Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.10.1988, Page 1

Fjarðarpósturinn - 12.10.1988, Page 1
Forseti bæjarstjómar hlaut ekki stuining eigin meiríhluta til forstjórastarfsins í Hafnarborg og dró því umsóknina til baka: Brestur í meirihlutasamstarfinu Forseti bæjarstjórnar, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, dró umsókn sína um forstjórastöðu í Hafnarborg til baka, þegar Ijóst var að hún hafði ekki meirihluta í bæjarstjórn lyrir ráðningunni. Fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, Magnús Jón Arnason, hafði lýst yfír stuðningi við annan umsækjanda, Pétrúnu Pétursdóttur, og mun honum einnig hafa þótt lítt við hæfí að styðja forscta bæjarstjórnar til slíks starfs. Þá hafði minnihlutinn einnig lýst stuðningi við Pétrúnu, en hún er listfræðingur að mennt. Pétrún var síðan kjörin á fundi bæjarstjórnar í gær með átta atkvæðum. Margrét Guðmundsdóttir hlaut þrjú atkvæði. Allt hefur mál þetta orðið til Stjórn Hafnarborgar frestaði í þess að hrikt hefur í meirihluta- fjarveru Jónu Óskar að taka samstarfinu. Eins og Fjarðarpóst- urinn hefur sagt frá var samstarfs- mönnum forseta bæjarstjórnar ekki kunnugt um umsóknina fyrr en hún barst, og þá hafði Jóna Ósk farið af landi brott. Þegar hún kom til landsins á ný var ljóst, að hún hefði ekki meirihlutastuðning og því var til þess ráðs gripið, að hún drægi umsóknina til baka. afstöðu til umsækjenda, sem voru 11. Fundur var síðan haldin þar í gærmorgun og mættu fulltrúar Alþýðuflokksins, þ.e. bæjar- stjóri, Guðmundur Arni Stefáns- son og Bára Guðbjartsdóttir með bókanir á fundinn: Bókun þeirra beggja var svohljóðandi í tilefni af bréfi Jónu Óskar, dags. 6. þ.m., þar sem hún dregur umsóknina til Álvi&ræ&ur í Firðinum: Bechtel í viöræium við Hagvirki og bæjarstjóra Ráðgjafarfyrirtækið banda- ríska, Bechtel, sem starfar fyrír erlendu stórfyrirtækin fjögur, sem standa að hagkvæmniskönn- un á stækkun álversins við Straumsvík, sendi nokkra fulltrúa sína nýveríð til viðræðna við aðila hérlendis. Bechtel er eitt stærsta og þekktasta fyrirtæki sinnar teg- undar í heiminum í dag. Nokkrir starfsmanna Bechtel ræddu nýverið við bæjarstjóra, Guðmund Áma Stefánsson, um afstöðu bæjaryfirvalda til lóða- mála o.f. Þá gengur þeir og á fund forstjóra Hagvirkis í þeim tilgangi að athuga um mögleika þess fyrir- tækis á að taka að sér stórfram- kvæmdir á borð við nýtt álver. Líflegra viö höfnina Það hefur örlítið ræst úr með skipakomur í höfnina. I síðustu viku kom stórt saltskip til Eim- skips, þá kom skip með timbur til BYKO, einnig leiguskip Oks í stað Isbergsins. Grænlenski togarinn sem kom til hafnar í vikunni var með 145 tonn af rækju, sem telst ekki mik- ill afli miðað við úthald, en togar- inn hefur verið á veiðum frá 24. ágúst sl. Hofsjökull kom hingað frá Bandaríkjunum. Þá hvíla Sel- foss og Goðafoss enn í höfninni, en skipin eru verkefnalaus. Von er m.a. á olíuskipi í vik- unni, en það er danskt. baka: „Við lýsum yfir vonbrigð- um okkar með þá ákvörðun Jónu Óskar Guðjónsdóttur, að draga umsókn sína um starf forstöðu- manns Hafnarborgar til baka, en virðum hana vitanlega. Jóna Ósk var að okkar mati hæfasti umsækj- andinn af „ellefu ágætum um stöðu þessa." Þegar gengið var til afgreiðslu umsókna óskaði bæjarstjóri á ný bókunar, svohljóðandi: „Þar sem breytingar urðu nú í morgun á fjölda umsækjenda, þegar sá er ég hugðist mæla með til starfans dró umsókn sína til baka, þá hefur mér ekki gefist tækifæri né tóm til að leggja dóm á þann hæfasta af 10 hæfum umsækjendum. Mun því ekki taka afstöðu að svo stöddu, en láta hana í Ijósi, er bæjarstjórn tekur málið fyrir á morgun, þriðjudag." Þess má geta að þessar bókanir voru báðar lagðar fram vélritaðar. Síðan mælti Bára Guðbjartsdóttir með Margréti Guðmundsdóttur en Ellert Borgar Þorvaldsson og Sverrir Magnússon mæltu með Pétrúnu. Til staðfestingar á erfiðri stöðu meirihlutans vegna máls þessa er símtal bæjarstjóra við Pétrúnu Pétursdóttir vegna umsóknar hennar um stöðuna. Bæjarstjóri mun hafa fregnað, að eiginmaður Pétrúnar eigi von á styrki til að vinna að vísindaritgerð á næsta ári. Vildi hann fá svör Pétrúnar við spurningunni um, hvort hún hygðist hugsanlega fara utan með eiginmanni sínum á næsta ári, ef hann kæmi til með að vinna að rit- gerðinni á erlendri grundu. Ekki er vitað til að bæjarstjóri hafi hringt í aðra umsækjendur unt starfið í sömu erindagjörðum, þ.e. að staðreyna, hvort þeir hygðu á utanlandsferðir á næsta ári eða árum. Riddarinn á 6,4 m. kr. Kaupverð það sem um er rætt í milli bæjarsjóðs og Útvegsbankans á Riddarnum mun vera 6,3 til 6,4 millj. kr., en það mun vera sú upphæð, sem bankinn hefur lagt í kostnað vegna eignarinnar. Ekkert lát áslysum Það virðist ekkert lát ætla að verða á umferðarslysum og hafa þau verið alltof mörg, einnig hér í Firðinum, síðustu vikurnar. Þessi mynd er tekin, þegar slökkviliðsmenn eru að undirbúa klippur sínar til að skera ökumann út úr bifreið, sem lenti í árekstri á mótum Reykjavík- urvegar og Hverfisgötu á föstudag. Þó ótrúlegt megi virðast sluppu ökumenn og einn farþegi í annarri bifreiðinni lítið meidd. Nú er vetur að ganga í garð. Fyrsti snjórinn og hálkan virðist ætíð koma ökumönnum gífurlega á óvart. Fjarðarpósturinn hvetur öku- menn til að leggja nú þegar drög að því að búa bifreiðar undir vetrar- aksturinn. Skóflustunga 1 Viötal við Palla í 1 Skólamirmeöfasta 1 Hagvirkis á 1 Pallabúð, sem er að 1 tíma hjá Útvarpi Nesinu , -sjabls.2 hætta rekstri „ 1 -sjabls.4-5 Hafnarfjaröar $áb|s5

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.