu? „Já, þessi umsókn er ekki út í loftið. Ég er nú einu sinni búin að vinna að starfrækslu safns í níu ár. Ég hef haft áhuga á því að breyta til undanfarin ár og það liggur heldur ekkert á lausu að fá vinnu í Hafnarfirði.“ - Gerir þú þér vonir um að fá þetta starf? „Ekkert frekar. Það er stjórn- arinnar að meta umsækjendur og bæjarstjórn hlýtur að taka tillit til þess. Það verður bara að hafa sinn gang. Ég treysti því bara að menn líti á umsóknirnar út frá faglegu sjónarmiði. Ég ætlast ekki til annars.“ - Hefur þú orðið fyrir þrýstingi að draga umsókina til baka? „Nei, en það kemur alveg inn í myndina hjá mér að draga hana til baka. Ég vil ekki koma af stað neinum deilum í bænum með þessu. Það var ekki meiningin." - Telur þú að svo geti orðið? „Ég veit það ekki. En ég átti nú ekki von á tilskrifum eins og í Fjarðarpóstinum, - að þessu yrði slegið upp." - Varla ræður Fjarðarpóstur- inn neinu þar um, en hvað um þína stöðu í bæjarstjórn? „Ég ætla að sjá til. Ég hef engan áhuga á að taka við starfi í óþökk fólks.“ - Ertu að hugsa um að draga umsóknina til baka, og hefur ver- ið farið fram á það við þig? „Það kemur bara í Ijós hvort ég dreg hana til baka, en það hefur alls ekki verið farið fram á það.“ - Viltu frcmur draga hana til baka, en að annar verði kjörinn en þú? „Nei, nei. Það yrði þá bara út frá mínu eigin persónulegu mati, það er hvað mér finnst um það.“ - Til þess að halda friðinn? „Já, en það er kannski ekki rétt að orða það þannig. En það var aldrei ætlun mín að koma illa við einn eða neinn, ef einhver hefur tekið það þannig. Mér er of annt um, að þessi starfsemi fari vel af stað til þess að ég vilji eiga það undir mér.“ Flóamarkaður Viltu skipta á þriggja herbergja íbúð í Vestmanna- eyjum fyrir sambærilega íbúð í Hafnarfirði? Uppl. í sima 51716. VEISTU ... að aflursætið fer jafnhratt og framsætið. SPENNUM BELTIN hvar sem við sitjum í bilnum. UUMFEROAR 'fa' RAD Kópavogsbúi um ræstingar í hafnfirskum skólum: Ræstingakonur óþarfar? Á fundi skólanefndar 28. sept- ember sl. var lagt fram bréf frá Jóhanni Stefánssyni að Hlíðar- vegi 44 í Kópavogi, þar sem hann vekur athygli á nýju ræstingar- kerfi í skólum. Jóhann þessi hefur unnið síðustu mánuði að útfærslu Betraer á þessu kerfi fyrir grunnskóla Kópavogs. Áðferð Jóhanns er sögð byggja á þeim grunni, að öll ræsting fari fram á starfstíma skóla og verði unnin af fólki í föstum störfum. Auk ræstinga sjái það fólk einnig um gangavörslu. Síðan segir í lýsingu, að gerð verði verðskrá sem tekur mið af stundaskrá viðkomandi skóla og getur hún verið breytileg milli vik- udaga. Þeir virkir dagar, sem kennsla fellur niður í skólum eru notaðri til „sérverka“ t.d, grunn- hreinsunar. Það er eins og Fjarðarpóstinn rámi í, að hafa séð mynd á forsíðu DV nýverið, þar sem ræstingar- konur í Kópavogi fjölmenntu á bæjarstjórnarfund þar í bæ. Væntanlega til að fylgjast með umræðum um þetta málefni, eða þá mál svipaðs eðlis. Nýtt um S.V.F.I. Vetrarstarfið hjá Hraunprýði, slysavarnardeild, er að hefjast. Fyrsti fundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 11. október n.k., í húsi félagsins að Hjallahrauni 9. Rekstrarráðgjafí S.V.F.Í., Sigurður Örn Gíslason, verður gestur fundarins og ræðir um starfsemi Slysavarnar- félagsins. I fréttatilkynningu frá Hraun- prýði eru konur kvattar til að mæta á fundinn og aðra fundi vetrarins, sem hafa verið dagsett- ir: Annar fundur 8. nóvember kl. 20.30 í húsnæði félagsins, en þá verður m.a. spilað bingó. Þriðji fundur 13. desember kl. 20.00. Það er jóla- og afmælisfundur í veislusal Skútunnar, og verður sérstaklega vandað til hans. Fjórði fundur 14. febrúar kl. 20.30, en það er aðalfundur í húsi félagsins. Fimmti fundur 10. mars, kl. 20.30. Þar verður spiluð félagsvist. Sjötti fundur 13. apríl kl. 20.30, en það er „Vorgleði“ Hraunprýðiskvenna og væntan- lega haldinn í Fjarðarseli (íþrótt- ahúsinu). Þá segir í fréttatilkynningu, að basar þeirra kvenna verði í byrjun nóvember og aðalfjáröflunardag- ur í kringum 11. maí. Vantar íbúð Vantar tveggja til þriggja herbergja íbúö sem fyrst fyrir danskan starfsmann okkar. Upptýsingar í síma 651499. Fithf I I L SKUTAHRAUNI2, HAFNARFIRÐI, S: 651499 seinten aldrei Þessa ungu aflakló hitti Fjarð- arpósturinn niður á bryggju í sum- ar og erum við alveg sammála honum um það, að myndina hefði mátt birta fyrr. Það er sama sagan með myndina og fleira. Plássleys- ið hefur hamlað. Við biðjum vin okkar velvirðingar og vonum að hann þekki gamla góða máltakið, að betra er seint en aldrei. HRAUNPRYÐI Slysavarnardeild Fundur verður haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 20.30 að Hjallahrauni 9. Sigurður Örn Gíslason rekstrarráðgjafi SVFÍ verður gestur fundarins. Myndir og frásögn frá sumarferðalaginu. STJÓRNIN 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.